Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 ✝ Bárður Hall-dórsson fædd- ist á Akureyri 30. júní 1942. Hann lést í faðmi fjöl- skyldunnar á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 7. mars 2012. Foreldrar hans voru Guð- munda Sigurð- ardóttir, húsfreyja á Húsavík, f. 6. ágúst 1921 á Akureyri, d. 29. október 1992 og Halldór Bárð- arson, bifvélavirki á Húsavík, fæddur í Höfða í Mývatnssveit 31. desember 1917, d. 16. nóv- ember 1993. Systkini Bárðar eru: Stúlka, f. 13. ágúst 1940, d. 16. nóvember 1940, Sigurður, f. 23. mars 1945, Lissý, f. 9. októ- ber 1948, Halldór, f. 15. október 1957 og Sigurbjörg, f. 3. febr- úar 1959. Hálfbróðir hans sam- feðra er Brynjar, f. 14. maí 1938. Bárður kvæntist Jóhönnu Maggý Kristjánsdóttur sjúkra- liða hinn 5. desember 1964. Hún fæddist 25. maí 1941 á Siglu- firði, d. 4. júní 2002. Foreldrar hennar voru Kristján Jóhannes Þorkelsson vélstjóri, f. 29. júní bjó fyrstu árin í Aðalstræti 74 en fluttist svo til Húsavíkur 7 ára gamall með foreldrum sín- um. Bárður átti sterkar rætur til Mývatnssveitar en faðir hans var fæddur í Höfða við Mývatn. Sem barn dvaldist hann í sveit á Grænavatni og Skútustöðum í nokkur sumur en sem unglingur á Halldórsstöðum í Laxárdal. 16 ára fór Bárður frá Húsavík og lærði húsgagnabólstrun á Ak- ureyri hjá föðurbróður sínum Karli Bárðarsyni. Á náms- árunum kynntist Bárður verð- andi eiginkonu sinni Jóhönnu Maggý. Þau fluttust suður og hófu búskap í Kópavogi en þar bjuggu þau lengst af en þó með viðkomu í 1 ár á Húsavík og 5 ár í Keflavík. Bárður starfaði við ýmis störf s.s. húsgagnabólstr- un, sjómennsku, lagerstörf en lengst af sem húsvörður í Hjallaskóla frá 1986 til 2010 þar sem hann eignaðist marga góða vini og samstarfsfélaga. Bárður var mikill útivistarmaður og hafði gaman af að ganga á fjöll, fara á skíði og stunda stang- veiði í góðra vina hópi. Á mannamótum hafði hann mjög gaman af því að dansa og fáir stóðust honum snúning. Eftir andlát eiginkonu sinnar eign- aðist Bárður góðan vin og ferðafélaga Huldu Finnlaugs- dóttur. Útför Bárðar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 16. mars 2012, kl. 13. 1917, d. 21. nóv- ember 2007 og Rannveig Friðrika Kristjánsdóttir, húsfreyja í Kópa- vogi, f. 2. júlí 1921, d. 10. júlí 2006. Bárður og Jóhanna eignuðust þrjá syni. 1) Kristján Viðar, f. 5. janúar 1964, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, f. 19. júlí 1968. Börn þeirra, 1a) Ágúst Viðar, f. 7. nóvember 1985, sambýliskona hans er Jó- hanna Búadóttir, f. 8. maí 1989, börn þeirra eru Hafdís Fjóla, f. 30. janúar 2007 og Alexander Búi, f. 30. apríl 2011. 1b) Jó- hanna Maggý, f. 30. ágúst 1987 og 1c) Hjalti Snær, f. 10. mars 1994. 2) Halldór, f. 3. september 1966, kvæntur Sigríði Krist- insdóttur, f. 11. ágúst 1968. Börn þeirra, 2a) Arnar Ingi, f. 12. apríl 1993 og 2b) Linda Björk, f. 12. ágúst 1997. 3) Stef- án Þór, f. 5. október 1973, kvæntur Elínu Björgu Ásbjörns- dóttur, f. 11. mars 1974. Börn þeirra, 3a) Stúlka, f. 2004, d. 2004 3b) Stúlka, f. 2004, d. 2004. Bárður fæddist á Akureyri og Það er erfitt að sætta sig við það en hann pabbi er dáinn. Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkr- um vikum að hann ætti svo skammt eftir ólifað, hann arkaði þindarlaus upp fjöll og hjólaði milli sveitarfélaga eins og ekk- ert væri, en nú er hann farinn eftir stutta sjúkralegu. Pabbi var ljúfur, traustur, hjálplegur, réttsýnn, frændræk- inn og umfram allt hjartahlýr maður. Hann var alltaf reiðubú- inn að aðstoða þá sem á þurftu að halda. Mamma lést árið 2002, aðeins 61 árs að aldri, og var sá missir honum þungbær sem og fjöl- skyldunni allri en tíminn læknar sárin og pabbi fór að sinna áhugamálum sínum sem voru aðallega fjallgöngur, hjólreiðar, veiði, skíðamennska og ferða- mennska almennt. Hann styrkti vinasamband sitt við frænku sína Huldu Finnlaugsdóttur sem var óþreytandi að ferðast með honum víða hérlendis sem er- lendis þar sem þau gengu á fjöll. Mývatnsferðirnar fóru þau margar, enda átti pabbi þar sterkar rætur en hann var þar í sveit sem barn og Hulda bjó þar til margra ára. Pabbi talaði oft um þær góðu minningar sem hann átti úr Mý- vatnssveitinni. Við bræðurnir fengum líka að njóta þeirra for- réttinda að fara í sveit sem drengir og eins og pabbi búum við enn að þeirri reynslu. Pabbi óskaði þess að öll börn gætu farið í sveit, því þar herðist fólk, lærir að vinna og að umgangast dýr. Ég og mín fjölskylda vorum svo heppin að fá hann með okk- ur í nokkrar skíðaferðir til Aust- urríkis og Ítalíu. Þar steig hann fyrst á skíði eftir 30 ára hlé, og var það greinilegt að hann hafði á einhverju að byggja frá heimahögunum á Húsavík því að hann var ótrúlega fljótur að ná þessu og elti okkur allar brekk- ur hvort sem um var að ræða rauðar eða svartar. Ég og Kristján bróðir eigum börn sem voru í Hjallaskóla (Álfhólsskóli) í Kópavogi, en þar var pabbi húsvörður í 23 ár. Okkur þótti það mikill kostur að vita af pabba í skólanum þar sem börnin okkar stunduðu nám, Linda mín talaði um það hversu óþreytandi afi hennar var að sækja stiga og fara upp á þak þegar krakkarnir misstu boltana sína upp á skólaþak, en þetta lýsir honum vel þ.e.a.s. hvernig persóna hann var. Ég kveð þig elsku pabbi minn og takk fyrir allar góðu minn- ingarnar sem þú skilur eftir hjá mér og allri fjölskyldunni, nú höfum við kyndil að bera þér til heiðurs. Þinn sonur, Halldór. Það er erfitt að trúa því að þú sért búinn að kveðja okkur, elsku pabbi. Eitt er þó víst að ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá þér í veikindunum allt að leiðarlokum en það er rétt rúmt ár síðan við Elín tókum ákvörðun um að flytja heim aftur til Íslands. Eitthvað var það sem togaði í mig heim. Sem manneskja ert þú mín fyrirmynd og er ég afar stoltur af því að hafa átt þig sem föður. Þú máttir aldrei sjá neitt aumt og vildir allt fyrir alla gera. Þú þoldir ekki ranglæti en heið- arleiki og sanngirni var það sem þú stóðst fyrir. Fráfall mömmu fyrir tíu ár- um var mjög erfitt fyrir þig en eins og þú sagðir sjálfur voruð þið svanahjón. Mér finnst eins og að ég sé ekki bara að syrgja þig núna, heldur mömmu líka, aftur, en þið voruð sem eitt fyrir mér, órjúfanleg heild, foreldrar mínir. Mér er minnisstætt þegar þið mamma keyptuð sumarbústað- inn uppi í Eilífsdal vorið 1987. Bústaðurinn var orðinn heldur hrörlegur á að sjá en með ein- skærri þolinmæði og natni tókst þér að gera hann upp. Ég er ekki frá því að hver einasta helgi og öll sumarfrí hafi farið í að vera „uppi í dal“. Þar áttum við öll saman yndislegar stundir og það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að vera með ykkur þar. Í gegnum námsárin lagðir þú áherslu á að ég lærði vel og studdir mig heilshugar í gegn- um menntaskólann og svo flugnámið í framhaldi. Það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki litið inn í Hrauntungunni og kíkt í kaffi til þín, truflað þig rétt aðeins við bólstrunina úti í skúr. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Ég kveð þig nú hinsta sinn. Hvíl í friði. Þinn sonur, Stefán Þór. Margs er að minnast þegar góðir falla frá. Tengdafaðir minn Bárður Halldórsson var einstakur maður sem hefði átt að klóna áður en hann kvaddi. Hann var ávallt til staðar þegar einhvern vantaði hjálparhönd en taldi sig aldrei eiga inni greiða hjá öðrum. Ég gat alltaf leitað til tengda- pabba, jafnvel til að fá aðstoð við saumaskap, sérstaklega þeg- ar ég saumaði úr leðri og gerði við töskur, bólstrarinn gætti þess að ég vandaði til verka. Við áttum oft góðar stundir í bíl- skúrnum og minnist ég þess þegar við veltum lengi vöngum yfir hvernig við ættum að láta ákveðinn púðasaum ganga upp (trúið mér þetta var flókið), ég ætlaði stuttu leiðina en hann hélt nú ekki, þannig væri þetta ekki gert. Hann lét sig ekki fyrr en fallegri/réttari/flóknari að- ferðin gekk upp hjá okkur. Stoltið kom svo nokkrum dögum síðar þegar ég sá í verslunum að sambærileg vara var saumuð með léttu aðferðinni og var því ekki eins vönduð og okkar. Bárður spilaði alltaf stórt hlutverk í okkar lífi, einnig þeg- ar börnin byrjuðu í „Afaskóla“ en það var alltaf gott að eiga afa vísan þegar eitthvað bjátaði á. Jólin voru Bárði erfið eftir að Hanna dó og því var auðvelt að ná honum með í skíðaferð jólin 2007, en þá hafði hann ekki stig- ið á skíði í 30 ár. Þegar hann renndi sér af stað var eins og hann hefði aldrei tekið pásu, þeir sem hafa séð hann á dans- gólfinu vita líka hve fótafimur hann var svo þetta átti ekki að koma á óvart. Skíðaferðirnar með Bárði urðu þrjár og hefðu orðið fleiri ef tíminn hefði leyft. Bárður hafði líkama sem hefði þolað 40 ár í viðbót ef krabbameinið hefði ekki tekið sinn toll. Upp úr áramótum var fótafimin farin og við tóku erfið lokaskref. Ég kveð Bárð með söknuði og er þakklát fyrir samfylgdina síð- astliðið 21 ár. Sigríður Kristinsdóttir. Elsku afi, ég sit hér og hlusta á tónlist sem minnir mig á þig og hugsa um allar þær minn- ingar sem við eigum saman. Það sem stendur upp úr eru ferðir okkar á Heiði í Mývatnssveit. Manstu öll þau skipti sem við fórum þangað og veiddum eða sigldum á læknum og allar kvöldvökurnar þar sem við hlóg- um, sungum og dönsuðum? Manstu líka eftir ferðinni sem við fórum inn á Herðubreiðar- lindir og inn að Öskju þar sem við böðuðum okkur í Víti? Þetta var frábær dagur í alla staði. Manstu þegar við fórum hringinn í kring um landið, ég, þú og amma, ég man ekki alla staðina sem við stoppuðum á en ég man að síðasta stoppið var í Skaftafelli þar sem Stebbi og Elín voru yfir sumarið. Þegar ég hugsa til þín er sumarbústaðurinn í Eilífsdal fljótur að koma upp í hugann. Þangað fórum við oft þegar við Ágúst stóri bróðir vorum lítil. Þar átti ég minn eigin kofa og hélt þar ófá kaffiboðin. Þið amma voruð alltaf til í að kíkja inn og fá ykkur vatn og gras sem var á boðstólum hjá mér. Þegar ég stundaði nám við Menntaskólann í Kópavogi fékk ég lykil að heimili þínu og var alltaf velkomin þangað. Ég nýtti mér það oft að koma til þín, hvort sem það var til þess að leggja mig á sófanum, horfa á gömlu myndböndin sem þú tókst af okkur þegar við vorum lítil, borða með þér hádegismat eða bara til að spjalla við þig um lífið og tilveruna. Göngur okkar upp Esjuna standa líka upp úr þegar ég hugsa til þín elsku afi. Þú varst alltaf mikill útivistarmaður og hafðir gaman af því að ganga, skíða og hjóla. Svona get ég haldið endalaust áfram en mig langar líka að tala um hversu æðislegur maður þú varst. Þú varst alltaf svo rólynd- ur og hjálpsamur og alltaf tilbú- inn til þess að gera allt fyrir mig ef eitthvað vantaði. Takk æðislega fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín ótrú- lega mikið elsku afi minn. Jóhanna Maggý (Hanna litla). Elsku Bárður okkar. Það er svo óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur. Það verður skrítið að geta ekki komið við í Hrauntungunni á leið heim úr vinnu, það var svo notalegt að fá kaffi hjá þér sem hellt var uppá á gamla móðinn (með trekt). Við erum búin að bralla ým- islegt saman, fara í ótal ferðir saman s.s. Tyrkland þegar Hanna þín var 60 ára; keyra um Þýskaland; fara til Pétursborgar og svo þegar þú komst með okk- ur og fjölskyldu okkar til Fær- eyja með Norrænu. Krakkarnir tala mikið um hvað var gott að hafa Bárð frænda með og ekki var leið- inlegt þegar þú fórst á dans- gólfið með okkur. Óstöðvandi. Þetta var ógleymanleg ferð! Getum endalaust haldið áfram að rifja upp eins og allar ferðirnar innanlands líka. Gönguferðir, veiðiferðir, matar- boð (á hjóli eða akandi). Við átt- um eftir að gera miklu fleira en framkvæmum það þegar við hittumst á ný eins og segir í textanum í Sólskinsparadís. Takk fyrir allt. Elsku Kristján, Halldór, Stef- án og fjölskylda ykkar. Guð veri með ykkur. Lissý og Elías. Eitt sinn verða allir menn að deyja, svo er víst. Maður er bara aldrei viðbúinn og allra síst með sína nánustu. Nú kveð ég elskulegan bróður, sem alltaf var til staðar. Ég var litla systir sem stundum þurfti að fá hjálp frá stóra bróður t.d. til að bora í vegg, gera við póstkassann, bólstra stóla, laga þetta eða hitt. Þér féll aldrei verk úr hendi og varst einstaklega vandvirkur, það geta margir vitnað um. Þú varst svo mikill snyrti- pinni að það var alveg dásam- legt. Allt bar þess vitni. Bíllinn alltaf stífbónaður og eins og nýr, og skórnir líka alltaf stífbónaðir. Allt svo fínt í kringum þig. Þær eru ógleymanlegar hjólaferðirn- ar okkar um Kópavoginn. Ann- aðhvort komst þú við hjá mér eða ég hjá þér í skúrnum, þar sem þú varst iðulega að bólstra eitthvað. Við komum jafnvel við hjá frændfólki í leiðinni á þess- um ferðum okkar og fengum okkur kaffisopa. Þú varst ein- staklega frændrækinn og hugs- aðir alltaf um að heimsækja og útrétta jafnvel fyrir þá sem áttu ekki heimangengt. Þú hafðir einstaklega gaman af því að dansa og reyndir mikið að kenna mér réttu sporin en Lissý systir okkar var miklu betri í því en ég. Það eru svo ótalmargar fallegar minningar sem ég gæti talið upp. Bara eins og þegar þú bauðst mér í siginn fisk, silung eða hvaðeina sem þú vissir að mér þætti gott. Það eru líka svona minningar sem gott er að ylja sér við. Elsku Kristján, Halldór, Stef- án og fjölskyldur og aðrir ætt- ingjar sem eiga um sárt að binda, Guð styrki ykkur öll. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Hvíl í friði elsku bróðir. Sigurbjörg systir. Mig langar að minnast mágs míns Bárðar Halldórssonar sem nú er fallinn frá. Bárður og Hanna systir mín heitin voru mér nákomin og kær. Bárð hef ég þekkt alla mína tíð. Þar fór einstaklega vandaður og heil- steyptur maður. Bárður var menntaður húsgagnabólstrari, sérlega vandvirkur og mikill fagmaður á því sviði. Hann hafði auga listamanns og það lék allt í höndunum á honum. Þau eru ófá húsgögnin sem hann bólstr- aði og öllum bar saman um vandvirkni hans og fagmennsku. Bólstrun sem fag hefur sveiflast með tíðarandanum, farið í og úr tísku, en alltaf var einstakt að sjá muni sem handbragð Bárðar var á. Bárður var maður friðar og sátta, þolinmóður og prúður fram í fingurgóma. Frændrækni var eitt helsta einkenni hans. Ég minnist þess hve hjálpsamur og greiðvikinn hann var foreldr- um mínum. Hann var þeim sem sonur og ávallt tilbúinn að leggja fram hjálparhönd. Ef upp kom ágreiningur í fjölskyldunni tókst Bárði ætíð með sínu vin- gjarnlega viðmóti að lægja öld- urnar sem boðberi friðar og sátta. Hann var einlæg og hlý persóna sem stóð með sínum er á reyndi. Bárður var trúr sínum upp- runa, sveitamaður í sér og nátt- úrubarn. Maður gæti líka sagt að hann hafi verið alveg „org- ínal“ og gegnheill maður. Æsku- slóðir hans norður í landi toguðu sterkt í hann og þangað var far- ið á hverju sumri. Ég og fjöl- skylda mín slógumst með í för hin síðari ár og þá að Heiði í Mývatnssveit. Það var sérlega ánægjulegt að vera þar með Bárði og þar þekkti hann hverja þúfu. Bárður hafði gaman af úti- vist og eitt sumarið gekk hann með vinkonuhóp mínum Lauga- veginn. Það hefðu nú ekki allir fengið inngöngu í hópinn en Bárður smellpassaði í fé- lagsskapinn, deildi rúmi með föður vinkonu minnar og þeir voru mestu mátar í ferðinni. Mikið var nú hlegið að því. Ein- mitt svona var Bárður, hann gat aðlagast öllum aðstæðum og gerði ávallt það besta úr hlut- unum. Hann kom til okkar hjóna í innflutningsteiti á síð- asta ári. Þá fékk hann sér í aðra tána, var brattur og dansaði af mikilli list. Það kvöldaði allt of fljótt hjá mági mínum. Hann var nýhætt- ur að vinna og rétt að byrja að njóta efri áranna þegar hann var tekinn frá okkur. Stórt skarð er nú höggvið í okkar rað- ir. Við sem eftir stöndum minn- umst Bárðar með hlýju og þakk- læti. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Alfa Kristjánsdóttir. Öðlingurinn hann Bárður frændi er fallinn frá. Ekki hefði mann grunað að þessi hressi maður, sem síðasta sumar hljóp upp um fjöll og firnindi, yrði all- ur rúmu hálfu ári síðar. Hann var lífsglaður og hafði gaman af allri hreyfingu, gönguferðirnar fjölmargar og dansinn var hon- um í blóð borinn. Þegar eitthvað var um að vera var Bárður kom- inn í dansgírinn snemma kvölds og þá var eins gott að nokkrar konur væru á staðnum því það var varla hægt að reikna með að ein kona gæti fylgt honum eftir heilt kvöld, slíkt var úthaldið. Þegar ég hugsa um Bárð þá er hans þægilega nærvera og mikla hjálpsemi efst í huga, hann var yndislegur maður sem vildi allt fyrir alla gera. Bárður gerði líka alla hluti af heilum hug, vandvirkni hans og snyrti- mennska var umtöluð, hann var klettur sem fólk gat treyst á í blíðu og stríðu. Með söknuði kveð ég frænda minn, þakklát fyrir að hafa átt hann að, blessuð sé minning hans. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég votta sonum hans, tengda- dætrum, barnabörnum, systkin- um og fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð. Elsku Hulda mín, vonandi eiga allar góðu minningarnar eftir að ylja og sefa um leið sár- ustu sorgina. Ágústa Rósa Finn- laugsdóttir. Lífið gefur og lífið tekur. Þetta er víst lífsins gangur, en aldrei er maður sáttur við að þurfa að kveðja. Mikið er ég þakklát fyrir Bárð frænda, þar var einstakur maður á ferð, hvers manns hug- ljúfi. Elsku frændi, mig langar að setja nokkrar línur á blað til að fá að þakka þér allar góðu sam- verustundirnar. Ógleymanleg eru árin í Eilífs- dal, Bláalónsferðirnar og bara alltaf þegar fjölskyldan hittist til að syngja og hafa gaman af líf- inu. Þig munaði ekki um að dansa við allar stelpurnar í partíinu án hvíldar og blést ekki úr nös, þótt við þyrftum að hvíla okkur, þú varst svo flottur og góður dansherra og ég man hvað þú lagðir þig fram við að Bárður Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.