Morgunblaðið - 16.03.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.03.2012, Qupperneq 16
SAMANTEKT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirkomulagið á áttunda og öðrum síðasta degi réttarhaldanna yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi var með öðru sniði en við vitnaleiðslurnar. Í stað vitnis stóð Sigríður J. Friðjóns- dóttir, saksóknari Alþingi, í púlti fyrir miðju gólfi andspænis dómnum. Við hlið púltsins var lítið borð með skjöl- um og gögnum sem saksóknari greip til við málflutninginn sem tók þrjár klukkustundir með stundarfjórð- ungshléi. Sigríður gekk inn í salinn með tösku sem var læst, að því er virtist með talnalás, og stóð hann á sér þegar ræða hennar átti að hefjast. Jók það á spennuna í salnum. Við málflutninginn vitnaði Sigríður í fjölda funda, fundar- og álitsgerða á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í október sama ár. Áttu þau að sýna fram á stórfellda vanrækslu hins ákærða, Geirs H. Haarde, sem for- sætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingar, and- spænis þeirri vá sem fjármálakerfið stóð frammi fyrir 2008. Vísar til ráðherraábyrgðar Tveimur ákæruatriðum af sex var vísað frá og áður en Sigríður tók að rökstyðja einstaka ákæruliði leitaðist hún við að sýna fram á að Geir hefði mátt vera ljóst að fjármálakerfinu væri mikil hætta búin. „Málið er byggt á því að á hinum ákærða hvíli afhafnaskylda … en að hann hafi látið farast fyrir að grípa til hennar,“ sagði Sigríður og bætti því við að „fráleitt væri að álykta sem svo“ að hinn ákærði hefði á einhvern hátt getað „afstýrt hruninu“. Málið snerist fremur um að farist hefði fyrir hjá Geir að „afstýra tjónshættu“ eins og það var orðað. Tiltók Sigríður síð- an menntun Geirs sem hagfræðings, störf hans hjá Seðlabanka Íslands og reynslu af því að gegna embætti fjármálaráðherra sem rök fyrir því að hann hefði verið í stakk búinn til að greina hættumerkin á árinu 2008. „Við reifun á sakarefnum í fyrsta kafla er nauðsynlegt að fara yfir hættumerkin sem blöstu við ákærða á tímabilinu … Kannski má líkja því við það að þegar peran er að [gefa sig] í stefnuljósinu hamast hún sem aldrei fyrr … Staðan var svona að mati sækjanda og í upphafi verður farið yfir þetta og reynt að gera grein fyrir athöfnum og athafnaleysi ákærða á tímabilinu,“ sagði Sigríður. Vitnar í umsögn Seðlabankans Vitnaði hún svo til þeirrar hættu sem Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði að hefði verið uppi í bankakerfinu þegar svokölluð „mínikrísa“ gekk yfir 2006 og hvernig það hefði verið mat Halldórs Ás- grímssonar, þáverandi forsætisráð- herra, einn góðan laugardag að sú hætta vofði fyrir að bankarnir hryndu á mánudegi. Hún hljóp svo á milli ára og nefndi hvernig það hefði verið stöðumat Seðlabanka Íslands 15. nóv- ember 2007 „að þá væri íslenska fjár- málakerfinu meiri hætta búin en 2005 og 2006, þar með talið vegna örð- ugrar lánsfjármögnunar“. Í sama mánuði hefði matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s lækkað lánshæfismat ís- lenska ríkisins. Um líkt leyti hefði tekið að bera á neikvæðri umræðu um íslenska fjár- málakerfið sem orðið hefði tilefni þess að Seðlabankinn tók saman svo- nefndan „Ljótan lista“ síðla í janúar 2008 yfir hið neikvæða umtal vikuna á undan. Í kjölfarið hefði Tryggvi Páls- son, fyrrv. framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Seðlabanka Íslands, lýst því yfir í þröngum hópi að gera þyrfti Seðlabankann „sjókláran“ ef allt færi á versta veg í bankakerfinu. Lánshæfismatið á krossgötum Hinn 25. janúar hefðu samtök fjár- málafyrirtækja ritað forsætisráð- herra bréf um lausafjárvanda á fjár- málamörkuðum og matsfyrirtækið Moody’s gefið það út þrem dögum síðar að lánshæfismat Íslands væri á krossgötum. Fundað hefði verið um það innan stjórnkerfisins að herða þyrfti lausafjárkröfur bankanna og Seðlabankinn tekið saman skjal undir fyrirsögninni „Hryllingsmynd“ með vísan til mögulegrar óheillaþróunar í bankakerfinu. Engu að síður hefði hinn ákærði flutt ræðu á Alþingi 29. janúar þar sem inntakið var að það væri engin sérstök hætta á ferðum. Hinn 4. febrúar hefði Geir fengið bréf í hendur þar sem því var lýst hvernig kjör íslensku bankanna hefðu gjör- breyst. Hinn 7. febrúar hefði Ingi- björg Sólrún Gíslasdóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formaður Sam- fylkingar, og Árni Mathiesen, þáver- andi fjármálaráðherra, fundað með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra sem hefði, líkt og komið hefði fram við vitnaleiðslur, haft þungar áhyggj- ur af bankakerfinu. „Upphafið að endinum“ Viku síðar, 14. febrúar, hefðu Geir, Ingibjörg, Árni og Björgvin G. Sig- urðsson, þáverandi viðskiptaráð- herra, fundað með bankamönnum um Telur Geir hafa haft ýmis úrræði  Saksóknari benti á hættumerki sem ákærði hefði ekki brugðist við Ræðan tilbúin Mappa Sigríðar J. Friðjóns- dóttur, saksóknara Al- þingis, liggur opin í ræðu- púltinu. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, er í miðju í fremri röð dómaranna. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Aðalmeðferð í landsdómsmálinu Sækjandi, Sigríður J. Friðjóns- dóttir, saksóknari Alþingis, hélt því fram í fyrri málflutningsræðu sinni í gær að hinn ákærði hefði „ekki sýnt góða ráðsmennsku og fylgt athafnaskyldu sinni“ sem forsætisráðherra, svo sem með því að gera kröfur um að bank- arnir minnkuðu umsvifin eða ein- hverjir þeirra flyttu höfuðstöðv- arnar úr landi. Í stað þess að „vaka yfir bönkunum“ hefði Geir leyft þeim að haga rekstri sínum „algerlega á sínum forsendum“. „Það er ljóst að allt árið 2008 er að skapast neyðarástand í bankakerfinu á Íslandi,“ sagði Sigríður og setti meinta van- rækslu Geirs í samhengi við óróa á fjármálamörkuðum. Eins og rakið er í megingrein- inni hér fyrir ofan lýsti Sigríður yfir þeirri skoðun sinni að bank- arnir hefðu getað selt eignir vet- urinn 2007-2008. Nefndi hún í því sambandi að fjármálafyrirtækið Kepler, dótturfélag Landsbankans, hefði selst „á ágætisverði eftir hrunið“ sem og annað fjármálafyrirtæki í eigu bankans. „Þetta bendir nú til þess að hægt hefði verið að selja eignir á viðeigandi verði, jafnvel eftir að bankarnir færu í þrot.“ Þá telur Sigríður að það hefði getað haft mikla þýðingu fyrir stöðu Glitnis ef norskur banki í hans eigu hefði verið seldur á árinu 2008. Glitnir hefði þá að líkindum getað mætt þungum gjalddögum um haustið. „[Þ]að hefði nú verið gustukaverk að sjá til þess að þessi banki gæti stað- ið undir þessum gjalddaga til dæmis varðandi þessa sölu … þá vitum við ekki hvert framhaldið hefði verið af þessum hörm- ungum öllum saman,“ sagði hún. Hvað er góð ráðsmennska? SAKSÓKNARI TELUR EIGNASÖLU HAFA VERIÐ MÖGULEGA Málflutningur Sigríður J. Friðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.