Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
- á föstudögum
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suð-
urnesjum, SSS, samþykkti á fundi í
vikunni að óska eftir lögbanni á akst-
ur ferðaþjónustufyrirtækisins Ice-
land Excursions Allrahanda ehf. á
milli Reykjavíkur og Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar.
Berglind Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri SSS, segir að þótt
þetta hafi verið samþykkt sé ekki þar
með sagt að þau
láti verða af því að
óska eftir lög-
banni. „Við erum
búin að skrifa
undir samning við
Vegagerðina og
höfum fengið
einkaleyfi á al-
menningssam-
göngum á Suður-
nesjum. Eins og
staðan er núna eru tveir aðilar að
keyra þessa leggi, annar er með
samning við okkur en hinn ekki,“ seg-
ir Berglind og vísar til þess að sveit-
arfélögin séu með samning við Kynn-
isferðir sem sjá um
almenningssamgöngur á svæðinu en
ekki Allrahanda sem keyrir þrátt fyr-
ir það flugfarþega milli Reykjavíkur
og Leifsstöðvar.
„Við höfum haft sérleyfi til fólks-
flutninga á svæðinu frá 2008. Sam-
kvæmt Allrahanda var glufa í lögun-
um sem þeir nýttu sér en um
áramótin var farið í það að breyta lög-
unum svo glufan lokaðist. Þeir halda
samt áfram að keyra,“ segir Berglind.
Spurð hverju hafi verið breytt í lög-
unum svarar hún að orðinu sérleyfi
hafi verið breytt í einkaleyfi.
SSS setur almenningssamgöngur á
svæðinu í útboð í vor. Berglind segir
alla geta tekið þátt í því útboði, þar á
meðal Allrahanda. Hún segir útboðið
stuðla að samkeppni um farþega-
flutningana til og frá Leifsstöð. „Það
hafa allir tækifæri til að bjóða í. Það
er ekki hægt að segja að það sé ekki
samkeppni.“
Flugstöð, ekki þéttbýlisstaður
Þórir Garðarsson, framkvæmda-
stjóri Iceland Excursions Allrahanda
ehf., segir að honum hafi borist bréf
frá lögfræðingi SSS hinn 13. febrúar
sl. þar sem kynnt var að Vegagerðin
hefði veitt einkaleyfi á reglubundnum
fólksflutningum á milli Suðurnesja og
höfuðborgarsvæðisins. Í bréfinu hafi
ekki komið fram krafa um að Allra-
handa hætti akstri á leiðinni. Þórir
segir þetta einkaleyfi á almennings-
samgöngum ekki standast reglugerð
nr. 128/2011 um gildistöku reglugerð-
ar Evrópusambandsins nr. 1370/2007,
um almenna farþegaflutninga á járn-
brautum og vegum. Þess vegna haldi
Allrahanda áfram akstri til og frá
flugvellinum auk þess sem fyrirtækið
stundi ekki reglubundar áætlunar-
ferðir, þeirra áætlun taki aðeins mið
af lendingartíma flugvéla.
„Við bjóðum upp á ákveðna þjón-
ustu fyrir ferðamenn, t.d. ferðir í
tengslum við allt áætlunarflug þegar
vélarnar lenda á mismunandi tíma.
Í samgönguáætlun er talað um að
tryggja almenningssamgöngur milli
þéttbýlissvæða og innan þéttbýlis.
Þetta er flugstöð, ekki þéttbýlissvæði.
Þessi akstur er frjáls alls staðar ann-
ars staðar á Norðurlöndum, hér er
þetta bara valdníðsla og mjög sér-
stakt að setja lög til að koma í veg fyr-
ir samkeppni,“ segir Þórir.
Það kemur honum verulega á óvart
að SSS skuli hafa samþykkt að óska
eftir lögbanni á þjónustu Allrahanda
við ferðamenn. „Ég tel það vanhugs-
aða aðgerð ef af verður. Það er okkar
skoðun að menn eigi að setjast niður,
finna sameiginlega hagsmuni og
vinna út frá þeim. Það getur ekki ver-
ið raunverulegur vilji að fara með
svona mál fyrir dómstóla þar sem ég
myndi telja að niðurstaðan yrði að
SSS yrði gert skylt að endurgreiða
frá upphafi styrkinn frá Vegagerðinni
þar sem hann uppfyllir ekki reglur
Evrópusambandsins. Vísa ég þar sér-
staklega til gjaldþrots ríkisflugfélags
Ungverjalands eftir að framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins krafði fé-
lagið um endurgreiðslu ríkisstyrkja
sem ekki uppfylltu reglur sambands-
ins.“
Á ekki að skaða
ferðaþjónustuna
Allrahanda hóf fólksflutning á milli
Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar í mars í fyrra. Þórir segir
þessar ferðir fela í sér viðbótarþjón-
ustu sem er samningsbundin við
fjölda ferðaþjónustuaðila, t.d. séu þau
með svokallaða Heim að dyrum-þjón-
ustu. Í umræðu á Alþingi um breyt-
ingu á lögunum kom skýrt fram að
þau ættu ekki að skaða hagsmuni
ferðaþjónustunnar.
„Við teljum ekki að sú þjónusta
sem fyrirtækið sinnir á leiðinni milli
flugstöðvarinnar og höfuðborgar-
svæðisins falli undir það einkaleyfi
sem SSS hefur fengið frá Vegagerð-
inni. Sérstaklega þar sem ferðir okk-
ar geta ekki talist reglubundnar áætl-
unarferðir eins og kveðið er á um í
almenningssamgöngum í einkaleyfi,“
segir Þórir.
SSS ætlar að óska eftir lög-
banni á akstur Allrahanda
Morgunblaðið/ÞÖK
Keflavíkurflugvöllur Iceland Excursion Allrahanda keyrir flugfarþega á milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar.
Sveitarfélögin segjast vera með einkaleyfi á að flytja flugfarþega frá Leifsstöð
Samkvæmt 7. gr. laga nr. 73/2001,
sbr. 3. gr. laga nr. 162/2011, getur
Vegagerðin veitt sveitarfélögum,
byggðasamlögum og landshluta-
samtökum sveitarfélaga einkaleyfi
til að skipuleggja og sjá um al-
menningssamgöngur með bifreið-
um á tilteknu svæði og á tilteknum
leiðum. Á grundvelli heimildar 1.
mgr. 7. gr. laganna hefur Vegagerð-
in gert samninga um almennings-
samgöngur við ýmis landshluta-
samtök sveitarfélaga.
Samningarnir fela í sér veitingu
einkaleyfis en skv. 2. mgr. 7. gr. er
öðrum en einkaleyfishafa óheimilt
nema með samþykki einkaleyf-
ishafa að stunda reglubundna
fólksflutninga á svæðum og leið-
um þar sem einkaleyfi til reglu-
bundinna fólksflutninga hefur ver-
ið veitt.
Vegagerðin veitir einkaleyfi
LÖGIN UM FÓLKS- OG FARMFLUTNINGA
Ólafur Þorsteinn Jóns-
son óperusöngvari lést
eftir stutt veikindi í
Þýskalandi 13. mars
sl., 76 ára að aldri.
Hann hóf söngnám
17 ára gamall og út-
skrifaðist frá Leiklist-
arskóla Þjóðleikhúss-
ins 1956. Um tveggja
ára skeið starfaði Ólaf-
ur sem leikari við
Þjóðleikhúsið áður en
hann hélt árið 1958 til
söngnáms í Salzburg
og Vínarborg. Hafði
hann þá verið í söng-
tímum hjá Sigurði Skagfield, Sig-
urði Demetz og fleirum.
Haustið 1963 var hann ráðinn að
óperunni í Heidelberg
og síðan í Hamborg,
Lübeck, Mainz og
Luzern og söng einnig
mjög víða gestaleiki.
Ólafur lauk starfs-
ævinni við leikhúsið í
Eggenfelden í Suður-
Þýskalandi.
Íslensk sönglög
voru honum mjög hug-
leikin og liggja eftir
hann fjölmargar upp-
tökur hjá Ríkisútvarp-
inu. Þá tók hann þátt í
tveimur óperuupp-
færslum hér á landi.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs Þor-
steins er Jóhanna Sigursveins-
dóttir.
Andlát
Ólafur Þorsteinn
Jónsson óperusöngvari
Nýjar öryggismyndavélar, sem
stefnt er að að verði komnar upp í
byrjun sumars í miðbæ Reykjavík-
ur, verða 16 talsins og staðsetning
þeirra hefur þegar verið ákveðin.
Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lög-
reglustjóra lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, verða vélarnar í
eigu Reykjavíkurborgar, sem mun
bera kostnað af endurnýjun þeirra,
Neyðarlínan mun sjá um gagna-
flutning, þrif og uppsetningu en
lögreglan annast eftirlit og móttöku
og geymslu gagna.
Viðræður standa enn milli aðila
um endanlega tilhögun mála en þeir
funduðu síðast á mánudag.
Stefán segir að meðal þess sem
enn eigi eftir að útfæra sé hvers
konar myndavélar verði á hverjum
stað. Þó sé stefnt að því að komast
að niðurstöðu eins fljótt og kostur
er.
holmfridur@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Eftirlit Öryggi miðborgargesta
verður aukið til muna á næstunni.
16 nýjar
myndavélar
í miðbæinn
Búið að ákveða
staðsetningar
Ríkissjóður og
Seðlabanki Ís-
lands end-
urgreiða í mán-
uðinum 116
milljarða króna
af lánum frá Al-
þjóðagjaldeyr-
issjóðnum (AGS)
og Norðurlönd-
unum. Um er að
ræða fyrirframgreiðslu á 289 millj-
ónum SDR, jafnvirði um 55,6 millj-
arða króna til AGS og 366 millj-
ónum evra, jafnvirði um 60,5
milljarða kr., til Norðurlandanna.
Fjárhæðin sem endurgreidd er
nemur rösklega 20% þeirra lána
sem tekin voru hjá AGS og Norð-
urlöndunum í tengslum við efna-
hagsáætlun stjórnvalda og AGS. Í
fréttatilkynningu frá Seðlabank-
anum segir að aðgerðin í gær miði
að því að greiða niður lán til
skemmri tíma og draga þannig úr
kostnaði við gjaldeyrisforðahald.
Ákvörðun um endurgreiðslu var
tekin með hliðsjón af tiltölulega
rúmri lausafjárstöðu ríkissjóðs og
Seðlabankans í erlendri mynt næstu
misseri.
Endurgreiðslan nær til gjalddaga
2013 í tilfelli AGS-lána. Greiðslur til
Norðurlandanna eru vegna gjald-
daga 2014, 2015 og að hluta árið
2016. Lán AGS og Norðurlandanna
námu í upphafi um 3,4 milljörðum
evra eða sem svarar um 564 millj-
örðum króna miðað við núverandi
gengi. Endurgreiðslan hefur ekki
áhrif á hreinar skuldir ríkissjóðs.
Greiða
116 millj-
arða af
lánum
Nóg var til af
lausafé í ríkissjóði
Þórir Garðarson