Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 reyna að kenna mér að tjútta. Það var svo gaman að horfa á ykkur Hönnu dansa, það minnti mig alltaf á pabba og mömmu, og ekki efast ég um að nú eruð þið farin að dansa á ný. Ég veit það elsku frændi að vel hefur verið tekið á móti þér við vistaskiptin og nú getið þið Snævar farið að syngja aftur dúetta og bakraddir í viðlögum ens og t.d. í „Ennþá brennur mér í muna“, það gleymist aldr- ei og ég veit að þið haldið áfram, í mínum huga er það enginn vafi. Elsku Bárður minn, hafðu þökk fyrir allt og allt, og ég bið góðan Guð að gefa fjölskyld- unni allri styrk til að halda áfram, við getum yljað okkur við góðar minningar um ynd- islegan mann, og þangað til næst Guð blessi þig. Kveðja Sigrún frænka. Við ótímabært fráfall Bárðar er mér efst í huga þakklæti fyr- ir frábært samstarf og góða vináttu. Það var happafengur fyrir Hjallaskóla þegar Bárður réðst þangað sem húsvörður 1987. Skólinn var í mikilli uppbygg- ingu, nýjar byggingar á hverju ári og nýr nemendaárgangur bættist við árlega uns komið var upp í 10. bekk. Mikið hvíldi því á húsverði og oftast naumar fjárveitingar á þeim árum svo útsjónarsemi og hagsýni hans skiptu sköpum. Bárður var hagleiksmaður og flinkur hús- gagnabólstrari eins og mörg „listaverk“ hans víðs vegar á heimilum bera vitni. Kom það sér einkar vel við margvíslegar útfærslur á húsgögnum fyrir nemendur. Að auki voru alls konar tilraunir og nýjungar í kennsluháttum reyndar í skól- anum sem hljóta að hafa reynt á þolrif hans þar sem allur skólinn var oft undirlagður. Í þemavikum var hann alveg ómissandi og aðstoðaði við mörg afreksverkin. Við fjáröfl- un nemenda var hann boðinn og búinn. Þarna myndaðist ein- stakt samfélag sem hann tók þátt í að skapa. Það var ómet- anlegt að eiga Bárð að bæði sem samstarfsmann og vin. Hann var sérlega greiðvikinn, úrræðagóður og ósérhlífinn. Alltaf léttur í lund, sama hvað á gekk. Hann var traustur vinur sem gott var að ræða við um hin ýmsu úrlausnarefni. Hann hafði gott lag á krökkunum og unglingunum og var áhugasam- ur um velferð þeirra. Bárður var mikill útivistarmaður og náttúruunnandi og sárt að hann fengi ekki að njóta þess lengur. Að leiðarlokum sendi ég fjöl- skyldu hans, sem var honum mjög kær og annaðist hann af alúð, innilegar samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Stella Guðmundsdóttir, fyrrv. skólastjóri Hjallaskóla. Góður vinur og samstarfs- maður til margra ára er fallinn frá. Bárður var bóngóður og hjálpsamur og gott að leita til hans um alla mögulega og ómögulega hluti. Hann var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd og taka þátt í glensi og gríni með okkur félögunum. Hann var hagur á járn og tré og átti auðvelt með að gera gamla hluti sem nýja. Einnig urðum við margsinnis vitni að því að jafnvel rígfullorðnar kon- ur urðu sem blómstrandi ung- meyjar eftir að hann hafði snú- ið þeim nokkra hringi á dansgólfinu. Léttleiki Bárðar og jafnaðargeð gerði það að verkum að fólki leið vel í návist hans, fann fyrir trausti og hlýju. Bárður var mikill nátt- úru- og útivistarmaður. Hann fór gjarnan um á hjóli, gekk reglulega á fjöll og dansaði flesta upp úr skónum. Veiðiferð- irnar á Arnarvatnsheiði, í Héð- insfjörð og víðar skilja eftir minningar sem aldrei gleymast. Innilegur hláturinn, fiskur á færi, ærsl og gleði yfir fegurð- inni og félagsskapnum. Þrátt fyrir að Bárður væri einstak- lega þolinmóður maður að eðl- isfari var honum biðin eftir fyrsta fiski hvers veiðtúrs stundum erfið. Þegar svo fiski var landað braust út einlæg gleði hjá Bárði og ekki síður veiðifélögum hans. Hann hafði yndi af skemmtisögum og vís- um, ekki síst ef þær tengdust sveitinni og íslenskri náttúru. Mývatnssveitin var eftirlæti hans og oft fengum við fé- lagarnir að heyra hvaðan besti reykti silungurinn kæmi og voru taugar hans sterkar til sveitarinnar. Með hækkandi sól förum við veiðifélagarnir að skipuleggja ný ævintýri. Þá leit- ar hugurinn jafnframt til liðinna tíma er við áttum saman við fal- lega á eða spegilslétt vatn. Nú verður enginn Bárður en við er- um þó vissir um að hann verður ekki langt undan og fagnar hverjum fiski er kemur á land. Auðvitað halda þeir stóru áfram að sleppa en við löndum þeim bara saman er við hittumst á ný. Nú kveðjum þig kæri vinur þú kallaður varst okkur frá. Svo hittumst við hinum megin við himneska silungsá. Við sendum fjölskyldu og vin- um innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng munu ætíð lifa. Árni, Hugo, Jón Magg, Jón Óttarr, Þórður. Hagar hendur, hlýja í augum og glettið bros eru horfin af þessum heimi. Bárður Halldórs- son, kær vinur, félagi og sam- starfsmaður okkar til margra ára, er látinn. Við fylgdumst með hetjulegri en snarpri bar- áttu hans við illvígan og óvæg- inn sjúkdóm, úr fjarlægð. Sjúk- dóm sem hafði betur þegar yfir lauk en svo allt, allt of fljótt. Bárður var hvers manns hug- ljúfi og var einstaklega lagið að eiga samskipti við fólk, ávallt reiðubúinn að aðstoða eða rétta hjálparhönd. Þau eru ófá sporin sem hann hefur sparað okkur samstarfsfólki sínu í Hjalla- skóla, nú Álfhólsskóla. Bárður var fíngerður maður, ávallt stutt í brosið og hafði þægilega nærveru. Hann átti auðvelt með að umgangast börnin og að- stoða þau og leiðbeina. Hann var því allra og það áttu allir örlítinn streng í honum og þeg- ar þú hittir hann var honum ávallt mest umhugað um þína velferð og þinna. Bárður var því hvunndagshetja í sinni bestu mynd sem vildi ekki berast á heldur vinna traustur sitt verk af vandvirkni og alúð. Hann var frábær félagi og var á stundum hrókur alls fagnaðar er slegið var á létta strengi og gat þá sprett úr spori og liðkað okkur samstarfskonur sínar í danslist- inni svo eftir var tekið. Bárður hafði starfað í 23 ár í Hjallaskóla er hann lét af störf- um og það var mikil eftirsjá í svo velgerðum samstarfsmanni og kærum vini. Hann hélt þó ávallt tryggð við samstarfsfólk sitt og kom gjarnan í kaffisopa eða þegar eitthvað stóð til og var það okkur mikil ánægja. Að leiðarlokum þökkum við Bárði trausta og hlýja samfylgd og lútum höfði í þökk og bæn. Megi blessun drottins umvefja minningu Bárðar Halldórssonar og gefa fjölskyldu hans, ætt- ingjum og vinum styrk og huggun. Minning um góðan dreng lifir. F.h. starfsmanna og vina í Álfhólsskóla, Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri. ✝ Jóhanna Sig-urðardóttir fæddist á Ísafirði hinn 7.10. 1923. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ hinn 3.3. 2012. Foreldrar Jó- hönnu voru Guð- rún Guðmunds- dóttir, f. 2.9. 1895 d. 19.7. 1982, og Sigurður Sigurðsson, f. 22.3. 1896, d. 4.12. 1987. Systkini hennar voru Sigríður Gyða, f. 1920, d. 1992, Sigrún Lovísa f. 1922, Guðmundur, f. 1925, d. 2000, Katrín, f. 1926, d. 1996, Guðrún, f. 1926, d. 1990, og f. 1949, maki Héðinn Stef- ánsson, f. 1950, börn þeirra eru Garðar, Kristbjörg og Jóhanna. Hrefna, f. 1958, sambýlismaður Þórður Pálmi Þórðarson, f. 1953. Barn Hrefnu er Harpa. Langömmubörnin eru orðin 18. Jóhanna og Garðar hófu bú- skap sinn á Ísafirði í Brunn- götu 16 og bjuggu þar til árs- ins 1971 þegar þau fluttu til Reykjavíkur á Sólvallagötu 21. Jóhanna var heimavinnandi húsmóðir á meðan börnin voru að alast upp en fór af og til í rækjuvinnslu. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur hóf Jóhanna störf á elliheimilinu Grund þar sem hún starfaði til ársins 1992. Árið 1993 flutti Jóhanna á Lindargötu 57 þar sem hún bjó til ársins 2011 og flutti þá á Hjúkrunarheimilið Skógarbæ þar sem hún lést. Útför Jóhönnu fer fram í dag, 16. mars 2012, klukkan 13 í Fossvogskirkju. Jón, f. 1936. Jóhanna giftist hinn 21.10. 1945 Garðari Einars- syni, f. 4.7. 1919, d. 8.3. 1992. For- eldrar hans voru Einar Oddur Krist- jánsson og Hrefna Bjarnadóttir. Börn Jóhönnu og Garð- ars eru: Bjarni, f. 1943, maki Ásdís Símonardóttir, f. 1944 þeirra börn eru Hrefna, Þröstur og Sigurlaug María. Einar Oddur, f. 1946, maki Guðbjörg Helga- dóttir, f. 1956, barn þeirra er Stefanía, fyrir átti Guðbjörg soninn Dennis Helga. Hjördís, Í dag kveð ég þig, elsku mamma mín, með miklum sökn- uði. En eftir standa yndislegar, ljúfar og fallegar minningar um þig. Þú varst sú manneskja sem alltaf var svo jákvæð, þú hafðir lag á því að ná því besta og fallegasta frá fólki með jákvæðni þinni. Nú elsku mamma ert þú komin til pabba sem var þér svo kær alla tíð. Takk fyrir allar ljúfar stundir með þér. Gráttu ekki af því að ég er dáinn ég er innra með þér alltaf þú hefur röddina hún er í þér hana getur þú heyrt þegar þú vilt þú hefur andlitið líkamann ég er í þér þegar þú vilt allt sem er eftir af mér er innra með þér þannig erum við alltaf saman. Þín dóttir, Hjördís. Elsku besta mamma mín er lát- in. Ég held að ég hafi reiknað með að hún yrði alltaf til í mínu lífi en svo er víst ekki. Mamma var stærri partur af mínu lífi en margra annarra. Ég var ung þeg- ar ég eignaðist Hörpu dóttur mína og bjó á Sólvallagötunni í íbúð fyr- ir ofan foreldra mína. Pabbi og mamma voru mín stoð og stytta í uppeldi dóttur minnar og þunga- miðjan í mínu lífi. Fyrir alla þeirra hjálp er ég þakklát. Eftir að pabbi dó þá vorum við mikið saman ég, Harpa og mamma. Ég og mamma töluðum saman á hverjum einasta degi, við höfum alltaf verið saman á aðfangadagskvöld þannig að næsta aðfangadagskvöld verður það fyrsta í mínu lífi án hennar. Mamma fæddist á Ísafirði og átti þar heima meira en helming af ævi sinni en flutti til Reykjavíkur rúmlega fimmtug. Hún giftist ung pabba mínum og áttu þau fjögur börn og er ég langyngst af systk- inahópnum. Ég var 12 ára þegar við fluttumst til Reykjavíkur, en það sem mér er minnisstæðast er hvað alltaf var gestkvæmt á heim- ilinu eftir að við fluttum á Sól- avallagötuna. Mamma var alltaf að baka pönnukökur eða vöfflur og passaði að hafa alltaf nóg til með kaffinu. Börnum þótti gaman að koma til Jóhönnu frænku og vissu að hún var með nammiskáp og var dugleg að lauma góðgæti í litla munna. Ég kveð þig með söknuði, elsku mamma mín, og veit að nú ert þú búin að hitta pabba. Minning þín lifir. Þín dóttir, Hrefna. Elsku amma Jóhanna, ég sakna þín. Tárin flæða og mig langar þig að faðma. Ég gleðst yfir að hafa fengið að kynnast þér og njóta mikilla sam- vista við þig og ég gleðst yfir öllum minningunum sem ég á um þig, ég mun þeim aldrei gleyma. Ég fyllist auðmýkt og aðdáun þegar ég hugsa um persónuleika þinn. Glaðlyndi, einstök jákvæðni, hógværð, umburðarlyndi, gjaf- mildi og svo einstök innri ró sem þú bjóst yfir, í þessu ljósi sá ég þig og ég vona að mér hlotnist sú gæfa að geta tileinkað mér einhverja af þínum mörgu góðu mannkostum, elsku amma mín. Ég veit það fyrir víst að afi Garðar undirbjó komu þína og ég veit það fyrir víst að nú haldist þið hönd í hönd. Skilaðu kveðju til hans. Ég er svo glöð að hafa komið til þín föstudaginn 2. mars og haldið í hönd þína, strokið þér blítt um ennið og kysst þig ljúfan kveðju- koss. Ég elska þig alltaf, við sjáumst síðar. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Þín Kristbjörg. Elsku amma mín. Ég kveð þig í dag með miklum söknuði en hlýj- um minningum sem ég leita hugg- unar í. Ég minnist þinnar léttu lundar og jákvæðni, gestrisni og gjafmildi. Ég á minningar um þig á nokkrum stöðum. Fyrst þegar þið afi komuð í heimsókn á sumrin norður í Aðaldal þar sem ég ólst upp. Það var gott að fá ykkur og ég sé fyrir mér sólríka daga þar sem þú sast á svölunum og sólaðir þig á meðan afi fór með veiði- stöngina og renndi fyrir fisk. Þú komst alltaf færandi hendi og gafst okkur krökkunum eitthvert gotterí. Ég á líka góðar minningar um það þegar við fjölskyldan kom- um suður í heimsókn til ykkar afa á Sólvallagötuna. Ég sé það fyrir mér hvernig við systkinin hlupum upp tröppurnar og okkar beið faðmur ykkar afa, skælbrosandi. Stuttu síðar stendur þú við elda- vélina með pönnukökuspaðann og reiðir fram dýrindis pönnukökur með sultu og rjóma. Þú setur smá- sykur í rjómann sem gerir þær enn ljúffengari og þú býður líka upp á jarðarberjatertu sem eng- inn stenst. Það var gott að vera hjá ykkur á Sólvallagötunni. Afi sýslar með frímerki og leyfir mér að hjálpa sér og ég labba með þér út í Kjötborg að versla í matinn. Þegar afi dó í mars árið 1992 man ég að pabbi keyrði einn norð- ur til að sækja okkur systkinin. Mamma og pabbi höfðu verið í bænum hjá ykkur og við vissum að afi var orðinn mjög veikur. Það var skrýtið að koma á Sólvallagöt- una, þar ríkti nú sorg og þar var enginn afi. Þú varst ákaflega sorg- mædd elsku amma og söknuður þinn var mikill. Um það bil ári eft- ir að afi dó tókst þú ákvörðun um að flytja af Sólvallagötunni í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Lind- argötu. Þetta var vafalítið stórt skref fyrir þig en varð mikið heillaspor. Það var gaman að heimsækja þig á Lindargötuna. Þú fékkst snotra íbúð og komst þér vel fyrir í hlýlegu húsinu. Þú tókst þátt í söngstarfi og fórst í mat niður í matsal í hádeginu. Þar hittir þú fólk á þínum aldri, þó að í flestum tilfellum hafir þú talað um aðra eldri borgara sem gamla fólkið. Þú upplifðir þig sannarlega aldrei á þeirra aldri og við brost- um oft þegar þú talaðir um ein- hverja gamla konu eða gamlan mann sem við vissum að voru mun yngri en þú. Þú varst ætíð ung í anda. Fyrir rúmu ári var orðið erfitt fyrir þig að búa á Lindargötu og þú fluttir á hjúkrunarheimilið Skógarbæ þar sem þú lést 3. mars síðastliðinn. Elsku amma. Þú sagðir oftar en einu sinni við mig í stríðnislegum tón að þú tryðir því að afi væri hér og fylgdist með okkur. Ég er viss um að þú trúðir því og það geri ég líka. Ég trúi því að nú sért þú komin til hans og að þið leiðist hönd í hönd á ferðalagi ykkar. Ég veit að þið vakið yfir okkur sem eftir lifum. Takk fyrir allar ynd- islegar stundir og kysstu afa frá okkur öllum. Þín Jóhanna. Er ég frétti andlát Jóhönnu varð mér hugsað til æskuáranna á Ísafirði. Fjölskylda mín í Aðal- stræti 32 og Jóhanna, Garðar og börn þeirra svo gott sem í næstu götu, Brunngötu. Vinskapur mik- ill var milli móður minnar og Jó- hönnu alla tíð. Stutt var að trítla á milli húsa og daglegt innkíkk svo gott sem daglegt brauð. Í Aðalstrætinu heyrðist oft bank bank, útidyr opnuðust og kallað glaðlega í gættina: einhver heima? og inn gekk Jóhanna bros- andi og glaðleg eins og hennar var venja. Síðan upphófst hefðbundið eldhússpjall á léttum nótum og hlegið og gantast og haft gaman af. Saumaklúbbur móður minnar, Jóhönnu, Huldu Guðmunds, Diddu á Bökkunum, Elísu í Tún- götunni og Millu á Hlíðarveginum og Dövví var vel virkur yfir vetr- artímann í gegn um árin. Eftir- væntingin var ekki lítil þegar hann var haldinn í Aðalstrætinu. Fylgst með þegar prúðbúnar kon- urnar mættu í klúbbinn með handiðn sína, mikill og glaðlegur hlátur og skvaldur fram eftir kveldi. Síðan kvatt og haldið heim á leið. Þá var eftirvæntingin ekki minni hjá okkur krökkunun að kanna veisluföngin áður en haldið var til rekkju. Vinskapur á milli foreldra minna og Jóhönnu og fjölskyldu hélst alla tíð. Og eftir að Jóhanna og Garðar fluttu suður á Sólvalla- götuna vandi ég komur mínar þangað í gegn um árin. Eftir lát Garðars hélst sú venja að heim- sækja Jóhönnu á Skúlagötuna og alltaf var gestrisnin í hávegum höfð. Undir það síðasta hrakaði heilsu Jóhönnu. Ég kveð Jóhönnu að sinni og þakka þá ævilöngu tryggð og vin- semd sem hún hefur ávallt sýnt fjölskyldu minni. Minningin um Jóhönnu er björt og tær. Valgerður Stefanía Finnbogadóttir. Jóhanna Sigurðardóttir Þegar litið er yfir farinn veg fer ekki hjá því að einstaka sam- ferðamenn eru manni minnis- stæðari en aðrir. Ólafur Egils- son var einn þeirra sem hafa verið mér hugstæðir frá fyrstu kynnum og það af góðu einu. Við vorum ungir saman til sjós á Straumey frá Akureyri, það var árið 1949, skipstjóri var sá mikli ágætismaður Jóhannes Hall- dórsson. Leiðir okkar lágu svo aftur saman þegar í land var komið, en hann vann hjá fyr- irtæki mínu, Brún hf., við bygg- ingar- og mannvirkjagerð við lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Áfram héldu kynnin en Ólafur var lengi lykilstarfsmað- ur hjá Birni Kristjánssyni múr- arameistara. Björn var múrara- meistari við flest þau verk sem unnin voru á vegum fyrirtækja minna í gegnum tíðina. Í ljósi þess sem á undan er Ólafur Á. Egilsson ✝ Ólafur Ás-mundsson Eg- ilsson fæddist í Mið- húsum við Lindargötu í Reykjavík 20. júní 1924. Hann lést 4. mars 2012. Ólafur var jarð- sunginn frá Há- teigskirkju 15. mars 2012. sagt má með réttu álykta að Óli sé mér minnisstæður sök- um dugnaðar og elju, en hann er það þó ekki síður sök- um einstakra eigin- leika annarra sem hefðu á öðrum tíma örugglega komið honum í fremstu röð listamanna og túlkenda bæði til orðs og æðis. Ólafur Egilsson var með mögnuðustu sögumönn- um sem ég hef kynnst og er þá langt til jafnað. Þegar svo bar undir gat hann án sjáanlegrar fyrirhafnar opnað okkur sem nutum frásagnargleði hans og hæfileika veröld alþýðlegs ofur- raunsæis og hversdagslegra æv- intýra. Auk þeirrar ánægju sem Ólaf- ur Egilsson veitti okkur sam- ferðamönnum sínum með frá- sögnum og látbragði af atferli þeirra sem hann hafði heyrt af eða kynnst í gegnum lífið þá er það þó vinátta hans, tryggð og hlýja sem eftir stendur þegar þakkað er fyrir áratugalöng kynni. Börnum Ólafs, barnabörnum og öðrum nákomnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Árni Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.