Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Reykjavíkurborg er nú að láta reisa eimbað á Yl-
ströndinni í Nauthólsvík, hér er verið að tengja
pípulagnir. Verktakinn er Hannes Jónsson ehf.
en byggingameistari er Sveinbjörn Lárusson.
Eimbaðið verður alls um 26 fermetrar með ver-
önd. „Það verða einnig setpallar ofan á eim-
baðinu og tröppur niður, þarna er því verið að
bæta sólbaðsaðstöðuna og þarna verður mjög
gott skjól fyrir norðanáttinni,“ segir Sveinbjörn.
Verönd í góðu skjóli fyrir norðanáttinni
Morgunblaðið/Ómar
Eimbað að rísa á Ylströndinni í Nauthólsvík
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Lögregla mun hljóta heimild til þess
að hefja rannsókn á grundvelli vitn-
eskju eða gruns um að verið sé að
undirbúa eða leggja á ráðin um að
fremja brot sem lið í starfsemi skipu-
lagðra brotasamtaka ef nýtt frum-
varp Ögmundar Jónassonar innan-
ríkisráðherra um auknar rann-
sóknarheimildir lögreglu verður að
lögum. Frumvarpið var lagt fyrir Al-
þingi í gær en í því er m.a. kveðið á
um að lögregla geti gert þær ráðstaf-
anir sem hún telur vera nauðsynleg-
ar í þágu rannsóknar sem fram-
kvæmd er samkvæmt nýju heimild-
unum, enda heimili lög henni slíkt.
Lögreglu verður heimilt að grípa til
ráðstafana á borð við símahlustun og
önnur sambærileg úrræði þrátt fyrir
að skilyrði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 88/
2008 um meðferð sakamála um að
brot geti varðað átta ára fangelsi að
lögum sé ekki uppfyllt.
Eftirlitsskyldan aukin
„Það sem þetta snýst um er að
lækka þröskuld lögreglu til rann-
sókna vegna brota, eða gruns um
brot, af hálfu skipulagðra glæpasam-
taka,“ segir Ögmundur Jónasson og
bætir við: „En vegna þess að þrösk-
uldurinn er lækkaður er eftirlits-
skylda ríkissaksóknara aukin og
honum gert skylt að gefa allsherj-
arnefnd Alþingis skýrslu. Að sögn
Ögmundar er um að ræða mjög af-
markaðar breytingar sem snúa að
skipulagðri glæpastarfsemi en hann
segir að samhliða þeim verði aðhald
og eftirlit ríkissaksóknara og Al-
þingis aukið. „Ég vil hafa mikinn
vara á þegar opnað er á slíkar heim-
ildir og hafa þetta allt saman mjög
takmarkandi,“ segir Ögmundur
spurður út í persónuverndarsjónar-
mið. Ögmundur bætir einnig við að
heimildirnar séu mun afmarkaðri en
þær heimildir sem nokkrir þing-
menn höfðu kallað eftir með þings-
ályktunartillögu. „Já, miklu afmark-
aðri vegna þess að þar er verið að
tala um að opna á heimildir í þeim
anda sem tíðkast á Norðurlöndun-
um, en þar eru við lýði leyniþjónust-
ur og við erum alls ekki að fara út á
slíkar brautir ef mínar óskir ná fram
að ganga,“ segir Ögmundur og bætir
við: „Ég vil hinsvegar opna á þetta
gagnvart skipulagðri glæpastarf-
semi en ég vil stíga mjög varfærin
skref í þessum efnum og það erum
við að gera með þessum hætti.“
Heimildir lögreglu auknar
Innanríkisráðherra segist vilja stíga mjög varfærin skref í þessum efnum
Ekki stendur til að taka upp sömu heimildir og tíðkast á Norðurlöndunum
Það sem þetta
snýst um er að
lækka þröskuld
lögreglu til rann-
sókna vegna brota
Hæfileikakeppni Íslands hefur vakið gríðarlega athygli á
netinu en alls hafa 95.371 manns mælt með innsendum
myndböndum í keppninni inn á Mbl.is. Keppnin, sem er
samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvarinnar SkjásEins og
fréttamiðilsins Mbl.is, hófst hinn 27. febrúar síðastliðinn
þegar að opnað var fyrir umsóknir keppenda inn á
mbl.is. Samtals bárust 622 atriði inn í keppnina en lokað
var fyrir innsendingar á miðnætti í gær. Einungis bestu
atriðin munu þó verða sýnd í sjónvarpi en sýnt verður
frá þeim í sex þáttum á sjónvarpsstöðinni SkjáEinum,
það er því ljóst mun færri munu komast að en vilja.
„Þetta eru náttúrlega frábærar viðtökur,“ segir Þorvald-
ur Davíð Kristjánsson, einn þriggja dómenda keppn-
innar og bætir við: „Það er búið að vera mjög gaman en
það er greinilegt að það munu færri komast að í sjón-
varpi en vilja.“Ásamt Þorvaldi sitja Anna Svava Knúts-
dóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í dómnefndinni
sem nú hefur tekið formlega til starfa.
Þjóðin velur sigurvegarann
Þættirnir munu skiptast í fimm undanþætti og einn
úrslitaþátt en sigurvegari hans mun ekki einungis hljóta
nafnbótina „hæfileikaríkasti Íslendingurinn“, heldur
einnig verðlaunafé sem nemur hvorki meira né minna en
einni milljón íslenskra króna. Landsmenn munu svo,
með aðstoð frá dómnefnd, velja „hæfileikaríkasta Íslend-
inginn“ en það gera þeir með því að mæla með atriðum á
fésbókinni. Fjöldi fésbókarmeðmæla við hvert atriði, að
hverjum þætti loknum, mun síðan skera úr um hvaða at-
riði komast áfram í úrslitaþáttinn sem sýndur verður í
beinni útsendingu í byrjun maí. Fyrsti þátturinn verður
sýndur á SkjáEinum 30. mars næstkomandi.
Færri komast að en vilja
Hæfileikakeppni Íslands hefur vakið töluverða athygli á
netinu Búið er að loka fyrir innsendingar í keppnina
Morgunblaðið/Arnaldur
Dómnefnd Þjóðin fær aðstoð frá dómnefnd við valið.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
VG, hefur lagt fram tillögu til þings-
ályktunar ásamt fulltrúum úr öllum
þingflokkum að Sjálfstæðisflokki
undanskildum um aðskilnað við-
skiptabanka og fjárfestingabanka.
Ragnheiður E. Árnadóttir, for-
maður þingflokks sjálfstæðismanna,
segir þá ekki hafa talið ástæðu til að
vera með á tillögunni þar sem flokk-
urinn hafi þegar í vetur lagt fram
hugmyndir í efnahagsmálum þar
sem lagður sé til sams konar að-
skilnaður. Tillögurnar séu til um-
fjöllunar í nefnd.
Í greinargerð með tillögu Álfheið-
ar segir að lagasetning á þessu sviði
muni sennilega taka breytingum í
sumum nágrannaríkjum á næstunni.
„Flutningsmenn tillögunnar telja
að ekki megi dragast lengur að
breyta lagaumhverfi fjármálafyr-
irtækja hér á landi og aðskilja
áhættusama fjárfestingarstarfsemi
og hefðbundna bankastarfsemi ann-
aðhvort algerlega í ótengdum fyr-
irtækjum eða með aðskilnaði innan
hvers fjármálafyrirtækis.“
kjon@mbl.is
Bankar
skilji á
milli þátta
Vilja láta endur-
skoða bankastarfsemi
Ekki ættu að vera hindranir fyrir því
að greinargerðir Landsbankans og
fjármálaráðuneytisins um deilu þeirra
um verðmæti eigna SpKef séu op-
inberar, að minnsta kosti fyrir þing-
nefndir. Þetta sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra í svari við
fyrirspurn Bjarna Benediktssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, á Al-
þingi í gær. Talsmenn Landsbankans
og fjármálaráðuneytis segja á hinn
bóginn útilokað að birta umrædd
gögn.
Bjarni spurði um stöðu deilunnar
sem er fyrir gerðardómi, hvort ekki
væri eðlilegt að greinargerðir í málinu
væru opinberar þar sem Landsbank-
inn væri í raun ríkisbanki. Að sögn
Kristjáns Kristjánssonar, upplýsinga-
fulltrúa Landsbankans, eru upplýs-
ingar um verðmat á eignum stærstu
viðskiptavina SpKef meðal málsgagna
og ekki komi til greina að birta grein-
argerðir eða fylgiskjöl þar sem þær
upplýsingar komi fram enda bank-
anum það óheimilt samkvæmt lögum.
„Ég get ekki ímyndað mér að for-
sætisráðherra hafi með þessu verið að
hvetja til þess að bankaleynd gagn-
vart einstökum viðskiptavinum verði
brotin,“ segir Kristján.
Það sem kæmi til greina að birta af
hálfu bankans væru almennar sam-
andregnar niðurstöður hans í málinu.
Að sögn Rósu Bjarkar Brynjólfs-
dóttur, upplýsingafulltrúa fjár-
málaráðuneytisins, verða efnislegar
upplýsingar um málið ekki birtar á
meðan það er til meðferðar í gerð-
ardómi. Það sé þó ekki útilokað að
þær verði birtar þegar málið verði til
lykta leitt. kjartan@mbl.is
Deila um birt-
ingu gagnanna
Ráðuneyti ósammála Jóhönnu um SpKef
„Þetta er ekki
metið, ég
held að metið
hafi verið sett
í fyrra en þá
var í stuttan
tíma 31 í
gæslu-
varðhaldi,“
segir Páll
Winkel, forstjóri Fangels-
ismálastofnunar en 29 manns
sitja gæsluvarðhald á Íslandi
um þessar mundir. Þar af eru
níu manns í einangrun en að
sögn Páls eru þrír þeirra í vistun
hjá lögreglu sökum plássleysis
á Litla-Hrauni.
Rúmast ekki
á Litla Hrauni
29 Í GÆSLUVARÐHALDI
Páll Winkel