Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á
gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar
eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í
eindaga til og með 15. mars 2012, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og
með 5. mars 2012 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið
hafa í eindaga til og með 15. mars 2012, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og
tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á
gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi,
launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og
aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar
sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af
ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir,
fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi,
sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi
Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar,
sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan
kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert
fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk
útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til
að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds,
vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af
ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem
lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir
gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði
þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki
í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. mars 2012
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Björgun Lögreglumaður með smyrilinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
kom smyrli til hjálpar fyrr í vikunni
en sá fannst skammt frá Elliða-
vatnsvegi í Garðabæ. Fuglinn gat
ekki flogið og því var hann færður í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til
aðhlynningar.
Ekki er ljóst hvort um karl- eða
kvenfugl er að ræða enda sést það
víst ekki svo glöggt. Óvíst er hvort
smyrillinn er vængbrotinn en reyn-
ist það raunin eru batahorfur litlar,
segir í tilkynningu lögreglu.
Smyrli hjálpað
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins
voru veitt í sjötta sinn við hátíðlega
athöfn í vikunni. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, veitti
verðlaunin en þau eru veitt í fjórum
flokkum, auk heiðursverðlauna.
Að þessu sinni var það Dyngjan,
áfangaheimili fyrir konur, sem
hlaut verðlaunin. Dyngjan hefur
verið starfandi síðan 1988 og reynst
mikilvægur áfangastaður fyrir kon-
ur sem eru að koma úr áfengis- og
vímuefnameðferð. Þar fá þær tæki-
færi til þess að breyta og byggja
upp allsgáðan og ábyrgan lífsstíl á
meðan þær dvelja í Dyngjunni.
Edda Jóhannsdóttir, sem veitir
Dyngjunni forstöðu, tók við verð-
laununum.
Aðrir sem fengu verðlaun voru
Paulin McCarthy í flokknum
„Hvunndagshetja“, Bandalag ís-
lenskra skáta fékk verðlaun í
flokknum „Frá kynslóð til kyn-
slóðar“ og sjónvarpsþátturinn Með
okkar augum hlaut verðlaunin i
flokknum „Til atlögu gegn for-
dómum“.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Verðlaun Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í sjötta sinn við hátíðlega athöfn á
dögunum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin.
Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur, hlaut
samfélagsverðlaun Fréttablaðsins
Waldorfleikskólinn Ylur og Wal-
dorfskólinn í Lækjarbotnum verða
með sitt árlega opna hús á morgun,
laugardag, frá klukkan 13 til 16.
Skólarnir eru á sínu 21. starfsári en
í tilkynningu segir að þeir séu í fal-
legum, grónum dal, umkringdir
fjöllum, um 10 km austan við
Rauðavatn í Reykjavík. Þangað
koma rúmlega 60 börn á grunn-
skólaaldri og um 20 leikskólabörn
með skólarútu á degi hverjum.
Á opnu húsi gefst fólki tækifæri
til að kynna sér umhverfi og
kennsluhætti í skólanum. Boðið
verður upp á innsýn í bekkjar-
kennslu, handverk og listgreinar.
Einnig verða stuttar kynningar á
kennsluaðferðum, námsefni og á
ævintýraheimi leikskólans og yngri
bekkjanna. Hægt verður að líta inn
í eldsmiðju, tálgunarkofa og leir-
gerð og jafnvel baka brauð á teini.
Foreldrar barna í skólanum verða á
staðnum og svara spurningum.
Í Waldorfskólunum er unnið eftir
hugmyndafræði Rudolfs Steiners
en í tilkynningu segir að þar sé
hugtakið „hugur-hjarta-hönd“ vel
þekkt.
Waldorf Opið hús verður í Lækjarbotnum
á morgun frá klukkan 13 til 16.
Opið hús í Waldorf-
skóla á laugardag
Markvert ehf. er nýtt fyrirtæki sem
stofnað hefur verið á Sauðárkróki og
sérhæfir sig í viðburðastjórnun,
markaðs- og kynningarmálum og al-
mannatengslum. Eigendur eru hjón-
in Karl Jónsson og Guðný Jóhann-
esdóttir.
Í tilkynningu segir að Markvert
bjóði upp á þjónustu við aðila sem
vilja halda viðburði af ýmsum toga.
Fyrirtækið geti haldið utan um við-
burði frá a til ö eða komið að ein-
stökum þáttum framkvæmdarinnar,
sem lúta meðal annars að markaðs-
og kynningarmálum. Þau Karl og
Guðný segjast einnig taka að sér kynningarmál fyrirtækja á ársgrundvelli
og sjá m.a. uppfærslu á heimasíðum. Sjá nánar á markvert.is.
Markvert hjá hjónum á Sauðárkróki
Markvert Hjónin Karl Jónsson og Guðný
Jóhannesdóttir eru eigendur fyrirtækisins.
Þjóðfræðistofa og þjóðfræði við Há-
skóla Íslands, í samstarfi við Eddu-
öndvegissetur, standa fyrir fjórða
árlega Húmorsþinginu á morgun,
laugardag, á Hólmavík. Húmors-
þingið er bæði vetrarhátíð og mál-
þing um húmor sem fræðilegt við-
fangsefni. Á málþinginu munu
fræðimenn koma fram og varpa
ljósi á nýjustu rannsóknir og miðl-
un á húmor. Í fyrirlestrum og um-
ræðuhópum verður rætt um hinar
ýmsu birtingarmyndir húmors og
margvíslega iðkun þess í daglegu
lífi og fjölmiðlum.
Húmor á Hólmavík
í fjórða sinn
STUTT
Tíu ár voru liðin í gær frá því að
læknavakt hófst í tengslum við
sjúkraflugið. Læknavaktin starfar í
nánum tengslum við sjúkraflutn-
ingamenn í Slökkviliði Akureyrar.
Sjúkraflutningamenn með neyðar-
flutningaréttindi hafa frá árinu 1997
farið með í allt sjúkraflug sem farið
hafa verið í frá Akureyri.
Sjúkraflutningar í sjúkraflugi
hafa verið að meðaltali 460 á ári und-
anfarin fimm ár. Árlega berast á
milli 400 og 500 beiðnir um sjúkra-
flug en þeim beiðnum hefur heldur
fækkað síðustu ár.
Árið 2007 var 571 sjúkraflug farið
en árið 2009 hafði ferðunum fækkað
umtalsvert þegar flognar voru 464
sjúkraflugsferðir. Árið 2010 voru
ferðirnar 448 og á síðasta ári voru
þær 460.
Í um það bil helmingi tilfella fara
læknar með í flug en þeir fara alltaf
með í forgangsflug. Þeir læknar sem
fara með í sjúkraflug eru ýmist
læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
eða Heilsugæslustöðinni og hafa þeir
hlotið sérstaka þjálfun til þess að
geta farið í sjúkraflug. Á Akureyri er
miðstöð sjúkraflugs á landinu og
Sjúkrahúsið á Akureyri er land-
fræðilegur bakhjarl þess, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Flugfélagið Mýflug sinnir öllu
sjúkraflugi innanlands. Samningur
þess efnis er í gildi við innanríkis-
ráðuneytið til ársins 2013.
Læknar á flugi í tíu ár
Sjúkraflug hefur
dregist saman Mý-
flug sér um sjúkra-
flutninga innanlands
Sjúkraflug - tölur yfir meðaltal
600
500
400
300
200
100
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011
Fjöldi fluga Fjöldi sjúklinga Læknir með