Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. SMUR-OGSMÁVIÐGERÐIR BREMSUSKIPTI Á 1.000 KRÓNUR! FRAM AÐ PÁSKUM SKIPTUM VIÐ UM BREMSUKLOSSA AÐ FRAMAN FYRIR AÐEINS ÞÚSUND KRÓNUR. TILBOÐIÐ ER Á VINNU EF ÞÚ KAUPIR BREMSUHLUTI HJÁ OKKUR. DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI Engar tímapantanir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, útvarpskona og meistaranemi í lög-fræði, er 39 ára gömul í dag. Hún segist vera svo mikið af-mælisbarn að henni dugi ekkert minna en þrír dagar til þess að halda upp á það. „Það er svo gaman að eiga afmæli þannig að mér finnst eitthvað svo asnalegt að halda bara upp á það einn dag. Ég svona teygi þetta einn dag fyrir og einn til tvo eftir það. Það er engin afsökun fyrir fólk að segjast ekki komast í afmælið mitt. Það hlýtur að geta kom- ist á þessu þriggja til fjögurra daga tímabili að hitta mig. Sú afsökun er ekki tekin gild!“ segir hún og hlær. Það stendur enda mikið til hjá Ásdísi Rósu á fyrsta degi afmæl- ismaraþonsins. Ætlar hún að taka daginn snemma og skella sér í spa með vinkonum sínum og svo í „happy hour“ og út á borða. Á laug- ardagskvöld verður svo afmælispartí sem endar á síðasta Nasaballi Páls Óskars áður en staðurinn verður rifinn. Páll Óskar á einmitt einnig afmæli í dag en hann verður 42 ára. „Við höfum í mjög mörg ár haldið upp afmælið okkar saman; hann spilar og ég dansa. Þetta hefur verið ákveðið samvinnuverk- efni,“ segir Ásdís Rósa kímin. Á sunnudeginum, síðasta degi afmæl- isins, segist hún svo ætla að leyfa fólki að koma sér á óvart fyrri hluta dags áður en hún fer í bíó með vinkonunum um kvöldið. „Þetta er mjög stíft prógramm,“ segir hún full tilhlökkunar. kjartan@mbl.is Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er 39 ára í dag Síung Ásdís Rósa segist ekki kannast ekki að eiga 39 ára afmæli nú heldur sé hún að verða 29 ára í tíunda sinn. Heldur upp á af- mælið í þrjá daga A rnfinnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, auk þess sem hann var á Eskifirði, hluta úr sumri, frá fæðingu og fram að tólf ára aldri, hjá afa sínum og ömmu. Arnfinnur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, 1962-64, sótti ýmis námskeið við Kennaraháskóla Ís- lands og námskeið í skólastjórnun í Stavanger í Noregi. Hann fór auk þess náms- og kynnisferðir til Dan- merkur, Noregs, Bandaríkjanna og Þýskalands. Skólastjóri Vinnuskólans Arnfinnur var kennari við Austur- bæjarskólann í Reykjavík 1965-73, kennari við Ármúlaskóla í Reykjavík 1971-73, yfirkennari við Ármúlaskóla í Reykjavík 1973-79, skólastjóri í for- Arnfinnur U. Jónsson 70 ára Morgunblaðið/Ómar Arnfinnur og Austurbæjarskólinn. Í þessum skóla var Arnfinnur nemandi, síðar kennari og er nú fyrsti formaður Hollvinafélags skólans. Auk þess var nafni hans og frændi skólastjóri Austurbæjarskólans. Ávallt skáti og sjálf- boðaliði af lífi og sál Morgunblaðið/Ómar Skógrækt Arnfinnur var skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur í tæpa tvo áratugi. Á þeim tíma hafði hann yfirumsjón með skógrækt þúsunda reyk- vískra ungmenna sem síðan hefur breytt heildarmynd borgarinnar. Valgerður Jónsdóttir hefur lokið fyrst Íslendinga, dokt- orsprófi í músíkþerapíu frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Ritgerð hennar nefnist „Music-caring within the framework of early intervention. The lived experience of a group of mot- hers of young children with special needs, participating in a music therapy group“. Viðfangsefni rannsóknarinnar var m.a. byggt á 20 ára starfsreynslu Valgerðar sem músíkþerapisti og tónlistarsér- kennari. Hún hefur starfað með einstaklingum á öllum aldri sem glímt hafa við ólíkar fatlanir og sjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá hugmynd að viðfangsefni tónrænnar umönnunar efli samhygð, geri þátttakendur meðvitaðri um eigin líðan og tilfinningar og auðveldi og dýpki tjáningu þeirra með því að veita þeim útrás á tónrænan hátt.  Valgerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978, pí- anókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980, B.Mus. í tónlistar- kennslu og músíkþerapíu frá University of Kansas 1986 og meistaraprófi í músíkþerapíu frá Tónlistarháskólanum í Ósló 2004. Foreldrar Valgerðar eru Jón R. Einarsson og Erla Elíasdóttir. Börn Valgerðar eru Jón Emil Guðmunds- son og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. Valgerður rekur Tónstofu Valgerðar, sem er tónlistarskóli fyrir nemendur með sérþarfir. Doktor í músíkþerapíu Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Þorsteinn Örn lauk mastersprófi (M.Sc.) í byggingarverk- fræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn (DTU) árið 1999 og hefur setið í stjórn eða verið formaður stjórnar í fjölda fyrirtækja og þar á meðal á flug- og ferðamannamark- aði bæði hérlendis og erlendis. Þorsteinn Örn hefur und- anfarið starfað að ýmsum viðskiptaþróunar- og ráðgjaf- artengdum verkefnum. Hann var forstjóri Northern Travel Holding 2007-2008, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs FL Group 2006-2007, forstjóri FL Travel Group 2005-2006 og framkvæmdastjóri stefnumótunar og viðskiptaþróunar FL Group 2005. Ráðstefnuborgin Reykjavík er nýstofnað fyrirtæki sem leggur grunn að sam- starfsvettvangi um markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og viðburðaborg. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.