Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Jóhanna Sig-urðardóttirfullyrti í gær
að krónan væri
mesta vandamál
þjóðarinnar og hún, Jóhanna,
ætlaði sér að standa fyrir þjóð-
arsátt um að kasta henni burt.
Engin rök fylgdu þessari árás á
krónuna. Bara hróp.
Vissulega er ósanngjarnt að
ætlast til þess að forsætisráð-
herra færi fram málefnaleg rök
fyrir dauðadómi yfir þjóð-
argjaldmiðlinum. Ekki að rök-
stuðningur sé ekki sjálfsagður
þegar svo mikið er sagt. En
þjóðin veit nú orðið að forsætis-
ráðherrann er ófær um að flytja
málefnaleg rök fyrir fullyrð-
ingum sínum og einnig þegar
„mesta vandamál þjóðarinnar“
á í hlut.
Sjálfsagt hefur einhverjum
þótt að stærsta vandamál þjóð-
arinnar í augnablikinu stæði í
ræðustólnum þá stundina.
Enda stendur ferill ráðherrans
því til vitnis. En svo vikið sé að
innihaldi órökstuddra fullyrð-
inga Jóhönnu og „sáttaboði“
hennar má nefna tvennt. Um
það verður ekki deilt, nema
deilunni sé haldið neðan við öll
mörk, að þrennt varð til þess að
fall bankanna felldi ekki þjóð-
ina um leið: Sjálfstæður gjald-
miðill, ákvörðun um að ábyrgj-
ast ekki gjörðir óreiðumanna,
sem varð innihald neyðarlaga,
og sterk staða ríkissjóðs, eftir
niðurgreiðslu skulda frá ár-
unum eftir 1993. Þjóðin fékk
vissulega skell, hún var skekin,
en vegna krónunnar, neyð-
arlaga, sterks ríkissjóðs og
óskaddaðs gjaldeyrisforða stóð
hún áfallið.
Þessir þættir eru flestum
augljósir í dag, ekki síst fræði-
mönnum utan landsteina. Hinir
heimóttalegu eru margir með
farteski sitt fullt af upphróp-
unum, hleypidómum og þjónk-
un og forðast því enn að horfast
í augu við staðreyndir. En það
kemur.
Í öðru lagi eru hinar órök-
studdu fullyrðingar Jóhönnu
Sigurðardóttur settar fram
þegar aðstæður í Evrópu æpa
framan í alla læsa menn. Gjald-
miðill þjóðar verður að taka mið
af efnahagslegum veruleika
hennar sjálfrar en ekki annarra
þjóða ef ekki á illa að fara.
Jóhanna Sigurðardóttir
kynnti sína leið til að bregðast
við „mesta vandamáli íslensks
samtíma.“ Hún sagðist þar og
þá bjóðast til að standa fyrir
samstarfi flokka um hina miklu
vá til að „ná sátt“ um nýjan
gjaldmiðil fyrir þjóðina, í stað
þess þjóðargjaldmiðils sem for-
sætisráðherrann rakkaði niður.
Augljóst má vera að flestir
stjórnmálamenn hljóta að for-
dæma hina smekk-
lausu atlögu þess,
sem síst skyldi, að
gjaldmiðli þjóð-
arinnar. Og allir
vita að Jóhanna Sigurðardóttir
er síst allra boðberi sáttar í
nokkru máli. Ríkisstjórn henn-
ar og þingmeirihluti stundar
sundrungarstarfsemi á öllum
sviðum þegar samstöðu er þörf.
Sértrúartilþrif Samfylkingar
í Evrópumálum klauf ríkissjórn
hennar sjálfrar frá fyrsta degi.
Þess vegna hefur kvarnast út
úr VG jafnt og þétt. Þingmenn
hlupu undan merkjum þegar
fáni ESB var farinn að skyggja
á flokksfánann. Sveitarstjórn-
armenn VG víða um land hafa
farið sömu leið. Sífellt berast
tilkynningar um úrsagnir úr
flokknum og fylgið hrynur af
honum. ESB-aðlögunarmálið er
í eðli sínu klofningsmál, eins og
reynslan annars staðar frá
sannar. Það var því tilræði við
sátt og samstöðu að setja slíkt
mál efst á dagskrá íslensks
stjórnkerfis þegar þjóðin þurfti
umfram alls á samstöðu að
halda.
Ríkisstjórnin hefur frá fyrsta
degi staðið fyrir árás á burð-
argrein íslensks efnahagslífs,
sjávarútveginn, og jafnan er því
haldið fram að það sé sérstök
sáttaviðleitni að hafa sjávar-
útveginn í uppnámi allt kjör-
tímabilið.
Því næst var ráðist að sjálfri
stjórnarskránni og fundið út að
bankahrun mætti að hluta rekja
til hennar. Enginn fótur er fyrir
því. Þegar ríkisstjórnin klúðr-
aði svo kosningu til „stjórnlaga-
þings,“ að Hæstiréttur neydd-
ist til að ógilda hana lét
forsætisráðherrann þingið gefa
réttinum langt nef. Enginn
burðugur fræðimaður hefur
treyst sér til að mæla með rugl-
andanum sem hið ólöglega
„stjórnlagaráð“ kom sér saman
um. Málið er einn hrærigrautur
og fjarri því að geta orðið sátta-
efni.
Næst er það hefndarstríðið
gegn pólitískum andstæðingum
sem staðið hefur frá fyrsta degi
þessarar stjórnar og stendur
enn þá eins og sést á hin öm-
urlega landsdómsmáli. Vitna-
leiðslu í því máli lauk þó með
viðeigandi hætti. Steingrímur
J. mætti þangað síðastur án
þess að til þess virtist nokkur
ástæða. Steingrímur var eina
vitnið sem varð sér rækilega til
skammar fyrir Landsdómi.
Vonandi tekst honum betur upp
þegar hann kemur þangað
næst.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur hefur reynst sundr-
ungarafl þjóðar, sem þarf mest
á samstöðu og vinnufriði að
halda.
Engin rök fyrir árás-
inni á gjaldmiðilinn}
Krónískt hatur
á krónunni
N
okkur ungmenni sátu að spjalli í
matsal Flensborgarskólans í
Hafnarfirði dag einn á síðari
hluta níunda áratugar síðustu
aldar, þóttust vera gáfuð og
veltu fyrir sér tækniframförum. Líklega er
þetta samtal svona minnisstætt vegna þess að
umræðuefnin voru að öllu jöfnu önnur og tals-
vert yfirborðskenndari en nýjustu straumar
og stefnur á tæknisviðinu. Ekki óraði neitt þess-
ara ungmenna fyrir tækniframförum næstu 20 ár-
in, enda ekkert þeirra gætt spádómsgáfu. Hefði
svo verið, væri eitthvert þeirra líklega núna
meðal ríkustu manna heims.
„Þróunin getur ekki endalaust haldið
áfram, einhverntímann hlýtur þetta að
hætta,“ sagði eitt ungmennið og viðstaddir
kinkuðu ákaft kolli. „Einhverntímann hættir
þetta allt. Og hvað þá?“ Enginn gat svarað því og samtal-
inu því sjálfhætt, enda brýn úrlausnarefni sem biðu, eins
og til dæmis hvernig ætti að svindla sér inn á Borgina.
Téður æskulýður stóð í þeirri bjargföstu trú árið 1988
að búið væri að finna upp allt sem hægt væri og máli
skipti. Ekki vissum við til dæmis að eftir nokkur ár
myndi fólk eiga stóran hluta samskipta sinna á netinu
(sem þá var að vísu búið að finna upp, en var einungis
fyrir fáa útvalda tölvuáhugamenn í Bandaríkjunum). Ef
einhver hefði reynt að útskýra netið fyrir okkur hefði
það væntanlega farið fyrir lítið. Við hefðum ekki skilið
þetta og væntanlega spurt í forundran til hvers í ósköp-
unum ætti að nota þetta net.
Mörg okkar ganga með lítið tæki í vas-
anum sem leysir af hólmi tugi annarra tækja.
Tækja, sem fram að þessu hafa tekið gríð-
arlegt pláss. Snjallsími sem vegur rúm 100
grömm getur þannig til dæmis sinnt hlut-
verki símtækis, tölvu, bókasafns af ótakmark-
aðri stærð (þar með talin öll 32 bindin af En-
cyclopaedia Britannica), vasareiknis,
leikjatölvu, leiðsögutækis, dagbókar, geisla-
spilara, landakorts, myndavélar, upp-
tökutækis, kvikmyndavélar, útvarps, dag-
blaðs, sjónvarps … svona væri hægt að halda
endalaust áfram.
Nú gæti einhver freistast til að halda því
fram að búið sé að finna upp allt sem skiptir
máli. Að ekki sé endalaust hægt að finna upp
og að nú sé komið að endimörkum tækninnar.
En svo er nú ekki, og víða er óplægður akur fyrir upp-
finningamenn..
Fyrst hægt var að finna upp snjallsíma, þá ætti að
vera hægt að búa til skotheldar uppeldisaðferðir sem fá
börn til að hlýða foreldrum sínum án múðurs (og hér
með eru hugvitssamir grátbeðnir um að láta vita ef slíkar
aðferðir eru til), súkkulaði án hitaeininga, tæki sem gerir
manni kleift að lengja sólarhringinn um svona eins og
fjóra tíma, frið á jörðu og reglugerð sem hamlar forseta í
að sitja makindalega á valdastóli eins lengi og hann lyst-
ir. En það er væntanlega skortur á einhverju öðru en
tækni sem hamlar því síðastnefnda. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Er ekki búið að finna upp allt?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
K
vartanir frá gangandi
vegfarendum og upp-
lýsingar sem fyrir lágu
um gáleysislegan akst-
ur á rafmagnsvespum
vógu þungt á metunum þegar Um-
ferðarstofa var beðin um af hálfu inn-
anríkisráðuneytisins að meta hvort
rétt væri að rafmagsnsvespur yrðu
skráningarskyldar og hvort sækja
þyrfti námskeið til að öðlast réttindi
til að aka þeim. Slíkt er lagt til í drög-
um að umferðarlögum sem fljótlega
verða lögð fyrir Alþingi og eru drögin
að mestu samhljóða tillögum Um-
ferðarstofu frá júlí í fyrra.
Þetta var þó alls ekki eina ástæðan
og nýja flokkunin tekur raunar mið
af tíu ára gamalli Evróputilskipun
sem var að mestu tekin upp í íslenska
reglugerð árið 2004.
Fyrst fór að bera á rafmagnsvesp-
unum hér á landi vorið 2010. Nokkur
umræða var um hvaða reglur ættu að
gilda um vespurnar en um sumarið
var kveðið upp úr um að í samræmi
við ákvæði umferðarlaga myndu þær
flokkast sem reiðhjól.
Í drögum að umferðarlögum sem
verða væntanlega lögð fyrir Alþingi
innan skamms er skilgreiningu á
reiðhjólum breytt og hún þrengd
þannig að hún nær til „ökutækja“
sem knúin eru áfram með stig- eða
sveifarbúnaði. Ákvæði sem gilda um
reiðhjól gilda m.a. einnig um raf-
magnshjól en þau eru sérstaklega
skilgreind þannig að hámarksafl
þeirra megi ekki vera meira en 0,25
kW og mótorinn má aðeins veita afl
ef hjólið er stigið og hættir að veita
afl þegar 25 km hámarkshraða er
náð.
Þetta síðasttalda ákvæði er efn-
islega samhljóða því sem kemur fram
í h-lið 1. greinar tilskipunar Evrópu-
sambandsins númer 2002/24/EB,
sem eins og númerið gefur til kynna
er frá árinu 2002.
Samkvæmt upplýsingum frá Um-
ferðarstofu var þessi tilskipun inn-
leidd að mestu leyti í IV. viðauka við
reglugerð um gerð og búnað öku-
tækja frá árinu 2004. Á hinn bóginn
samræmdust hvorki íslensk lög né
reglugerðir ofangreindum h-lið.
Hefðu íslensk lög og reglugerðir
samræmst tilskipuninni hefðu raf-
magnvespur verið skráning-
arskyldar frá og með árinu 2004 og
hefðu flokkast sem létt bifhjól. Þar
með hefði þurft að sækja ökunám og
fá ökuréttindi áður en leyfilegt var að
aka þeim.
Búist við fjölgun
Samkvæmt upplýsingum Umferð-
arstofu eru tillögurnar um rafmagns-
vespur að mestu samhljóða þeim sem
gilda m.a. á Norðurlöndunum. Aukin
notkun og upplýsingar um gáleys-
islegan akstur hafi orðið til þess að
Umferðarstofa hafi talið nauðsynlegt
að setja um þær skýrari og stífari
reglur. „Umferðarstofa er fylgjandi
þessum ferðamáta enda um hag-
kvæman, umhverfisvænan og þægi-
legan ferðamáta að ræða en um leið
þarf að gæta að örygginu,“ segir
Marta Jónsdóttir, yfirlögfræðingur
Umferðarstofu. Gera megi ráð fyrir
fjölgun minni og sparneytnari öku-
tækja í ljósi hækkandi orkuverðs og
vitundarvakningu um umhverf-
isvernd.
Hér á landi hefur einnig verið seld-
ur búnaður til að breyta venjulegum
reiðhjólum í rafmagnshjól. Algeng-
ast er að mótorinn sé 0,5 kW og á
þessum hjólum má komast yfir 50 km
hraða, án þess að stíga fótstigin um
leið. Ef hjólin komast hraðar en 25
flokkast þau sem létt bifhjól í flokki
II. Komist þau hraðar en 45 km/klst
munu þau flokkast sem bifhjól og
mega þá eingöngu vera á akbrautum,
skv. upplýsingum frá Umferðarstofu.
Ákvæði um vespur
ekki innleidd 2004
Ljósmynd/Lögreglan
Óráð Hér sjást unglingar þrímenna á rafmagnsvespu og aka á móti umferð í
þokkabót. Myndin var tekin í fyrrasumar.
Í drögunum að umferðarlögum
kemur fram að rafmagnsvesp-
urnar megi vera á götum þar
sem hámarkshraði er 50 km/
klst. eða minni. Þær mega fara
um sömu stíga og reiðhjól.
Vespurnar verða skráning-
arskyldar og tryggingaskyldar
en ekki skoðunarskyldar. Al-
menn ökuréttindi nægja en ung-
menni á aldrinum 15-18 ára
þurfa að taka próf til að mega
aka þeim enda er í nýju lög-
unum gert ráð fyrir að lág-
marksaldur til að öðlast öku-
réttindi verði 18 ár. Verði drögin
að lögum verður að vera með
mótorhjólahjálm á vespunum,
reiðhjólahjálmur dugar ekki.
Skylda að
skrá vespur
PRÓF FYRIR 15-18 ÁRA
Vespur Mega nota hjólreiðastíga.