Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 49
ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Ég átti ekki von á því að verða næst var við Val Heiðar Sævarsson, söngv- ara poppsveitarinnar Buttercup, á plötu sem þessari þar sem heyra má ballöðukennd, angurvær lög sem eru öll sem eitt óður til konunnar. En svo er raunin! Og verkið er meira að segja dandalafínt eins og kær vinur minn úr Mývatnssveitinni myndi orða það. Valur segir í upplýsingabæklingi að hugmyndin hafi kviknað í jarðarför ömmu hans er hann söng titillag plöt- unnar (sem er íslenskun á lagi Billy Joel, „She’s Always A Woman To Me“). Þá hafi konurnar í lífi hans runnið um huga hans og hann hafi þá fundið löngun hjá sér til að heiðra þær með plötu. Eins og segir, þá er áferð plöt- unnar værðarleg. Píanó, strengir og kassagítarstrokur umlykja lögin og eru útsetningar allar hinar smekkleg- ustu. Platan er heilsteypt að því leyt- inu til, þessi andi er yfir frá fyrsta lagi til hins síðasta og er hann henni styrk- ur. Söngrödd Vals er í forgrunni og hann leysir þann þátt mjög snyrtilega af hendi. Það er aldrei keyrt út í væmni, en efnistök plötunnar gefa svo sannarlega tilefni til þess en um leið er hann aldrei of mikið til baka eða við- kvæmnislegur. Hann hittir hárnákvæmt á eitthvert jafnvægi þarna. Þegar Valur söng með Buttercup var röddin í þess- um gruggstíl, Eddie Vedder-skólinn yfir um og allt í kring og hún átti til að detta í rembing og ofkeyrslu. Það er eins og þessi lágstemmdi andi henti henni hins vegar fullkomlega. Túlkun hans er jafnan einlæg og hann býr yfir löngunarfullum tónum sem ná inn í hjartað. Þú trúir honum, með öðrum orðum, þegar hann syngur um ást, langanir og þrár. Lögin eru til skiptis tökulög og frumsamin og eru báðir flokkar nokk- uð misjafnir. „Ástin blindar“ („Love is Blindness“ eftir U2) er t.d. ekki að virka neitt sérstaklega vel á meðan opnunarlagið er frábærlega vel heppnuð útgáfa af lagi Paul Weller, „You do Something to Me“ (hér „Fangi hugans“.). Vali tekst þá að gæða hinu útjaskaða „Hallelúja“ eftir Leonard Cohen lífi þannig að eftir er tekið. Verður það að teljast merki- legur árangur. Frumsömdu lögin eru flest hver snotur, þó þau rífi ekkert rosalega í heldur. Undantekningin er hins vegar lokalagið, „Vögguvísa“, en það hittir beint í mark, vopnað áreynslulausum einfaldleika og ein- lægni. Í meyjarskauti mjúku … Geislaplata Valur Heiðar – Íslenska konan bbbmn MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Discovery Channel hefur sagt skilið við ævintýramanninn Bear Grylls vegna deilna sjónvarpsstöðv- arinnar og Grylls um samning hans við stöðina. Bear Grylls ferðast um í óbyggð- um í þáttum sínum og kennir fólki að lifa af við erfiðar aðstæður og er þekktur fyrir að leggja sér alls kon- ar skriðdýr til munns. Hann hefur í tvígang komið til Íslands til að taka upp þátt sinn, sem nú ríkir óvissa um. Ævintýramaðurinn Bear Grylls. Discovery Channel sparkar Bear Grylls Þynnkukisi heldur tónleika í Ný- lenduvöruverzlun Hemma og Valda á morgun. Jóhann Kristinsson og Bergur Anderson skipa Þynnkuk- isa en þessu ungu söngvaskáld gáfu út rafræna plötu rétt fyrir jól. Var hún hugsuð fyrir vini og vanda- menn en þeir félagar vilja nú leyfa almenningi að heyra einnig. Dúett Þynnkukisi í dúndurstuði. Þynnkukisi fer á stjá á morgun NÝTT Í BÍÓ EGILSHÖLL 16 16 L 7 7 ÁLFABAKKA 10 7 7 7 7 7 7 12 12 VIP 16 16 16 16 L L L KEFLAVÍK 12 AKUREYRI blurb.com  Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD Toppmyndin á Íslandi og vinsælasta myndin í heiminum í dag Time  Movieline  Myndin sem hefur setið síðustu 3 vikur á toppnum í Bretlandi og notið gríðarlega vinsælda í USA. Ein besta draugamynd síðari ára PROJECT X kl. 6 - 8 - 10:10 2D PROJECT X Luxus VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 3:20 - 5:20 - 8 - 10:403D JOHN CARTER kl. 10:10 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 3:20 3D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 3:40 - 5:50 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:30 2D HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 2D CONTRABAND kl. 5:50 2D STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 3:40 2D FJÖRFISKARNIR M/ ísl. Tali kl. 3:30 2D L L 7 7 7 16 KRINGLUNNI 16 16 16 PROJECT X kl. 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:10 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 10:40 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 3D BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 6 3D PROJECT X kl. 5:50 - 8 - 10:10 - 10:40 2D JOHN CARTER kl. 5:10 - 8 - 10:10 3D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D 7 12 12 SELFOSS JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 A FEW BEST MEN kl. 6 THIS MEANS WAR kl. 8 - 10:20 PROJECT X kl. 8 2D JOHN CARTER kl. 10 3D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10 2D PROJECT X kl. 8 2D JOHN CARTER kl. 5:30 3D SVARTUR Á LEIK kl. 10:10 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D SKRÍMSLI Í PARÍS m/íslensku tali kl. 6 2D FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. SÝND Í 2D OG 3D PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM  - New York Times  - Time Out New York  - Miami Herald  MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. SÝND Í 2D OG 3D PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM  MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT „Hin brjálæðislega fyndna Project X er málið. Hún fer alla leið er auk þess kærulaus og tilbúin í fjörið. Hverjum líkar ekki við það?“ Rolling Stone - Time Out New York  - Miami Herald  - New York Times  „Hin brjálæðislega fyndna Project Xer málið. Hún fer alla leið er auk þess kærulaus og tilbúin í fjörið. Hverjum líkar ekki við það?“ Rolling Stone Geðveikt grín í geggjuðustu partýmynd allra tíma! Geðveikt grín í geggjuðustu partýmynd allra tíma! Dalvegi 6-8 201 Kópavogur S. 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Kraftvélar bjóða breitt vöruúrval atvinnubifreiða frá Iveco Kraftvélar í samvinnu við Iveco leggja áherslu á skjóta og góða varahluta- og viðgerðarþjónustu. Hafið samband varðandi þjónustu eða ósk um tilboð í nýja atvinnubifreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.