Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í dag hefst þýsk kvikmyndahátíð í
Bíó Paradís og er þetta í annað skipt-
ið sem hátíðin er haldin. Í fyrra var
hún haldin í fyrsta skipti og heppn-
aðist það vel að ákveðið var að láta
verða af því halda hana aftur í ár.
„Það sóttu hátt í tvö þúsund manns
þýsku kvikmyndahátíðina í fyrra og
samstarfsaðilar okkar, sem eru þýska
sendiráðið og Goethe Institut, voru
mjög ánægðir með aðsóknina og því
var ákveðið að endurtaka hátíðina í
ár,“ egir Ásgrímur Sverrisson, dag-
skrástjóri Bíó Paradísar.
Ekki bara Hollywood
Kvikmyndir utan meginstraumsins
sem sýndar eru á kvikmyndahátíðum
líkt og frönsku kvikmyndahátíðinni
eða þeirri þýsku hjá Bíó Paradís eru
farnar að njóta töluverðra vinsælda
og að sögn Ásgríms er það ekki síst
að þakka aukinni fjölbreytni hjá bíó-
húsum landsins og vel heppnuðum
kvikmyndahátíðum. Þá segir hann
ekki erfitt að fá bíógesti á þýskar
myndir á sama tíma og þrívídd-
armyndir frá Hollywood eru til sýnis í
öllum helstu kvikmyndahúsum lands-
ins. „Margir gætu haldið að kvik-
myndahátíðir sem þessi væru bara
fyrir einhverja sérvitringa en svo er
ekki. Að sjálfsögðu er þetta fyrir alla
og í mínum huga er þetta ekkert flók-
ið. Allir þurfa fjölbreytni í kvik-
myndaúrvali og þú getur haft gaman
af þrívíddarmynd frá Hollywood og
líka haft gaman af því að sjá minni
mynd annars staðar að úr heiminum.
Það þarf ekki að vera nein mótsögn í
því.“
Fjölskyldan í öllum stærðum og
gerðum
Myndirnar sem verða sýndar í ár
eru allar með enskum texta og því
ætti enginn að láta sig vanta þó svo
þýskukunnáttan sé farin að ryðga eða
gleymd eða einfaldlega ekki fyrir
hendi. Þema hátíðarinnar er að þessu
sinni fjölskyldan í öllum sínum mynd-
um. Kvikmyndahátíðin verður opnuð
með myndinni Almanya – Will-
kommen in Deutschland eða Alma-
nya – velkominn til Þýskalands.
Myndin er eftir Yasemin Samdereli
og er hressileg og skemmtileg kó-
medía um tyrkneska fjölskyldu í
Þýskalandi. Alls verða sjö þýskar
myndir sýndar á hátíðinni, sem hefst í
dag og stendur til 25. mars.
Fanga og fagna
fjölbreytileikanum
Halt auf fre Dagar manns taldir.
Kvikmyndahátíð Í fyrra mættu hátt í tvö þúsund manns á h́átíðina.
Fjölbreytileiki Þýska kvikmyndahátíðin opnar almenning fyrir nýjum efni.
Þýsk kvik-
myndahátíð hefst í
Bíó Paradís í dag
Almanya – velkomin til Þýskalands (Almanya – Willkommen in
Deutschland)
Hüseyin Yilmaz, tyrkneskur „gestaverkamaður“ í Þýskalandi til 45 ára,
tilkynnir fjölskyldu sinni að hann hafi fest kaup á húsi í Tyrklandi og vill að
fjölskyldan snúi heim og endurnýi húsið. Fjölskyldan er ekki hrifin af hug-
myndinni og miklar deilur hefjast.
Milli vita
(Halt auf freier Strecke/Between Stops)
Læknirinn sagði satt. Dagar mínir eru taldir. Af hverju ég og af hverju
nú? Maður fer frá konu sinni og börnum, foreldrum, vinum og nágrönnum.
Einnig kærustu gærdagsins og öðru fólki sem kom við sögu í lífi hans. Dag-
arnir fara í að kveðja.
Mahler á legubekknum
(Mahler auf der Couch)
Tónskáldið Gustav Mahler hefur verið giftur Ölmu sinni í tíu ár en dauði
eins barns þeirra og bann Mahlers við tónsköpun konu sinnar hefur tekið
sinn toll. Alma kynnist hinum unga og efnilega arkitekt Walter Gropius og
verður ástfangin af honum.
Borgin neðra
(Unter dir die
Stadt)
Roland og
Svenja hittast á
listsýningu og hrí-
fast hvort af öðru,
en aðstæður leyfa
ekki nánari kynni
þar sem bæði eru
gift. Nokkrum dög-
um síðar rekast
þau hvort á annað
fyrir tilviljun. Þau daðra yfir kaffibolla og leiðin liggur á hótelherbergi en
Svenja fær sig ekki til að fara alla leið.
Andvaka
(Schlafkrankheit)
Ebbo og Vera hafa búið í Kamerún í mörg ár. Ebbo fæst við rannsóknir á
svefnleysi og er ánægður með hlutskipti sitt, ólíkt Veru sem hefur ekki náð
að tengjast samfélaginu og saknar dóttur sinnar Helen sem er í heimavist-
arskóla í Þýskalandi. Ebbo verður að gefa frá sér starf sitt í Afríku eða
missa konurnar í lífi sínu.
Þrenning
(Drei)
Eftir glæsilegan
feril á alþjóðavett-
vangi snýr Tom
Tykwer aftur til
heimalandsins með
þessu gaman-
drama um par á
fimmtugsaldri sem
verður ástfangið
hvort í sínu lagi af
sama manninum!
Upphefst mikið
leynimakk en málin flækjast enn frekar þegar konan verður ólétt.
Hverjir ef ekki við?
(Wer wenn nicht wir?)
Byggt á áhrifamiklum sönnum atburðum á átakatíma. Í upphafi sjöunda
áratugarins hefja háskólanemarnir Gudrun Ensslin og Bernward Vesper
ástríðufullt samband í hinu þrúgandi andrúmslofti Vestur-Þýskalands eft-
irstríðsáranna. Þau skynja að veröldin er í hröðu breytingaferli og hefja
baráttu gegn meðvirkninni og afneituninni allt í kringum sig. Samband
þeirra endar næstum vegna ótryggðar Bernwards, en þau ná sáttum og
flytja til V-Berlínar 1964.
Kvikmyndahátíð Þýsk kvikmyndahátíð stendur yfir 16. til 25. mars í Bíó Paradís.
Unter dir Nicolette Krebitz og Robert HungerBuhler .
Drei Skemmtileg mynd frá leikstjóranum Tom Tykwer.
Þýsku myndirnar sjö
- á föstudögum
Full búð
af fallegum
fatnaði á alla
fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200