Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 41
60 ára Magnús Hallur Norðdahl fæddist í Reykjavík og hefur átt þar heima alla tíð. Hann var í Mýrarhúsaskóla og Voga- skóla og hefur lengst af verið öryggisvörður. Eiginkona Jóhanna Sig- mundsdóttir, f. 1960, rit- ari við Seljaskóla. Börn þeirra eru Berglind, f. 1981; Magnús, f. 1997. Foreldrar Sigurður Bene- diktsson, f. 1931, d. 2006, fyrrv. starfsmaður Seðla- banka Íslands, og Norma Norðdahl, f. 1935, fyrrv. starfsmaður Kópavogs- skóla. Magnús Hallur Norðdahl ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Fjörugt afmæli! Þeytingar og frostpinnar Næringarríkir og bragð- góðir þeytingar sem eru hver öðrum betri. Prófaðu þessa í frostpinnana. Drykkirnir Bragðgóðir drykkir án viðbætts sykurs sem eru ómissandi í afmælið. Trönuberjabragð og epla- og sítrónubragð.Krakkar elska snakk Lífrænt og fituminna snakk sem krakkar kunna vel að meta. Engin transfita og engin óæskileg aukefni. 20% afsláttur 20% afsláttur www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | s. 585-8700 föllum við Hólabrekkuskóla í 1979- 80, skólastjóri við Fellaskóla í Reykjavík 1980-85, skólastjóri við Foldaskóla í Reykjavík 1985-92, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur í hlutastarfi 1986-92, skólastjóri Vinnuskólans í fullu starfi 1992-2005 og starfsmannastjóri Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar 2005- 2010. Eitt sinn skáti.... Arnfinnur var ylfingur í Jómsvík- ingasveit Skátafélags Reykjavíkur, skáti í Landnemasveit (síðar Land- nemum) og var deildarforingi Land- nema, sat í stjórn Skátafélags Reykjavíkur og var skipulagsstjóri þess, sat í stjórn Skátasambands Reykjavíkur, var fylkisforingi Skátafélags Reykjavíkur, fyrsti fé- lagsforingi Skátafélagsins Land- nema, sat í stjórn Bandalags ís- lenskra skáta, var aðstoðarskátahöfðingi 1977-81, sat í stjórn Alþjóðaráðs Bandalags ís- lenskra skáta og var formaður þess og formaður Úlfljótsvatnsráðs 1999- 2004. Arnfinnur hefur sótt og setið í mótstjórnun fjölda skátamóta hér á landi og erlendis. Þá hefur hann sótt fjölda skátaráðstefna víðs vegar um heim. Björgunarsveitir og almannavarnir Arnfinnur starfaði í Hjálparsveit skáta í Reykjavík frá 1958, sat í stjórn HSSR 1972-82, var flokks- stjóri varamannaflokks HSSR 1983- 95, sat í stjórn Landssambands hjálparsveita skáta 1977-91 og var varaformaður LHS 1987-91, var for- maður skólastjórnar Björgunarskóla LHS 1978-79, sat í undirbúnings- nefnd að stofnun Landsbjargar og síðan í stjórn 1991-95, var fulltrúi LHS í stjórnstöð Almannavarna rík- isins frá 1975 og hjálparliði þar 1975- 92, og vaktstjóri í framkvæmda- stjórn stjórnstöðvarinnar 1993-97. Erill í æskulýðsmálum Arnfinnur sat í Æskulýðsráði rík- isins 1974-80, í stjórnskipuðum nefndum um æskulýðsmál og um endurskoðun laga um æskulýðsmál, var skipaður af menntamálaráðherra í Nordisk Ungdomskomité, úthlut- unarnefnd styrkja til samstarfs æskulýðsfélaga og samtaka á Norð- urlöndunum, samkvæmt fjárveit- ingum Norðurlandaráðs 1984-88, sat í Æskulýðsráði Reykjavíkur 1982-86, var varamaður í Íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur 1986-90 og í Menningarmálanefnd Reykjavíkur 1990-94. Arnfinnur gekk í Oddfellowregl- una 1985, starfaði í Stúku nr. 10, Þor- finni karlsefni, var einn af stofn- endum Stúku nr. 19, Leifi heppna, 1996, gegndi þar nefndar- og stjórn- arstörfum 1996-2010 og var yf- irmeistari stúkunnar 2010-2012. Arnfinnur hefur á síðustu miss- erum í sjálfboðavinnu haft umsjón með tölvufærninámskeiðum fyrir eldri borgara við Aflagranda. Þá er hann formaður nýstofnaðs Hollvina- félags Austurbæjarskólans frá febr- úar 2010. Viðurkenningar Arnfinnur hefur verið sæmdur Bronsmerki SFR; Silfurmerki SFR; fimm ára lilja BÍS; tíu ára lilja BÍS; fimmtán ára lilja BÍS; Þórshamr- inum, veittur af stjórn BÍS; Skáta- kveðjunni, veitt af stjórn BÍS; Gull- merki BÍS, veitt af stjórn BÍS á sjötíu og fimm ára afmæli skáta- starfs á Íslandi, sæmdur heið- ursmerki Skátasambands Reykja- víkur og tuttugu og fimm ára starfsmerki Oddfellowreglunnar. Fjölskylda Systkini Arnfinns eru Herdís, f. 13.8. 1944, gift Jóni Hallgrímssyni; Jón Ragnar, f. 5.2. 1949, kvæntur Birnu Þorvaldsdóttur; Ingólfur Þórður, f. 9.8. 1950, kvæntur Dag- nýju Guðmundsdóttur; Friðrik, f. 26.1. 1953, kvæntur Grétu Guð- mundsdóttir. Foreldrar Arnfinns voru Jón R. Þórðarson, f. á Eskifirði 21.2. 1919, d. 15.6. 1985, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Kathinka Klausen, f. á Eskifirði 29.4. 1919, d. 7.2. 2011, húsmóðir. Úr frændgarði Arnfinns U. Jónssonar Jónatan Magnússon form. í Ólafsfirði Margrét Kristín Símonardóttir húsfr. í Ólafsfirði Ellen S. K. Klausen húsfr. á Eskifirði Fredrik Klausen útg.m. á Eskifirði Jón Ísleifsson b. og kennari á Hryggstekk Jóhanna M. Jóhannsdóttir húsfreyja Guðmundur Þórðarson ættaður af VestfjörðumArnfinnur U. Jónsson fyrrv. skólastjóri Jón R. Þórðarson bifreiðastjóri í Rvík. Kathinka Klausen húsfr. í Rvík. Ingolf Rögnvald Klausen verkam. á Eskifirði Herdís Jónatansdóttir húsfr. á Eskifirði Þórður Guðmundsson byggingam. á Ísafirði. Nikólína Þ. Jónsdóttir húsmóðir Ragnheiður Pálsdóttir húsfr. Jóhann Klausen, fyrrv. bæjarstjóri Eskifjarðar Páll Jónsson heildsali í Rvík. Jón Pálsson, frá Krossum í Staðarsveit Heiðar Jónsson snyrtir Arnfinnur Jónsson, skólastj.Austurbæjarsk. RóbertArnfinsson leikari 50 ára Birgir hefur átt heima í Reykjavík frá fæð- ingu. Hann stundaði nám við Iðnskólann, er vélvirki að mennt og hefur starf- að við vélvirkjun hjá Björg ehf og ýmsum öðrum fyr- irtækjum. Systkini Vilhjálmur Þór, f. 1943; Magnús Rúnar, f. 1946; Anna, f. 1949; Kjart- an Gunnar, f. 1952; Ingi- björg Ósk, f, 1957, og Sveinn Sigurður, f. 1967. Foreldrar Kjartan Magn- ússon, f. 1917, d. 1998, kaupmaður, og Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, f. 1922, húsmóðir og kennari. Birgir Kjartansson 50 ára Vilhjálmur fæddist í Reykjavík og hefur alltaf átt þar heima. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ og er nú forstöðumaður fjárreiðudeildar Sam- skipa. Eiginkona Sigríður Auður Arnardóttir, f. 1965, skrif- stofustjóri í umhverf- isráðuneytinu. Dóttir þeirra er Unnur Svala Vil- hjálmsdóttir, f. 1996. Foreldrar Vilhjálms: Sig- urhjörtur Pálmason, f. 1926, d. 2001, verkfræð- ingur, og Unnur Guð- munda Vilhjálmsdóttir, f. 1935, skrifstofumaður. Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson A ndrés Björnsson útvarps-stjóri fæddist í Krossanesi íVallhólmi í Skagafirði 16.3. 1917, sonur Björns Bjarnasonar bónda og Ingibjargar Stefaníu Ólafsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og var því samstúdent ýmissa þeirra er mörkuðu eftirminnileg spor í ís- lenskt mannlíf á síðustu öld. Andrés lauk cand. mag.-prófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Ís- lands 1943, starfaði við BBC á stríðsárunum og sótti námskeið í út- varps- og sjónvarpsfræðum við Boston-háskóla 1956. Hann starfaði við Ríkisútvarpið í fjörutíu ár, 1944- 84, var dagskrárstjóri útvarpsins 1958-67 og útvarpsstjóri frá árs- byrjun 1968 og til ársloka 1984 en seinni hluti þess tímaskeið voru miklir umbrotatímar fyrir stofn- unina. Auk þess var hann lektor við Háskóla Íslands í íslenskri bók- menntasögu í þrjú ár og kenndi um skeið við Menntaskólann í Reykja- vík og Verslunarskóla Íslands. Andrés gegndi ýmsum trún- aðarstörfum er lutu að íslenskri há- menningu, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna, var stjórn- arformaður Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, sat í stjórn Listahátíðar, í út- hlutunarnefnd Rithöfundasjóðs, í útvarpslaganefnd, í byggingarnefnd útvarpshúss og sat í stjórn Hins ís- lenska fornritafélags. Hann þýddi skáldverk, leikrit, sögur og greinar eftir þekkta höf- unda, vann að útgáfum ýmissa ljóða- safna og ritaði formála að ýmsum þeirra. Andrés kvæntist árið 1947, eft- irlifandi eiginkonu sinni, Margréti Helgu Vilhjálmsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Andrés var hógvær maður og al- úðlegur í framkomu. Í minning- argrein um hann í Morgunblaðinu, eftir tengdason hans, Ögmund Jón- asson, nú innanríkisráðherra, segir m.a.: „Alls staðar var hann vel heima, hvort sem um var að ræða samtímaviðburði eða sögu liðinnar tíðar og íslensk ljóð hafði hann á hraðbergi. Ljóðlistin var honum í blóð borin, hún var hluti af honum sjálfum.“Andrés lést 29.12. 1998. Merkir Íslendingar Andrés Björnsson 90 ára Ingibjörg Þórðardóttir 85 Jón Sigurðsson 80 ára Bryndís Dyrving Gunnar Jónsson Karl F Hólm Petrína Ágústsdóttir 75 ára Helga Hermannsdóttir Svanur Pálsson Árný Kristjánsdóttir Hjördís Þorsteinsdóttir 70 ára María A Einarsdóttir Sigrún J Oddsdóttir Steingerður Ingimarsdóttir 60 ára Ástríður Júlíusdóttir Björk Guðmundsdóttir Friðrik H Hallsson Hamid Khajavei Heimir Sigtryggsson Óskar Hjaltason Rannveig Pálsdóttir Sæunn Kristjana Ágústsdóttir 50 ára Áslaug Halldórsdóttir Dagmar Elisabeth Schafer Danuta Maria Chudy Davíð Sigurðsson Elín Guðrún Gunnarsd. Wacher Guðmundur Bogason Gunnar Ásbjörn Bjarnason Helga Kristín Unnarsdóttir Júlíus Zulkernain Kazmi María Kristín Gunnarsdóttir Mary Patricia Majella Doody Valgerður Vilmundardóttir 40 ára Alberto Farreras Munoz Alda Smith Antanas Grigaitis Arnar Sigbjörnsson Ayse E.G. Ásgeirsson Ágústa Jóna Pálsdóttir Bjarni Jóhann Þórðarson Ester Talledo Jónsson Finnbogi Þór Árnason Friðrik Garðar Sigurðsson Gunnlaugur F. Friðriksson Helga Sigríður Eiríksdóttir Hilde Storkjörren Hlöðver Hlöðversson Ingvar Örn Ingvarsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón „Íslendingar“ er nýr efnisliður í Morgunblaðinu. Þeir sem senda inn myndir af ungbörnum eða brúð- hjónum fá glaðning frá Morgun- blaðinu, áskrift í einn mánuð. Sendið mynd og texta á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.