Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Af lítt skiljanlegum ástæðummætti Steingrímur J. Sigfús- son sem vitni fyrir Landsdómi. Það varð ekki frægðarför.    Hann sagði aðvísu engum að þegja, eins og Sig- mundi forðum, né að „éta það sjálfur“ eins og Björn Bjarnason átti að gera í þingsalnum. Og hann lagði ekki hendur á Geir H. Haarde aftur, þótt hann væri skammt undan. En dómforseti stöðvaði þó orðaflaum kappans þegar úr öllu hófi gekk.    En Steingrímur J. hafði varaðvið öllu bankasukkinu í þing- ræðum allt frá árinu 2005, sagði hann Landsdómi og það gætu menn sannreynt með því að fletta þingtíðindum. Hann veit að það gerir enginn sem ekki hefur ótak- markaðan tíma því Steingrímur hefur síðustu þrjátíu árin tekið upp mest pláss allra í þeim tíð- indum.    En til léttis má fletta upp í bóksem Steingrímur gaf út árið 2006, heilu ári eftir að hann hóf að vara við öllu saman, að eigin sögn.    Þar segir hann á síðu 82 um ís-lensku bankana: „Höfundi er ljúft og skylt að viðurkenna að margir harð- duglegir og áræðnir forystumenn í íslenska fjármálaheiminum hafa náð miklum árangri í starfi, vöxt- ur fjármálageirans og landvinn- ingar hafi verið ævintýri líkastir.“    Þetta eru að vísu ekki þingtíð-indi, en tíðindi þó, og ekki þau tíðindi sem Steingrímur vildi að Landsdómur heyrði þegar hann mætti þangað í fyrsta sinn. Steingrímur J. Sigfússon Þingtíðindi og fleiri tíðindi STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 léttskýjað Bolungarvík -1 snjóél Akureyri 0 snjókoma Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað Vestmannaeyjar 2 heiðskírt Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 12 alskýjað Glasgow 8 skýjað London 17 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 11 heiðskírt Berlín 8 heiðskírt Vín 11 léttskýjað Moskva -6 skýjað Algarve 17 skýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 7 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 8 alskýjað Chicago 21 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:41 19:33 ÍSAFJÖRÐUR 7:46 19:37 SIGLUFJÖRÐUR 7:29 19:20 DJÚPIVOGUR 7:11 19:02 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Áætlaður kostnaður Arion banka vegna endurútreikninga á þeim lán- um sem falla undir dóm Hæstaréttar um vexti gengislána, sem féll hinn 15. febrúar sl., er um 13,8 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi bankans sem birtur var í gær. Frestur sem Fjármálaeftirlitið gaf lánastofnunum til að skila endur- reikningi til að sýna fram á áhrif dómsins á bókfært virði útlánasafna þeirra miðað við nokkrar sviðsmynd- ir rann út í gær. Vísa til ársreikninga Landsbankinn og Íslandsbanki vildu ekki gefa upplýsingar um sinn kostnað vegna vaxtadómsins þegar eftir því var leitað í gær. Vísuðu tals- menn beggja banka til þess að ekki væri búið að birta ársreikninga þeirra. Ársreikningur Landsbankans verður birtur í dag en Íslandsbanka á þriðjudag í næstu viku. Þegar Fjármálaeftirlitinu hafa borist endurreikningar lánastofnan- anna mun stofnunin yfirfara þá fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig og því næst reikna út heildaráhrif dómsins á bankakerfið. Kostar Arion banka 13,8 milljarða Kostnaður Bankarnir eru þessa dagana að skila ársreikningum.  Frestur lánastofnana til að senda FME áætlun um kostnað runninn út Í nýju frumvarpi um ferðaþjónustu er kveðið á um miklar hækkanir á ýmus gjöldum en einnig eru örygg- iskröfur hertar. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, sagðist í gær ekki hafa haft tíma til að skoða hækk- anirnar. „En við erum búin að vera með fulltrúa í nefndinni sem vann frumvarpið vegna þess að við viljum auka öryggiskröfur á þá sem eru í þessum bransa,“ segir Erna. „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir. Við viljum ekki að fyrirtæki séu að fara með ferðamenn upp um fjöll og firnindi nema þau séu með öryggismálin í eins góðu lagi og hægt er að gera kröfu um.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Tekjulind Ferðamenn munda ljós- myndavélar sínar við Strokk. Sátt við hertar ör- yggiskröfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.