Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Bæjarlind 16 Kópavogur S: 553 7100 www.linan.is Opið mán - fös 12 - 18 lau 11 - 16 TIMEOUT Íslensk hönnun í fermingarpakkann Flottir kjólar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun kvarterma og ermalausir 2 litir Laugavegi 82,á horni Barónsstígs, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Yndisleg alsilki nærföt Ný sending Nýtt kortatímabil Laugavegi 63 • S: 551 4422 VORFRAKKARNIR KOMNIR Ljósmynd/Börkur Kjartansson Uppsjávarafli Aðalsteinn Jónsson SU á leið á loðnumiðin fyrr í vetur en skipið hefur verið drjúgt í makrílveiðum austur af landinu á síðustu árum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Noregur og Evrópusambandið hafa gert með sé tvíhliða samning um makrílveiðar á þessu ári. Í hlut Norð- manna koma 18l.085 tonn af makríl í ár og 396.485 tonn í hlut Evrópusam- bandsins. Þetta gerir rúmlega 90% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, um veiðar úr stofninum og er þá miðað við efri mörk ráðgjafarinn- ar eða 639 þúsund tonn. Færeyingar hafa gefið út einhliða makrílkvóta fyrir árið 2012 og er þetta þriðja árið sem þarlend stjórn- völd grípa til þess ráðs. Kvóti Fær- eyinga í ár verður 148.375 tonn. Íslendingar hafa sömuleiðis til- kynnt um kvóta þessa árs og verður hann 145 þúsund tonn. Sumrin 2008, 2009 og 2010 var aflinn um 112, 116 og 122 þúsund tonn. Í fyrra veiddust alls um 155 þúsund tonn, að meðtöld- um um 8 þúsund tonnum sem flutt voru frá árinu á undan. Á síðasta ári var makríllinn sú fisktegund sem skilaði Íslendingum næstmestu út- flutningsverðmæti, aðeins þorskur- inn skilaði meiru. Gjörbreytt staða Strandríkin hafa ekki náð sam- komulagi um skiptingu makrílkvót- ans. Íslendingar hafa hvatt til þess að dregið verði úr heildarveiði og að veitt verði samkvæmt vísindaráðgjöf. Á undanförnum árum hefur verið miðað við að hlutur Íslands í heildar- veiðinni sé á bilinu 16-17%. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að ákvarð- anir ESB og Norðmanna um að taka sér yfir 90% af ráðlögðum afla síð- ustu ár og ætla Íslandi, Færeyjum og Rússum innan við 10% hafi óhjá- kvæmilega leitt til að veiðin hefur verið langt umfram ráðgjöfina. „Sama verður uppi á teningnum í ár. Ísland leggur mikið upp úr því að samningar náist um skiptingu mak- rílstofnsins og að hann verði nýttur á sjálfbæran hátt. Í því skyni hefur Ís- land lagt til að veitt verði samkvæmt ráðgjöf ICES en jafnframt að skipt- ing aflans verði sanngjörn. Í því sam- bandi verður að taka tillit til gjör- breyttrar stöðu frá fyrri árum þar sem makríllinn gengur í miklum mæli í íslensku lögsöguna,“ segir Friðrik. Taka yfir 90% makrílráðgjafar  ESB og Noregur ákveða kvóta ársins Samningur við fyrirtækið Stolt Sea Farm Holdings, sem hyggst reisa fiskeldisstöð við Reykjanesvirkjun, var í gær samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar. Framkvæmdir gætu hafist á næstu dögum eða vik- um en samkvæmt samningi við HS Orku á fyrsti áfangi að vera tilbúinn í ágúst. Um er að ræða eldi á senegalflúru (Solea senegalensis) í strandstöð við Reykjanesvirkjun HS Orku. Nýta á frárennslisvatn Reykjanesvirkjunar og sjó úr borholum til að tryggja kjörhita fisksins, 19-22 stig, allt árið. Talið er að samningurinn feli í sér tugi nýrra starfa á Suðurnesjum, fyrst við framkvæmdir og uppbygg- ingu en síðar við rekstur eldisins. Samningar náðust við HS Orku í ágúst síðastliðnum en verkefnið mun vera flókið tæknilega. Í fyrstu er gert ráð fyrir fram- leiðslu á um 500 tonnum á ári en hún verði komin upp í tvö þúsund tonn frá og með 2017. Ætla að ala senegalflúru  Nota frárennslisvatn frá Reykjanesvirkjun og sjó Nýting Eldisstöðin verður í grennd við Reykjanesvirkjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.