Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Hugrún Björnsdóttir hugrunbj@gmail.com Hljómsveitin Moses Hightower var stofnuð árið 2007 og gaf út sína fyrstu plötu, Búum til börn, árið 2010 við góðar undirtektir lands- manna. Sveitin vinnur nú að nýrri plötu sem er væntanleg í búðir um mitt sumar. Í gær tilkynnti tónlist- arsjóðurinn Kraumur úthlutun til listamanna og verkefna fyrir árið 2012, en Moses Hightower hlaut hálfrar milljóna króna styrk. Hljómsveitina skipa Andri Ólafs- son, bassaleikari og söngvari, Daní- el Friðrik Böðvarsson gítarleikari, Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari og Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari og söngvari. Stutt og stressandi vinnuferli Strákarnir hafa að undanförnu nýtt vel þann tíma sem þeir hafa saman til að vinna að nýju plötunni að sögn Daníels gítarleikara því tveir meðlimir hljómsveitarinnar búa erlendis. „Við náðum að hittast á landinu núna í rétt rúma viku. Þá var bara stíft ferli þar sem það var æft í nokkra daga og svo ekki nema þrír dagar í stúdíóinu og svo þurfti Andri að rjúka til útlanda. Þetta var svona stressandi ferli sem ég mæli ekkert endilega með.“ Vinnu- ferlið við nýju plötuna er talsvert ólíkt því sem það var við gerð fyrri plötunnar. ,,Þá fórum við allir sam- an upp í sveit og vorum bara þar slakir í viku þar sem við vorum að gera þetta á þægilegu tempói. Þetta var svolítið öfugt núna,“ segir Daní- el en bætir við að sveitin sé nú ein- beittari og viti betur hvað hún vilji gera. „Hin platan var mjög leitandi því við vissum ekkert hvað hún yrði eða hvað við vorum að spá, þetta var svolítið ný pæling. Núna höfum við náð að fanga okkar hljóm mætti segja og erum aðeins fókuseraðri.“ Platan verður tekin upp í stúdíói hjá Magnúsi Øder sem vann einnig með sveitinni við gerð síðustu plöt- unnar. Þar verður tekið upp á seg- ulbandstæki á gamla mátann. ,,Það er skemmtilegur vinkill að taka þetta upp á band, það gefur þessu dálítið öðruvísi hljóm.“ Tónleikahald í lok júlí Moses Hightower hlaut sem fyrr segir styrk úr tónlistarsjóði Kraums til innlendra verkefna. Strákarnir ætla að nýta styrkinn til að fara í tónleikaferð um Ísland og kynna nýju plötuna. ,,Ferðin er svona þokkalega kortlögð og við komum fram á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Það er talað um að halda svona fimm til sex tónleika.“ Daníel gerir ráð fyrir að platan verði tilbúin í lok júní eða byrjun júlí og að tónleikahald fari á fullt í lok júlí. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Upp á gamla mátann  Moses Hightower gefur út nýja plötu um mitt sumar  Sveitin heldur af stað í tónleikaferð um Ísland í lok júlí Morgunblaðið/Ernir Moses Hightower „Núna höfum við náð að fanga okkar hljóm mætti segja og erum aðeins fókuseraðri,“ segir Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari Moses Hightower. Von er á nýrri plötu frá þessari vinsælu sveit í sumar. Spekingarnir þrír í bílaþáttunum vinsælu Top Gear, sem hafa farið sigurför um heiminn og eru án nokkurs vafa þeir vinsælustu í heimi í dag, hafa viðurkennt að þeir sviðsettu umferðaröngþveiti þegar þeir reynslukeyrðu Ferrari Cali- fornia Spider í eigu Chris Evans. Það var „Kapteinn hægfara“, James May, sem sá um að aka bif- reiðinni, sem hann hafði lofað að kæmi óskemmd aftur til eiganda síns enda verðmiðinn á bíl sem þessum um einn milljarður króna. Samkvæmt upplýsingum frá BBC sem framleiðir og sýnir þættina kom aldrei til greina að fara með jafnsjaldgæfan og verðmætan bíl í raunverulegt öngþveiti. „Við erum ekki að gera heimildamyndir held- ur sjónvarpsþátt sem er ætlað að skemmta fólki,“ sagði talsmaður Top Gear þegar hann var spurður út í sviðsetninguna. Bílaþættir Top Gear er án nokkurs vafa vinsælasti bílaþáttur sem sýndur hefur verið í sjónvarpi og er komin bæði áströlsk og bandarísk útgáfa af þættinum. Top Gear skapar eigið öngþveiti Íbókinni Léttir: Hugleiðingarharmonikkukonu segir JónínaLeósdóttir rithöfundur fráeinu ári í lífi sínu. Á þessu ári tekur hún lífsstíl sinn í gegn og segir frá átakinu í dagbókarformi. Bókin hefst 30. apríl 2007, daginn sem hún nær botninum í líkams- þyngd að eigin mati. Jónína er ein af mörgum sem hafa sveiflast í þyngd í gegnum ævina, úr og í kjörþyngd og mikið yfir hana. Þegar hún hefur átakið, sem hún segir okkur frá í bókinni, er hún komin um 30 kg yfir kjörþyngd og það hefur þrúgandi áhrif á hana bæði andlega og lík- amlega. Kílóin skulu fjúka og á þeirri ferð skrifar hún dagbók, upphaflega sér til aðhalds, síðar til útgáfu og vonandi öðrum til hvatningar. Jónína nær því markmiði sínu að léttast og verður eflaust öðrum hvati til að gera slíkt hið sama því ekki er það oft sem „megrunarbækur“ eru jafnlausar við kjaftæði og þessi. Enda velur Jónína leiðina sem er vænlegust til árangurs; skynsamlegt mataræði og aukna hreyfingu eða GG-kúrinn eins og hún nefnir hann – göngutúra og garnagaul. Jónína er ekkert að skafa utan af hlutunum eða fegra sjálfa sig, a.m.k. fær maður ekki tilfinningu fyrir því, hún við- urkennir lesti sína jafnt og kosti. Að létta sig er barátta og hún heyr þá baráttu af heiðarleika – stundum sigrar hún, stundum tapar hún en rís samt alltaf upp aftur og heldur áfram. Þrátt fyrir að bókin sé baráttusaga höfundar við kílóin sýnir hún líka hvað þessi megrunarheimur getur verið klikkaður. Jónína rekst á alls konar megrunarfréttir á ferðalagi sínu og ritar um þær í dagbókina. Það er gaman að sjá svona svart á hvítu hvað megrunarráðlegging- arnar sem birtast í miðlunum eru í mótsögn hver við aðra, þessi rann- sókn sýnir þetta en hin hitt. Jónína sýnir þarna hvað það skiptir miklu máli að láta ekki blekkjast, bara hlusta á eigið innsæi og taka sig á á eigin forsendum eins og hún gerir. Þetta er þægilega skrifuð bók hjá Jónínu, ágæt viðbót í lífsreynslu- bókaflokkinn. Hér er ekki um neina predikun eða öfgafullar ráðleggingar að ræða, þetta er aðeins lífs- reynslusaga konu sem vill komast niður í kjörþyngd. Til þess að skrifa sögu sína á slíku ferðalagi og gefa út þarf hugrekki. Þetta hugrekki Jón- ínu verður vonandi öðrum hvati til að gera það sama og hún gerði, hvort sem það tengist því að léttast eða annarri „tiltekt“ í lífinu. Morgunblaðið/Golli Jónína Hvorki er að finna predikanir né öfgafullar ráðleggingar í bókinni. Vænlegt til árangurs Dagbók Léttir: Hugleiðingar harmonikkukonu mnn Eftir Jónínu Leósdóttur. Vaka-Helgafell 2012 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.