Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  64. tölublað  100. árgangur  www.ms.is Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Fáðu D-v ítamín úr Fjörmjó lk! BRÚÐKAUPSBLAÐ KJÓLAR, VENDIR, HÁRGREIÐSLUR, FÖRÐUN, KÖKUR OG BRÚÐKAUPSMYNDIR Í 40 SÍÐNA AUKABLAÐI  Með hækkandi bensínverði leitar fólk gjarnan að búsetu nær vinnu- stað og þjónustu. Þetta bitnar á jað- arbyggðum, að sögn Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Þar hefur íbúum fækkað á síðustu mánuðum og auk bensínverðsins segir Ásmundur að fólk nefni óraunhæfar kröfur Íbúðalánasjóðs um leigu- og söluverð þegar það til- kynni um breytt aðsetur. »14 Hátt bensínverð erfitt fyrir jaðarbyggðir Morgunblaðið/Ásdís Bensín Bensínverð fer hækkandi. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins, segir alveg ljóst að lögregla hefði náð enn betri ár- angri í baráttunni við skipulögð glæpasamtök ef hún hefði haft meiri fjármuni til umráða. Ræða þurfi um auknar rannsóknarheimildir fyrir lögreglu og hann segir alls ekki of seint að banna starfsemi skipulagðra glæpahópa. Stefán segir að lögreglu hafi und- anfarið ár orðið verulega ágengt í bar- áttunni við skipulögð glæpasamtök. „Það er ekki nokkur einasta spurning að við gætum náð mun betri árangri ef við værum fleiri. Við hefðum tæki- færi til að fara í fleiri mál. Og við hefð- um þá, með tiltölulega litlum tilkostn- aði, tækifæri til að ná þeim tökum á þessari starfsemi sem ekkert af okkar nágrannaríkjum lætur sig dreyma um. Þetta verkefni er ekki óyfirstíg- anlegt en það kallar á aukinn mannafla hjá lögreglu,“ segir hann. Framsækin á öðrum sviðum Stefán bendir á að lögregla hafi ítrekað lagt til að lagt yrði bann við starfsemi glæpasamtaka og hann seg- ir að það hafi verið mistök að gera það ekki. Ekki sé of seint að setja slíkt bann á nú, heldur sé það rökrétt framhald á þróuninni undanfarið ár. „Hafi menn ekki trúað lögreglunni fyrir tíu árum, fimm árum, þremur árum eða tveimur árum, þá hljóta augu þeirra sem með þetta höndla að vera farin að opnast fyrir nauðsyn þess að beita þessu úrræði,“ segir hann. Undanfarin ár hefur verið rætt um að banna starfsemi glæpasam- taka, s.s. Vítisengla, en þar með gætu þau t.a.m. ekki flaggað merkjum sín- um. Stefán segir að íslensk stjórnvöld hafi verið framsækin á ýmsum svið- um. Þau hafi bannað vændiskaup sem Stefán telur að hafi verið rétt ákvörð- un en gagnrýnir um leið að engir fjár- munir hafi fylgt með til að lögregla gæti sinnt þessum málaflokki af krafti. Einnig hafi nektardans verið bannaður en hann hafi ekki haft spurnir af sambærilegu banni erlend- is. „Þess vegna finnst mér að stjórn- völd eigi alveg að hafa kjark til að banna skipulögð glæpasamtök, skárra væri það nú.“ Mistök að setja ekki bann  Lögreglustjóri segir ekki of seint að banna starfsemi skipulagðra glæpasamtaka  Með meira fjármagni hefði lögregla náð enn betri árangri en raun ber vitni MHeimildir lögreglu auknar »2 Umdeild Rúta frá ferðaþjónustu- fyrirtækinu Allrahanda. Samband sveitarfélaga á Suð- urnesjum, SSS, álítur að Iceland Excursions Allrahanda brjóti lög með því að aka með farþega milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar. Vís- ar SSS, sem segist hafa einkaleyfi á akstrinum, til þess að Kynn- isferðir hafi samið við SSS um þjónustuna. Stjórn sambandsins hefur sam- þykkt að óska eftir lögbanni á akstur Allrahanda sem segir á hinn bóginn að einkaleyfið stang- ist á við evrópsk lög um almenna farþegaflutninga á vegum. »6 Vilja setja lögbann  Allrahanda aki ekki flugfarþegum Eftir helgi verður um hálfri milljón kr. dýrara fyrir húsbyggj- anda í Reykjavík að láta flytja 1.000 rúmmetra af jarðvegi úr húsgrunni einbýlishúss, en Bolaöldur skammt frá Litlu kaffi- stofunni við Suðurlandsveg verða nýr losunarstaður í stað svæðis á Hólmsheiði. Aukinn kostnaður er aðeins vegna lengri vegalengdar en hún lengist um 22 til 33 km fram og til baka eftir því hvort far- eru tíundaðir á minnisblaði borgarinnar en verktakar eru ósáttir við breytinguna. „Mönnum líst illa á þessar breytingar og verðið hjá húsbyggjendum á eftir að hækka mikið,“ segir Garðar Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá verktakafyr- irtækinu Urð og grjóti. „Öll verk fyrir borgina verða klárlega miklu dýrari.“ Einnig vekja verktakar athygli á aukinni elds- neytisnotkun, sliti á vegum og tækjum auk slysahættu. »12 ið er úr helstu nýbyggingarsvæðunum í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás um Reynisvatnsveg eða um Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða með sameig- inlegan rekstur á jarðvegstipp í Bolaöldum. Reykjavíkurborg áætlar að mögulegur sparnaður borgarinnar vegna breyting- arinnar verði 15 til 50 milljónir króna á ári. Kostir og ókostir Kostnaður húsbyggjanda eykst um hálfa milljón króna Morgunblaðið/RAX Tveir karlar til viðbótar voru í gær úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 21. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipu- lagðri brotastarfsemi. Fyrr um daginn voru fjórir aðrir karlar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna sama máls. Á miðvikudag voru þrír karlar og ein kona, öll tengd Vítisenglum, úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald. Tíu í gæslu- varðhaldi MARGIR HANDTEKNIR  Rauði þráð- urinn í fyrri mál- flutningsræðu Sigríðar J. Frið- jónsdóttur, sak- sóknara Alþing- is, fyrir Landsdómi í gær var að hinn ákærði, Geir H. Haarde, hefði átt að sjá hættu- merkin í fjármálakerfinu á árinu 2008. Hann hefði samt hvorki beitt sér fyrir markvissu starfi samráðs- hóps um fjármálastöðugleika, né beitt sér fyrir því að bankarnir minnkuðu umsvif, né þrýst á að Ice- save-reikningarnir yrðu fluttir úr landi og ekki heldur tekið þá vá sem vofði yfir fjármálakerfinu fyrir með formlegum hætti. »16-18 Segir Geir hafa átt að grípa í taumana Sigríður J. Friðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.