Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/RAX Jarðvegslosun Efnistaka hefur lengi verið stunduð í Bolaöldum og þar verða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með sameiginlegan jarðvegstipp. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hólmsheiði hefur verið losunar- staður Reykjavíkurborgar fyrir jarð- veg frá 2001 en frá og með nk. mánu- degi, 19. mars, verða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með sameig- inlegan rekstur á jarðvegstipp í Bola- öldum, skammt frá Litlu kaffistof- unni við Suðurlandsveg. Reykjavíkurborg áætlar að mögu- legur sparnaður borgarinnar vegna breytingarinnar verði 15 til 50 millj- ónir króna á ári. Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- fulltrúi á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, segir að verk- efnahópur á vegum Samtaka sveitar- félaga, sem fjallaði um sameiginlega sýn á framtíð flokkunar sorps og sorphirðumála á höfuðborgarsvæð- inu, hafi lagt til að stefnt yrði að sam- eiginlegum rekstri sveitarfélaganna og Bolaöldur hafi verið nefndar sem möguleiki í því sambandi. Frá opnun losunarsvæðisins á Hólmsheiði í maí 2001 hefur eftirlits- maður verið á svæðinu en nú leggst starfið niður. Förgunarkostnaður jarðefna hefur verið 500 kr. á rúm- metra á Hólmsheiði en vegna sam- legðaráhrifa er áætlað að þessi kostnaður lækki í 100 til 150 kr. á rúmmetra, að sögn Jóns Halldórs. Aðrir kostir eru meðal annars sagðir felast í því að losunarsvæðið færist fjær byggð, verkefnið sé um- hverfisvænt, ekki þurfi lengur að ýta yfir óhreyft land í Hólmsheiði og vandamál vegna ryks þaðan verða ekki lengur fyrir hendi. Í minnisblaði kemur fram að helstu gallarnir við breytinguna séu þeir að kostnaður við framkvæmdir aukist þegar fyllingarefni sé ekki tek- ið í Bolaöldum í bakaleiðinni, akst- ursleiðin lengist til muna og til dæmis um 22 km fram og til baka sé ekið úr Reykjavík um Suðurlandsveg. Síðast en ekki síst sé jarðvegslosun í Bola- öldum óhagkvæmari fyrir smæstu framkvæmdir. Bolaöldur taka við af Hólmsheiði  Reykjavíkurborg áætlar að mögulegur sparnaður borgarinnar vegna breytingarinnar verði 15 til 50 milljónir króna á ári  Akstursleiðin lengist til muna eða um 22 til 33 km úr Reykjavík 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 „Mönnum líst illa á þessar breyt- ingar og verðið hjá húsbyggjendum á eftir að hækka mikið,“ segir Garðar Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri hjá verktakafyr- irtækinu Urð og grjóti. Helsta nýbyggingarsvæði Reykjavíkur er í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. Með því að fara það- an um ókláraðan Reynisvatnsveg er hringurinn um 7 km á losunar- svæðið á Hólmsheiði og til baka en hann lengist um 28 km og enn meira sé malbikaði vegurinn far- inn. Algengt verð fyrir flutning á jarðvegi er 330 kr. auk 25,5% virð- isaukaskatts. Um 1.000 rúmmetrar af jarðvegi koma gjarnan úr ein- býlishúsagrunni. Malarflutningabíll tekur um 15 rúmmetra í hverri ferð og fer því 66 ferðir. Aukaflutnings- kostnaður vegna hverrar ferðar um Hólmsheiði í Bolaöldur er um 500.000 kr. Garðar segir að breytingin komi illa við alla – húsbyggendur, verk- taka og ekki síst borgina. „Öll verk fyrir borgina verða kláralega miklu dýrari,“ segir hann og vísar til þess að bara kostnaður vegna upp- graftar aukist um 30-40%. Einnig aukist aksturstíminn til muna. Líst illa á breytingarnar og segir að allt hækki í verði  Kostnaður hús- byggjenda og borg- arinnar eykst mikið Morgunblaðið/RAX Reynisvatnsvegur Jafna á yfirborð og leggja mulning í sumar. Aukinn akstur flutningabíla á Suð- urlandsvegi með þverunum við Bolaöldur eykur eldsneytisnotkun þeirra, slit á bílum og dekkjum auk þess sem slit á vegum og mengun á svæðinu eykst í hlutfalli við aukna umferð. Framkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu hafa að mestu legið niðri frá bankahruni haustið 2008 en það ár voru 150.000 rúmmetrar af jarð- vegi losaðir í Hólmsheiði, 80.000 2009, 50.000 ári síðar og 60.000 í fyrra. Ekki fengust upplýsingar um fyrri ár en einn viðmælandi taldi að losunin hafi að minnsta kosti numið milljón rúmmetrum þegar mest var á einu ári. Bolaöldur eru við mörk fjar- svæðis vatnsverndar höfuðborg- arsvæðisins. Í áliti Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku í Bolaöldum kemur m.a. fram að stór mengunaróhöpp þar geti haft áhrif á gæði grunn- vatns innan vatnsverndarsvæðisins. Aukin mengun og slysahætta Morgunblaðið/RAX Losun Um 1.000 rúmmetrar af jarðvegi koma úr húsagrunni að jafnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.