Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Loksins, loksins tókst Jóni og Gunnu að ná hreinum meiri- hluta í sveitarstjórn Eyjabyggðar. Þau höfðu setið í 30 ár í sveitarstjórninni – valdalítil og í stöð- ugum deilum við flokksmenn sína sem og við aðra flokka. En nú var komið að því að Jón og Gunna gátu myndað fyrsta „hreina“ vinstri meirihlutann í sveitarfélaginu saman. Þau eru reyndar ósammála um allt en eitt sameinaði þau og það var að halda vondu borgaralegu öflunum frá völdum og tilgangurinn helgaði meðalið. Eyjabyggð er gott sveitarfélag – skuldsett en öflugt. Íbúarnir vinna flestir hörðum höndum við fram- leiðslu og þjónustu, borga sína skatta og skyldur. Jón og Gunna sáu að það hrópandi óréttlæti sem ætti sér stað í sveitarfélaginu skyldi laga. Það gengi ekki að þegnarnir hefðu of háar ráðstöf- unartekjur, fyrirtækin væru rekin með hagnaði og fjárfestu í áfram- haldandi uppbyggingu í sveitarfé- laginu og sköpuðu störf. Margir í flokki Jóns voru algerlega á móti því að bændurnir í sveit Eyja- byggðar gætu reist rafstöðvar við bæjarlækina og selt fyrirtækjunum rafmagn. Það væri óréttlátt því all- ir íbúarnir ættu siðferðilegan rétt á arðinum af rafstöðinni. Bændurnir héldu því að sér höndum. Nú skyldi innleidd stefna jöfn- uðar, gegnsæis og vel- ferðar. Til að ná fram markmiðum sínum hækkuðu Jón og Gunna útsvarið marg- falt, hækkuðu skóla- gjöld, hafnargjöld, fasteignaskatta, rusla- gjöld, matinn í grunn- skóla bæjarins – yf- irleitt öll þau gjöld sem hægt var að hækka í sveitarfé- laginu. Einnig voru búin til ný gjöld og álögur á íbúana til að standa undir vegferð þeirra skötuhjúa og fylg- ismanna þeirra. Forgangsmál Gunnu var að koma Eyjabyggð inn í Samband stórra sveitarfélaga þar sem allt var í rjúkandi rúst og hafði ekki áður komið til álita hjá íbúum Eyjabyggðar að jafnvel hugsa þann möguleika, enda meiri- hluti íbúanna á móti sameiningu. Jón sem hlaut meðal annars ágætis kosningu fyrir að vera á móti Sam- bandinu fórnaði hugsjón sinni fyrir stól forseta bæjarstjórnar. Til að standa undir kostnaði við aðlög- unarferlið að Sambandinu var fækkað um tvo kennara í skólanum og fæðisgjaldið í skólunum enn hækkað. Eftir því sem liðið hefur á kjör- tímabilið hefur vegferð þeirra Jóns og Gunnu reynst bera feigðina í sér. Sýslumaður hefur ítrekað þurft að úrskurða um ólögmæti fram- kvæmda þeirra eins og með að banna virkjanir bændanna, ætla að breyta reglum sveitarfélagsins, hafa brotið jafnréttislög bæjarins og fleira og fleira. Fyrirtækin fjár- festa ekki en draga saman seglin og bíða af sér óværuna. Atvinnu- leysið eykst. Engar fjárfestingar hafa verið hjá Hraðfrystihúsi Eyja- byggðar og trillukörlunum á staðn- um þar sem Jón og Gunna eru búin að vera í stöðugum deilum við út- gerðina og hafa meira að segja reynt að telja íbúunum trú um það að eigendur og starfsmenn Hrað- frystihússins og trillukarlarnir séu hinir verstu menn sem ekkert gott láti af sér leiða til atvinnuuppbygg- ingar eða framlags í sveitarsjóð. Þeir séu afætur á sveitarfélaginu. Íbúarnir ná ekki endum saman sökum þess að stöðugt hærra hlut- fall ráðstöfunarteknanna er tekið í útsvar. Þau reka nú heimili sín á uppsöfnuðum sparnaði frá árunum áður og skuldastöfnun. En þetta er allt saman réttlætanlegur fórn- arkostnaður Jóns og Gunnu í hinni heilögu vegferð til jöfnuðar gagnsæis og réttlætis. Réttlætiskennd þeirra skötuhjúa eru engin takmörk sett og í nafni réttlætis ákváðu þau að rétta yfir fyrrverandi bæjarstjóra Eyja- byggðar og ná þannig fram póli- tískri hefnd á honum. Mikið er lagt undir og kostnaður við málsóknina mikill og því verður að loka einni deild á leikskólanum og hækka leikskólagjöldin um leið. Margar barnafjölskyldur sjá sér þann einn kost að yfirgefa æskustöðvarnar og flytja til nágrannasveitarfélagsins Norðurbyggðar. Jón og Gunna upplifa hlutina reyndar ekki á þennan hátt ólíkt öðrum íbúum Eyjabyggðar. Jón hefur fyllst oflæti og ferðast um heiminn og lýsir sér sem bjarg- vætti sem líkja mætti við þann sem fæddist fyrir 2012 árum en Gunna er horfin inn í skel og starir í loga af kertaljósi sem hún og aðstoð- armaður hennar Annar Valur kveiktu í ráðhúsinu við valdatök- una. Framangreind saga er ekki eitt af Grimmsævintýrunum. Sagan er lýsing á stærstu ný-félagshyggjutil- raun sem nú er gerð á Vest- urlöndum. Hvað skyldu íbúarnir í Eyjabyggð gera þegar næst verður kosið? Ný-félagshyggjutilraun Jóns og Gunnu Eftir Jens Garðar Helgason » Framangreind saga er ekki eitt af Grimmsævintýrunum. Sagan er lýsing á stærstu ný-félags- hyggjutilraun sem nú er gerð á Vesturlöndum. Jens Garðar Helgason Höfundur býr í Fjarðabyggð, er í framboði til 2. varaformanns Sjálf- stæðisflokksins. Nú liggur fyrir að flokksráðið kjósi í nýtt embætti 2. varafor- manns. Hlutverk hans verður margþætt en meginstefið er að opna fyrir rödd hins almenna sjálf- stæðismanns í forystunni. Í mínum huga er það kristaltært að í þetta embætti skuli veljast ein- staklingur utan hins hefðbundna valdakjarna kjörinna flokksmanna. Nú hefur Geir Jón Þórisson gefið kost á sér í þetta mikilvæga fram- tíðarembætti flokksins. Þetta emb- ætti mun vaxa og þróast með þeim einstaklingi sem fyrstur verður kosinn í það. Hann vinnur mik- ilvægt brautryðjandastarf og það er mjög mikilvægt að þarna komi einstaklingur sem ekki einungis nýtur trausts flokksmanna heldur meg- inþorra lands- manna. Sjálfstæð- isflokkurinn hef- ur stigið mik- ilvægt skref inn í framtíðina með nýjum vinnu- brögðum, nú gengur hann til fulls með kosningu Geirs Jóns Þórissonar til 2. vara- formanns. Meira: mbl.is/greinar Úr grasrótinni fyrir grasrótina Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur. Varaformannskjör Jón Kristinn Snæhólm Morgunblaðið birtir greinar, sem skrifaðar eru til stuðnings við frambjóðendur í nýtt embætti varaformanns, á vefnum. Úrdráttur úr greinunum birtist í blaðinu. BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kv öldveislur. Steikar- hlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstaklega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóð um upp á tvær gerðir kaffihlaðborða, en ein nig er í boði að panta einstaka hluta úr þeim . t.d Kaffisnittur, fermingartertur. Pinnahlaðb orð eru þægileg og slá hvenær sem er í gegn . Okkar margrómuðu marsípan fermingartertur henta með öllum veitingum, en þær fást áritaðar með nafni og fermingardegi. Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Fermingar -Góð fermingar- veisla lifir lengi Tapas Kalt borð Pinnamatur www.veislulist.is 37 ára reynsla að baki sem nýtist í að ger a veisluna æðislega þú finnur allt um fermingarveisluna á SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 Verð frá kr. 2.070 AFHENDING Á VEISLUM Í H EIMAHÚS EÐA AÐRA SALI: MATARVEISLUR KOMA TILB ÚNAR Á VEISLUBORÐIÐ. Í STÆRRI VEISLUM FYLGJA MATREISLUMENN FRÁ OKK UR OG SJÁ UM MATINN. KÖKUHLAÐB ORÐ KOMA TILBÚIN Á VEIS LUBORÐ NEMA KAFFISNITTUR SEM AFGRE IDDAR ERU Í ÖSKJUM. TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 Verð frá kr. 2.990 TERTU OG TAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 2.896 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 Verð frá kr. 3.031 FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 1.966 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ Verð frá kr. 3.420 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.340 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 4.398

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.