Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 17
stöðuna. Á fundinum hefðu komið fram „svimandi háir“ gjalddagar hjá Glitni þá um haustið sem „hafi reynst upphafið að endinum“. Eftir þann fund hefði Geir fengið tillögur frá Baldri Guðlaugssyni, þáverandi ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í gegnum áðurnefndan Tryggva Páls- son hjá seðlabankanum. Seðlabankinn benti á hættur Rakti Sigríður síðan ýmis dæmi um hættumerki í fjármálakerfinu um vor og sumar 2008 sem m.a. hefðu leitt til þess að Seðlabankinn greip til þess að efla gjaldeyrisvarasjóð sinn. Hún benti á ritið Fjármálastöðugleiki frá maí 2008 þar sem ýmis hættu- merki hefðu verið reifuð. Sú túlkun á umræddu riti að í því fælist heilbrigðisvottorð væri „fráleit“. Vöktu þau ummæli athygli enda notaði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra ritið sem dæmi við skýrslugjöf sína um það hvernig Seðlabankinn hefði gefið út að staða bankanna væri traust þá um vorið. Hún hefði horft til þess sem ráðherra. Sigríður nefndi hvernig samráðs- hópur um fjármálastöðugleika hefði fundað reglulega á árinu 2008 og þá um sumarið ályktað að yfirgnæfandi líkur væru á því að vandi bankanna yrði fyrr en síðar vandi ríkissjóðs. Tryggi Þór Herbertsson, efna- hagsráðgjafi Geirs til skamms tíma, hefði í byrjun september 2008 ritað minnisblað um stöðuna að beiðni Geirs sem „væri fyrsta og eina form- lega ráðgjöfin sem hinn ákærði leitaði eftir í aðdraganda hrunsins“. Samráðshópurinn Að lokinni langri upptalningu á hættumerkjum í íslensku fjármálalífi á árinu 2008 hóf Sigríður að rökstyðja að Geir hefði vanrækt að geta þess að störf og áherslur samráðshóps um fjármálastöðugleika væru markvissar og skiluðu árangri. „Ákærða bar að sjá til þess að vinna hópsins kæmi að því gagni sem var ætlast til,“ sagði Sigríður og nefndi hvernig hópurinn hefði getað lagt fram nokkrar sviðsmyndir um mögulegt áfall í bankakerfinu fyrir atbeina Geirs. Þess í stað hefði engin slík viðlagaáætlun verið gerð sem hefði verið ákvörðun í sjálfu sér. Of- mælt væri sem fram hefði komið í framburði ýmissa vitna að drög hóps- ins að frumvarpi hefðu komið að miklu gagni þegar neyðarlögin voru samin. Þvert á móti hefðu veigamestu greinarnar í lögunum verið samdar í októbermánuði 2008. Hefði getað gert betur „[E]kki er hægt að útiloka að Glitnishelgina hefði verið hægt að fara aðrar leiðir sem hefðu orðið far- sælli fyrir þjóðina,“ sagði Sigríður og skírskotaði aftur til athafnaskyldu hins ákærða, í þessu tilfelli að stuðla að gerð viðlagaáætlunar sem hefði verið tilbúin við fall bankanna. Lauk hún svo umræðu um lið 1.3 í ákærunni með því að vísa til dóms Hæstaréttar yfir sjómanni sem var fundinn sekur um að ganga ekki úr skugga um að samskiptabúnaður bátsins væri í lagi þannig að hann gæti sinnt tilkynningaskyldu. Geir hefði með líku lagi stuðlað að því með vanrækslu sinni að störf samráðs- hópsins nýttust ekki sem skyldi. Að lokinni yfirferð um samráðs- hópinn vék Sigríður að ákærulið 1.4, meintri vanrækslu Geirs við að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks hefði tekið fram í stefnu- yfirlýsingu sinni 2007 að tryggja ætti „að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í því að hafa höfuðstöðvar á Ís- landi“. Leitaðist Sigríður síðan við að and- mæla því sjónarmiði sem mörg vitni hafa lýst fyrir Landsdómi að óraun- hæft hefði verið að grípa til sölu eigna 2008 vegna erfiðra aðstæðna. Máli sínu til stuðnings nefndi Sig- ríður hvernig Tryggvi Pálsson hefði við skýrslugjöf fyrir Landsdómi fremur rætt um „vatnstjón“ en „brunaútsölu“ um hugsanlegt tap bankanna af sölu eigna veturinn 2007-2008 þegar syrta tók í álinn. Við vitnaleiðslur hefðu forstjóri og stjórnarformaður Kaupþings nefnt eignir sem hefði verið hægt að selja. „Þetta hefði nú mátt gera ef ríkið hefði þrýst á það,“ sagði Sigríður og benti á hvernig það hefði dregið úr hættunni ef Kaupþing, sem var helm- ingurinn af íslenska fjármálakerfinu, hefði rifað siglin. Þá hefði Glitnir undirbúið sölu á norskum banka, sölu sem hefði gert bankanum kleift að mæta afborgunum í október 2008 ef hún hefði tekist. Þrátt fyrir það hefði Geir ekki þrýst á að söluferlinu yrði hraðað. Í stað þess að beita sér fyrir sölu eigna hefði Geir leyft bönkunum „að gera þetta algerlega á sínum for- sendum“. „Það eru ýmis úrræði. Það er hægt að setja lög. Það verður að taka meiri hagsmuni umfram minni … Vörnin snýst helst um það að þarna hafi verið ómöguleiki sem er ekki rétt,“ fullyrti Sigríður. Vanræksla í Icesave Er þá komið að öðrum síðasta ákæruliðnum, lið 1.5, meintri van- rækslu Geirs við að stuðla að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Ís- lands í Bretlandi yfir í dótturfélag. „Víkur nú sögunni að Icesave- reikningunum í Bretlandi,“ sagði Sig- ríður og færði rök fyrir því að Geir hefði getað beitt sér með ríkari hætti fyrir flutningi reikninganna yfir í breskt dótturfélag. Nefndi Sigríður hvernig Fjármálaeftirlitið hefði átt þátt í að kaup Kaupþings á holl- enskum banka veturinn 2007 hefðu ekki gengið eftir. „Það þarf ekki alltaf að vera svo stórkostlega flókið,“ sagði hún um slík úrræði. Vikið er að ákærulið 2. á næstu síðu hér í blaðinu.Morgunblaðið/Kristinn 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 UM SÝNINGUNA: Sýningargestum er boðið í ferðalag um Ísland. Ferðin tekur óvænta stefnu þar sem náttúran og ýmis óræð öfl setja mark sitt á ferðalagið. KYNNIR: Borgarleikhúsinu 19. og 20. mars 2012 Ísland er land þitt 45 ára starfsafmæli JSB 1967 - 2012 H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.