Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Ljós Yngri kynslóðinni þykir gaman að leika sér í lituðum ljósum í bílakjallara Hörpu þótt það sé engu líkara en að geimskip sé að geisla þessa ungu stúlku upp, að hætti kvikmyndanna. Árni Sæberg Í nýlegri mynd um Margréti Thatcher bendir hún andstæð- ingum sínum í breska þinginu á að beina at- hyglinni að því hvað hún segi, fremur en að því hvernig hún segi það. Telur járnfrúin að skoðanir hennar myndu við það verða andstæðingum hennar að meira gagni. Ekki er útilokað að talsmönnum Verkamannaflokksins breska hafi líka mislíkað hver járnfrúin var. Hún var sem sé kona og erfið viðureignar. Almennt séð er ráðlegging járnfrúarinnar holl. Það skiptir t.d. meira máli hvað Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir og einkum gerir í dag, en hvernig hann var og hagaði málflutningi sínum fyrir þrjá- tíu árum. Nóg er nú samt. Til Landsdóms var stofnað af miklum óheilindum. Óheilindi ná reyndar lengra en dæmalaust kjark- leysi þingmannanna, sem stuðluðu að því að Geir H. Haarde einn stjórn- málamanna yrði leiddur fyrir rétt. Þau eiga rætur í rannsóknaskýrslu Alþingis. Sá maður, sem bar öðrum fremur ábyrgð á neyðarlögunum og bjargaði því sem bjargað varð, ver nú mann- orð sitt og heiður fyrir dóminum. Þegar hlustað er eftir því sem fjölmiðlar segja um vitnaleiðslur kemur hins vegar í ljós að fyrir dóminum fara fram önnur réttarhöld. Þar sætir annar maður endalausum ákærum án þess að hafa stöðu sakbornings. Nokkur vitnanna nota tækifærið til að bera ákaft sakir á Dav- íð Oddsson. Fyrrver- andi forsætisráðherra og seðlabankastjóri er sakaður um að bera ábyrgð á hruninu, sem Geir H. Haarde er sakaður fyrir Lands- dómi um að hafa ekki gert fullnægj- andi ráðstafanir til að koma í veg fyr- ir. Engan þarf að undra að fremstir í flokki hatursmanna Davíðs Odds- sonar eru stjórnendur og eigendur banka, sem höfðu forgöngu um að steypa Íslandi í skuldafenið. En þá fylkingu prýðir einnig Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi utanrík- isráðherra í stjórn Geirs H. Haarde. Hún staðfestir jafnframt í framburði sínum tengsl sín við lögfræðing Jón Ásgeirs Jóhannessonar, Gest Jóns- son. Jón Ásgeir var einn af aðaleig- endum Glitnis eins og kunnara er en frá þurfi að segja. Hverjar eru sakir Davíðs Odds- sonar? Þær fyrst og fremst að hafa varað við feigðarflani bankamann- anna. Hann er einnig sakaður um að hafa blásið of fast í flautuna, þegar stjórnvöld bárust áhyggjufull en úr- ræðalítil að feigðarósi. En í raun er höfðusynd Davíðs Oddssonar ekki fólgin í því hverju hann varaði við né hve fast hann blés í flautuna. Honum er fyrst og fremst legið á hálsi fyrir að vera það sem hann er. Hann var stjórnmálamaður sem stýrði Íslandi á lengsta efna- hagslegu framfaratímabili í sögu lýð- veldisins. Slíkt er ófyrirgefanlegt. Á þeirri vegferð allri kom í ljós að mað- urinn var ekki skaplaus. Honum rann í skap, þegar hann sá árangr- inum, sem þjóðin hafði náð undir hans stjórn, stefnt í voða. Og hann virðist hafa skipt skapi þegar hann fékk fátækleg viðbrögð við áhyggj- um sínum. Mörgum hefur hitnað í hamsi af minna tilefni. Á mínu heimili var skapleysi ekki talið til dyggða. Það átti einnig við um dómgreindarleysi. Þegar ráð- herrar hlýddu á seðlabankastjóra viðra kröftuglega áhyggjur sínar, hlustuðu þeir ekki á það, sem hann sagði, heldur hvernig hann sagði það og minntust þess hver hann var. Í augum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra var Davíð Oddsson í ham. Hún kannaðist við það ástand mannsins og þurfti því ekki vitnanna við. Viðvörunum seðla- bankastjóra bar að hennar mati að taka með fyrirvara. Skipti þá engu að Seðlabankinn og bankastjórnin í heild stóð í einu og öllu að baki þess mats að mikil hætta steðjaði að ís- lensku efnahagslífi vegna veikrar stöðu bankanna. Utanríkisráðherr- ann þáverandi var ekki einn um að láta persónulega afstöðu sína og and- úð á seðlabankastjóra auka sér dóm- greindarleysi. Menntamálaráðherr- ann taldi ekki ástæðu til að seðlabankastjórinn „dramatíseraði“ þegar ríkisstjórnin var komin sýnu nær bjargbrúninni haustið 2008! Dómgreind beggja brást vegna þess hver talaði og hvernig. Skila- boðin náðu ekki eyrum þeirra vegna fordóma. Það sem er þó athygl- isverðast er að þetta dómgrein- arleysi ráðherranna hlýtur eins kon- ar löggildingu í rannsóknaskýrslu Alþingis, sem er grundvallarplagg fyrir Landsdómi. Vitnaleiðslur hafa auðvitað sína annmarka. Árni Magnússon skrifaði greinargerð um Thistad-galdra- málið, sem rekið var fyrir dönskum dómstólum í lok 17. aldar, en þar var kölski leiddur fram sem vitni. Ef mig misminnir ekki taldi Árni Magn- ússon að myrkrahöfðinginn hefði hingað til ekki verið vitnisbær talinn. Þótt Árni eigi fáa sína líka má binda vonir við að í Landsdómi sitji dóm- endur með óskerta dómgreind. Þótt fordómar og persónuleg and- úð séu vitnisbær talin fyrir Lands- dómi, mun slíkt myrkur ekki nægja til að sakfella Geir H. Haarde. Sá sem endurtekið er borinn sökum í hinum sérkennilegu vitnaleiðslum, Davíð Oddsson, hefur ekki stöðu til að verja sig fyrir dóminum. Nokkuð er það í ætt við þá hryggðarmynd ís- lenskrar réttvísi, sem Rannsókn- arnefnd Alþingis leiddi til öndvegis, þegar hún brást þeirri skyldu sinni að birta í skýrslunni andsvör þeirra, sem hún sakaði um vanrækslu. Ekki þurfti nefndin að óttast að henni kæmi í koll að ganga þvert á anda íslensks réttarfars. Svo var um hnútana búið í Lögum um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls ís- lensku bankanna 2008 og tengdra at- burða, að borgarar landsins voru sviptir öllum heimildum til að leita réttar síns varðandi rannsóknina. Verður sú lagasetning eflaust fræg með endemum. Líklegt er að heim- ildirnar, sem vikið var til hliðar, séu tryggðar í stjórnarská lýðveldisins. Eftir Tómas Inga Olrich » Í augum Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur utanríkisráðherra var Davíð Oddsson í ham. Hún kannaðist við það ástand mannsins og þurfti því ekki vitnanna við. Viðvörunum seðla- bankastjóra bar að hennar mati að taka með fyrirvara. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.