Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 ✝ Marín Hall-fríður fæddist í Hallfríðarstað- arkoti 26. apríl 1937. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 4. mars síðastlið- inn. Marín var dóttir hjónanna Ragnars Guð- mundssonar, f. 16. apríl 1898, d. 10. júní 1970, og Magneu Elínar Jóhannsdóttur, f. 12. apríl 1898, d. 28. desember 1952. Systkini Marínar voru fimm; Rannveig Jórunn, f. 22. sept- ember 1928, d. 3. apríl 1930, sem lést á barnsaldri, Jóhann Hallmar, f. 15. október 1929, d. 19. nóvember 1990, Jórunn Rannveig, f. 17. mars 1932, Septíma Dalrós, f. 4. október 1933, og Sigrún Jónína, f. 18. nóvember 1935. Einnig átti Marín einn hálfbróður, Baldur Ragnarsson, f. 23. júní 1936. Eiginmaður Marínar er Jón Stefán Sigurbjörnsson. For- eldrar hans voru Kristmundur Magneu, eru Kristín, f. 8. maí 1988, og Guðríður, f. 8. janúar 1991. Ömmudrengur Magneu er Mikael Bjarki, f. 18. nóv- ember 2009. Yngsta barn Mar- ínar og Stefáns er Stefán Már, f. 23. mars 1976. Unnusta hans er Lára Margrét Traustadóttir, f. 23. desember 1974, og dóttir hennar, fósturdóttir Stefáns, er Særún Sigurjónsdóttir, f. 12. ágúst 2005. Marín fór til náms í Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði þar sem hún kynnt- ist eiginmanni sínum. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Skagafirði, fyrst hjá fjölskyldu Stefáns á Grófargili en síðar í Úthlíð þar sem þau bjuggu til ársins 1960 þegar þau fluttu til Akureyrar. Marín bjó á Ak- ureyri allt til dánardags. Marín vann ýmis störf á Akureyri. Lengi starfaði hún í verksmiðj- unni Gefjun á Gleráreyrum auk þess sem hún starfaði í búð tengdri verksmiðjunum. Marín vann einnig í Kaupfélagsbúð- inni á Byggðavegi og var hún rúmlega sjötug þegar hún lét af störfum við skúringar í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri. Útför Marínar Hallfríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. mars 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sigurbjörn Tryggvason, f. 30. mars 1896, d. 4. september 1984, og Jónanna Jóns- dóttir, f. 23. janúar 1904, d. 14. ágúst 1969. Marín og Stefán eignuðust þrjú börn. Elstur var Ragnar Sig- urbjörn, f. 19. mars 1957, d. 22. desember 2011. Kona Ragnars er Salbjörg Júlíana Thor- arensen, f. 9. ágúst 1959, og áttu þau tvö börn. Marín Hall- fríður, f. 5. júlí 1981, er þeirra eldra. Eiginmaður hennar er Kolbeinn Friðriksson, f. 21. nóvember 1981, og eiga þau soninn Kára, f. 20. mars 2010. Sonur Ragnars og Salbjargar er Bogi Rúnar, f. 27. nóvember 1984. Magnea Hrönn, f. 12. októ- ber 1958, d. 4. janúar 2012, var annað barn Marínar og Stef- áns. Maður hennar er Jón Höskuldsson, f. 3. október 1956. Dætur hans, fósturdætur Elsku mamma. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Þau orð eiga svo sannarlega við núna þegar ég kveð þig líka, eftir að hafa misst bæði systkini mín úr krabbameini. Á aðeins rúmum 10 vikum höfum við misst mik- ið, fyrst Ragga, svo Möggu og loks þig mamma mín. Mig grunaði ekki þegar þú greindist með lungnaþembu síðasta sum- ar að þú yrðir farin níu mán- uðum síðar. Því síður átti ég von á að missa systkini mín líka á því tímabili. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, sem er gott. Ég hefði ekki viljað vita fyrirfram af þessum erfiða tíma. Maður er allt lífið að læra og svona áföll kenna manni að lifa fyrir líð- andi stund. Að njóta góðu stundanna og missa ekki sjónar á því sem raunverulega er mik- ilvægt í lífinu. Á svona stundum er mikilvægt að horfa fram á veginn, muna góðu stundirnar og njóta þess sem maður hefur. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til baka. Systk- ini mín sögðu alltaf að ég hefði verið dekraður og fengið að gera allt sem ég vildi. Það er ekki alveg rétt, mamma leyfði mér ekki að gera alveg allt sem mér sýndist en vissulega fékk ég að njóta þess að vera lang- yngstur. Það var nú samt svo að þegar mamma sagði nei þá vissi ég að það þýddi ekki að ræða það meira, það stóð sem hún ákvað. Ég suðaði nú samt eins og börn gera þegar þau fá ekki sitt fram og mér er sér- staklega minnisstætt þegar ég vildi að mamma límdi eitthvert dót fyrir mig. Pabbi var vanur að líma það sem mér tókst að brjóta en í þetta sinn hafði ég ekki þolinmæði til að bíða eftir að pabbi væri búinn í vinnunni. Ég suðaði þangað til mamma féllst á að reyna. Það gekk nú ekki nógu vel hjá henni bless- aðri og endaði með þumal- og vísifingri límdum saman með tonnataki. Ég man að Raggi bróðir var þarna og þurfti að skera á milli puttanna til að losa þá. Ég varð svo hræddur og grenjaði svo mikið því ég hélt að það þyrfti að skera putt- ana af mömmu, allt af því að ég heimtaði að hún límdi dótið mitt. Ég held ég hafi ekki suðað lengi á eftir. Það var alltaf mikill gesta- gangur hjá mömmu og alltaf tekið vel á móti öllum. Vinir og ættingjar komu iðulega við í Einilundinum þegar þeir áttu erindi til Akureyrar. Það var alltaf allt í röð og reglu heima og hvergi ryk að sjá, mamma vildi hafa það þannig. Það var þér eflaust erfiðara en maður gerir sér grein fyrir að þurfa að hafa súrefni öllum stundum síðustu mánuðina. Þú misstir þó ekki glaðværðina og barst þig vel. Það var mjög erf- itt að horfa upp á matarlystina þína hverfa og þróttinn minnka í hverri heimsókn minni norður. Hvað sem þú reyndir náðir þú ekki að nærast. Þú gafst samt ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það er erfitt að kveðja þig mamma mín og þótt við höfum séð undir það síðasta í hvað stefndi var höggið mikið að missa þig. Ég veit að þú ert komin á betri stað núna með Ragga og Möggu þér við hlið. Ég sakna ykkar allra. Við hin sem eftir stöndum styðjum hvert annað í sorginni og heiðr- um minningu ykkar með því að horfa fram á veginn og halda áfram að lifa lífinu. Þinn sonur, Stefán Már. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist tengdamóður minn- ar, hennar Marínar. Fyrstu kynni mín af henni Mæju voru þegar ég kom norður fyrst með honum Ragga mínum og hann kynnti mig sem konuefni fyrir fjölskyldunni. Það var tekið vel á móti mér. Ég gat leitað til Mæju með alls kyns spurning- ar, hvort sem um matargerð eða lífsins gildi var að ræða, það stóð aldrei á svari. Þegar við Raggi sögðum henni að við ættum von á barni svaraði hún: „Loksins verð ég amma.“ Barn- ið fæddist og það var stúlka. Við skírðum hana í höfuðið á henni og hún var svo glöð og ánægð að fá nöfnu, og það al- nöfnu. Þegar við Raggi eign- uðumst drenginn okkar, Boga Rúnar, þá sagði Mæja að það væri alltaf gaman að eiga bæði kynin. Hún var alltaf mjög stolt af ömmubörnunum sínum. Hún varð líka svo glöð þegar hún varð langamma og sagði öllum frá því þegar sólargeislinn hann Kári fæddist. Elsku Mæja, það geta fáir sett sig í þau spor að horfa á eftir tveimur börnum sínum á vit feðranna úr sama sjúkdómi á svo stuttum tíma. Þá sagðir þú: „Salla, við stöndum þétt saman og vinnum okkur út úr þessum mikla missi.“ Ég var búin að lofa Ragga því að ég skyldi hugsa um þig og Stebba í ellinni. Þú gerðir alltaf lítið úr veikindum þínum en ég vissi að þau voru meiri en þú valdir að tala um. Elsku Mæja, ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið hjá þér síðustu tímana í lífi okk- ar saman. Elsku Stebbi og Stefán Már, ég verð til staðar fyrir ykkur, við stöndum saman. Elsku Mæja, hafðu þökk fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín í gegnum tíðina. Minning þín, Ragga og Möggu er ljós í lífi mínu. Kveðja, Salbjörg Thorarensen (Salla). Ég man ekki eftir ömmu Mæju öðruvísi en í góðu skapi. Í hvert skipti sem ég kom í Einilundinn var alltaf hægt að tala um allt milli himins og jarðar við hana. Sama hvort það var eitthvað sem rætt hefði ver- ið í síðasta saumaklúbbi hjá henni eða eitthvert bílabras hjá mér, það var alltaf sami áhug- inn. Hún hafði rosalega gaman af því að vera á ferðalögum, á alls kyns skemmtunum og í góðra vina hópi. Það má eiginlega segja að á sumrin hafi amma og afi ekki tollað heima. Við fjöl- skyldan fengum alltaf að vita fljótlega eftir jól hvert ár hver dagskráin væri það sumarið. Það voru alls kyns ferðalög bæði utanlands og innanlands og tilhlökkunin og spenningur- inn alltaf jafnmikill. Þær voru margar ferðirnar sem við fjölskyldan fórum sam- an til Reykjavíkur. Þá var mik- ið talað og mikið hlegið á leið- inni til að drepa tímann. Alls kyns sögur sagðar af hinu og þessu fólki sem ég var eiginlega farinn að þekkja nokkuð vel þó að ég hefði aldrei hitt þetta fólk. Síðasta ferðin sem var far- in var fyrir tæpu ári. Þá var farið í Borgarfjörðinn í tilefni þess hve Stebbi var orðinn gamall. Það átti enginn von á því að sú ferð yrði sú síðasta sem við færum öll saman. Þar voru allir svo hressir, þú, pabbi og Magga. Lífið er svo furðu- legt fyrirbæri og við fáum því ekki stjórnað. Ég veit að ykkur þremur líður betur nú og við sem eftir erum stöndum saman og vinnum okkur út úr þessum erfiðu tímum. Jólin voru mér alltaf erfið. Maturinn ætlaði aldrei að verða búinn. Loks tók uppvaskið við og þar var engin uppþvottavél sem flýtti fyrir hlutunum. Og til að lengja tímann enn meira þurfti alltaf að bera á hend- urnar. Manni leið eins og það væri komið sumar loksins þegar pakkarnir voru opnaðir. Þetta breyttist auðvitað allt þegar ég eltist og nú þegar ég hugsa til baka þá var gamla kerfið ekki svo slæmt, það lengdi kvöldið. Amma hafði gríðarlegan áhuga á fötum og ef maður kom til hennar í einhverju nýju eða lítið notuðu var yfirleitt fyrsta spurningin sem maður fékk: „Er þetta nýtt? Varstu að fá þér þetta?“ Ótrúlegur hæfileiki. Það er erfitt að sitja og skrifa að það besta sem hægt var að gera gerðist. En þú varst svo oft búin að tala um að þú vildir ekki lenda inni á ein- hverri stofnun. Þið mæðginin eruð nú saman og fylgist með okkur hinum sem eftir eru og hafið örugglega gaman af bras- inu í okkur. Ég kveð þig með miklum söknuði en líka með miklu þakklæti fyrir gamla tíma og góðar minningar. Bið að heilsa öllum sem ég þekki. Bogi Rúnar. Við amma Mæja erum ekki aðeins alnöfnur heldur taldar þónokkuð líkar. Það þykir mér vænt um enda bjó hún yfir eig- inleikum sem ég tel eftirsókn- arverða í fari fólks. Hún var glaðlynd, ákveðin og skemmti- leg. Sennilega hefði hún þó seint verið talin þolinmóð, ein- mitt eins og ég. Án nokkurs vafa hafði hún mótandi áhrif á það hvaða einstaklingur ég er í dag enda var hún stór þáttur í mínu lífi allt frá því að ég fædd- ist. Hún passaði mig í barn- æsku og alltaf hafði hún áhuga á því hvað ég tók mér fyrir hendur í lífinu, hvort sem það sneri að námi mínu, starfi eða félagslífi. Hún þekkti alla vini mína með nafni og spurði mig reglulega um hagi þeirra. Þegar ég fór í framhaldsskóla vann amma í búðinni í Byggðaveg- inum og skúraði í Verkmennta- skólanum. Það gaf henni tæki- færi til að kynnast vinum mínum enn frekar og vinir mín- ir kynntust konunni sem þeir þekktu áður sem „Mæju litlu í búðinni“ eða „hressu konuna sem skúraði á B-ganginum“. Á ákveðinn hátt varð hún einnig hluti af þeirra tilveru. Ferða- og útþrána erfði ég frá ömmu. Henni fannst fátt skemmtilegra en að ferðast, hvort heldur sem var innan- eða utanlands í góðra vina hópi. Sjá nýja staði og upplifa aðra menningu. Hún studdi okkur Kolbein eindregið þegar við héldum á vit ævintýranna eftir framhaldsskóla og líka þegar við fluttum til Berlínar árið 2009. Þá var amma reyndar minna spennt því þá var von á Kára sem fæddist í mars 2010. Hún var búin að bíða lengi eftir fjölgun í fjölskyldunni enda hafði ekki fæðst barn innan hennar í 26 ár eða frá því að Bogi Rúnar fæddist. Amma var ein af þeim fyrstu sem ég hringdi í eftir að Kári fæddist og hún var svo stolt. Eins og henni einni var lagið spurði hún mig hvenær ég ætlaði svo að koma með næsta barn, en á þessum tíma var Kári aðeins tveggja klukkustunda gamall. Að sjálfsögðu komu þau afi, ásamt Stefáni Má, í heimsókn til Berlínar og þá var eins og Kári væri eina barnið sem fæðst hefði í heiminum. Amma sá ekki sólina fyrir honum og allt fram á síðasta dag hafði hún einstaklega gaman af grall- araskapnum í honum, enda ekki svo ólíkur hennar skapgerð. Það er skrítið til þess að hugsa að ef ég eignast fleiri börn verði amma Mæja ekki til staðar og að þau muni ekki kynnast henni. En sögurnar af henni mun ég segja öllum þeim sem heyra vilja. Miklar breytingar hafa átt sér stað í okkar litlu fjölskyldu síðustu mánuði. Við glímum við mikinn missi og við slík áföll verður oft mikil eftirsjá. Ég til dæmis vildi að ég hefði lært að gera döðlutertuna sem amma gerði svo vel og ég vildi að hún hefði kennt mér að strauja eins og fagmaður en það er kannski ekki það sem skiptir öllu máli núna. Ég á ómetanlegar minn- ingar og í gegnum þær lifir amma í huga mér og í draumum mínum. Í hvert sinn sem ég ferðast mun ég hugsa til ömmu og veit að hún fylgist með okkur hinum á ferðum okkar um landið eða heiminn. Nú er ferðalag hennar í þessum heimi á enda og hún heldur á vit nýrra ævintýra með pabba og Möggu sér við hlið. Góða ferð elsku amma mín. Ég sakna þín. Marín Hallfríður. Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja okkar kæru skólasystur Mæju Ragnars, en kynni okkar hófust haustið 1955 í Húsmæðraskólanum á Löngu- mýri. Mæja vakti fljótt athygli okkar fyrir sína léttu lund og smitandi hlátur og fljótt fund- um við hvað hún var traustur og góður félagi. Veturinn leið svo við leik og störf og Mæja fann þarna stóru ástina sína hann Stebba sem keyrði mjólk- urbílinn og átti þarna oft leið um. Okkur finnst hann alltaf hafa verið eins og skólabróðir okkar. Þótt leiðir skildi að skóla loknum rofnaði aldrei sam- bandið við Mæju því hún mætti á öll okkar skólaafmæli alltaf jafn kát og hress og mikið var notalegt að líta inn hjá þeim í Einilundinum þegar maður var á ferðinni. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Elsku Stebbi, Stefán Már og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á erfiðum stundum. Guðrún (Gurrý) og Ásta. Við minnumst Mæju með mikilli hlýju og erum þakklátar fyrir yndisleg kynni og ómet- anlegar samverustundir. Þegar við urðum vinkonur Möggu kynntumst við samtímis for- eldrum hennar, Mæju og Stebba, Ragga bróður og síðar Stebba „litla“ sem fæddist þeg- ar við vorum allar 18 ára. Við vorum tíðir gestir í Einilund- inum og þangað var gott að koma. Mæja tók jafnan vel á móti okkur og hafði einlægan áhuga á öllu því sem okkur lá á hjarta. Hún var létt í lund og sá jafnan björtu hliðarnar á mál- unum. Mæja var hnyttin í til- svörum og skemmtileg. Hún var bara ein af okkur stelp- unum þegar við sátum við eld- húsborðið og drukkum með henni kaffi úr glasi og jafnvel eitthvað sterkara þegar við höfðum aldur til. Hún var jafn- an vel tilhöfð og heimilið glans- fínt þar sem allir hlutir áttu sinn stað. Samhentari fjöl- skyldu var vart að finna. Mæja og Stebbi voru alltaf eins og nýtrúlofuð og höfum við fylgst með því úr fjarlægð hvernig Stebbi hefur hugsað um Mæju sína af einstakri umhyggju og alúð í miklum veikindum henn- ar undanfarið ár. Við vottum feðgunum og öðr- um ástvinum Mæju okkar inni- legustu samúð á þessum erfiðu tímum. Á innan við ársfjórðungi hefur fjölskyldan misst Ragga, stuttu síðar hana Möggu okkar og nú Mæju. Eina huggun okk- ar felst í vissunni um að nú eru þau þrjú sameinuð. Blessuð sé minning þeirra. Erla Hrönn Jónsdóttir og Herdís Herbertsdóttir. Mig langar að minnast Mæju Ragnars og um leið þakka henni alla þá vinsemd og hlýju sem hún hefur sýnt mér í gegn um árin. Þegar ég var 16 ára flutti ég til Akureyrar og fór að vinna á sjúkrahúsinu. Ég leigði herbergi, en hjá Mæju og frænda mínum honum Stebba var má segja mitt annað heim- ili. Mæja og Stebbi buðu mér mjög oft í mat og aðstoðuðu mig á margvíslegan hátt. Alltaf síðan hafa okkar samskipti ver- ið mikil og góð. Seinna þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu og hafði eignast börn voru margir sunnudagsrúntarnir sem end- uðu í kaffi hjá Mæju og Stebba. Mæja mín, það eru ótrúlegar hremmingarnar sem þið Stebbi hafið gengið í gegn um síðustu mánuði, að missa tvö barna ykkar með svona stuttu milli- bili, þau Ragga og Magneu. Ég kvaddi þig hinn 3. mars sl. Þú varst búin að vera mikið veik, en samt kom það mér á óvart þegar símtalið kom næsta morgun þar sem ég fékk að vita að þú værir dáin. En þrautum þínum er nú lokið og þú ert aft- ur komin til barnanna þinna þeirra Ragga og Magneu, við huggum okkur við þá vitneskju. Innilegar samúðarkveðjur Stebbi minn, Stefán Már, Lára, Salla, Jón og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur og leiða í sorginni. Björk. Marín Hallfríður Ragnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Sofðu rótt amma Mæja. Þinn langömmustrákur, Kári. Hverafold 1-3 og Húsgagnahöllinni • Sími 567 0760 Fallegar útfararskreytingar • Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Runni Stúdíóblóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.