Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 KOLAPORTIÐ Opið í dag, laugardag og mánudag, annan í hvítasunnu frá kl. 11-17 Verið velkomin Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst auka út- gjöld til hreinsunar á veggjakroti á þessu ári. Undanfarin ár hefur hreinsun að mestu verið innan mið- borgarinnar en úthverfin hafa setið á hakanum. Um 26 milljónum króna var varið í hreinsun á veggjakroti á síðasta ári, en um 55 milljónir kr. ár- ið 2010. Mest voru útgjöld til veggja- krots árið 2008 þegar 159 milljónir voru veittar í þrif á veggjakroti. Nokkuð hefur borið á veggjakroti og þá sérstaklega í úthverfum Reykjavíkur að undanförnu. Guðmundur Vignir Óskarsson er verkefnastjóri á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. „Því er ekki að neita að úthverfin hafa drabbast niður. Við vitum af því og erum að bregðast við því,“ segir Guðmdundur. Hann segir ástæðuna vera fjárhagslegs eðlis. „Tölurnar segja sína sögu. Það er búið að draga töluvert úr þessum útgjaldalið hjá borginni. Við fórum í mikið átak í þessum efnum árið 2008 eftir að kvörtunum rigndi inn. Þá fórum við eft- ir hugmyndafræði Finna um skipulag. Lykilatriði er Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vel lítur út með veður víðast hvar á landinu um hvítasunnuhelgina. Reyndar má búast við að rigni á Vestfjörðum í dag, en svo stytti upp og víða verði sólríkt. Hitastig hefur stigið verulega síðustu daga og í dag er búist við að hiti klifri yfir 20 stig á norðaustanverðu landinu. Svo gæti farið að maí yrði yfir meðallagi hvað hitastig varðar þrátt fyrir kuldahret, sem nefnt var krossmessukast, rétt fyrir miðjan mánuðinn. Hiti fyrstu 24 daga maímánaðar er um hálfu stigi neðan meðallags í Reykjavík, en ívið minna fyrir norð- an og austan, samkvæmt upplýs- ingum Trausta Jónssonar, veður- fræðings á Veðurstofu Íslands. Í Stykkishólmi er hitinn nú þegar kominn rétt yfir meðallag. Gert er ráð fyrir tiltölulega hlýju veðri síð- ustu dagana þannig að enn er mögu- leiki á að ná meðallaginu. Und- anfarna daga hefur vikið minnkað um 0,1°C á dag í Reykjavík. Alloft meiri meðalhiti í apríl norðan- og austanlands Aðspurður segir Trausti að með- alhiti sé alloft hærri í apríl en í maí- mánuði um landið norðan- og aust- anvert. Það hefur til dæmis gerst níu sinnum á Akureyri frá upphafi sam- felldra mælinga árið 1881, síðast í fyrra. Á landinu í heild hefur það gerst fjórum sinnum á sama tíma- bili, síðast 1979. Í Reykjavík hefur maí aðeins einu sinni verið kaldari en apríl. Það var 1873 en munurinn var svo lítill að ekki er hægt að telja hann marktæk- an, samkvæmt upplýsingum Trausta. Hlýtt í Ásbyrgi Hæsti hiti sem mælst hefur í nú- líðandi maí er 20,7 stig sem mældust í Ásbyrgi á miðvikudag. Mest frost mældist -16,6 stig á Brúarjökli hinn 17. maí og mesta frost í byggð mæld- ist á Þingvöllum hinn 9. maí, -10,1 stig. Hiti í maímánuði gæti orðið yfir meðallagi  Meðalhiti fjórum sinnum hærri í apríl en í maí á landinu Hlýtt í veðri » Mestur hiti kl. 15 í gær var á Miðfjarðarnesi á Langanes- strönd, 20,1 gráða. Þá var 19,4 stiga hiti á Seyðisfirði og 19,3 gráður á Raufarhöfn. » Á hálendi var mestur hiti á Möðrudal, 16,8 gráður, og 16,2 stig á Vopnafjarðarheiði. Meðalhiti í hverjum mánuði í Reykjavík og á Akureyri, meðaltal árin 2001-2010 12°C 10°C 8°C 6°C 4°C 2°C 0°C -2°C Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. 0, 9° 0, 5° 1 ,9 ° 4, 2° 7,0 ° 10 ,4 ° 11 ,9 ° 11 ,4 ° 8, 9° 4, 9° 2, 4° 1, 6° -0 ,4 ° -1 ,0 ° 0, 5° 3, 1° 5, 9° 9, 9° 11 ,4 ° 10 ,9 ° 8, 3° 3, 3° 0, 6° 0, 3° Veggjakrot og veggmyndir eru aðgreindir hlutir. Gerður er skýr grein- armunur á þessu tvennu hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavík- urborgar. Hægt er að fá leyfi hjá byggingarfulltrúa til þess að stunda sína vegglist. „Veggjakrot og veggmynd eru ólíkir hlutir. Sumir hafa fengið leyfi hjá byggingarfulltrúa til þess að stunda sína veggmyndagerð. Einnig er hægt að fá leyfi í tengslum við listahátíð Reykjavíkur. Hljómalindarreiturinn er gott dæmi um það,“ segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri Fram- kvæmda- og eignasviðs. Hann tiltekur sérstaklega að vegg- listamenn þurfi leyfi frá borginni til ástundunar vegglistar. „Ef fólk gerir veggmynd án leyfis getur það ekki verið öruggt með að myndin fái að vera í friði,“ segir Guðmundur. Krot ekki sama og veggmynd VEGGLISTAMENN FÁ AÐ NJÓTA SÍN MEÐ LEYFI BORGARINNAR Guðmundur Vignir Óskarsson að borgaryfirvöld hreinsi um leið og krotið kemur á veggi. Að öðrum kosti er hætt við því að þeir sem kroti fái meira út úr því og það hvetji aðra til dáða,“ segir Guð- mundur. Miðborgin í fyrirrúmi Undanfarin ár hefur miðborgin verið í fyrirrúmi þegar kemur að þrifum á veggjakroti. ,,Þar eru sér- stakar aðstæður. Þar er mikill túr- ismi, stjórnsýsla og ýmis þjónusta. Fólk kemur þarna saman. Því var reynt að leggja peninga í það að halda miðborginni hreinni,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar hefur fólk ut- an borgarstarfseminnar komið að þrifum í auknum mæli. „Við höfum reynt að hvetja borgarana sjálfa til þess að þrífa. Eins hafa hópar og sjálfboðaliðar hjálpað okkur við að þrífa krotið,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýmálað Stefnt er að því að takast á við veggjakrot í úthverfum sem hafa drabbast niður undanfarin ár. Meiri útgjöld í hreins- un á veggjakroti  Úthverfin hafa drabbast niður  Miðborginni haldið við Í vor gafst íslenskum dýralæknum tækifæri til að auka við þekkingu sína í greiningu og meðhöndlun á tannvandamálum og öðrum meinum í munni hesta. Auk lifandi hesta með og án þekktra vandamála var unnið með hrosshausa sem safnað hafði verið í sláturhúsi. Sláandi var að sjá hversu alvarlegar tann- skemmdir höfðu hrjáð marga þá hesta, sem leiðir hugann að hversu margir hestar eru í raun sendir til slátrunar vegna afleiðinga tann- skemmda, segir á heimasíðu Mat- vælastofnunar. „Undirbit jaxla er algengur bit- galli í íslenska hrossastofninum sem með tímanum dregur úr möguleik- um hesta til að tyggja eðlilega. Ef ekki er gripið til réttrar meðhöndl- unar taka vandamálin að hrannast upp. Los á tönnum, tannholdsbólg- ur, óeðlilegt tannslit og sár í slím- húð munnsins eru dæmi um sárs- aukafullar afleiðingar sem margir hestar mega lifa með. Hestar sem bíta í mél fá sambærileg vandamál að viðbættri glerungseyðingu sem með tímanum getur leitt til tannátu. Alvarlegustu tannskemmdirnar reyndust þó brotnar tennur eftir kjaftglennur og skemmdar tennur eftir raspanir,“ segir á mast.is Dýralæknadeild Landbúnaðarhá- skóla Svíþjóðar (SLU) stóð fyrir námskeiðinu í samvinnu við Dýra- lækni hrossasjúkdóma hjá Matvæla- stofnun og var það haldið á Hólum. Um framhaldsnámskeið var að ræða, með áherslu á nákvæmar skoðanir á tönnum og munnholi auk röntgengreininga. Farið var yfir möguleika á meðhöndlun algengra vandamála. aij@mbl.is Alvarlegar tann- skemmdir hrjá marga hesta Morgunblaðið/RAX Hrossahlátur Undirbit jaxla er al- gengur bitgalli í hrossastofninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.