Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 ✝ Erla Guð-mundsdóttir, húsfreyja á Akra- nesi fæddist í Hnífsdal 5. janúar 1931. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 4. mars 2012. Foreldrar Erlu voru Guðmundur Skúli Zakaríasson, f. 2.8. 1907 á Einfætingsgili, Str., d. 12.3. 1988, og Ólöf Jóna Jónsdóttir, f. 11.6. 1907 í Bæj- um, Snæfjallaströnd, d. 1.1. 1992. Systir Erlu er Friðgerður Elín Bjarnadóttir, f. 31.7. 1946. Erla ólst upp í Hnífsdal hjá móður sinni og ömmu, Stein- dóru Rebekku Steindórsdóttur, með yngstu systkinum móður sinnar, Vilmundi, Björgu og Ingibjörgu Söru, sem öll eru lát- in. Erla giftist 25.12. 1954 Gísla Sigurjóni Sigurðssyni frá Akra- nesi, f. 4.11. 1934. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Guð- mundsson, f. 9.7. 1897, d. 2.6. 1981 og Guðlaug Ólafsdóttir, f. 9.7. 1897, d. 8.9. 1990. Börn Erlu og Gísla eru sex, 1) Jón Elías, f. 22.9. 1955, d. 3.12. 1955. 2) Þráinn Elías, f. 11.9. lauk því ári síðar og flutti til Akraness. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Gísla Sigurjóni, verslunarmanni og húsasmíðameistara. Hann starfaði lengst af í Trésmiðjunni Akri en þau hjón voru meðal stofnenda fyrirtækisins og með- eigendur í tæp 40 ár. Erla starf- aði hjá Landssímanum á Akra- nesi 1951-1956. Eftir stofnun fjölskyldu helgaði hún heimilinu starfskrafta sína um margra ára skeið. Hún vann sem skólaritari Brekkubæjarskóla frá 1979 til 1998. Erla var mjög lífsglöð og ættrækin, einstaklega gestrisin og hafði yndi af að vera innan um fólk. Hún var félagslynd og vinamörg, var í Skátafélagi Akraness og Akranesdeild RKÍ. Bekkjarfélagar úr gagnfræða- skólanum hittust reglulega, einnig skólafélagar úr hús- mæðraskólanum. Þá hélt saumaklúbburinn upp á 60 ára afmælið sl. haust. Sumarbústaður fjölskyld- unnar í Ölveri undir Hafnarfjalli var sælureitur þar sem vinir og vandamenn voru ávallt vel- komnir. Hún hafði yndi af alls kyns hannyrðum, einkum prjónaskap og fengu afkom- endur, ættingjar og vinir að njóta þess. Umhyggja fyrir fólki og umönnun aldraðra var Erlu alltaf hugleikin og bjó amma hennar, Steindóra Rebekka, í mörg ár á heimili þeirra hjóna. Útför Erlu fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 16. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. 1956, kvæntur Mar- íu S. Sigurð- ardóttur, börn þeirra eru Elín Margrét, Gísli Sig- urjón, Anna María og Unnur Rebekka. 3) Gunnar Valur, f. 6.3. 1958, kvæntur Hervöru Poulsen. Börn Gunnars Vals frá fyrra hjóna- bandi eru Andri Valur, Dagbjört Ósk og Maren Rún. Hervör á eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Maríu Fjólu. 4) Jón Bjarni, f. 20.9. 1960, kona María Kristinsdóttir, börn þeirra eru Sylvía Björk, Allan Bjarki, Daníel Aron og Eva María. 5) Sigurlaug, f. 25.3. 1965, maður Guðmundur Gísla- son, börn þeirra eru Guð- mundur Þór, Erla og Sesselja Rós. 6) Guðrún Sigríður, f. 10.4. 1969, gift Guðmundi S. Jónssyni, börn þeirra eru Marinó Rafn, Ragnheiður Eva, Steindór Gauti og Hákon Freyr. Barna- barnabörnin eru samtals átta. Að loknu námi við Gagn- fræðaskólann á Ísafirði árið 1947 vann Erla í bókaverslun og síðar á símstöðinni. Árið 1950 hóf hún nám við Húsmæðraskól- ann að Laugalandi í Eyjafirði, Elsku hjartahlýja mamma mín, mig setur hljóða hvað ég sakna þess að geta ekki hitt þig á hverjum degi lengur með faðm- lagi og koss á kinn. Samveru- stundirnar sem voru fullar af notalegu spjalli dagsins í bland við frásagnir þínar af æskuslóð- um, mér til fróðleiks og okkur báðum til gamans. Hella upp á könnuna, taka til bakkelsi og setja á borðið þegar gesti bar að garði. Enda var alltaf svo gott að droppa inn til ykkar pabba og fá slíkar móttökur. Ávallt söngluðu börnin í kaupstaðarferðum: „Ég er svangur/svöng, getum við far- ið til ömmu og afa á Skagann eða í Ölver?“ Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þú bókstaflega geislaðir af hlýju alla tíð, t.d. þegar þú bauðst langömmu að koma og búa hjá okkur á sínum tíma. Er hún svo veiktist hjúkraðir þú henni þangað til hún varð að fara á spítalann. Síðan leiddi eitt af öðru, ýmist eldri ættingjar eða vinir sem þú varst ávallt boðin og búin að hjálpa og veita stuðning ef eitthvað var. Á þessum tíma kallaði ég ykkur pabba „Gamal- mennaþjónustuna“ svona í gríni. Þú átt stóran stað í hjarta mér fyrir alla þessa umhyggju og hlýju þína. Þær eru ótrúlega margar minningarnar sem rifjast hafa upp í kjölfarið á þessum samverustundum okkar. Þær urðu þéttari og féllu meira í dag- legar venjur í kjölfar veikinda þinna mamma mín. Þessi afleitu tíðindi sem þú kaust að nefna „stóradóm“. Aldrei sá ég tár á hvarmi þínum, þó svo að í þínu tilfelli væri ekkert val um með- ferð til að spyrna á móti eða fá lækningu. Þú tókst þessum ör- lögum þínum með óbilandi æðru- leysi og von um sem lengstan tíma og nýta hann eins vel og hægt væri. Þú varst einstaklega vel gerð kona, mamma mín. Þú varst listamaður í höndunum, glæsi- legasta prjónakona allra tíma. Allar flíkurnar sem þú saumaðir og prjónaðir á okkur þegar við vorum yngri auk alls prjóns á öll frændsystkinin, eða bara börnin í fátæku löndunum. Alltaf að gefa af þér, alltaf svo falleg. T.d. hefði ég alveg þegið agnarögn af þess- um hannyrðagenum frá þér elskulegust. Þrátt fyrir þá ósk- hyggju mína langar mig að þakka þér svo margt í gegnum lífið. Fyrst og fremst vil ég þakka þér hversu dásamlega ást- rík og falleg móðir þú varst alla tíð. Þakka þér fyrir pabba sem föður, sem er svo dásamlegur og auðvelt að elska. Takk fyrir öll yndislegu og mátulega þrjósku systkinin mín, þau eru eðal. Ástarþakkir fyrir að vera börnunum okkar Dúbba yndisleg og ástrík amma, alltaf með út- breiddan faðminn. Takk fyrir all- ar leiðbeiningarnar í gegnum líf- ið sem er hollt að þiggja í mátulegum mæli og fara eftir eins og hægt er hverju sinni. Að síðustu vil ég þakka þér fyrir all- an stuðninginn í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ein- faldlega að elska mig eins og ég er. Og þegar tími minn á jörðu hér liðinn er, þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. Minning þín er ljósið í lífinu elsku mamma. Góður Guð geymi þig. Þín dóttir, Sigurlaug Gísla. Elsku mamma. Það var ekki hægt að segja að þú hefðir fæðst inn í ríkidæmi. Foreldrar þínir bjuggu aldrei saman. Þú ólst með móðursystk- inum þínum á heimili sem móðir þín og móðuramma héldu saman. Að þínu mati varstu samt heppin og fannst þig ekkert skorta því þú varst umvafin ást og um- hyggju. Þú lærðir að með dugn- að, hjálpsemi og hlýju, þá gengu hlutirnir yfirleitt upp. Þú varst mjög trúuð og nefndir oft að amma hefði talað um að Guð legði ekki meira á okkur en við gætum borið, þú trúðir því. Þú varst besta mamma og amma sem hægt var að hugsa sér. Góður vinur, hvetjandi og hlý. Ég sagði þér stundum að við systkinin hefðum fengið aðal- vinninginn í „foreldrahappdrætt- inu“. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú vannst allt skipulega og af vandvirkni. Þú lagðir þig alltaf alla fram. Þú varst líka þolinmóður kennari og þér þótti ákaflega vænt um þeg- ar barnabörnin leituðu til þín eft- ir aðstoð, t.a.m. með prjónaskap og annað. Þið pabbi voruð alla tíð ákaf- lega samheldin og samstiga í því sem þið tókuð ykkur fyrir hend- ur. Þú elskaðir að hafa fjölskyld- una í kringum þig hvort heldur sem var heima eða í sumarbú- staðnum ykkar í Ölveri. Við Gummi og okkar börn fengu sannarlega að njóta þess. Það var stutt hjá krökkunum að fara yfir götuna á Hjarðarholtinu til að kíkja til ykkar pabba. Sam- gangur var mikill. Það hélt einn- ig áfram eftir að þið fluttuð á Smáraflötina. Krakkarnir fóru oft beint til ykkar eftir skóla. Hjá ykkur fannst þeim notalegt að vera og þar voru þau líka alltaf viss um að fá eitthvað gott að borða. Þú hafðir alltaf tíma fyrir þau og leyfðir þeim sannarlega að njóta sín. Bakaðir með þeim vöfflur, bjóst til búðing eða leyfð- ir þeim að velja í matinn ef þú áttir von á þeim til þín eftir skóla. Oftar en ekki fóru þau svo heim frá þér með nesti í poka. Þú varst alla tíð ákaflega ættrækin og þér var mjög annt um fjölskylduna. Þú fylgdist vel með tímanum, það sást best fyrir um tveimur árum þegar þú fórst að spyrjast fyrir um „skypið“ og keyptir nýja tölvu í kjölfarið með vefmyndavél svo þú gætir séð og heyrt í barnabarni og barnabarnabörn- um sem þá voru flutt til útlanda. Þú varst stolt af fjölskyldu þinni og þú áttir marga góða og trausta vini. Það kom berlega í ljós í veikindum þínum. Það skipti þig miklu máli að finna stuðning þessara aðila. Ljóst var að sjúkdómur þinn var ekki læknanlegur. Þú tókst þeim fréttum af æðruleysi og ótrúlegri skynsemi. Þú varst búin að eiga „áttatíu góð ár“ sagðir þú „það væri meira en margur fengi“. Þú varst alltaf svo jákvæð og ákveð- in í að halda áfram að njóta lífs- ins eins og kostur væri. Í kjölfar veikinda þinna fórum við að skrá æskuminningar þínar, nokkuð sem þú hafðir alltaf haft hug á að gera. Þú naust þess að rifja upp minningarnar og finna ljósmynd- ir sem tengdust þeim. Þessi upp- rifjun tók stundum á, en gaf þér mikið og ekki síður mér. Afrakst- urinn er mikill fjársjóður. Elsku mamma, takk fyrir allt. Ég veit að þótt þú sért farin þá vakir þú áfram yfir okkur. Guð geymi þig. Þín dóttir, Guðrún. Elsku amma Erla, þú sem elskaðir mig, annaðist, huggaðir og hlóst með, nú er faðmlag þitt og hlýja mér minningin ein. Ástin sem þú veittir mér og okkur sem nú þig kveðjum mun leiða okkur gegnum tárafullar sorgar- og brosblíðar hamingju- stundir. Minningarnar sem þú skapað- ir með okkur eru með okkar dýr- mætustu eignum og gleymast því aldrei. Á svona tíma streyma þær fram sem aldrei áður, minning- arnar um tímann sem ég var hjá ykkur afa uppi í deild í Ölveri, skaganum á Hjarðarholti, Smáraflötinni og svo auðvitað öll afmælis-, jóla- og fjölskylduboðin á öllum þessum stöðum. Þú varst ein af gjöfunum stóru í þessu lífi, sem ekki allir fá en ég fékk í vöggugjöf. Allt sem ég lærði, fékk og fann í návist þinni var svo ótal margt en svo fátt eitt sé nefnt má minn- ast á þá ótrúlegu hlýju sem var allt í kringum þig, visku þína og þekkingu, ráðleggingarnar ófáu, sögurnar, kennsluna í sanngirni og réttlæti en hana mátti finna í frásögnum þínum, snilld þína í eldhúsinu hvort sem var í bakstri eða mat, s.s. sultukökunni þinni (minni), öryggistilfinninguna og þína skilyrðislausu ást. Ég sakna þín sárt en tek huggun í því að vera hluti af arf- leifð þinni til lífsins, ég finn einn- ig mikla huggun í þeirri minn- ingu þegar þú settist niður með mér sex eða sjö ára gömlum í stofunni á Hjarðarholtinu með myndirnar af þér og litla strákn- um þínum, þú sagðir mér og baðst mig að muna ávallt að þótt þú ættir fimm börn þá hefðir þú alltaf átt sex. Ég gleymi þessari stund ekki svo lengi sem ég lifi og það er því mín von og trú að þér hafi mætt lítill bros-sprikl- andi snáði hinum megin sem nú loks fær að njóta þín. Bless amma mín, ég verð alltaf ömmustrákurinn þinn og þú átt hluta í hjarta mér sem er þinn að eilífu. Guðmundur Þór Guðmundsson. Elsku amma mín Erla, nú er komið að því, komið að stundinni sem ég hef kviðið fyrir, kveðju- stundinni. Ég er samt ekki tilbú- in að kveðja þig strax amma mín. Ekki fyrr en þú heyrir þakkir mínar. Þakkir mínar fyrir nær- veru þína, þakkir mínar fyrir um- hyggju þína. Þakkir mínar fyrir ást þína. Allar minningarnar okkar saman. Þú varst engill í mannsmynd og það vitum við öll sem þekktum þig. Þú kenndir mér að vera sátt við hlutina eins og þeir voru, sama hvernig þeir voru. Þú kenndir mér að brosa í gegnum tárin. Því sama hvernig þér leið þá hafðir þú alltaf þetta fallega, vingjarnlega bros. Þú kenndir mér að meta þögnina því þú varst ekki alltaf nógu hraust til að vera vakandi. Eins og þú sagðir oft: „Þú verður komin með reynslu sem læknir eftir þetta.“ Þú þekktir þitt fólk og vissir áður en ég vissi það sjálf hvað mig langar að gera í framtíðinni. En þessa síðustu tíu mánuði þurft- irðu því miður að þola mikið. Að horfa á þig í gegnum þessa bar- áttu var án efa það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera. Að sitja hjá þér og sjá þig veikjast og geta ekki gert neitt til að breyta einu né neinu. En já- kvæðnin og bjartsýnin sem ég lærði af þér er nokkuð sem ég tek með mér. Eins og öll þau heilræði sem þú kenndir mér. Þakka þér fyrir allar minning- arnar, ekki bara nýlegu minning- arnar, heldur allar minningarnar frá því ég var yngri. Þegar þú sagðir mér allar sögurnar, sýndir mér og kenndir mér ýmsa hluti sem þú lærðir í húsmæðraskól- anum. Sumarið sem þið afi bjugguð hjá okkur komstu oft að horfa á mig á æfingum og við röltum síðan saman heim og eld- uðum saman hádegismat. Þegar þið afi fóruð með okkur upp að álfasteininum í Ölveri. Sumrin sem ég kom og var hjá ykkur á daginn. Þegar þú leyfðir mér að gista þótt það væri engin ástæða til þess. Þegar við kíktum upp í skógrækt með nesti og fórum í lautarferð. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem var að gerast í lífi okk- ar. Ég var hjá þér þegar báðir yngri bræður mínir fæddust og á mörgum öðrum viðburðum. Ég er enn og verð alltaf hjá þér, ekki í raunveruleikanum, heldur í minningunum. Þú gerðir allt fyr- ir okkur og passaðir upp á þá sem þér þótti vænt um. Nú er komið að okkur að taka við og hugsa hvert um annað, en ekki óttast. Við gleymum þér aldrei, elsku amma mín. Ég veit að þú varst hrædd um að Hákon myndi ekki muna eftir þér. Ég skal sjá til þess að hann muni hvað þú varst glæsileg kona og yndisleg amma. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun alltaf gera. Þú verður um alla tíð fyrirmynd mín og hetja. Guð blessi þig. Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir. Elsku yndislega amma mín. Mikið rosalega þykir mér þetta erfitt. Ég verð samt að reyna að vera sterk og dugleg eins og þú varst. Ég var svo heppin að eiga þig sem ömmu, þú varst alveg einstök. Fallegri manneskju að innan og utan er ekki hægt að finna. Þú varst alltaf og munt alltaf vera mín fyrirmynd elsku amma, ég leit svo upp til þín. Ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman og all- ar þær minningar sem ég mun geyma í mínu hjarta. Minning- arnar eru svo margar. Það var alltaf svo gott að koma í heim- sókn til ykkar afa. Svo afslappað andrúmsloft, alveg yndislegt. Ég mun sakna þess að koma til ykk- ar á Smáraflötina og ég mun sakna þess að sjá þig sitja í stóln- um þínum og prjóna. Þú varst svo rosalega góð í að prjóna amma. Svo fallegt allt sem þú prjónaðir. Allt sem þú gerðir gerðir þú svo vel. Mikið rosalega þykir mér vænt um lopapeysuna mína sem þú prjónaðir og gafst mér. Uppáhaldsflíkin mín eins og ég sagði alltaf við þig. Þó að ég myndi vilja hafa þig endalaust hjá mér þá hugga ég mig við það að núna líður þér vel og ég veit að þú finnur ekki til lengur. Ég trúi því að núna sértu komin með Jón Elías litla í fangið og munir passa hann vel fyrir okkur. Amma Jóna mun svo sjá um að spila fyrir þig frábæra tónlist. Minning þín mun alltaf lifa elsku amma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Sylvía Björk. Elsku amma Erla, ég sakna þín og mig langar að hitta þig. Ég kom oft í heimsókn til þín og afa á Smáraflötina. Stundum labbaði ég til ykkar eftir skólann og var með ykkur. Ef ég var svangur þá áttir þú alltaf eitt- hvert góðgæti sem mig langaði í. Það var gaman að vera hjá ykkur afa og tala við ykkur og horfa á myndir. Einu sinni sagði ég þér að mig langaði að sjá aðra mynd en þær sem þú áttir. Þá keyptir þú skemmtilega mynd fyrir mig til að horfa á. Stundum gerðum við saman búðing, það var gam- an. Þú vissir að mér þótti hann ótrúlega góður og þú lést mig alltaf hafa allan afganginn með mér í nesti og til að gefa Hákoni með mér. Ég man líka hvað það var gaman þegar ég, Daníel og Eva María fengum að gista hjá þér þegar afi var í nokkra daga á Reykjalundi. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Það var gott og gaman að koma til þín og afa. Ég veit að þú elskaðir mig og gerir ennþá og ég elska þig til æviloka. Takk fyrir allt elsku amma. Hér er ljóð sem ég samdi fyrir þig: Þú átt heima í hjarta mínu, þú varst líka fín. Ég veit að ég bý í hjarta þínu elsku amma mín. Þinn Steindór Gauti Guðmundsson. Elsku amma Erla. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Ég trúi því varla að þú sért farin, en ég get huggað mig við það að nú ertu komin á betri stað, stað þar sem þú getur nú loks tekið upp prjónana á nýjan leik. Hjarta mitt er fullt af yndis- legum minningum, bæði frá Hjarðarholtinu og Smáraflötinni. Allar yndislegu stundirnar í sum- arbústaðnum í Ölveri, þar sem spilað var bobb alla daga, lagað kaffi og með því í uppáhaldskof- anum mínum og blómin vökvuð í gróðurhúsinu. Eitt gat maður alltaf treyst á hjá þér elsku amma, aldrei kom maður að tómu eldhúsinu þínu, gat alltaf treyst á að ég fengi nóg af kræsingum ef ég kíkti til ykk- ar afa. Fréttir um veikindi þín voru sárar, enn sárara að vita að ekk- ert var hægt að gera nema njóta tímans sem þú áttir eftir. Þú varst alger hetja í gegnum þetta allt og trúi ég því varla enn hversu sterk þú varst allan þenn- an tíma. Ég tel mig vera ansi ríka að hafa fengið að eiga þig sem ömmu og fá að vera alnafna þín. Þín yndislega sál mun halda áfram að lifa í hjörtum okkar sem þekktum þig. Guð geymi þig elsku amma mín. Kveðja, Erla Guðmundsdóttir. Elsku góða amma mín, ávallt mun ég sakna þín og minningarnar geyma. Elsku amma, takk fyrir að vera hluti af lífi mínu og hugsa svona vel um mig í gegnum tíð- ina. Man svo vel eftir góðu stund- unum sem við áttum á Hjarðar- holtinu og Smáraflöt. Það var alltaf svo notalegt að koma í kaffi til þín og afa. Æi elsku amma mín þetta gerðist allt bara svo hratt. Þú hefur og verður alltaf innblásturinn minn. Þú varst svo sterk og barðist gegn veikindum þínum alla þessa mánuði. En ég trúi á það að þú sért á góðum stað núna þar sem þú þjáist ekki lengur. Núna hefurðu fengið að hitta ástkæra drenginn þinn aft- ur. Elska þig amma mín og mun alltaf gera. Guð geymi þig. Kveðja, Sesselja Rós. Elsku amma mín. Nú ert þú dáin og horfin á braut. Þótt við ættum ekki eins margar stundir saman og ég hefði viljað, þá er ég ánægð með þær yndislegu stund- ir sem við áttum. Ég minnist þín sem hlýrrar og umhyggjusamrar ömmu sem alltaf var að hugsa um barnabörnin sín. Það var allt- Erla Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.