Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinaskólar Nemendur keppast við að koma fyrir því sem þeir hafa safnað til að senda til Malaví.
nota sér það t.d. gjarnan sem
umræðuefni
í samfélagsfræði. Þá höfum
við nokkrum sinnum haldið
þemadaga frá Afríku og sýnt
myndir sem við eigum nóg af eft-
ir að við fórum í heimsókn.
Skólastjóri Namazizi kom til okk-
ar í heimsókn árið 2005 og við er-
um í reglulegum samskiptum við
bæði nemendur og starfsfólk
skólans. Við höfum fengið bréf
frá þeim og í eitt skiptið fengum
við senda ýmiss konar fagurlega
útskorna hluti sem við setjum
reglulega upp sýningar á. Krakk-
arnir hafa mikinn áhuga á þessu
og finnst gaman að hlusta og
læra. Þau eru líka áköf ef safn-
anir standa fyrir dyrum og í
þetta sinn komu mörg hver með
þunna íþróttapoka sem nýtast
vel. Síðan kom kannski einn með
fimm blýanta og annar með
pennaveski með litum í. Þannig
safnast þetta saman enda gerir
margt smátt jú eitt stórt. Við
höfum sent þeim ýmislegt í gegn-
um tíðina, ég varði til að mynda
næstum heilu sumri á Amazon-
.com til að velja bækur á bóka-
safnið þeirra sem var nærri
bókalaust. Þær voru sendar beint
sem var hagkvæmt því sending-
arkostnaður er nokkuð fyrirferð-
armikill og gott að geta sent
hlutina á þennan hátt. Það hefur
reynst okkur vel að vera í sam-
vinnu við ÞSSÍ. Í sumun tilfellum
hefur fólk þar á bæ verið milli-
göngumenn bæði með sendingar
frá Namazizi til okkar og öfugt.
Síðustu sendingu sendi DHL
ókeypis sem er okkur dýrmætt,“
segir Margrét.
Fjör Líkamsrækt er mikilvægur þáttur af skólastarfi barna um allan heim.
Ljósmynd/Árni Árnason
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Kringlan s: 568 6244 Smáralind s: 544 4230
Kjóll 2990
Ný flott sending
Blússa 5490Pils 3490
Blúndupeysa 3990
Toppur 3490Blússa 4590
Bolur 2490Bolur 2490
Ekki missa af!
Alexa Chung kjóll
Ísland 4590
Kanada 4520
Danmörk 4540
mína og Krummi svaf í klettagjá.
Þeir sem eiga leið um miðbæinn á
þessum tíma eru hvattir til að staldra
við og hlýða á sönginn en leikur verð-
ur endurtekinn næstkomandi föstu-
dag hinn 23. mars.
Akureyri Kátir krakkar á Ráðhús-
torginu.
Kolfinna Gunnarsdóttir
at 7:42 pm:
„Á leið til stórkostlegustu við-
ureignar seinni tíma, MR-FG í Gettu
betur.“
Kolfinna Gunnarsdóttir
at 9:36 pm:
„Hlé. 7:2 fyrir MR. Spennan er lam-
andi, Óli Kjaran vinnur besta dress
kvöldsins.“
Kolfinna Gunnarsdóttir
at 10:41pm:
„Sigur, gleði, tár. Elska MR, elska
lífið, elska mömmu“
Svona getur brot af stöðuupp-
færslum tvítugrar manneskju á einum
degi litið út. Kynslóðin sem fæddist
rétt eftir að níunda áratugnum lauk
hefur þróað með sér óvænta en jafn-
framt nytsamlega hæfni. Með hjálp
rafrænna miðla hafa þau komist upp á
lag með að skrásetja líf í sífellu. Um
leið og atburðirnir gerast eru þeir
samviskusamlega tilkynntir á Twitter,
Feisbúkk og bloggum. Þau einskorða
sig ekki við textaskrif, heldur eru
myndir og myndbandsupptökur not-
aðar til að drýgja fréttaflutninginn. Ég
er fædd öfugum megin við áramótin
1990 og stend fullkomlega vanmáttug
gagnvart þessari skrásetningu. Fyrir
mig er nægileg áskorun að halda ein-
um feisbúkkreikningi á floti.
Tækniknúin gjá hefur myndast á milli
minnar kynslóðar og þeirrar næstu –
hún stjórnar mörgum tegundum
þessara miðla eins og strengja-
brúðuleikarar. Þau túlka atburði
um leið og þeir gerast, eins og
færustu fréttaritarar ljá þeir
andartakinu sína merk-
ingu. Um leið og eitt-
hvað skemmtilegt,
áhrifamikið eða óvænt
gerist eru tækin komin á
loft og fingurnir dansa
um skjái snjallsímanna
eins og hjá vönum píanó-
leikara. Andartaki síðar er búið að
skrásetja atburðinn svo hann falli nú
örugglega ekki í hyldýpi gleymsk-
unnar.
Margsinnis hefur komið fram að
rafrænir miðlar séu hált svell sem erf-
itt er að fóta sig á og það er mikill og
góður sannleikur. Samskiptavefirnir
eru enn svo ungir að ekki hafa mótast
skýrar reglur eða viðmið um hverju
megi deila með öðrum og hverju sé
best að halda fyrir sjálfan sig. Við skilj-
um í sífellu eftir okkur spor á netinu
sem geta hæglega komið í bakið á okk-
ur. En þessi ofurskrásetning er að
mínu mati mikilvægur liður í mótun
þessara reglna. Ég held að öll hvatn-
ing til tjáningar sé af hinu góða. Þjálf-
un í að koma hugsunum sínum í orð og
mynda sér skoðun á atburðum líðandi
stundar er glimrandi fínn skóli fyrir
allt ungt fólk.
Eins og Snorri Sturluson forðum
eru þessir skrásetjarar nútímans stöð-
ugt að afla heimilda um lífið eins og
það kemur af kúnni. Í raun er þetta
dúndurmagnað fyrirbæri, unga
fólkið er í vissum skilningi rithöf-
undar sem skrifa sína eigin ævi-
sögu. Gera má ráð fyrir að þeg-
ar fram líða stundir verði
þessi skrif ómetanleg heim-
ild, ekki bara fyrir ein-
staklinginn heldur fyrir sagn-
fræðinga og þjóðfélagsrýna
framtíðarinnar.
»Um leið og eitthvaðóvænt gerist eru tækin
komin á loft og fingurnir
dansa um skjái snjallsím-
anna eins og hjá vönum pí-
anóleikara
Heimur Guðrúnar Sóleyjar
Guðrún Sóley Gestsdóttir