Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 –– Meira fyrir lesendur : Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. mars. Meðal efnis: Viðburðir páskahelgarinnar. Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páska- eggjum, ferðalögum o.fl SÉRBLAÐ Páskablaðið Morgunblaðið gefur út sérblað 30. mars tileinkað páskahátíðinni Pásk ablað ið Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu - Sími 527 5000 - grillhusid.is Alvöru helgar-brunch Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch: Steikt beikon, spælt egg, steiktar pylsur, pönnu- kökur með sírópi, grillaður tómatur, kartöfluten- ingar, ristað brauð, ostur, marmelaði, sneiðar af ferskum ávöxtum, ávaxtasafi og te eða kaffi. Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi. Verð kr. 1.590 pr. mann. 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 11:00 til 14:30. Grillandi gott! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íbúum í Garði hefur fækkað á síð- ustu mánuðum og segir Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fólk einkum nefna tvær ástæður fyrir brottflutn- ingi. Annars vegar erfið samskipti við Íbúðalánasjóð og óraunhæfar kröfur sjóðsins um sölu- og leigu- verð. Hins vegar hátt og stöðugt hækkandi bensín- verð, sem hreki fólk úr jaðar- byggðum. Ásmundur nefnir nýlegt dæmi um fólk sem missti eignir sína og réði ekki við 110% leiðina. Það vildi leigja eignina sem var komin í eigu Íbúða- lánasjóðs í Garði en ekki reyndist mögulegt fyrir fólkið að ganga að kröfum sjóðsins sem Ásmundur seg- ir að hafi verið óraunhæfar. Fólkið hafi því flutt á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem það fékk stórt húsnæði í eigu Klasa á viðráðanlegu verði. Fjölskyldur flosna upp Hann nefnir einnig dæmi af fólki sem hafi reynt að kaupa eign af Íbúðalánasjóði en hafi ekki fengið svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sl. tvö ár. „Það er mikið áhyggjuefni sveit- arfélaga að fjölskyldur skuli flosna upp og börn þurfi að skipta um skóla,“ segir Ásmundur. „Oft er um bráðduglegt fólk að ræða og ég skil ekki af hverju Íbúðalánasjóður reynir ekki að koma eignum sínum í notkun. Ábyrgð sjóðsins er mikil því umræðan hefur varað lengi og ein- hvers staðar verður fólk að búa.“ Strætó gengur tíu sinnum á dag milli Garðs og Sandgerðis yfir í Reykjanesbæ. Fjöldi farþega hefur margfaldast síðustu ár og farið úr um 3.500 farþegum árið 2009 í um 27 þúsund farþega í fyrra. Strætó hefur margsannað sig „Þessi ókeypis strætó, sem Garð- ur og Sandgerði reka í sameiningu, hefur margsannað gildi sitt,“ segir Ásmundur. „Eðlilega þarf fólk þó einnig að nota einkabílinn og við heyrum það oft að fólk sem sækir vinnu og þjónustu héðan í Reykja- nesbæ neyðist til að horfa í bens- ínkostnað. Þegar harðnar á dalnum hjá fólki sem býr í jaðarbyggðum er það hluti af því að draga saman segl- in að minnka bensínkostnað. Fólk sem kaupir bensín á tankinn í smáskömmtum, til dæmis fyrir þúsund krónur í hvert skipti, komst kannski 2-3 sinnum á milli Garðs og Reykjanesbæjar fyrir nokkrum mánuðum. Núna kemst það varla einu sinni fram og til baka. Fólk er einfaldlega að gefast upp á þessu og leitar því að búsetu nær vinnustað og þjónustu. Hætta að vinna í Reykjavík Ég veit líka um dæmi af Suður- nesjafólki sem hefur gefist upp á að sækja vinnu í Reykjavík vegna kostnaðar. 4-5 þúsund krónur í bensín á dag er einfaldlega of mikið og fólk hefur hrökklast úr vinnu. Auðvitað veit ég að ríkið þarf á öllu sínu að halda en þegar bens- ínlítrinn er farinn að nálgast 300 krónur hljóta tekjurnar að vera komnar umfram þær áætlanir sem voru gerðar um tekjur af bensíni. Mér finnst kominn tími til að stjórn- völd skoði um hvað þessi marg- rædda skjaldborg snýst,“ segir Ás- mundur. Flytja vegna leigu og bensínverðs  Bæjarstjórinn í Garði segir kröfur Íbúðalánasjóðs um leiguverð vera óraunhæfar  Bensínkostnaður að sliga fólk í jaðarbyggðum  Fjöldi farþega í strætó á Suðurnesjum hefur margfaldast síðustu ár Garður Talsvert hefur verið um brottflutning fólks úr Garðinum í vetur. Ásmundur Friðriksson 1. desember síðastliðinn bjuggu tæplega 1.500 manns í Garði. Síðan þá hafa 54 flutt í burtu, en 21 komið í staðinn. Fækkunin nemur því 33 íbúum. Sex hafa flutt til útlanda, þar af hafa tveir íslenskir iðn- aðarmenn flutt til Noregs vegna starfa sinna þar. Á þess- um tíma hafa 40 manns flutt í Reykjanesbæ og þá einkum á Ásbrú. Í svari Guðbjarts Hannes- sonar velferðarráðherra við spurningu Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar alþingismanns um eignir Íbúðalánasjóðs kemur fram að Íbúðalánasjóður á alls 1751 eign. Á höfuðborgarsvæð- inu eru 340 íbúðir í eigu sjóðs- ins. Á Reykjanesi á ÍLS 529 íbúðir, 404 þeirra eru í Reykja- nesbæ, 24 í Grindavík, 49 í Sandgerði, 28 í Garði og 19 í Vatnsleysustrandarhreppi. Fækkun um 33 íbúa BREYTINGAR Í GARÐI Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hvatti á Alþingi í gær til þjóðarsáttar allra flokka um nýjan gjaldmiðil. Sagði hún að stærsta viðfangs- efnið, sem þjóðin þyrfti að glíma við nú, væri gjaldmiðillinn. „Ég hygg að þeir sem telja að það sé allt í lagi með krónuna séu í afneitun,“ sagði Jóhanna. Áður hafði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins, Jóhönnu fyrir ummæli, sem hún lét falla í ræðu á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar um síð- ustu helgi en þar sagði Jóhanna að mikilvægt væri að skipta um gjald- miðil, óbreytt ástand í gjaldmiðla- málum kæmi ekki til greina. Jóhanna sagði ljóst að Fram- sóknarflokkurinn teldi að óbreytt ástand gengi ekki, annars hefði hann varla efnt til ráðstefnu um gjaldeyrismál nýlega. „Ég tel og býð það hér með fram að allir flokkar á þingi reyni að setjast yfir þetta mál í ró og með því hugarfari að gera það sem skynsamlegt er fyrir þessa þjóð. Við þurfum þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil.“ Vill þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil Hreppsnefnd Reykhólahrepps hef- ur auglýst breytingar á deiliskipu- lagi Vestfjarðavegar í Múlasveit. Þar með er einni hindrun rutt úr vegi lagningar nýs vegar. Hrepps- nefnd verður af því tilefni vænt- anlega boðuð til aukafundar í byrj- un næstu viku til að afgreiða framkvæmdaleyfi svo Vegagerðin geti hafist handa. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að unnið hafi verið að undirbúningi framkvæmdaleyfis, á meðan beðið var eftir staðfestingu skipulagsins. Drög að því eru tilbúin en eiga eftir að fara fyrir hreppsnefnd. Í framkvæmdaleyfinu er kveðið á um skilyrði sem Vegagerðin þarf að uppfylla við framkvæmdina, svo sem vegna arnarhreiðra sem eru í nágrenni vegstæðisins. Vestasti hluti framkvæmdasvæð- isins er í Vesturbyggð. Nýjasta út- gáfa nýs deiliskipulags hefur ekki verið auglýst en unnið er að málinu í nefndum bæjarfélagsins. Tilboð í þessa miklu framkvæmd verða opnuð hjá Vegagerðinni eftir rúma viku. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mjóifjörður Tveir firðir verða þver- aðir vegna vegagerðar í Múlasveit. Aukafundur um fram- kvæmdir  Skipulag vegar í Múlasveit staðfest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.