Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 115

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 115 Jóna G. inGólfsdóttiR Menntavísindasviði Háskóla íslands Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014 „Að vera á rófinu“ Jarþrúður Þórhallsdóttir. (2013). Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. 204 bls. Bók Jarþrúðar Þórhallsdóttur fötlunarfræðings og sjúkraþjálfara, Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi, er byggð á meistaraprófsverkefni hennar í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands árið 2010. Um er að ræða eigindlega rannsókn og var markmið hennar að afla þekkingar á því hvernig það er að vera „á einhverfurófi“, sérstaklega hvað óvenjulega skynjun og skynúrvinnslu varðar. Óvenjuleg skynjun er einmitt eitt aðaleinkenni einhverfuraskana. Einhverfuróf (e. autism spectrum) er hugtak sem er notað sem yfirheiti yfir allar einhverfuraskanir, sem er þá raðað á eins konar skala sem hugsaður er svipað og litróf (Wing,1988). Uppbygging bóKarinnar Bókin skiptist í fimm meginkafla, sem hver um sig skiptist í um 10–20 undirkafla. Að auki eru aðfaraorð, inngangur, eftirmáli, viðauki, heimildaskrá og útdráttur bæði á íslensku og ensku. Við lesturinn fannst mér vanta að fyrirbærið einhverfa, mismun- andi stig hennar og hugtakið einhverfuróf væri útskýrt í upphafi bókarinnar. Það er reyndar gert í fræðilegu samhengi aftar í bókinni (bls. 29), en það myndi auðvelda þeim lesturinn sem ekki eru málefninu þaulkunnugir að fá þessi hugtök útskýrð í stuttu máli strax í upphafi. Í inngangi bókarinnar gerir Jarþrúður ítarlega grein fyrir rannsókninni, fræðileg- um bakgrunni hennar, sínum eigin bakgrunni, tengslum við viðfangsefnið og upp- byggingu bókarinnar. Fram kemur að í rannsóknarvinnunni hafi hún ekki fundið nema eina erlenda rannsókn sem talist getur sambærileg (bls. 17) og sýnir það hve einstök þessi rannsókn er. Þótt einhverfa hafi þótt áhugavert og dularfullt rannsóknar- efni er ljóst að veruleiki fólks sem er á einhverfurófinu hefur ekki verið mikið rann- sakaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.