Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 22
Valdatafl Bo Xilai, fyrrver-
andi leiðtogi kínverska
kommúnistaflokksins í
borginni Chongqing, horfir
til himins á lokafundi árlegs
þjóðþings flokksins í Peking
á miðvikudag. Forseti Kína
gagnrýndi hann í lok þings-
ins og daginn eftir var hann
rekinn.
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Kínverski kommúnistaflokkurinn
rak í gær Bo Xilai, leiðtoga flokksins
í stórborginni Chongqing, úr emb-
ætti. Veruleg uppstokkun verður í
stjórnmálaráði flokksins síðar á
árinu og var búist við að hann tæki
sæti í fastanefnd þess. Óvenjulegt er
að háttsettir flokksmenn séu settir af
með svo áberandi hætti.
Bo þykir búa yfir persónutöfrum
og berst meira á en algengt er um
leiðtoga í Kína. Sérfræðingar segja
að hann hafi fallið í ónáð hjá hinum
svokallaða frjálslynda armi komm-
únistaflokksins.
Bo skar upp herör gegn spillingu í
Chongqing þar sem búa rúmlega 30
milljónir manna. Herferð hans þótti
minna á menningarbyltinguna í tíð
Maós formanns. Hann hefur sent
embættismenn í endurhæfingar-
vinnu í sveitum landsins, látið syngja
„rauða“ söngva í fyrirtækjum og sett
á dagskrá sjónvarpsþætti með þjóð-
ernislegum áherslum.
Á vinsældaveiðum
Ljóst þótti að tilgangurinn Bos
með herferðinni væri að vinna sæti í
fastanefnd stjórnmálaráðsins. Eins
og Cheng Li, sem starfar við rann-
sóknir við Brookings-stofnunina,
benti á í grein í tímaritinu The Wash-
ington Quarterly hefur Bo hvatt til
þess að Chongqing fyrirmyndin um
félagslega og efnahagslega þróun
þar sem stefnt sé að velsæld fyrir
alla og hraðri borgarvæðingu verði
notuð um gervallt Kína. Á undan-
förnum mánuðum hafa fimm fasta-
nefndarmenn heimsótt Chongqing
og lýst yfir stuðningi við Bo.
Leifar menningarbyltingar
Wen Jiabao hafði hins vegar op-
inberlega lýst yfir áhyggjum af því
að enn fyrirfyndust „leifar af menn-
ingarbyltingunni“ og sett fyrirvara
við eignarnám stjórnvalda í Chongq-
ing á landi frá bændum í nafni borg-
arvæðingar. Á blaðamannafundi í lok
3.000 manna þjóðþings kommúnista-
flokksins á miðvikudag sagði Wen að
hætta væri á að glundroði gripi um
sig yrðu ekki gerðar umbætur. „Við
verðum að drífa í umbótum á bæði
efnahagslegum og pólitískum innvið-
um, sérstaklega á umgjörð forust-
unnar í flokknum og landinu,“ sagði
hann og bætti við að þetta væri
„brýnt“ verkefni, annars gæti það,
sem unnist hefði á þessum sviðum,
glatast. „Sögulegur harmleikur á
borð við menningarbyltinguna gæti
endurtekið sig.“ Þetta var síðasti
blaðamannafundur Wens því á fundi
þjóðþingsins á næsta ári verður eft-
irmaður hans valinn.
Það þótti vísbending um að póli-
tísk framtíð Bos væri í hættu þegar
Wang Lijun, fyrrverandi yfirmaður
lögreglunnar í Chongqing, sem
stjórnaði spillingarherferðinni, birt-
ist á skrifstofu bandaríska ræðis-
mannsins í Chengdu í febrúar og bað
um hæli. Hvarf hann síðan þaðan aft-
ur og fór til Peking þar sem mál hans
er til rannsóknar.
Wen sagði á blaðamannafundinum
að kínverskir embættismenn ættu
sérstaklega að „læra sína lexíu“ af
Forustu-
manni
vikið frá
Brottvikning Bo Xilai hluti af valda-
tafli fyrir forustuskipti í Kína
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Hamid Karzai, forseti Afganistans,
sagði í gær að herir Atlantshafs-
bandalagsins ættu að yfirgefa þorp
og sveitir landsins nú þegar og flýta
endanlegri brottför um ár þannig að
þeir færu á næsta ári en ekki þar-
næsta eins og nú væri gert ráð fyrir.
Þá tilkynntu talibanar í Afganistan í
gær að þeir hefðu slitið öllum við-
ræðum við Bandaríkjamenn.
Í höfuðstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins var tilkynnt að reynt
yrði að flýta því að afganskar sveitir
tækju við keflinu af sveitum NATO
eftir megni. Bandarísk stjórnvöld
sögðu hins vegar að engin formleg
beiðni hefði borist um að kalla her-
sveitir úr dreifbýli í herbúðir og haft
var eftir ónefndum embættismanni
að Karzai hefði ekki minnst á að
hann vildi breytingar á gildandi
áætlun um endanlegt brotthvarf
2014 þegar hann ræddi við Leon Pa-
netta, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, fyrr í gær.
Talsmaður Karzais sagði hins
vegar að forsetinn hefði sagt Pa-
netta frá ákvörðun sinni.
Bandarískur hermaður gekk ber-
serksgang í tveimur þorpum í hér-
aðinu Kandahar á sunnudag og
myrti 16 óbreytta borgara. Mað-
urinn hefur nú verið fluttur til
Bandaríkjanna þar sem hans bíða
réttarhöld. Mál þetta hefur valdið
mikilli spennu í samskiptum Afgana
og Bandaríkjamanna.
Talibanar sögðu í gær að þeir
hefðu slitið viðræðum við Banda-
ríkjamenn vegna þess hvað þeir
hefðu verið óútreiknanlegir í sam-
skiptum.
Karzai vill flýta
brottför herja
Krefst þess að her-
ir NATO yfirgefi
þorp og sveitir
AP
Óþolinmóður Hamid Karzai á fundi
með Leon Panetta í Kabúl í gær.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands,
leitaði ráða hjá Írönum um hvernig
hann ætti að stöðva uppreisnina
gegn sér. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í þúsundum tölvupósta,
sem breska dagblaðið Guardian birti
í gær og sagði að Assad og kona
hans hefðu sent.
Blaðið fékk tölvupóstana frá sýr-
lenskum andspyrnuhópi, sem nefn-
ist æðstaráð byltingarinnar. Hóp-
urinn kveðst hafa náð
tölvupóstunum á tímabilinu frá júní í
fyrra fram í febrúar þegar upp
komst um lekann.
Reyndu að staðfesta póstana
Blaðið reyndi eftir megni að stað-
festa að póstarnir væru ekta, meðal
annars með því að tala við tíu ein-
staklinga, sem tóku þátt í tölvu-
póstsamskiptunum, en segir ekki
hægt að útiloka falsanir.
Tölvupóstarnir gefa til kynna að
forustan sé ekki í neinum tengslum
við það sem er að gerast í landinu og
haldi áfram að lifa í munaði. Nú er
liðið ár frá því að uppreisn hófst í
Sýrlandi. Rúmlega 8.000 manns látið
lífið og margir líða skort.
Í póstunum kemur fram að Asma,
eiginkona Bashirs al-Assads, hefur
eytt þúsundum dollara í að kaupa
munaðarvöru á netinu og Bashir
kaupir sér tónlist í vefversluninni
iTunes og sækir sér öpp.
Til þess að komast framhjá við-
skiptabanni fara forsetahjónin
krókaleiðir og fá þriðja aðila í
Bandaríkjunum til að borga þegar
þau panta á netinu.
Á einum stað gerir Assad lítið úr
umbótum, sem hann lofaði til að
koma til móts við mótmælendur og
vísaði til „bulllaga um stjórn-
málaflokka, kosningar og fjölmiðla“.
AP
Í eigin heimi Forsetahjónin Asma og Bashir al-Assad greiða atkvæði um
stjórnarskrá í Sýrlandi í lok febrúar. Í gær voru birtir tölvupóstar þeirra.
Lifa í munaði í
miðju blóðbaði
Tölvupóstar lýsa lífi Sýrlandsforseta
Kaupglöð
» Asma al-Assad keypti sér
kertastjaka, borð og ljósakrón-
ur frá París fyrir 10.000 pund.
» Bashir al-Assad keypti sér
tónlist með popptvíeykinu
Right Said Fred, sveitasöngv-
aranum Blake Shelton, hljóm-
sveitinni New Order og dans-
hljómsveitinni LMFAO.
LAUGAVEGI 5
SÍMI 551 3383
SPÖNGIN
GRAFARVOGI
SÍMI 577 1660
Gjöf sem gleður