Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
✝ Sigurður Ósk-arsson, hús-
gagnasmíðameist-
ari og
smíðakennari,
fæddist á Berg-
staðastræti 73 í
Reykjavík hinn 19.
júlí 1933. Hann lést
á heimili sínu,
Hvannalundi 13,
Garðabæ, 5. mars sl.
Foreldrar Sig-
urðar voru Hulda Skúladóttir, f.
12. júlí 1907 á Ísafirði, d.15. nóv-
ember 1962. Faðir hans var Ósk-
ar Sigurðsson, bakarameistari,
fæddur 11. september 1906 á
Strönd á Stokkseyri, látinn 13.
nóvember 1967. Sigurður var
næstelstur fimm systkina. Systk-
ini hans voru: Sigrún, f. 9.6. 1931,
d. 7.2. 1996, Herdís, f. 18.6. 1937,
Guðmundur Rúnar, f. 25.8. 1945,
og Eyþór Örn, f. 21.1. 1949.
Systkinin ólust upp á Sunnuhvoli,
Seltjarnarnesi.
Árið 1953 kynntist Sigurður
eftirlifandi eiginkonu sinni, Vil-
helmínu Þórarinsdóttur, f. 13.8.
1937. Foreldrar hennar voru
Þórarinn Sigurðsson sjómaður, f.
8.1. 1915, d. 13.1. 1987, og Laufey
Svava Bjarnadóttir, f. 15.2. 1912,
d. 25.6. 1960. Giftu þau sig 14.
urður byrjaði með eigin tré-
smíðaverkstæði á Bjargarstíg 14.
Síðan flutti hann verkstæðið í
Súðarvog þar sem hann og Ágúst
Sigurðsson ráku saman tré-
smíðaverkstæði. Eftir að hann
kom frá Svíþjóð 1972 vann hann
við smíðar þar til hann fór að
vinna sem smíðakennari í Flata-
skóla í Garðabæ. Í Flataskóla
vann hann þar til hann fór á eft-
irlaun. Þar átti hann góða sam-
starfsfélaga og undi hag sínum
vel. Þau hjónin byrjuðu búskap
sinn úti á Seltjarnarnesi, en árið
1958 tóku þau við heimili for-
eldra Vilhelmínu vegna veikinda
og þar með tóku þau við uppeldi
systkina hennar, Sólrúnar og
Sigurðar. Bjuggu þau síðan í
Reykjavík til ársins 1967, þá
byggðu þau hús í Lækjarfit í
Garðabæ. Fluttu þau árið 1969 til
Malmö í Svíþjóð þar sem hann
vann við smíðar. Bjuggu þau þar
í tæp þrjú ár. Þar naut fjöl-
skyldan þess að eiga góðar
stundir saman. 1972 fluttu þau
aftur í Garðabæinn þar sem þau
hafa búið alla tíð síðan. Í 17 ár
hafa þau hjónin búið í Hvanna-
lundi. Fyrir utan fjölskylduna
átti golfið hug hans allan. Var
hann meðlimur í fyrsta golf-
klúbbi sem stofnaður var á Ís-
landi sem var í Öskjuhlíðinni í
Reykjavík. Hann var stofnfélagi í
Golfklúbbi Garðabæjar.
Útför Sigurðar fer fram frá
Vídalínskirkju Garðabæ í dag,
16. mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 13.
febrúar 1960 og
eignuðust þrjú
börn. 1) Laufey, f.
11. desember 1954,
eiginmaður hennar
er Birgir Sig-
urjónsson. Eiga þau
eina dóttur, Vil-
helmínu, eig-
inmaður hennar er
Andri Úlfarsson og
eiga þau tvo syni,
Eldar Mána Breka-
son og Nökkva Jökul. Fyrir á
Birgir soninn Sigurjón Má. 2)
Hanna, f. 30. júní 1961, eigin-
maður hennar er Guðlaugur
Kristjánsson. Dætur þeirra eru
Hildur Kristín, sambýlismaður
hennar er Tómas Júlíus Thomp-
son og eiga þau dótturina Alex-
öndru Vilborgu. Þórunn, sam-
býlismaður hennar er Ísak Óli
Sigurjónsson, og þriðja dóttirin
er Hulda. 3) Óskar, f. 12. ágúst
1962, eiginkona hans er Elsa
Björnsdóttir, synir þeirra eru
Sölvi og Hrannar.
Sigurður gekk í Iðnskólann í
Reykjavík og lærði hús-
gagnasmíði hjá Gísla Skúlasyni á
Þóroddsstöðum. Tók hann
sveinspróf 1956 og meistarapróf
1960. Vann hann að mestu sjálf-
stætt sem húsgagnasmiður. Sig-
Í dag kveðjum við okkar ynd-
islegasta og fallegasta pabba.
Þau eru þung sporin eftir að þú
kvaddir okkur öll með fallegasta
brosinu þínu sem aldrei gleym-
ist. Þú kvaddir með sömu hóg-
værð og þú lifðir eftir. Fegurðin
var allt um kring þar sem þú
varst, gerðir alla að betri mönn-
um sem kynntust þér. Uppeldi
okkar systkinanna ber þess vott,
þar sem virðing innan fjölskyldu
er í fyrsta sæti. Ráðin þín voru
alltaf sett fram í ró og hógværð
þannig að tillit var til þeirra tek-
ið. Þið mamma voruð alltaf fyrst
að mæta ef einhvern vantaði að-
stoð eða einhvers konar hjálp,
hvort sem var innan- eða utan-
lands. Styrkur ykkar og virðing
hefur hjálpað okkur börnunum
til að takast á við hið óvænta í líf-
inu. Þú smíðaðir yndislega hluti,
listaverk sem við njótum nú með
minningunni um þig.
Fegursta stjarnan skín svo skært
á himninum yfir okkur.
Við grátum af söknuði samt svo vært
og styðjumst við ráðin þín nokkur.
Þú lífsreglur settir sem fylgjum við öll
þær styðja okkur lífið í gegnum.
Nú lífið tók af okkur öll heimsins völd
við horfum til himins og hugsum til
þín
þín minning þá birtir hin dimmustu
kvöld.
(Laufey Sigurðardóttir)
Takk elsku pabbi og tengda-
pabbi fyrir að hafa gefið okkur
yndislegt líf með ást og hrein-
skilni að leiðarljósi.
Nú þung eru sporin
er göngum við inn
kirkjunnar gólfið langa.
Við kveðjum nú ástvin
í síðasta sinn.
Hann hvílist með
kodda undir vanga.
(Laufey Sigurðardóttir)
Góða ferð á betri stað, elsku
pabbi. Þú átt skilið það besta.
Þín elskandi börn,
Laufey, Hanna, Óskar
og tengdabörn.
Elskulegur bróðir okkar, Sig-
urður Óskarsson, lést 5. mars
2012 eftir mikil og erfið veikindi.
Sigurður fæddist 19. júlí 1933
á Bergstaðastræti 73 í Reykja-
vík. Foreldrar hans voru Eyþór
Óskar Sigurðsson bakarameist-
ari og Hulda Skúladóttir hús-
freyja. Fyrstu árin bjuggu þau í
leiguíbúðum en svo byggðu þau
sér lítið hús, Sunnuhvol, á Sel-
tjarnarnesi. Sigurður var þá níu
ára og vann hann við bygginguna
eins og fullorðinn maður og gekk
í öll verk eins og aðrir.
Sigurður gekk í Mýrarhúsa-
skóla og fór svo í nám í húsgagna-
smíði á Þóroddsstöðum. Sigurður
var mjög vandvirkur og allt sem
hann gerði var fullkomið. Á tíma-
bili var hann með aðstöðu í litlu
herbergi á Sunnuhvoli þar sem
hann kom sér upp rennibekk.
Urðu þar til margir fallegir hlut-
ir, s.s. lampafætur og aðrir smá-
hlutir. Seinna stofnaði Sigurður
sitt eigið verkstæði sem var m.a.
til húsa í Skútuvogi. Þegar inn-
flutningur á ódýrum húsgögnum
hófst hætti hann rekstri og fór til
Svíþjóðar. Þar vann hann hjá
Kockums í Malmö í nokkur ár.
Seinna starfaði hann við kennslu í
Flataskóla í Garðabæ.
Sigurður var lánsamur þegar
hann kynntist Vilhelmínu, eftir-
lifandi eiginkonu sinni, sem hann
kvæntist árið 1960. Þau eignuð-
ust þrjú börn, Laufeyju, Hönnu
og Óskar, sem öll eiga sínar fjöl-
skyldur. Sigurður og Villa bjuggu
lengst af í Garðabæ, voru mjög
samhent hjón og áttu fallegt
heimili. Þar ríkti ávallt gleði og
hamingja.
Sigurður spilaði golf um árabil
með góðum árangri og vann til
verðlauna. Sigurður var sérstak-
lega bóngóður og hjálpsamur
maður, alltaf boðinn og búinn ef
einhvern vantaði aðstoð. Hann
stóð ævinlega við bakið á okkur
systkinunum, veitti okkur góð
ráð og rétti hjálparhönd ef þörf
var á. Hann var einstaklega hlýr
og notalegur og aldrei sáum við
hann skipta skapi eða hallmæla
nokkurri manneskju. Í veikind-
um Sigurðar stóð Villa við hlið
hans sterk og dugleg og var sá
klettur sem þau voru hvort öðru
allan sinn hjúskap.
Við viljum votta Villu, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum okkar
dýpstu samúð. Við kveðjum ynd-
islegan bróður okkar með sökn-
uði.
Hvíl í friði,
Herdís, Rúnar og Eyþór.
Elsku afi og langafi. Minning
þín mun lifa í hjörtum okkar
allra.
Við þökkum fyrir dýrmætu
stundirnar og ómetanlega húm-
orinn sem þú kenndir okkur.
Stuðningur þinn og eilíf trú
mun fylgja okkur ætíð og hvetja
áfram.
Við kveðjum afa með huga bjarta
svo fallegt og hlýtt var hans hjarta.
Öryggið var best í afa fangi,
við elskum þig ávallt elsku afi og langi.
(Barnabörnin)
Vilhelmína, Hildur, Þórunn,
Sölvi, Hrannar, Hulda
og langafabörnin.
Í dag kveðjum við mætan
mann, yndislegan mann sem hef-
ur fylgt okkur systrum allt okkar
líf. Hjá þeim Villu og Sigurði átt-
um við systur alltaf gott athvarf
og skjól á okkar bernskuárum og
fyrir það erum við ævinlega
þakklátar.
Villa og Sigurður voru sam-
heldin hjón og nú hefur stórt
skarð myndast í þessa sam-
heldnu fjölskyldu sem ekki verð-
ur fyllt. Við vitum að það verður
vel tekið á móti Sigurði og fagn-
aðarfundir verða þegar þeir Sig-
urður og Siggi pabbi okkar hitt-
ast á nýjum slóðum.
Elsku Villa, Laufey, Hanna,
Óskar og fjölskyldan öll, við syst-
ur vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Minning Sigurðar mun ávallt
lifa í hjörtum okkar.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún)
Svava og Sif Siggadætur.
Sigurður
Óskarsson
Í dag eru liðin 30
ár frá fæðingu Kára sonar míns
og eitt ár síðan hann var úr-
skurðaður látinn af völdum
bráðrar heilahimnubólgu. Mikill
harmur var að fjölskyldu hans
kveðinn við snöggt og óvænt frá-
fall hans. Í raun snerist tilveran
á hvolf, kjölfestan farin. Nærver-
an, kærleikurinn og gamansemin
var svo gefandi að án hans var
lífið óhugsandi. Kári fæddist með
Down’s-heilkenni og það verður
að viðurkennast að þrítug móð-
irin leit ekki björtum augum á
framtíðina. Kári sjálfur sann-
Kári Þorleifsson
✝ Kári Þorleifs-son fæddist í
Reykjavík 16. mars
1982. Hann and-
aðist á gjörgæslu-
deild Landspítalans
í Fossvogi 16. mars
2011.
Útför Kára var
gerð frá Áskirkju
25. mars 2011.
færði mig um að
þessi aukalitningur
skipti ekki máli fyr-
ir okkar samband.
Lífshamingjan
stjórnast ekki af
ytri aðstæðum eða
greindarvísitölu.
Kári hafði ágæta
heilsu og endurgalt
margfalt alla ást.
Hans tilfinninga-
greind var á mjög
háu stigi og skopskynið tak-
markalaust. Maður gladdist yfir
öllum framförum sem hann sýndi
og hann þroskaðist í yndislegan
ungan mann sem elskaði lífið.
Hann átti mörg heilbrigð áhuga-
mál, var fordómalaus, umburð-
arlyndur og vinnufús, alltaf til í
að gera eitthvað skemmtilegt. Er
hægt að biðja um fleiri góða eig-
inleika í ungum syni? Hann var
ekki að ergja sig yfir takmörk-
unum sínum, en gladdist þeim
mun meira yfir möguleikum sín-
um. Hann vissi að maður er
manns gaman og heilsaði glað-
lega öllum sem á vegi hans urðu.
Ég sakna Kára hvern einasta
dag. Ég er ósátt fyrir hans hönd
að ævin varð ekki lengri því hon-
um fannst gaman að vera til og
hann bað ekki um mikið. Auðvit-
að var ekki alltaf bara gaman,
hann gat átt sínar erfiðu stundir
eins og allar manneskjur. Sér-
staklega gat skortur hans á tján-
ingu með orðum valdið misskiln-
ingi, það var ekki alltaf sem
maður vissi hvað hann vildi. Yf-
irleitt leysti hann málið sjálfur
með táknum eða bendingum.
Hann sýndi oft mikla þolinmæði í
garð hins skilningsvana. Kári bjó
með góðu fólki, var í áhugaverðri
vinnu og stundaði þroskandi
áhugamál. Hann var syndur sem
selur, hafði yndi af að kafa og
fara í rennibrautina. Á flestum
ferðalögum var stefnan tekin
þangað sem var heitur pottur,
sundlaug eða baðströnd. Kári
lifði ekki til einskis. Það sást best
á öllum þeim fjölda sem kvaddi
hann í Áskirkju 25. mars 2011 að
hann hafði haft áhrif á samtíð-
armenn sína. Systrum hans
fannst heimurinn versna við frá-
fall hans og það má til sanns veg-
ar færa að heiminn munar um
hvern góðan mann. Það er tákn
um gjafmildi hans að hann gat
eftir dauða sinn gefið mörgum
einstaklingum nýtt líf með líf-
færum sínum. Tvær þotur voru
sendar frá Svíþjóð um miðja nótt
að sækja þessar stóru gjafir.
Stærri gjöf getur enginn maður
gefið og það á sjálfan afmælis-
daginn sinn.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nem-
ur,
og eilíflega, óháð því sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson)
Ég kveð Kára son minn með
sárum trega. Hann kenndi mér
það sem er mikilvægast í lífinu,
þakklæti fyrir allt það góða sem
manni hefur verið gefið og að
æðrast ekki yfir því sem engu
máli skiptir.
Meira: mbl.is/minning
Guðný Bjarnadóttir.
Jæja frænka, þá er biðin á
enda. Þegar við heimsóttum þig á
síðasta sumri sagðist þú vera farin
að bíða eftir að fá að fara. Þú varst
orðin lasburða og eljusemin og
krafturinn sem hafði alla tíð ein-
kennt þig var horfinn. Líklega
varstu orðin þreytt eftir tæplega
níutíu ára erfiði. Þrekið búið. And-
inn heill, þú spurðir eftir frænd-
fólkinu og það brá fyrir bliki í
Ingibjörg
Halldórsdóttir
✝ Ingibjörg Hall-dórsdóttir
fæddist 24. desem-
ber 1921. Hún lést
5. febrúar síðastlið-
inn eftir stutta
sjúkdómslegu á
Sjúkrahúsi Ak-
ureyrar. Útför
hennar fór fram í
kyrrþey í Höfða-
kapellu þann 15.
febrúar.
brúnu augunum þeg-
ar minnst var á
æskustöðvarnar fyr-
ir austan. Þær voru
þér kærar og þangað
leitaði hugurinn oft.
Við vitum vel að
þú vilt ekki að við
förum að skrifa
hvorki lofræðu né
einhverja langloku
um þig. Það var ekki
í þínum anda. Lík-
lega hefði þér þótt viskulegra að við
hefðum gert eitthvað annað. Þú
varst bara þú. Ekki allra, en traust
og trygglynd og hugsaðir vel um þá
sem þér þótti vænt um.
Kæra Didda og fjölskylda. Við
þökkum ykkur af heilum hug. Takk
fyrir að vera til staðar fyrir Imbu
frænku og hugsa vel um hana.
Hvíldu í friði, elsku frænka.
Gunnþóra og Ólöf
Guðmundsdætur.
✝ Halldór Ás-geirsson fædd-
ist á Akureyri 30.
maí 1947. Hann lést
12. febrúar sl.
Hann var næst-
elstur átta barna
foreldra sinna, Ás-
geirs Halldórssonar
og Guðrúnar Ólafs-
dóttur. Ásgeir
fæddist á Akureyri
og starfaði alla sína
tíð hjá KEA. Guðrún var fædd í
Vopnafirði og ólst þar upp. Hún
var alla ævi heimavinnandi hús-
móðir. Ásgeir og Guðrún giftust
1945 og bjuggu alla sína tíð á Ak-
ureyri. Þau eru bæði látin. Eftir
skólagöngu fór Halldór að vinna
hjá KEA og SÍS, en síðast starfaði
hann hjá Húsasmðjunni.
Hann kvæntist árið 1967 Guð-
rúnu Stefánsdóttur, f. 17.1. 1949.
Þau slitu samvistir. Börn þeirra
eru: 1) Ásgeir, búsettur á Spáni, f.
11.10. 1967, sonur hans er Sveinn
Már, f. 14.10. 1990. 2) Jónína, bú-
sett á Spáni, f. 24.8. 1968, gift
Pétri Georgssyni, f.
10.10. 1969. Börn
þeirra eru: Sandra
Rut, f. 5.4. 1991, og
Guðrún Björk, f.
27.11. 2002. 3) Guð-
rún, búsett á Ak-
ureyri, f. 22.3. 1971,
í sambúð með Haf-
liða Þorsteinssyni, f.
21.10. 1967. Börn
Guðrúnar eru Rakel
Ósk, f. 17.10. 1992,
Sverrir Sævar, f. 14.10. 1998,
Karen Ósk, f. 25.3. 2000, og Hall-
dór Alex, f. 22.6. 2004. 4) Stefán,
búsettur á Akureyri, f. 17.10.
1978, í sambúð með Júlíu Árna-
dóttur, f. 22.3. 1988. Börn þeirra
eru Mikael Máni, f. 27.11. 2008,
og Amelía Freyja, f. 25.10. 2010.
Síðari ár gekk Halldór ekki heill
til skógar og dvaldist síðustu ár á
Dvalarheimilinu Kjarnalundi á
Akureyri.
Útför hans fór fram í Akureyr-
arkirkju hinn 20. febrúar 2012
og var hann jarðsettur í Ak-
ureyrarkirkjugarði.
Við spjölluðum saman síðast í
janúar og ég sagði þér að við hjón-
in værum að fara í mánaðarferð til
fjarlægs lands. Þú óskaðir okkur
velfarnaðar í ferðinni en sennilega
hefur hvorugum okkar dottið í hug
að þetta væri síðasta samveru-
stund okkar í þessu jarðlífi. Hall-
dór bróðir minn gekk aldrei heill
til skógar því í minningunni man
ég eftir að hann fór sem barn á
spítala og þurfti oft að vera þar en
hann greindist snemma með syk-
ursýki. Þú lést þetta hins vegar
ekki aftra þér frá því að taka þátt í
samfélaginu og byrjaðir snemma
að vinna. Þú varst ekki hár í loftinu
þegar þú varst í sumarvinnu send-
ill á KEA-skrifstofunum undir
dyggum verndarvæng afa okkar
og alnafna þíns Halldórs Ásgeirs-
sonar.
Við ólumst upp við það að „vinn-
an göfgar“ eða það sagði pabbi oft
við okkur. Við vorum heldur ekki
gamlir þegar við vorum farnir að
taka undir fóðurblöndupoka í
kornvöruhúsinu hjá pabba. Þetta
voru ljúfir dagar í minningunni.
Við ásamt öðrum börnum í hverf-
inu höfðum athvarf til leikja og úti-
vistar í skátagilinu. Auk almennra
barnaleikja á þessum tíma var það
fótbolti og aðrar íþróttir á sumrin
en skíði á veturna.
Manstu eftir fínu kassabílunum
sem Nelli smíðaði handa okkur.
Það voru ekki margir glæsilegri í
Oddeyrargötunni. Manstu eftir
þegar við keyptum píanó og gáfum
mömmu. Þú lagðir að vísu meira í
það en ég en þú hafðir þá þénað
betur en ég. Manstu þegar þú velt-
ir Fordson-bílnum hans pabba á
hliðina í snjóskafl út í skátagilið.
Þú varst ekki hár í loftinu þá en
samt orðinn reyndur bílstjóri því
við strákarnir í Oddeyrargötunni
fengum bílprófið langt á undan öll-
um öðrum. Pabbi frétti ekki af
þessu því við kölluðum saman
strákana úr nágrenninu til að rétta
bílinn við. Hann skemmdist eitt-
hvað lítið.
Hafi vagga Samvinnuhreyfing-
arinnar og Framsóknarflokkisns
einhvers staðar verið til þá var þér
vaggað í henni. Hvernig sem á
gekk í pólitíkinni misstir þú aldrei
móðinn. Ekkert fór meira í taug-
arnar á þér en sjálfstæðismenn.
Þú skildir ekki hvernig menn gátu
aðhyllst þessa pólitísku stefnu. Þú
dæmdir menn oftast þannig að
annaðhvort væru þeir slæmir
sjálfstæðismenn eða góðir fram-
sóknarmenn. Það kom þó fyrir, en
sjaldan, að þú sagðir einstaka
mann ágætan þrátt fyrir það að
vera sjálfstæðismaður en þú skild-
ir það samt ekki hvernig það gæti
átt sér stað.
Kæri bróðir. Nú skilur leiðir
okkar að sinni. Við áttum alltaf
góðar stundir annaðhvort tveir
saman eða í faðmi stórfjölskyld-
unnar. Við systkinin bjuggum við
ástúð foreldra okkar og afar,
ömmur, frænkur og frændur tóku
mikinn þátt í uppeldi okkar sem
eflaust hefur mótað okkur til fram-
búðar. Að leiðarlokum vil ég biðja
hinn hæsta höfuðsmið að halda
sinni verndarhendi yfir þeim sem
þér voru svo kær, þ.e.a.s. börnum,
barnabörnum og tengdabörnum.
Hvíl í friði kæri bróðir.
Ólafur Ásgeirsson.
Halldór Ásgeirsson