Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 ✝ Sigurborg Sig-urðardóttir fæddist 16. janúar 1920 á Grandavegi 39, Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 17. febrúar 2012. Hún var dóttir hjónanna Dagnýjar Níelsdóttur, f. 14. nóv. 1885 á Stóra- Múla, Saurbæj- arhr., Dal., d. 28. febr. 1971 í Reykjavík, og Sigurðar Brynj- ólfssonar, f. 4. júní 1885 á Stær- ribæ, Grímsneshr., Árn., d. 6. jan. 1970 í Reykjavík. Systkini hennar voru 1) Haraldur, f. 15. febrúar 1914, d. 14. júní 1996, 2) nesi, Aðaldælahr., S-Þing., d. 16. nóv. 1962 í Reykjavík, og Guðný Eggertsdóttir, f. 1. maí 1887 í Skógargerði á Húsavík, d. 19. ágúst 1941. Sigurborg og Eggert áttu eina dóttur, Sigríði Björgu, f. 9.12. 1945, gift Guðmundi Geir, f. 10. desember 1947. Þeirra börn eru: 1) Jón Eggert, f. 13. nóvember 1967, 2) Jóhannes Geir, f. 21. júlí 1974, kvæntur Pamelu Susan Perez, f. 5. des- ember 1976. Börn þeirra eru a) Erik Daníel, f. 2. janúar 2001, og Lucia Stefanía, f. 16. maí 2003. Fyrir átti Pamela dótt- urina Madison Alexiu, f. 1. apríl 1996. 3) Björgvin, f. 14. maí 1985. Sigurborg ólst upp í Reykja- vík og átti heima þar mestan hluta ævi sinnar. Útför Sigurborgar fór fram frá Fossvogskirkju hinn 27. febrúar 2012, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Bryndís, f. 2. mars 1917 í Reykjavík, d. 16. maí 2007 í Reykjavík, 3) Sig- urður, f. 19. des. 1922 í Reykjavík, d. 10. jan. 1984 á Sel- tjarnarnesi, 4) Kristinn Björgvin, f. 14. júní 1926 í Reykjavík. Hún átti einnig fóst- urbróður, Hörð Viktorsson, f. 15.4. 1938. Sigurborg giftist 16. jan. 1942 Eggerti Jóhannessyni, f. 1. febrúar 1912, d. 7. júní 1989. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðnason smiður frá Grims- húsum, f. 1. sept. 1875 á Sýr- Elsku Sigurborg mamma mín, nú ert þú komin til Guðs þar sem Eggert pabbi hefur tekið á móti þér og þú hefur hitt skyldfólk þitt og vini, sem voru farnir á undan þér. Öll þjáningin og veikindin, sem þú þurftir að líða síðustu daga þína í þessum heimi, eru horfin og þér líður vel. Sigurborg mamma var mjög góð móðir, við mamma vorum mjög samrýnd- ar í þessu lífi. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa mér ef eitthvað var að og ég henni. Eftir að ég flutti að heiman og gifti mig vorum við svo háð- ar hvor annarri að við urðum að heyrast tvisvar til þrisvar á dag í síma og hittast reglulega. Mamma var yndislega góð og mátti ekkert aumt sjá, var skemmtileg og hlý. Það var gott að sitja hjá mömmu og tala við hana. Hún kenndi mér svo margt viturlegt, til að lifa lífinu sem best. Ég og maðurinn minn, Guð- mundur Geir, eignuðumst þrjá syni, sem voru svo sannarlega sólargeislar í lífi Sigurborgar ömmu og Eggerts pabba. Ömmu- og afastrákarnir eru Jón Eggert, Jóhannes Geir og Björgvin. Árin liðu og Jóhannes Geir giftist Pamelu Perez, ynd- islegri stúlku. Þau eiga þrjú börn, Madison, Erik Daniel og Luciu Stefaníu, svo Sigurborg mamma og Eggert pabbi eign- uðust þrjú barnabörn, sólar- geislunum fjölgaði. Við mamma misstum Eggert pabba 1989. Eftir það bjó hún ein nema á tímabili bjó Jón Eggert, elsti ömmustrákurinn, hjá henni í fimm ár. Þá var hann í háskólanum. Mamma vann oft úti, því pabbi, sem var vélstjóri, missti heilsuna ungur. Lengst af vann hún á Flóka- deildinni á vegum ríkisspítal- anna. Það átti vel við hana að sýna umhyggju og hlýju. Hún var vinmörg og vinsæl. Síðasta árið sitt dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Eir þar sem hún fékk hjálp og líkn í veikindum sínum. Guð blessi og verndi ynd- islega eiginkonu, mömmu, ömmu og langömmu. Við hitt- umst þegar minn tími kemur. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Þín dóttir, Sigríður Björg Eggertsdóttir. Þegar þeir sem eru manni kærir falla frá verða minning- arnar allsráðandi og smyrja sár- in. Minningarnar sem ég á um ömmu eru um glaðværð hennar og hlýju. Þegar ég var lítill gisti ég stundum hjá henni um helg- ar. Það var skemmtilegur tími þar sem setið var klukkutímum saman og spilað á spil eða lúdó sem var í uppáhaldi hjá okkur. Síðan eldaði hún góðan mat um kvöldið og tók upp á að elda ýmsa rétti sem hún bjó til sjálf. Einn af þessum réttum er mjög minnisstæður og það var bræddur mysuostur á pönnu með sykri. Þetta borðuðum við oft á kvöldin þessar helgar. Ég var hjá henni í Skeiðarvoginum og síðan á Grandaveginum þeg- ar ég var í háskólanum. Á þeim tíma var mikið spjallað um heima og geima og varð stund- um lítið úr náminu vegna þess. Þegar hún var komin í Hlíð- arhús kom ég oft í heimsókn til hennar og alltaf átti hún heitt kaffi á könnunni og vildi spjalla. Þegar ég var að æfa mig und- ir strandvegagönguna gekk ég frá Hafnarfirði og til hennar í kaffi og til baka um helgar. Ég kallaði það ömmulabb. Hún hafði mjög gaman af því að fá mig en var ekki alveg sammála mér að það væri til heilsubótar að labba svona mikið. Sigurborg amma bar lífinu fagurt vitni og yfir því geta börn hennar, barnabörn og barnabarnabörn og allir sem til hennar þekktu glaðst og þakkað. Jón Eggert. Það er sárt að kveðja ömmu Sigurborgu í hinsta sinn. Hún hafði mikið gaman af því að spila á spil. Sem krakki man ég vel eftir að spila heilu helg- arnar rommí. Hún lét mig reikna stigin, sem skerpti vel hugann þar sem tölurnar voru orðnar ansi háar eftir margra daga spil. Ég á henni að þakka reikningsæfinguna og kom hún sér vel í stærðfræðiprófum. Þeg- ar kvöldaði var oftast skotist út í KRON og náð í normalbrauð, reyktan silung, ís og lottómiða. Það kom aldrei stór vinningur á lottómiðann en gerði lítið til. Stundirnar voru ógleymanlegar. Hún var eins skýr og þrjósk og ávallt þótt hún væri komin á háan aldur. Hún fylgdist með öllum fréttum og var óhrædd við að segja sína skoðun á málum dagsins. Hún missti sjónina á seinni hluta ævinnar og þurfti að hætta að spila og lesa. Í stað- inn tók útvarpið við og hljóð- bækur. Þrátt fyrir sjónleysið virtist hún alltaf taka eftir því ef maður hafði bætt á sig kílóum eða gleymt að fara í klippingu. Þeim upplýsingum var snurðu- laust miðlað til furðu allra. Síðustu mánuðir hennar voru erfiðir. Krabbamein náði tökum á henni og tók úr henni viljann. Það var erfitt að upplifa. Slökkt var á útvarpinu og engar hljóð- snældur spilaðar. Hugurinn var allur til staðar, en líkaminn að bregðast. Á slíkum tímum óskar maður að hægt væri að taka eina spilahelgi í viðbót, en raun- veruleikinn er kaldur. Nú er hún farin frá okkur og komin á annan stað. Ég ímynda mér að hún sé nú þegar búin að setja sig vel inn í pólitíkina í himnaríki og eflaust búin að segja Guði að fara í klippingu. Við söknum hennar. Jóhannes og fjölskylda. Sigurborg amma hafði unun af því að lifa lífinu lifandi. Þrátt fyrir erfið ár að hugsa um Eggert afa veikan var allt- af tími hjá henni til að njóta lífsins í návist vina og ættingja. Þegar ég var lítill pjakkur voru þær ófáar helgarnar sem ég gisti hjá ömmu. Þá var stunduð spilamennska af mik- illi ákefð, alltaf rommý. Eftir langan dag við spil, sem samt leið undrahratt, kenndi amma mér að elda sín- ar frægu kjötbollur. Það var einhver kyrrð og sálarró að koma til ömmu og eiga góða stund hjá henni á Grandaveg- inum. Hún fylgdist náið með barnabörnum, sem henni þótti afar vænt um, og mat mikils þær stundir sem hún átti með þeim eftir að þau fluttust til Ís- lands og byrjuðu í skóla. Amma var góð og hjálpsöm að eðlisfari og var alltaf til staðar fyrir þá sem stóðu henni næst. Þú munt ávallt lifa í hug okkar og hjarta. Björgvin Guðmundsson. Sigurborg Sigurðardóttir ✝ Jódís Jóns-dóttir fæddist 12. október 1927 í Ási í Presthóla- hreppi sem nú til- heyrir Kópaskeri. Hún lést á Grund 21. febrúar 2012. Foreldrar Jódís- ar voru Jón Árna- son héraðslæknir á Kópaskeri frá Garði í Mývatns- sveit, f. 1889, d. 1944, og kona hans Valgerður Guðrún Sveins- dóttir frá Felli í Sléttuhlíð, f. 1895, d. 1983. Jódís var fimmta barn þeirra af sjö. Hin eru Anna, f. 1918, d. 1995, Jórunn Stein- unn, f. 1920, d. 1987, Björg, f. 1924, d. 1926, Sigurður, f. 1925, Árni, f. 1929, d. 1983, og Sveinn, f. 1931. Jódís giftist Ólafi Ragnari Magnússyni prentsmiðjustjóra og síðar forstjóra, f. 15. ágúst 1924. Þau skildu. Foreldrar hans voru Magnús Brynjólfsson, f. 1895, d. 1971, og kona hans Mar- grét Ólafsdóttir, f. 1900, d. 1988. maður Jódísar var Bogi Þórð- arson kaupfélagsstjóri og síðar stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri, f. 31. ágúst 1917, d. 10. september 2000. Þau skildu. Foreldrar hans voru Þórður Guðmundsson, f. 1885, d. 1952, og kona hans Jóhanna Bogadóttir, f. 1988, d. 1963. Jódís lauk prófi frá Verslunarskólanum. Síðar á æv- inni nam hún félagsfræði við HÍ. Jódís starfaði alla tíð utan heim- ilis samhliða því að hún hélt heimili, m.a. í Verðlagsnefnd sjávarútvegsins þar sem hún vann við almenn skrifstofustörf, var einkaritari hjá Tryggingu hf. og gegndi starfi endurskoð- anda hjá SÍS. Jódís hafði mikinn áhuga á samfélagsmálum. Hún var í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Félags einstæðra for- eldra árið 1969 og varaformaður félagsins næstu fjögur árin og sá um rekstur á skrifstofu félagsins um árabil. Þá var Jódís varafor- maður Samtaka aldraðra í Reykjavík 1992-1995 og sat í stjórn félagsins eftir það og sá um rekstur skrifstofu þess í nokkur ár. Útför Jódísar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dætur Jódísar og Ólafs eru: 1) Val- gerður Guðrún, f. 19. mars 1950. Mað- ur hennar var Niels Peter Buck, f. 1947, d. 2003. Dóttir þeirra er Vala Cristina, f. 1977, gift Kristofer Buck Bramsen og eiga þau tvíburana Alf- red og Idu. 2) Mar- grét, f. 16. desember 1952. Mað- ur hennar er Már Viðar Másson, f. 1949. Dóttir þeirra er Halla Dögg, f. 1985, í sambúð með Ægi Birni Ólafssyni og dóttir þeirra er Kamilla Dögg. Már átti fyrir dótturina Snædísi Erlu, í sambúð með Michael Hübinette, og eru dætur þeirra Julia Saga og Klara Agnes. 3) Pála Kristín, f. 8. ágúst 1957. Maður hennar er Kristján Björn Ólafsson, f. 1958. Synir þeirra eru a) Atli Freyr, f. 1992, í sambúð með Viktoríu Ýri Norðdahl og eiga þau dreng óskírðan. Tvíburarnir b) Ívar Óli og c) Emil Örn, f. 1995. Seinni Tengdamóðir mín var af fínum ættum og bar það með sér. Faðir hennar var ættaður frá Garði í Mývatnssveit, en þar hefur lengi verið reisn yfir mannlífinu. Móðir hennar var ættuð frá Felli í Sléttuhlíð, en þar var afi hennar bóndi og hákarlaformaður. Jón lést ungur, en Valgerður lét engan bilbug á sér finna og hélt myndarskap sínum alla tíð. Og hún minnti börn sín á að bera höfuðið hátt, þrátt fyrir stundar- mótlæti. Það var því ætíð hressi- legt að koma til Jódísar. Hún fylgdist vel með landsmálum og hafði unun af því að ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Hvergi skyldi hvikað, en haldið áfram af djörfung og dug. Það leiddi því af sjálfu sér að Jódís studdi vel við bakið á dætr- um sínum og fjölskyldum þeirra, ef rétt var á haldið og stuðnings var þörf. Og hver er svo farsæll að hann megi ekki notast við heilla- ráð frá góðum vini? Við Margrét fengum oft að njóta ábendinga og leiðsagnar Jódísar. Vonandi skil- um við því starfi áfram af sömu tign, og er þá allt vel. Jódís átti ætíð fallega búið heimili, þó án tilgerðar. Á fjölskyldufundum á heimili sínu lagði Jódís ríka áherslu á höfðingjabrag og bauð ríkulega í veitingum og umgengni. Það var því ætíð tilhlökkun að mæta henni á sínum heimavelli. Nú er þeim boðum lokið, en eftir situr innilegt þakklæti fyrir hlýleika og vænt- umþykju þessarar góðu konu. Már Viðar Másson. Það var árið 1976 sem ég kynntist Dísu er ég fór að eltast við yngstu dótturina. Þarna kynntist ég konu sem var jafn blíð og hún var mikið hörkutól. Hún var einstaklega gáfuð og vakandi í fjármálum þjóðarinnar og ekki alltaf hress með þær breytingar sem gerðar voru, sérstaklega á högum barnafólks sem og aldr- aðra og öryrkja. Ávallt var hún tilbúin að rétta fram hjálparhönd, koma með álit og skoðanir er við þurftum að taka ákvarðanir í okkar lífi og höf- um við sannarlega notið góðs af því. Þær eru margar stundirnar sem við höfum setið og rætt um stjórnmál því ekki var hún síðri í þeim enda þurft að kljást við stjórnmálamenn þegar hún vann fyrir félag einstæðra foreldra og barðist fyrir mörgum málum, t.d. hafði hún mikið fyrir því að opna stað fyrir einstaklinga með börn sem þurftu húsnæði í einhverja daga eða vikur vegna skyndilegr- ar uppákomu í sambandinu og svo fékk hún í gegn gæslustað fyrir börn eftir skóla. Árið 1973 giftist hún seinni manni sínum, Boga Þórðarsyni, sem var ekkjumaður með fjögur börn. Þarna púslaði hún saman þessum tveim fjölskyldum með mikilli snilld. Hún tók með sér yngstu dótturina og fluttist til Boga sem var með tvo drengi heima, en tvær dætur hans og ein dóttir hennar, sem þá var komin í Kennaraskólann, fóru að búa saman í íbúð sem Dísa átti fyrir. Þriðja og elsta dóttirin var þá flutt til Danmerkur. Með Boga kynntist hún Sam- bandi ísl. samvinnufélaga og vann þar við endurskoðun á reikning- um í mörg ár og hafði margar skoðanir varðandi þann rekstur og þær skoðanir voru mikið rædd- ar hjá þeim hjónum. Það var ekki mikið mál fyrir hana að stýra okkur af stað með okkar fyrstu kaup á húsnæði og að sjálfsögðu gekk allt upp eins og í sögu eftir miklar vangaveltur um bestu kaup, lán og afborganir sem ekki voru á sömu kjörum þá og nú í dag. Árið 1996 skildi leiðir þeirra Boga og kom hún þá meir inn í líf dætra sinna. Hún var þá hætt að vinna úti en í staðinn mætt heim til mín kl. 9-17 að hjálpa til með eyrnaveika tvíbura og einn þriggja ára gutta. Kom það fyrir að hún gætti þeirra yfir nótt svo við fengjum fullan svefn. Þessi að- stoð var alveg ómetanleg og sendi ég henni kærar þakkir fyrir. Ég vil einnig þakka fyrir tvær utan- landsferðir sem standa upp úr, önnur til Danmerkur í sumarbú- staðarferð, þar sem allir skemmtigarðar landsins voru heimsóttir, og hin til Benidorm, þar sem við lentum í því að eldur kom upp í svefnsófa út frá hand- vömm Spánverja í rafmagni. Við fengum þessa uppákomu endur- greidda með 14 daga ferð sumarið eftir en þá sat hún eftir heima og passaði fyrir okkur svo við gætum notið þess betur. Svona var hún. Ég vil þakka fyrir þessi kynni og öll þau ár sem ég hef mátt njóta með henni. Kristján B. Ólafsson. Elsku hjartans amma Dísa. Ég á svo margar yndislegar minning- ar um þig og þá sérstaklega þegar við fórum öll saman til Benidorm. Við vorum tvær saman í íbúð. Þú fylgdist með mér á hverju kvöldi ofan af svölunum meðan þú drakkst rauðvínið þitt og ég dans- aði við krakkana í bakgarðinum. Þú þurftir ekki annað en að standa upp og halla þér að hand- riðinu og þá vissi ég að það var kominn tími til að koma inn að sofa, ekki datt mér í hug að óhlýðnast þér og við sofnuðum hlið við hlið, ég og þú. Þetta var dýrmætur tími sem ég fékk með þér, elsku amma mín, og ég kynntist hinni raunveru- legu, sterku og flottu Jódísi þarna á Spáni – konunni sem hefur alltaf staðið með sínum skoðunum og löngunum. Ég veit ekki betur en að ég hafi frá fyrstu stundu kallað þig ömmu og við fallist í faðma eins og við höfum gert síðustu 26 árin. Þú kenndir mér svo sannarlega að það kemur manni langt að standa fast á því sem maður trúir á og elskar, og með það kveð ég þig yndislega amma mín, og þakka þér fyrir þann kærleika sem þú kenndir mér að sækjast eftir. Þín Halla Dögg. Jódís Jónsdóttir Ingibjörg Eyjólfsdóttir, fyrr- verandi enskukennari og fags- tjóri í ensku við Garðaskóla, er nýlega látin. Hún starfaði við skólann frá 1966 í um það bil 30 ár uns hún lét af störfum vegna aldurs. Hún var ekki bara góður kenn- ari heldur miklu fremur frábær kennari. Hún var mikils metin af öllum Ingibjörg Eyjólfsdóttir ✝ Ingibjörg Eyj-ólfsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1925. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 24. febrúar 2012. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Garðakirkju föstu- daginn 2. mars 2012. samkennurum og nemendum sínum vegna hæfileika sinna, dugnaðar og fagmennsku. Hún lagði mikinn metnað í starf sitt og að hún hefði sem allra best úrval kennslutækja og kennslugagna. Hún náði oft að sannfæra yfirvöld Garðabæjar um nauðsyn þess að veita aukið fjár- magn í kennslubækur og kennslugögn. Hún hafði góðan húmor og skemmti sér ávallt vel í góðra vina hópi. Hún hló með fólki en ekki að því. Henni fannst gott að reykja og lét ekki af þeim ósið á meðan hún vann í skólanum þó að hamast væri ákaflega gegn reykingum starfsmanna. Ingibjörg bar ávallt hag nem- enda sinna fyrir brjóst og vildi að þeir ynnu vel og samviskusam- lega öll sín verkefni og gaf ekkert eftir í þeim efnum. Enda skiluðu flestir nemendur hennar góðum árangri í námi sínu. Meðaltal nemenda skólans í ensku var ára- tugum saman með því hæsta á samræmdum prófum. Það var að mestu leyti góðu og farsælu starfi Ingibjargar að þakka. Hún vildi veg skólans sem mestan og lagði sannarlega sitt lóð á vogarskál- arnar til að svo mætti verða. Við undirritaðir fyrrum sam- starfsmenn hennar í Garðaskóla þökkum góð og skemmtileg kynni við frábæran kennara og mikilhæfa konu um leið og við sendum börnum hennar og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elisabet Magnúsdóttir, Guðrún Björg Egilsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, Hafdís Bára Kristmunds- dóttir, Halla Thorlacius, Helga María Ólafsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sturla Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.