Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 ✝ Guðrún E.Guðmunds- dóttir fæddist á Akureyri 14. jan- úar 1925. Hún lést í Hafnarfirði 8. mars síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðmundur Egg- ertsson (f. 1896, d. 1962) og Margrét Jónsdóttir (f. 1895, d. 1974). Systkini Guðrúnar voru Hálfdán Olsen (f. 1932, d. 1989), Björn Ólafur Norðfjörð (f. 1934, d. 1972). Sonur Björns Ólafs og Elsu Bertels- sen er Guðmundur (f. 1969). Uppeldissystir Guðrúnar er Laufey Sigríður Karlsdóttir (f. 1919) gift Konráð Guðmunds- syni (f. 1915, d. 2007). Laufey og Guðrún voru systradætur. Guðrún giftist 21. apríl 1945 Magnúsi St. Magnússyni, f. 1. desember 1922, pípulagn- ingameistara í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Böðvarsson (f. 1887, d. 1944) og Sigríður Eyjólfsdóttir (f. 1897, d. 1983). Börn þeirra og afkomendur eru: 1) Magn- ús, f. 24. júní 1945, d. 16. sept- ember 2006, kvæntur Sigríði Harðardóttur, f. 5. júní 1950. 1978, giftur Helgu Lind Björg- vinsdóttur, f. 1980. Börn þeirra eru Einar Orri og Kara Lind. Börn Helgu Lindar úr fyrra sambandi eru Alex Berg- mann og Ísabella. 4) Guð- mundur, f. 20. desember 1958, giftur Jóhönnu Vigdís Hjalta- dóttur, f. 19. október 1962. Börn þeirra eru: a) Guðrún Edda, f. 1983; b) Hjalti Geir, f. 1998; c) Erlendur, f. 2001; d) Sigríður Theódóra, f. 2005. Guðrún hlaut hefðbundna skólagöngu í Hafnarfirði en stundaði um árabil bústörf hjá foreldrum sínum á Stokkseyri. Húsmóðurstarfið var hennar ævistarf og umhyggja fyrir foreldrum, systkinum, börnum og öðrum afkomendum var henni eitt og allt. Í hátt í tutt- ugu ár starfaði Guðrún við ræstingar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þá stundaði hún fiskvinnslu í Hafnarfirði áður fyrr. Ísland var drauma- land Guðrúnar og ferðuðust þau hjónin og fjölskyldan öll um landið þvert og endilangt. Hún var jafnaðarmanneskja í eðli sínu og þannig lifði hún lífinu. Þau hjónin voru alla tíð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og karlakórinn Þrestir var kórinn þeirra. FH var liðið þeirra og sóttu þau alla tíð leiki liðsins, ekki síst í handbolta. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni Hafnarfirði í dag, föstudaginn 16. mars 2012 og hefst athöfnin klukk- an 15. Börn þeirra eru: a) Magnús Steph- ensen, f. 1972, kvæntur Ingunni Jónsdóttur, f. 1976, börn þeirra eru Jónatan Mika- el, Benjamín Magnús og Sigríð- ur Svanhvít; b) Sigurjón, f. 1979, kvæntur Vigdísi Birnu Hólmgeirs- dóttur, f. 1982, börn þeirra eru Kristín Birna og Elísabet Hanna; c) Ólafur Björn f. 1986, unnusta hans er Ásta Minney Guðmundsdóttir f. 1984, sonur þeirra er Guðmundur Magnús. 2) Margrét f. 5. janúar 1951. Hún var gift Sveini Jónssyni, f. 13. ágúst 1951. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Magnús Björn, f. 1972; b) Jón Páll, f. 1973, unnusta hans er Bianca Elisabeth Treffer, f. 1973, börn þeirra eru Svandís Rós og Heiðdís Fjóla. 3) Sigríður, f. 21. febrúar 1954, gift Einari Gylfasyni, f. 1. ágúst 1954. Börn þeirra eru: a) Guðrún f. 1975. Hún var gift Þorkeli Grétari Guðbrandssyni, f. 1971. Þau skildu. Börn þeirra eru Andrea Ósk, Róbert Orri og Daníel Darri; b) Gylfi, f. Elsku mamma mín. Þegar ég hugsa til þín núna er efst í huga mér þakklæti fyrir að hafa átt eins góða móður og þig. Þú varst besta og heiðarlegasta manneskja sem ég hef þekkt, vildir öllum vel og máttir ekk- ert aumt sjá. Þú gast líka verið ákveðin og þrjósk og hafðir sterkar skoðanir. Fjölskyldan skipti þig miklu máli og þú umvafðir hana ástúð og hlýju. Barnabörnin þín elsk- uðu þig og alltaf fannst þeim jafngaman að koma í heimsókn til ykkar pabba á Miðvanginn og ekki var verra ef þau fengu að gista. Þú varst mikið náttúrubarn og þið pabbi höfðuð unun af því að ferðast um landið og það eru fáir staðir sem þið hafið ekki komið á, og ekki þekki ég marga sem elskuðu landið okk- ar eins mikið og þú. Það var alltaf svo mikil gleði í kringum þig. Þú hafðir gaman af því að syngja og söngst gjarnan við heimilisstörfin. Þú varst einstaklega hláturmild og sást spaugilegu hliðarnar á líf- inu og tilverunni og hvað við gátum hlegið mikið saman. Þú varst myndarleg húsmóð- ir og alltaf áttirðu eitthvað gott með kaffinu. Þú sagðir mér að stundum dreymdi þig að þú ættir ekkert með kaffinu, það var það versta sem gat komið fyrir þig. Það lýsir þér mjög vel. Þú hafðir mikinn áhuga á andlegum málefnum, varst í Guðspekifélaginu og hélst mik- ið upp á Grétar Fells og Kris- hnamurti. Þú varst fróð og minnug, hafðir gaman af lestri. Einnig hafðir þú mjög mikinn áhuga á pólitík og fylgist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Það var mikið áfall í fjöl- skyldunni þegar Maggi bróðir dó, síðan dó pabbi þremur ár- um seinna, en nú ert þú komin til þeirra, ég veit að þessar elskur taka vel á móti þér. Síðustu árin áttir þú við veikindi að stríða og dvaldir þá á 4. hæð hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði. Þar naustu góðar umönnunar og megi allt það yndislega og góða fólk eiga þökk skilið fyrir hvað það annaðist þig vel. Þú hélst mikið upp á þetta vers eftir Steingrím Thor- steinsson: Trúðu á tvennt í heimi tign sem hæsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Guð blessi þig. Við sjáumst síðar. Sigríður Magnúsdóttir. Guðrún E. Guðmundsdóttir lést í Hafnarfirði 8. mars síðast- liðinn. Í hennar anda kvaddi hún á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hún var alla tíð heilsu- hraust en átti við nokkurt heilsu- leysi að stríða síðustu misserin. Guðrún tengdamóðir mín gerði húsmóðurstarfið að ævi- starfi sínu eins og langflestar samtíðarkonur hennar. Velferð fjölskyldunnar var meginstefið í lífi hennar. Foreldrum sínum reyndist hún einstök dóttir en þau lögðu stund á búskap á Stokkseyri. Þar dvaldi Guðrún iðulega á sumrin ásamt börnum sínum. Á Stokkseyri sinnti hún öllum bústörfum af miklum krafti og eljusemi enda dugnað- ur og gott úthald aðalsmerki hennar. Bræðrum sínum var hún stóra systir og fyrirmynd en þeir létust báðir fyrir aldur fram. Ég held ég geti fullyrt að engin hafi verið sú bón sem hún hefði ekki uppfyllt fyrir foreldra sína, bræður og Laufeyju uppeldis- systur sína. Guðrún var gæfukona í einka- lífi. Ung kynntist hún eigin- manni sínum Magnúsi St. Magn- ússyni og gengu þau í hjónaband á sumardaginn fyrsta árið 1945. Þau voru samrýnd hjón en um leið sjálfstæð. Einu deildu þau aldrei og það voru stjórnmála- skoðanir. Tengdamóðir mín var í hjarta sínu jafnaðarkona á öllum sviðum lífsins, eða eins og sagt var um Hafnfirðinga; hún var sannur Hafnarfjarðarkrati. Eig- inmaðurinn kaus hins vegar allt- af flokkinn sem hafði skrifstofu hinum megin við Strandgötuna, Sjálfstæðisflokkinn. Þau voru traustir vinir sem báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og nutu samverustundanna. Þau þekktu hverja þúfu landsins sem þau ferðuðust um saman í gegnum lífið. Ísland var fyrirheitna land- ið, Ísland var draumalandið hennar. Börnin þeirra fjögur, Magnús, Margrét, Sigríður og Guðmund- ur, voru augasteinar foreldra sinna og stolt. Síðan komu barnabörnin sem auðguðu líf þeirra og glöddu þau meira en orð fá lýst. Það var tengdafor- eldrum mínum mikil sorg þegar Magnús, frumburður þeirra, lést af slysförum fyrir rúmum fimm árum. Fráfall hans setti mikinn svip á líf þeirra upp frá því en Magnús eiginmaður hennar lést fyrir þremur árum. Garðyrkja og gróður var eitt aðaláhugamál Guðrúnar og alla tíð hafði hún mikinn áhuga á andlegum málefnum. Henni fannst það alltaf jafnmikið æv- intýri að fylgjast með litlu fræi verða að blómi eða tré. Garðinn sinn ræktaði hún af miklum krafti og blóm og plöntur fylltu hvern krók og kima heimilisins. Fór svo að þau byggðu blóma- skála við heimili sitt sem þau lengst héldu á Miðvangi 165. Þar nutu þau margra ljúfra stunda og hlustuðu á fallega íslenska tónlist. Með Guðrúnu E. Guðmunds- dóttur er gengin ein besta kona sem ég hef kynnst. Hún var stór í hugsun og reyndist öllum vel sem á vegi hennar urðu. Á vin- áttu okkar bar aldrei skugga og tók hún mér opnum örmum frá fyrsta degi. Börnunum mínum hefur hún verið yndisleg amma með stóran faðm barmafullan af gleði, ánægju og stolti yfir af- komendum sínum. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Blessuð sé minning Guðrúnar E. Guðmundsdóttur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Elsku Rúrý amma okkar hef- ur nú kvatt þennan heim. Sökn- uður okkar er mikill en líka léttir fyrir ömmu að fá að fara eftir veikindi síðustu ára. Amma Rúrý er ein yndisleg- asta manneskja sem við höfum kynnst. Manni leið alltaf vel hjá ömmu, hún hafði svo góða nær- veru. Amma var mikill orkubolti og náttúrubarn. Hún hafði græna fingur og hafði yndi af því að hugsa um blómin sín, hvort sem var í garðhúsinu eða í garð- inum. Amma hafði mikla ánægju af því að fá stórfjölskylduna í heim- sókn, það var henni mikilvægt að eiga alltaf eitthvað gott með kaffinu og það fór því enginn svangur heim eftir heimsókn á Miðvanginn. Amma gerði margt fyrir okkur krakkana og eigum við margar og góðar minningar frá ömmu og afa á Miðvangnum. Amma átti landsins mesta safn af skyrdósum og úr þeim voru ófáir kastalar byggðir. Við getum ekki annað en bros- að þegar við hugsum til þess þegar afi og amma ræddu um pólitík, þá var oft mikið rökrætt og þau voru alls ekki sammála. Okkar bernskuminningar frá Rúrý ömmu og Dadú afa á Mið- vangnum eru margar og góðar. Amma syngjandi í eldhúsinu að baka lummur og afi að leika við okkur krakkana í bílskúrnum. Amma hafði mikla útgeislun og einkar smitandi hlátur sem lifir svo sterkt í minningunni. Minningin um yndislega ömmu lifir með okkur. Guðrún og Gylfi. Amma Rúrý. Amma mín og nafna. Ljúfari og yndislegri kona held ég að sé vandfundin. Hún var ófáum hæfileikum gædd. Hún unni fólkinu sínu mest af öllu og allir sem okkur tengdust voru velkomnir í henn- ar hús. Þannig tók hún frænd- systkinum mínum í móðurætt líkt og þau væru hennar eigið skyldfólk. Amma hafði sérstakt yndi af íslenskri náttúru og ís- lenskri tónlist. Ég sé hana fyrir mér heima á Miðvanginum þar sem hlýja og ást umvafði alla þá sem í heimsókn komu. Í bak- grunni hljómuðu iðulega ljúfir tónar, falleg blóm gæddu heim- ilið einstökum sjarma og veiting- ar voru ávallt til á borðum. Barnabörnin voru henni sér- staklega kær og þegar ég hugsa til baka sé ég að einn af hæfi- leikum hennar var að láta mann halda að hún hefði nákvæmlega ekkert annað við tímann að gera en að sinna okkur. Við erum ell- efu barnabörnin, átta strákar og þrjár stelpur en lengst af, áður en systir mín fæddist, vorum við bara tvær stelpurnar og báðar nöfnur hennar. Amma kom fram við okkur sem jafningja og af virðingu og af fáum var hún stoltari. Amma var ein af þeim sem í hraða nútímans höfðu, eða öllu heldur gáfu sér, tíma til að leyfa barnabörnum að ráða för. Þær voru ófáar ævintýraferðirn- ar sem hún fór með okkur upp í Heiðmörk og út í hraunið við Miðvanginn þar sem hún sagði okkur sögur af fólki og dýrum, fræddi okkur um fólkið sitt, for- eldra sína og systkin og gaf okk- ur innsýn í lífið áður en við fædd- umst. Hún var mikil sagnakona og það ásamt umburðarlyndi og þolinmæði sem voru meðal henn- ar aðalsmerkja gerðu ferðir sem þessar ógleymanlegar. En amma hafði ekki „bara“ allt það sem prýðir góða ömmu. Hún var svo miklu meira og stærri karakter en svo. Þolin- mæði og þrjóska voru meðal þess sem einkenndi hana og hóp- þrýstingur var ekki til þess fall- inn að hún félli frá sinni sann- færingu. Amma hafði sterka og heildstæða sýn á lífið og sterka réttlætiskennd. Hún var jafnað- armanneskja í öllum merkingum þess orðs. Velferð náungans var henni hugleikin og þeir sem minna máttu sín gátu fundið styrk sinn hjá henni. Hún var trúuð, andleg gæði voru henni mun mikilvægari en veraldleg og ég veit að hún trúði því að nýtt ævintýri tæki við að loknu lífi hér á jörðu. Vitandi þetta og hve heitt hún unni foreldrum sínum, bræðrum, afa og Magga og fleiri ástvinum veit ég að það hafa orð- ið fagnaðarfundir á hennar áfangastað. Hún var einstök amma og ástin og minningar sem hún gaf okkur lifa áfram með okkur. Guðrún Edda Guðmundsdóttir. Nú er fallin frá ástkær föð- ursystir mín, Guðrún Guð- mundsdóttir eða Rúrý eins og hún var alltaf kölluð. Þegar ég hugsa til frænku minnar fyllist maður söknuði en þó ekki síst gífurlegs þakklætis fyrir allan þann kærleik og hlýju sem hún hefur veitt mér og mínum í gegnum tíðina. Alltaf þegar maður kom í borgina sem polli fékk maður að heimsækja Rúrý og Dadú og það var nú aldeilis ekki leiðinlegt því þar var dekrað við mann. Ég minnist óljóst heimsókna á Hringbrautina en seinna urðu heimsóknirnar margar á Mið- vanginn. Alltaf var maður knús- aður í bak og fyrir og síðan fór Rúrý beint í það að töfra fram stórveislu. Það var alveg sama hvenær maður birtist og þótt enginn væri fyrirvarinn, alltaf var borðstofuborðið þakið kræs- ingum á örskammri stundu. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég var sendur suður í kirtlatöku á St. Jósefsspítala. Í þá daga var þetta mun meiri og grófari aðgerð en gerist í dag. Það var satt best að segja skelfi- leg lífsreynsla fyrir sex ára gutta að vera svæfður með klóróformi í þvottapoka sem skyndilega var skellt fyrir vitin. Svo vaknaði maður eftir aðgerðina, sárþjáður og lasinn. En allur sársauki gleymdist þó fljótt því nú fékk stubburinn að fara til Rúrýar og Dadú og dvelja þar í heila viku. Ég var ósköp rýr enda hafði matarlystin verið mjög takmörk- uð lengi vegna ofvaxinna háls- kirtla. Og þá var komið að hlut- verki frænku minnar þ.e. að láta strákinn þyngjast. Það hlutverk fórst henni vel úr hendi enda blés maður út eins og gorkúla á skömmum tíma. Alltaf voru til ýmiskonar skemmtileg og þroskandi leik- föng og spil á Miðvanginum. Rúrý lagði mikið upp úr því að hafa ofan af fyrir manni með ein- hverju uppbyggilegu og skap- andi. Sérstaklega minnist ég mjög sérstaks byggingarefnis sem maður gat byggt heilu kast- alana úr en það voru einfaldlega skyrdósir sem hún hafði lengi safnað og átti til í hundraðavís. Dót þarf nefnilega ekki alltaf að vera dýrt eða verksmiðjufram- leitt til að ungir hugir geti leikið sér lon og don. Oft var líka gripið í spil eða dregin fram skemmti- leg borðspil og aldrei var tafl- borðið langt undan. Rúrý kenndi mér líka að búa til vísur og mikið þótti okkur báðum það skemmti- legt. Það má með sanni segja að heimurinn sé fátækari nú þegar Rúrý hefur kvatt okkur. Ef ég hugsa mér eitt orð til að lýsa Rúrý þá er það orðið góð- mennska því betri og hjarta- hlýrri manneskju hef ég aldrei kynnst. Hún var engill á jörðu en er nú engill á himni. Ég bið Guð að styrkja börnin hennar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ég kveð þig núna frænka kær í kærleika og hlýju, seinna handan við sundin fjær sjáumst við að nýju. Guðmundur E. Björnsson. Guðrún E. Guðmundsdóttir ✝ Sigrún Guð-laugsdóttir fæddist 4. júní 1925, hún lést 2. mars 2012. Sigrún fæddist á Búðum í Hlöðuvík, yngst af hópi sjö barna Ingibjargar Guðnadóttur og Guðlaugs Hall- varðssonar. Af þeim börnum eru eftirlifandi Hallvarður og Ólaf- ur Guðlaugssynir. Sigrún fór vikugömul í fóstur til Veroniku Borgarsdóttur í Þverdal í Að- alvík og ólst þar upp með fóst- ursystkinum sínum Þórunni Friðriksdóttur, látin, Halldóri Guðnasyni sem er látinn, Pál- ínu Guðnadóttur og Marteini Árnasyni. Hún fluttist ung til Ísafjarð- ar og kynntist þar manni sín- um Guðmundi Óla Guðmunds- syni, f. 24. ágúst 1918, d. 29. maí 1969. Guðmundur Óli fæddist á Patreksfirði og var bakarameistari, hann rak m.a. bakarí á Bíldudal og á Akra- nesi. Þau hjónin færðu sig til um Vestfirðina og eignuðust fimm börn, þar af son sem lést í fæðingu og hvílir í kirkju- garðinum á Bíldudal. Önnur börn þeirra eru: 1) Þórunn Guðmunds- dóttir, f. 1944, gift Tryggva Guð- mundssyni, f. 1945. Elsta dóttir Þór- unnar er Harpa Hildiberg Böðv- arsdóttir, f. 1963. Þórunn og Tryggi eiga þrjú börn saman: Lína Björg, f. 1971, Guð- mundur Óli, f. 1975, og Sigrún Halla, fædd 1979. 2) Guð- mundur Ólason, f. 1949, kvænt- ur Láru Einarsdóttur, f. 1960. Börn þeirra eru Smári Freyr, f. 1989, og Sigrún Emelía, f. 1993. 3) Guðni Vignir Guð- mundsson, f. 1958, d. 1992. Hann fékk ungur sjúkdóm sem olli því að hann var bundinn hjólastól frá tvítugu. 4) Þor- björg Tara Guðmundsdóttir, f. 1959, maður hennar var Birgir Ævarsson, f. 1959, d. 2009. Þeirra synir eru Birgir Daníel, f. 1980, og Bjarki Einar, f. 1986. Eftirlifandi eiginmaður Sigrúnar er Einar Magnússon húsasmiður, f. 1926. Útför Sigrúnar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 16. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma mín, ég get ekki hugsað mér að þú sért horfin að eilífu, nærvera þín er alltof sterk. Við vorum alla tíð nánar og þú varst sú besta amma sem synir mínir gátu eignast. Glaðværð þín og seigla bæði í gleði og mótlæti var þinn sterkasti kostur. Þú leitaðist líka við að láta börnum þínum líða sem best og hættir ekki að vera móðir þótt við værum orð- in rígfullorðin. Ég ætla ekki að kveðja þig heldur segi: Sæl að sinni, við sjáumst aftur. Mamma er konan sem heldur í höndina á manni fyrstu árin en hjartað alla ævi. Þín dóttir, Þorbjörg Tara. Sigrún Guðlaugsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.