Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Sunna Þrastardóttir sth221@hi.is Nýlega urðu tímamót í sögu Sögu- félags þegar það fluttist úr húsi sínu við Fischersund, þar sem það hefur verið í um tuttugu ár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Sögu- félags, segir að ekki hafi verið lífs- nauðsynlegt fyrir félagið að vera í eigin húsnæði. „Við höfum aðeins þurft að draga saman seglin og spara,“ segir Guðni, en félagið leig- ir nú bókaforlaginu Sögu húsnæðið. Afgreiðsla og verslun Sögufélags hefur flust í Skeifuna og deilir þar húsnæði með Hinu íslenska bók- menntafélagi. „Þessi útgáfubransi hefur alltaf verið erfiður, en erf- iðari eftir hrun en áður. Við högn- umst á þessu fjárhagslega og náum að koma okkur í öruggari fjárhags- stöðu,“ segir forseti félagsins um leigu á húsnæðinu. Sögufélag gefur út ýmis fræðirit sem tengjast stjórnsýslu landsins svo sem Landsyfirréttardóma og Alþingisbækur og hefur félagið notið opinberra styrkja. „Stjórn- völd hafa verið okkur vinveitt og áttað sig á því að við erum góður vettvangur útgáfu af þessu tagi,“ segir hann. Henta illa fyrir jólabókamarkað Sögufélag var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út rit um sögu Íslands og söguleg efni. Fyrstu áratugina nutu ákveðin rit sérstakra vinsælda, eins og Þjóð- sögur Jóns Árnasonar og tímaritið Blanda. Um miðja síðustu öld kom út tímaritið Saga sem var og er enn „flaggskip íslenskra sagnfræð- inga,“ segir Guðni. Tímaritið er helsti vettvangur þeirra sem vilja gefa út rannsóknir um liðna tíð sem standast fræðilegar kröfur. „Við gefum út ýmis rit sem eru nauðsynleg fyrir sögulega vitund þjóðarinnar, en sem henta illa á jólabókamarkaði,“ segir hann. Útgáfa Sögufélags hefur eitthvað dregist saman að undanförnu en árið 2011 gaf útgáfan út fimm rit. Eitt af þeim var bókin Jón forseti allur? eftir Pál Björnsson, en sú bók hlaut Íslenskubókmenntaverð- launin í flokki fræðirita. „Það er ekki magnið heldur gæðin sem telja. Framundan er það sama, að gefa út nokkur rit og vanda til verka,“ bætir Guðni við. Í tilefni af 110 ára afmæli Sögu- félags, 7. mars síðastliðinn var ákveðið að gera eldri eintök af tímaritinu Sögu aðgengileg á vefn- um timarit.is. „Nú getur hver sem er skoðað Sögu á netinu frá upp- hafi útgáfu þess fram til 2006. Þetta er mikill heimildabrunnur og breytir miklu fyrir þá sem vilja lesa tímaritið,“ segir Guðni en í Sögufélaginu eru tæplega 900 fé- lagsmenn. Sögufélag úr sundi í Skeifu  Félagið flutt úr húsi sínu í Fischer- sundi  Útgáfan erfiðari eftir hrun Morgunblaðið/Ómar Forseti félagsins „Framundan er það sama, að gefa út nokkur rit og vanda til verka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson um verkefni Sögufélags. Langlisti bresku Orange verð- launanna, helstu bókmenntaverð- launa kvenna, var kynntur 8. mars sl., á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Átján bækur eru á listan- um, átta þeirra eftir breska höf- unda, sjö eftir bandaríska, tvær eft- ir írska og ein bók er eftir sænsku skáldkonuna Karin Altenberg. Tilnefndar eru Island of Wings eftir Karin Altenberg, On the Floor eftir Aifric Campbell, The Grief of Others eftir Leah Hager Cohen, The Forgotten Waltz eftir Anne Enright, The Flying Man eftir Roopa Farooki, Lord of Misrule eftir Jaimy Gordon, Painter of Si- lence eftir Georgina Harding, Gille- spie and I eftir Jane Harris, The Translation of the Bones eftir Francesca Kay, The Blue Book eft- ir A.L. Kennedy, The Night Circus eftir Erin Morgenstern, The Song of Achilles eftir Madeline Miller, Foreign Bodies eftir Cynthia Ozick, State of Wonder eftir Ann Patc- hett, There but for the eftir Ali Smith, The Pink Hotel eftir Anna Stothard, Tides of War eftir Stella Tillyard og The Submission eftir Amy Waldman. Fimm eru tilnefndar fyrir sína fyrstu bók, Karin Altenberg, Erin Morgenstern, Madeline Miller, Stella Tillyard og Amy Waldman. The Sealed Letter er sjöunda bók Emma Donoghue og síðasta bók hennar komst á síðasta Orange stuttlista, Foreign Bodies er líka sjöunda bók Cynthia Ozick og State of Wonder er sjötta bók Ann Patc- hett sem fékk Orange verðlaunin 2002 fyrir Bel Canto. Stuttisti Orange-verðlaunanna verður kynntur 17. apríl og verð- launin síðan veitt 30. maí. Reuters Verðlaun Tea Obreht fékk Orange- verðlaunin 2011. Orange listinn kynntur  Átján bækur kvenna tilnefndar Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „La Bohème hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en þetta er í sjötta sinn sem ég fæ tækifæri til þess að takast á við þetta magn- aða verk. Puccini hafði mikið dálæti á leikhúsinu og tókst að fullkomna óperuformið sem leikhús í verkum sínum þar sem tónlist og texti skapa fullkomna heild,“ segir Jamie Hayes sem leik- stýrir La Bo- hème eftir Pucc- ini sem Íslenska óperan frum- sýnir í Eldborg í Hörpu í kvöld kl. 20. Hljómsveitar- stjóri sýning- arinnar er Daní- el Bjarnason. Leikmynd hannar Will Bowen, búninga Filippía I. Elísdóttir og lýsingu Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Hayes er íslenskum óperugestum að góðu kunnur, því hann hefur komið reglulega til Íslands sl. ellefu ár til að leikstýra óperum. „Svo skemmtilega vill til að þegar ég kom fyrst hingað árið 2001 var ég líka að leikstýra La Bohème og því má segja að þetta sé nú komið í ákveðinn hring,“ segir Hayes, sem í millitíðinni hefur leikstýrt hérlendis Macbeth, Toscu, Brottnáminu úr kvennabúrinu og La Traviata. „Hinar fimm uppfærslurnar voru allar í Gamla bíói og því var mjög spennandi að takast á við nýjar að- stæður í Hörpu,“ segir Hayes og bætir við: „Hljómburðurinn í Eld- borg er auðvitað dásamlegur og ég dáist að ykkur fyrir að hafa klárað byggingu Hörpu á erfiðum tímum í kjölfar hrunsins. Harpa er hins vegar ekki byggð fyrir óperuna og því eru aðstæður til sviðsetningar vandasamar og kalla á hugvits- samlegar lausnir enda er hér hvorki flugturn né leiktjöld. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun að flytja Íslensku óp- eruna í Hörpu, þótt auðvitað muni húsið setja ákveðnar hömlur þegar kemur að verkefnavali,“ segir Ha- yes og tekur fram að sér finnist reyndar sérlega spennandi að setja upp sýningar í rýmum sem ekki eru hugsuð sem leikhús. „Aðstæðurnar í Eldborg kalla á minni íburð í leikmyndum og meiri sviðsumferð. Ég valdi því að láta söngvarana flæða um allan salinn í vissum senum. Þannig má segja að ég sé að búa til þrívíddaróperu,“ segir Hayes, en óhætt er að segja að hann nýti sér rýmið og mann- skapinn til hins ýtrasta, en þegar mest lætur eru rúmlega 160 manns á sviðinu og í gryfjunni. „Annar þáttur óperunnar er stuttur og minnir helst á kvikmyndahandrit þar sem athygli áhorfenda er beint eldsnöggt af einum stað á annan. Þar nota ég barnakór, lúðrasveit, sirkusfólk og hund til að skapa við- eigandi stemningu. Þátturinn myndar mikilvægt mótvægi við þær senur sem á eftir koma sem eru mun lágstemmdari.“ Í La Bohème segir frá hópi lista- manna í París sem býr við þröngan kost og sára fátækt. Sjónum er beint að ástarsambandi saumakon- unnar Mimiar og skáldsins Rodolf- os, sem fella hugi saman, en auk þess koma við sögu vinir þeirra, heimspekingurinn Colline, tónlist- armaðurinn Schaunard og kvik- myndagerðarmaðurinn Marcello, að ógleymdri hinni skrautlegu kær- ustu hins síðastnefnda, söngkon- unni Musettu. Í verkinu heyr Mimi baráttu við tæringuna sem að lok- um dregur hana til dauða í örmum Rodolfos. Söngurinn ykkur í blóð borinn „Ég vel að færa verkið til í tíma þar sem ég tel það þjóna því betur. Puccini samdi óperuna árið 1896 og lét söguna gerast 1830, en í upp- færslunni hjá mér gerist hún 1913 sem er árið áður en fyrri heims- styrjöldin braust út. Þannig mark- ar dauði Mimiar endalok ástarsam- bandsins á sama tíma og hann er forboði fyrir þá erfiðu tíma sem framundan eru, en ég læt t.d. vin- ina klæðast hermannabúningum undir lok sýningar til að sýna áhorfendum hvað er í vændum.“ Aðspurður segist Hayes alltaf nýta ferðir sínar hingað til lands til að sjá eins mikið af leiksýningum og söngleikjum og hægt er. „Ég er dolfallinn yfir því hversu fjölskrúð- ugt og metnaðarfullt listalífið er hérlendis miðað við stærð lands- ins,“ segir Hayes og lýkur í fram- haldinu lofsorði á íslenska óp- erusöngvara. „Það er náttúrlega ótrúlegt hversu marga góða söngv- ara þið eigið. Það er hreinlega eins og söngurinn sé ykkur í blóð bor- inn,“ segir Hayes. Þess má að lok- um geta að Hulda Björk Garð- arsdóttir og Gissur Páll Gissurarson fara með hlutverk Mimiar og Rodolfos, en Þóra Ein- arsdóttir og Garðar Thór Cortes syngja hlutverkin á tveimur sýn- ingum. Aðrir söngvarar eru Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson, Bergþór Pálsson, Hrólfur Sæ- mundsson og Herdís Anna Jón- asdóttir. Alls verða sex sýningar. Tónlist og texti skapa full- komna heild í verkum Puccinis  Íslenska óperan frumsýnir La Bo- hème í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannhaf Rúmlega 160 manns eru á sviðinu í Eldborg og í hljómsveitargryfjunni þegar mest lætur. Jamie Hayes leikstjóri lætur mannskapinn flæða um salinn og segist þannig vera að skapa nokkurs konar þrívíddaróperu. Jamie Hayes Gunnar Guð- björnsson ten- órsöngvari hleypur í skarðið fyrir Kristin Sig- mundsson á loka- tónleikum tón- leikaraðarinnar Klassík í Bergi í menningarhús- inu á Dalvík á morgun kl. 16. Eftir sem áður verður Jónas Ingi- mundarson við píanóið, en þeir munu flytja íslensk, sænsk og ítölsk sönglög auk óperuettuaría. Þeir sem áttu pantaða miða á tónleika Kristins og Jónasar eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við Berg menningarhús í síma 460-4000 eða 861-4908. Klassík í Bergi Gunnar Guðbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.