Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014100
ný mennTUn í TakT við kröfUr samTímans
erlendri fyrirmynd: grunnnámskeið, framhaldsnámskeið og smiðjur, samtals um 180
stundir. Þegar fræðslustarfið var orðið umfangsmikið var komið á fót sérstakri nefnd
sem hafði umsjón með menntun starfsfólks innan ÍTR og hlaut hún nafnið Mennta-
og fræðslunefnd ÍTR, oft kölluð Menn og fræ. Nefndin beitti sér fyrir því að boðið
yrði upp á valnámskeið í tómstundafræði á sjötta misseri í kennaranámi við Kennara-
háskóla Íslands (KHÍ) á árunum 1993–1996, ásamt vikulöngu sumarnámskeiði fyrir
starfandi kennara (Jakob Frímann Þorsteinsson, 2000). Í Leiðarljósum Menn og fræ
fyrir árið 1999 kom fram að nefndin ætlaði að halda áfram að „vinna fylgi við þá
hugmynd að koma á formlegu námi fyrir starfsmenn á vettvangi frítímans“ (Jakob
Frímann Þorsteinsson, 1998, bls. 1). Þrátt fyrir valnámskeiðið virtist ekki mikill skiln-
ingur eða áhugi vera innan KHÍ á því að bjóða heildstætt nám á sviði tómstundafræða.
Á Menntaþingi frjálsra félagasamtaka árið 1999 var markmiðið að ræða um kröfur
sem á þeim tíma voru gerðar til þeirra sem störfuðu með börnum á vettvangi frítímans
og hvernig leiðbeinendur og leiðtogar yrðu best þjálfaðir og menntaðir til að standast
þær kröfur (Menntaþing, 1999). Þingið samþykkti ályktun þar sem menntastofnanir á
framhalds- og háskólastigi voru hvattar til að bjóða upp á nám fyrir leiðtoga og leið-
beinendur í frístundastarfi (Menntaþing, 1999). Háskólasamfélagið brást við þessum
hræringum og um aldamótin var unnið innan nokkurra menntastofnana að því að
móta tillögur og skoða leiðir í menntun í tómstundafræðum.
Í fyrsta lagi urðu breytingar á námi íþróttakennara þegar það fór á háskólastig (og
var lengt úr tveimur árum í þrjú). Í endurskoðuðu námi var boðið upp á námskeið
í tómstundafræði og áform voru um sérstakt félagsmála- og tómstundasvið. Í öðru
lagi áformaði Háskóli Íslands (HÍ) að bjóða þriggja missera (45 eininga) diplómanám
í uppeldis- og félagsstarfi haustið 2000. Námið byggðist á því að raða saman ýmsum
námskeiðum sem voru þá þegar í boði í félagsvísindadeild HÍ ásamt því að vera með
eitt námskeið (4 einingar) í tómstundafræðum. Í þriðja lagi lýsti Símenntunarstofnun
KHÍ, að frumkvæði fræðslustjóra ÍTR, yfir vilja til að bjóða upp á diplómanám haustið
2000. Í fjórða lagi var umræða innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri um nám á
sviði tómstunda eða íþrótta (Jakob Frímann Þorsteinsson, 2000).
Það er mat höfundar að opinn fundur áhugafólks um menntun þeirra sem starfa
á vettvangi frítímans, sem haldinn var í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli þann 10. maí
2000, hafi ekki síður valdið straumhvörfum en menntaþingið sem greinir frá hér að
framan. ÍTR stóð fyrir fundinum og þar kynnti Jaenette Forslund, rektor fritidsledare-
námsins við Göteborgs folkhögskole, námið í Svíþjóð og Jakob Frímann Þorsteinsson
kynnti hræringar í menntun á háskólastigi á Íslandi. Á fundinum voru fulltrúar HÍ og
KHÍ ásamt áhugafólki um málið. HÍ hafði tekið forystu með því að bjóða diplómanám
í tómstundafræðum árið 2000 í samstarfi félagsfræðiskorar, félagsráðgjafarskorar og
uppeldis- og menntunarfræðiskorar. Í diplómanáminu var eitt námskeið í tómstunda-
fræði auk hefðbundinna námskeiða í uppeldis- og menntunarfræði, félagsfræði, af-
brotafræði og stjórnun, ásamt valnámskeiðum. Haustið 2003 var svo einnig hægt að
taka tómstundafræði sem aukagrein sem nú samsvarar 60 ECTS (Helgi Gunnlaugsson
og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, 2003).