Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 31
að fá mig sem tengdadóttur. Ég var aðeins 11 ára en á þessum ár- um var það versta sem gat komið fyrir stúlku að verða piparmey, svo ekki var ráð nema í tíma væri tekið. Eitt sinn þegar fjölskyldur okkar voru saman í sumarbústað í Ölfusborgum vildum við Guðrún báðar vera í efri kojum. Þetta fannst ykkur pabba lúxusvanda- mál því þið bræðurnir þurftuð að sofa tveir til þrír saman í rúmi þegar þið voruð að alast upp. Málamiðlunin varð sú að við báð- ar fengum að sofa í efri kojum en þið í þeim neðri. Þið pabbi höfðuð þann eiginleika að leysa alltaf málin á friðsamlegan hátt, stór sem smá. Kæri frændi, þú varðst þeirrar blessunar aðnjótandi að eiga góða eiginkonu sem tók fullan þátt með þér í að rækta fjöl- skyldutengslin. Allar veislurnar sem við höfum tekið þátt í saman og símtölin frá ykkur. Þið hringd- uð í mig reglulega til þess að fylgjast með okkur og segja fréttir af ættingjum. Þetta var mér einstaklega mikils virði. Dætur ykkar eru frábærar eins og þið og hafa erft það besta frá ykkur báðum. Elsku Stína, Guðbjörg, Ásta, Guðrún og fjölskyldur ykkar. Við fjölskyldan samhryggjumst ykk- ur innilega, það er svo sárt og erfitt að kveðja þann sem maður elskar af öllu hjarta. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorgarferlinu sem er framundan. Elsku Emil frændi, takk fyrir allt. Kveðja, Ásdís frænka. Frændi minn, Emil Guð- mundsson, er fallinn frá á nítug- asta og fimmta aldursári. Hann lifði með reisn fram á síðasta dag. Tveimur dögum fyrir andlátið héldu þau hjónin, hann og Krist- ín, upp á sextíu og fjögurra ára brúðkaupsafmæli sitt. Að kvöld- verði loknum tóku þau í spil eins og þau voru vön. Á meðan Kristín lagaði kvöldkaffið lagði Emil kapal. Þetta var hans síðasti kap- all því seinna um kvöldið veiktist hann og lést á sjúkrahúsi einum og hálfum sólarhring síðar. Hann fékk ósk sína uppfyllta að fá að vera heima til hins síðasta. Þau hjón spruttu upp úr jarð- vegi þar sem fordómar voru óþekktir og einkenndist fram- koma þeirra við samferðafólk sitt af því. Emil og móðir mín voru systrabörn og mjög náin, hún fædd 1916 í Sandvík, S-Múla- sýslu, hann 1917 á Gerði í Norð- firði þar sem voru Suðurbæir. Kærleikurinn var límið sem batt saman stórfjölskylduna. Guð- björg, móðir Emils, lét sig ekki muna um að ganga yfir Sandvík- urskarð til að taka á móti barni systur sinnar um hávetur. Þar kom móðir mín í heiminn og var hún skírð í höfuðið á frænku sinni. Emil var næstelstur fjórtán systkina og eru nú átta fallin frá. Þar sem ég ólst upp hjá móður- ömmu minni í Neskaupstað voru systkinabörn hennar mér sem önnur móðursystkin svo mér fannst ég umvafin kærleika og hlýju í öllum mínum uppvexti. Emil nam skipasmíði í Vest- mannaeyjum og leigði herbergi hjá foreldrum mínum og reyndist hann móður minni sem besti bróðir þegar veikindi hennar fóru að gera vart við sig. Eftir að hún vistaðist á Kleppsspítalanum voru það nokkrir ættingjar okkar sem aldrei brugðust og má þar fremstan í flokki nefna Emil. Hann og Kristín áttu ávallt nægt hjarta- og húsrými fyrir þessa konu sem og aðra sem áttu um sárt að binda. Ég er sannfærð um að þeir einstaklingar sem aldrei brugðust og opnuðu hús sín fyrir móður minni hafi átt sinn þátt í því að hún komst til heilsu og lifði eðlilegu lífi í allt að tuttugu ár ut- an veggja Kleppsspítala. Guð- björgu Emilsdóttur er það minn- isstætt þegar þær systur voru litlar að þá var síðasta verk pabba þeirra að heimsækja Boggu frænku á spítalann áður en aðfangadagskvöld gekk í garð og urðu þær að bíða þolinmóðar á meðan. Emil var annt um heimahag- ana í Norðfirði og fóru þau hjónin sem oftast austur. Þau gistu þá gjarna á Blómsturvöllum þar sem þau voru aufúsugestir. Oft- ast var hægt að sigla yfir fjörðinn og ganga um eyðijörðina, Gerði, þar sem hann og systkini hans höfðu slitið barnsskónum og var það til að fullkomna ferðina aust- ur á land. En einn kemur þá annar fer. Sá gleðilegi atburður átti sér stað 1. jan. sl. að dótturdóttir Emils og Kristínar, Kristín Pétursdótt- ir, ól lítinn dreng sem hlaut nafn- ið Pétur Karl. Langafi fékk að upplifa þá gleði sem fylgdi fæð- ingu hans og nafngift. Ég þakka frænda mínum sam- fylgdina og kærleiksríka um- hyggju í minn garð og minna nánustu og bið Guð að blessa minningu hans og ástvini sem nú syrgja góðan dreng. Ingunn Stefánsdóttir. Velgjörðarmaður minn og vin- ur, Emil Guðmundsson, lézt fimmtudaginn 8. marz síðastlið- inn á 95. aldursári. Nú á kveðju- stund vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Ég hef þekkt Emil eins lengi og minni mitt nær. Emil og fjöl- skylda og foreldrar mínir áttu lengi heima í sama stigagangi í Eskihlíð 12B í Reykjavík. Fljót- lega tókst vinátta á milli foreldra minna og Emils og Kristínar Sveinsdóttur, konu hans. Við Guðbjörg, elzta dóttir Emils og Kristínar, erum jafngömul, leik- félagar og miklir vinir frá barn- æsku. Yngri systurnar, Ásta og Guðrún, urðu líka vinir mínir. Það breytti engu um samganginn á milli fjölskyldnanna, að sumar- ið 1959 fluttu Emil og fjölskylda á Digranesveg 34 í Kópavogi. Emil var jafnlyndur maður svo af bar. Hann var í hærra lagi og alla tíð beinn í baki og samsvar- aði sér vel. Emil var skipasmiður, mjög þrekmikill, vinnusamur og verklaginn. Hann var bóngóður og nutu margir góðs af dugnaði hans. Ég fullyrði að Emil hefði getað lært hvaða iðngrein sem var – fjölhæfni hans og útsjón- arsemi var með ólíkindum. En hann valdi skipasmíði, þessa erf- iðu iðngrein. Í eðli sínu var Emil dulur, jafn- framt hlýju og prúðu dagfari; á einhvern hátt var hann nálægur og fjarlægur í senn. Emil var fastur fyrir og vissi, hvað hann vildi. Hann var alla ævi hófsamur og nægjusamur. Emil þekkti jafnan svart frá hvítu í þjóð- félagsmálum og lét dægurþras ekki raska ró sinni. Emil og Kristín fóru oft til Sví- þjóðar og heimsóttu dætur sínar, Ástu og Guðrúnu, sem búa þar. Í Bandaríkjunum eru þrjú systkini Emils, og þangað fóru þau oftar en einu sinni. Emil hafði góða at- hyglisgáfu og tók vel eftir því, sem fyrir augu hans bar á ferða- lögum. Mikla ánægju hafði hann af því að segja mér frá því, þegar hann kom aftur í skipasmíðastöð- ina í nágrenni Gautaborgar, þar sem hann hafði ungur maður unnið og lært rétt eftir seinna stríð. Emil hætti skipasmíðinni um sjötugt og fór á eftirlaun. Hann var enn lengi vel á sig kominn og gat unnið við smíðar í verkefnum, sem hann vildi. Á árunum fyrir 1960 var ekki svo algengt, að almenningur ætti bíl. Þá notuðu menn reiðhjól eða strætisvagn til þess að komast í og úr vinnu. Ég man vel eftir því að Emil átti fyrst stórt mótorhjól og síðan Austin-fólksbíl um miðj- an sjötta áratuginn. Síðast átti hann Subaru-bíl. Honum lagði Emil fyrst haustið 2010, þá sjálf- ur orðinn 93 ára gamall. Núna um áramótin kom ég síð- ast til Emils og Kristínar á Digranesveginn. Eins og alltaf töluðum við saman um það, sem hæst bar í þjóðlífinu, en samt meira um gamla daga. Emil hélt öllum sínum sálarkröftum fram á lokadag. Ég kveð Emil með þakklæti fyrir langa og góða vináttu, um leið og ég og fjölskylda mín vott- um aðstandendum innilega sam- úð. Guð blessi minningu Emils Guðmundssonar skipasmiðs. Þorgils Jónasson. Kæri vinur, Emil Sigdór, er búinn að kveðja og farinn yfir móðuna miklu. Okkar kynni urðu þegar ég kynntist fóstursystur þinni henni Erlu. Samskipti okkar urðu ekki ná- in fyrr en seini hluta ævinnar eft- ir að við hættum á vinnumark- aðinum. Það að koma til ykkar hjóna og þiggja kaffibolla já og að setjast að hlöðnu borði hjá Krist- ínu var ljúft. Í þessum heimsóknum var margt rætt og þú talaðir um ástandið í dag með þinni glettni en bak við þetta var löng ævi og mikil lífsreynsla. Að heyra þig segja frá æsku- stöðvunum á Barðsnesgerði við Norðfjörð (suðurbæjunum). Hvernig lífið var, búskapurinn og að róið var til fiskjar á árabát, þá voru menn ekki gamlir þegar far- inn var fyrsti róðurinn með pabba. Og hvernig þið genguð frá bátnum uppi í klöppinni. Um leið og menn höfðu aldur til var farið á vertíð til Vestmannaeyja. Þú ræddir um starf þitt, skipasmíð- ina, þar sem þú starfaðir í Daní- elsslipp í mörg ár. Það voru ekki margir á þeim tíma sem lögðu land undir fót en þú fórst til Sví- þjóðar. Svo er ógleymanlegt þeg- ar ég kom til þín síðast og þú tal- aðir um að þú færir niður í kjallara til að líta á lítinn langaf- astrák og þú gerðir þetta á hverj- um degi, en stigarnir væru nokk- uð erfiðir, það ljómaði af þér þegar þú sagðir mér þetta. Í mín- um huga ert þú einn af landsins sonum sem hefur lagt grunninn að okkar þjóðlífi eins og öll þín kynslóð. Það var svo að ef þú vissir að einhver veikindi voru þá leið ekki á löngu þar til þú hringdir til að vita hvernig gengi og svona var það í síðustu viku, Erla svaraði og ekki gleymdirðu að senda kveðju til mín, það var þessi hlýja sem kom frá þér. Það að vera samvistum við for- eldra þína, Guðbjörgu og Guð- mund, ykkur systkinin og fólkið ykkar er mér ómetanlegt og það er söknuður við fráfall þitt. Þetta eru fátækleg orð um mikinn mann. Við vottum Kristínu og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Sigurður Már og Erla. Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja Emil S. Guð- mundsson skipasmið er lést fimmtudaginn 8. mars sl. Emil og kona hans, Kristín Sveinsdóttir, hafa verið nágrannar okkar hér á Digranesveginum um áratuga- skeið. Á þeim tíma hafa myndast órjúfanleg vináttubönd og var Emil mikill göngumaður og varla leið sá dagur, að hann færi ekki í gönguferðir hér um hverfið. Kom hann þá gjarna við hjá okkur og spjallaði um heima og geima. Meðan móðir mín lifði var hann ötull að kíkja við hjá henni, henni til mikillar ánægju, og voru þá gjarna rifjaðir upp gamlir tímar. Þegar börnin okkar voru yngri var það nú stundum svo, að ungviðið gleymdi lyklum og ef svo bar við, að þau voru læst úti, voru þau fljót að skjótast yfir til Emils og Kristínar og sátu þar gjarna í góðu yfirlæti er við kom- um heim. Þótt Emil hafi verið orðinn há- aldraður bar andlát hans að skjótt og nokkuð fyrirvaralaust. Oft er slíkt meira áfall fyrir að- standendur en þegar aðdragand- inn er lengri. Við viljum votta Kristínu, dætrum þeirra og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúð. Emil viljum við þakka langa og afskaplega ánægjulega sam- fylgd. Hvíl í friði kæri vinur. Rúna, Gylfi, Geir Elvar, Unnar Ingi og Helga Jóna. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Frænka mín, Dóra, er búin að kveðja í hinsta sinn. Við hittumst þrjár frænkur, Dóra, Lolla og undirrituð, af og til, kannski ekki eins oft og við hefðum mátt gera. Þá var alltaf glatt á hjalla og mikið spjallað. Um nokkurra ára skeið bjó Dóra frænka í Árbæjarhverfi og urðum við nágrannar. Um tíma passaði ég Árna einkason hennar, sem var mjög ánægju- legt. Móðir Dóru, Elín, var mér mjög kær, hún bjó til fjölda ára í New York. Ég og mitt fólk vorum ætíð velkomin á hennar heimili þegar við vorum þar á ferð og erum við ævinlega þakklát fyrir það. Dóra á ynd- islega fjölskyldu og var hún henni mikils virði. Dóru verður sárt saknað. Árna og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Valgerður Óladóttir. Nú er komið að leiðarlokum Halldóra Árnadóttir ✝ Halldóra Árna-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 7. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu, Ársölum 5, að morgni 2. mars 2012. Útför Halldóru fór fram frá Digra- neskirkju 9. mars 2012. og hetjulegri bar- áttu þinni er lokið. Ég þakka þér fyrir þær yndislegu stundir sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Ég er þér afar þakklátur fyrir hversu vel þú hefur reynst bæði mér og móður minni. Vert er að nefna minnisstæða ferð til Kanarí þar sem þér tókst það afrek að fá móður mína með þér þangað ásamt vinkonum þínum. Ég get sagt það með vissu að fáum hefði tekist það. Ég var á þeim tíma, ásamt konu minni, búsettur í Danmörku og höfðum við einn- ig pantað okkur ferð til Kanarí á svipuðum tíma, án vitneskju mömmu. Ég og þú skipulögðum saman óvænta heimsókn okkar á hótelið þar sem þið dvölduð og gátum við því komið móður minni skemmtilega á óvart. Við áttum þar öll saman ógleyman- legar stundir og þar tilkynntum við einnig mömmu að hún ætti von á sínu fyrsta barnabarni. Við höldum því fram að þessi ferð hafi markað upphafið að viðvarandi bata móður minnar og þú átt svo sannarlega stóran þátt í því. Elsku Dóra okkar, við þökk- um þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við höfum átt. Þín er sárt saknað og minning um þig lifir í hjörtum okkar. Elsku Árni, Silja, Elín Kol- finna, Birta og Sigtryggur Haukur. Ykkar missir er mikill og við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur sem og öðrum aðstandendum. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Orri og fjölskylda. ✝ TÓMAS H. SVEINSSON, Sunnemobacken 24, Farsta, Svíþjóð, er látinn. Jarðarför fer fram í Stokkhólmi, í kyrrþey. Rannveig Sigurðardóttir, María S. Tómasdóttir, Alex Nordström, Breki Tómasson, Erica Gunnarsson og barnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar og mágur, BARÐI ÁGÚSTSSON, Lindargötu 4, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar fimmtudaginn 8. mars, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Við færum starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri HILMAR PÉTUR HILMARSSON er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á framtíðarreikning dóttur hans í Landsbanka, 0130-15-630756, kt. 231151-4869. Ástvinir. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru BALDVINU GUNNLAUGSDÓTTUR, Eiðsvallagötu 26, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Anton Sölvason, Anna Vigfúsdóttir, Margrét Sölvadóttir, Þröstur Guðjónsson, Gunnlaugur Sölvason, Halldóra Garðarsdóttir, María Sölvadóttir, Egill Sölvason, Auðbjörg Bára Guðmundsdóttir, Guðfinna Sölvadóttir, Konráð Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir minn, LÁRUS MAGNÚSSON frá Tjaldanesi, sem andaðist föstudaginn 9. mars, verður jarðsunginn frá Staðarhólskirkju í Dalasýslu laugardaginn 17. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Magnúsdóttir. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BRYNJA SVANDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Þverholti 5, Vopnafirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 13. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kristján Magnússon, Guðfinna Kristjánsdóttir, Magnús Kristjánsson, Anna Dóra Halldórsdóttir, Signý Björk Kristjánsdóttir, Höskuldur Haraldsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.