Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014108 sTarfsaðferðir og fagmennska í féLagsmiðsTöðvUm þær skýringar að Danir hófu ekki víðtæka félagsmiðstöðvavæðingu fyrr en um og eft- ir árið 1942, og þá sem mikilvægan lið í því að vernda æskuna gegn fylgifiskum her- setu og stríðsins. Mörg dönsk ungmenni voru virk í andspyrnuhreyfingunni; félags- miðstöðvar voru leið Dana til þess að vinna á móti því gildishruni sem óhjákvæmilega fylgir stríðsátökum, óháð því hvaða fylkingu barist er fyrir (Lippert, 2004). Danska líkanið varð þó fyrirmynd Íslendinga 10–12 árum síðar. Það fólst í því að reisa fleiri en smærri einingar í einstökum hverfum borgarinnar í stað stórrar miðlægrar æskulýðs- hallar eins og hugur Ágústs Á. Sigurðssonar og fleiri stóð til (Jónas B. Jónsson, 1954). Þar var ekki fyrr en 15 árum eftir að fyrstu hvatningarorð komu fram að fyrsta félagsmiðstöðin hér á landi hóf starfsemi. Saga félagsmiðstöðva í Reykjavík 1942–1992 fjallar ítarlega um þessa atburðarás (Árni Guðmundsson, 2007). Meginskýringin á því hversu erfitt reyndist að koma þessum hugmyndum í framkvæmd var skortur á fjár- magni og að önnur verkefni í samfélaginu voru talin mikilvægari. Ekki er hægt að halda því fram að ástæður þess að ekki tókst að koma á fót starf- semi fyrr en árið 1957 hafi verið skortur á faglegri þekkingu hérlendis. Skýrsla Ágústs sýnir svo ekki verður um villst að fagleg þekking sem byggð var á framsæknustu hug- myndum um starfsemi félagsmiðstöðva var fyrir hendi hérlendis 15–20 árum áður en fjármagn fékkst til starfseminnar. Verkefni voru ærin, rödd æskunnar ekki sterk og þrátt fyrir kröftuga talsmenn gekk hægt að koma málinu á dagskrá. Það var ekki fyrr en í algert óefni stefndi um miðjan sjötta áratug síðustu aldar að borgaryfirvöld brugðust við og stofnuðu Æskulýðsráð Reykjavíkur í nokkrum flýti í desember 1956 (Árni Guðmundsson, 2007). Fyrstu starfsmenn Æskulýðsráðs Reykjavíkur höfðu nokkuð ólíkan bakgrunn. Bragi Friðriksson, fyrsti framkvæmdastjóri ráðsins, var prestur. Bragi hafði nokkra reynslu af safnaðarstarfi, en hann hafði þjónað vestanhafs á slóðum Vestur-Íslendinga og þar kynnst æskulýðsstarfi ýmissa safnaða. Haukur Sigtryggsson, fyrsti forstöðumaður Tómstundaheimilisins, var þúsundþjalasmiður; afbragðs ljósmyndari, myndlistar- maður og rithöfundur. Jón Pálsson tómstundaráðunautur var auk þess útvarpsmaður og stjórnaði um árabil vinsælum tómstundaþætti barna og unglinga í Ríkisútvarpinu. Hann var menntaður bókbandsmeistari. Í upphafi var ákveðið með reglugerð um Æskulýðsráð Reykjavíkur að það hefði það hlutverk að vinna að eflingu félags- og tómstundaiðju meðal æskufólks í Reykja- vík og hafa um það samvinnu við þá aðila sem um slík mál fjölluðu og vera þeim til aðstoðar og leiðbeiningar. Þá átti ráðið „að leitast jafnan við að ná til þeirrar æsku, sem sökum áhugaleysis eða af öðrum orsökum, sinni ekki heilbrigðum viðfangsefnum í tómstundum sínum“. Lögð var áhersla á að tómstundaverkefni væru um leið kynn- ing og þjálfun í undirstöðuatriðum helstu atvinnuvega þjóðarinnar (Samþykkt fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur, 20. september 1962). Þau viðhorf sem fram komu í þessari fyrstu reglugerð urðu leiðarljós frá fyrsta degi. Þær reglugerðarbreytingar er síðar urðu byggðust allar á meginstefjum fyrstu reglugerðarinnar en tóku mið af þeim þjóðfélagbreytingum sem átt höfðu sér stað. Fyrirbyggjandi starf og forvarnir í víðasta skilningi þess orðs hafa ávallt verið leiðar- ljós í starfseminni og er svo enn þann dag í dag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.