Morgunblaðið - 26.05.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.05.2012, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega, auðigur þóttumst er eg annan fann, maður er manns gam- an. (Hávamál.) Aldingarður eldri borgara Á Íslandi er eins og að stjórn- málamenn ætli sér ekki að verða gamlir, því lítið heyrist frá þeim varðandi málefni aldraðra nema rétt fyrir kosningar. Einhverra hluta vegna eru málefni eldri borg- ara látin sitja á hakanum ár eftir ár í umræðunni þegar okkar heittelsk- aða, en jafnframt umdeilda velferð- arkerfi er til skoðunar. Í stefnuskrá stjórnmálahreyfing- arinnar Hægri grænna, flokks fólksins notumst við við nýja stefnu í umönnun og hjúkrun aldraðra, sem heitir „The Eden Alternative“ eða Eden-hugmyndafræðin á ís- lensku og er alþjóðleg hreyfing sjálfseignarstofnana sem eru stað- ráðnar í því að bæta umhyggju, bú- setu, umhverfi og lífsgæði eldri borgara. Eden-hugmyndafræðin veitir forsvarsmönnum öldr- unarheimila leiðsögn í að breyta stofnanahugsun í að færast nær því að geta skapað virkt samfélag eldri borgara, nokkurs konar aldingarð eldri þegna þjóðfélagsins, þar sem virðing er borin fyrir hverjum manni, vist- og lífsgæði endurmetin svo allir hafi ánægju af dvöl sinni á meðal jafningja þegar hausti hallar. Eden-hugmyndafræðina setti dr. William Thomas fram fyrir hartnær tveimur áratugum. Eden hugmyndafræðin – 10 lyklar  Plágurnar þrjár; einmanaleiki, vanmætti og depurð eru því miður fylgifiskar ellinnar.  Lífsgæðasamfélag eldri borg- ara felur í sér að skapa lífsvið- urværi, þar sem lífið snýst um sam- skipti og umhyggju fyrir plöntum, dýrum og börnum. Það eru þessi samskipti sem veita ungum jafnt sem öldnum leið til frekari lífshamingju.  Ástrík samskipti eru mótvægi einmana- leika. Eldri borgarar eiga að hafa auðvelda leið til samskipta við dýr og menn.  Lífsgæðasamfélag eldri borgara skapar tækifæri fyrir um- hyggju, hvort sem hún er þegin eða gefin. Umhyggja er mótvægi vanmáttar.  Lífsgæðasamfélag eldri borg- ara býður upp á daglegt líf litað af sjálfsprottinni fjölbreytni og sí- breytileika, þar sem umhverfið skapar óvænt og ófyrirsjánleg sam- skipti. Þetta er mótvægi depurðar.  Innantómar og tilgangslausar athafnir slæva hugann. Tækifæri til athafna á gefandi og á þýðingarmik- inn hátt er grundvöllur betri heilsu.  Lyfja- og læknismeðferð á að þjóna, en ekki stjórna þeim sem á henni þarf að halda.  Lífsgæðasamfélag eldri borg- ara virkjar þá varðandi hefðbundna stjórnunarhætti elliheimila, þannig að þeir sjálfir, nákomnir ættingjar eða vinir hafa meira um þjónustuna að segja.  Lífsgæðasamfélag eldri borg- ara er samfélag í stöðugri þróun. Í virkri þjónustu við aldraða má aldr- ei skilja mannlega þáttinn frá.  Góð leiðsögn, sjálfstæð hugsun og styrk forysta eru lykilatriði í baráttunni við plágurnar þrjár. Í dag finnast aldingarðar eldri borgara, sem starfa samkvæmt Eden-hugmyndafræði um víða ver- öld, meðal annars í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna. Flokkurinn vill breyta risastórum stofnanavæddum elliheimilum og gjörbreyta um- gengni við eldri borgara þjóðfélags- ins með litlum aldingörðum sem líkjast heimilum fólks, þar sem þeir geta lifað með fullri reisn, eftir eig- in höfði og unnið að sínum áhuga- málum. Yfirstigið einmanaleika, vanmátt og depurð. Nýtt hæfileika sína og reynslu til góðra verka, m.a. til lesturs fyrir börn og unglinga. Ræktað sitt grænmeti, haft gælu- dýrin sín hjá sér og lifað gefandi lífi fyrir sjálfan sig og aðra. Eldri borgurum fjölgar Á seinasta ári var hlutfall 60 ára og eldri af þegnum landsins 16,7%. Hagstofa Íslands hefur gert mann- fjöldaspá til ársins 2060. Henni er skipt í þrennt: háspá, miðspá og lágspá. Samkvæmt lágspánni mun hlutfall sextíu ára og eldri vaxa nokkuð jafnt og þétt til ársins 2060, þegar 31,6% landsmanna verða sex- tíu ára og eldri. Sé miðað við mið- spána verður hlutfallið 28,8% og 26,2% sé miðað við háspána. Háspá- in gerir ráð fyrir að Íslendingar verði 493.800 árið 2060 og sextíu ára og eldri verði þá rétt rúmlega 129.000. Af þessum tölum má sjá að mikill vöxtur er í þeim aldurshópi sem er að fara á eftirlaun og mikil þörf er fyrir húsnæði fyrir aldraða. Verða Íslendingar að endurhugsa húsnæðisþörfina og þjónustuna sem við ætlum að veita eldri borgurum þjóðfélagsins. Ríkið hefur nú þegar lokað St. Jósefs spítala í Hafnarfirði (3700 m²), Arnarholti á Kjalarnesi (5000 m²), Víðinesi (2200 m²) og Víf- ilsstöðum (4000 m²), sem eru sam- tals 14.900 m² af tómu húsnæði sem liggur undir skemmdum. Að sjálf- sögðu kostar viðhald, upphitun o.s.frv. tugi milljóna á ári. Hægri grænir, flokkur fólksins, vilja breyta þessum byggingum í ald- ingarða fyrir eldri borgara og leysa þar með tvö vandamál; þörfina fyrir nýtt rými fyrir aldraða og kostn- aðinn og eyðilegginguna sem felst í að hafa byggingar grotnandi niður. Það er löngu kominn tími til þess að hugsa betur um þá sem ruddu brautina fyrir okkur sem yngri eru. Plágurnar þrjár Eftir Guðmund F. Jónsson » Á seinasta ári var hlutfall 60 ára og eldri af þegnum lands- ins 16,7% Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Ólafur Ragnar hefur gert forseta- embættið svo pólitískt að ófært er að hann sitji áfram að Bessastöð- um, hann hefur fært úr lagi það sameiningartákn sem embættið var þegar Krist- ján þéraði bænd- ur og búalið og Vigdís gróð- ursetti stilka svo sauðkindin mætti hafa eitthvað að éta, til spari, þegar hún loks kæmist yfir girðingar. Í þessum eða líkum tón tala menn og vilja Ólaf Ragnar burt! Ekki er spurt hvort þetta sé rétt. Enda gæti svarið verið óþægilegt. Rétt er reyndar að pólitík var meira áberandi í embættisfærslum Ólafs Ragnars en fyrirrennara hans í embætti en þá er kannski skyn- samlegt að spyrja: Hvers vegna? Jú, það spurðist annað slagið þegar hann sat á valdastóli að ein- dreginn og óaflátanlegur þjóðarvilji stæði til hins eða þessa. Í kjölfarið var farið með bílfarma af manna- nöfnum til Bessastaða og þótti ei leiðin löng. Voru þessar bænaskrár svo langar að skottið á þeim skreið um Engidalinn þegar Ólafur hóf lesturinn við útidyrnar á Bessastöð- um. Það vill segja, þjóðin bað um pólitík! Ekki alltaf sami mannskap- urinn í hvert eitt sinn, en alltaf þjóðin. Fólkið í landinu vildi endi- lega að herra Ólafur Ragnar Grímsson sargaði það niður úr þeim snörum sem misvitrir stjórn- málamenn höfðu brugðið yfir fúin krosstré í þeim ásetningi sínum að hengja þjóð sína og skipti þá engu hvort það átti að vera fyrir bakara eða smið. Þjóðin bað forseta sinn um hjálp, enda hefur þessi sama þjóð ávallt haldið því fram að rétt sé að hafa mann í hlutverki örygg- isventils (svo smekklegt sem það er) suður á Bessastöðum. Og slíkur öryggisventill vildi Ólafur vera – með sax. Aftur og aftur hefur þessi sama þjóð grenjað yfir því að þingmenn- irnir sem hún kjósi sér séu oftast fávitar, líklega hennar vegna eða hvað? – og því hefur hún sagt slag í slag að rétt sé að hún sjálf, þjóðin altso, fái það sem kallað er á sunnudögum beint lýðræði. En það er það kallað þegar allir eru alltaf spurðir um allt svo aldrei megi komast að neinni niðurstöðu. Ólafur svaraði kallinu; köllunum – og kerlingunum. Og Ólafur Ragn- ar Grímsson sendi hin ólíkustu mál í dóm þjóðarinnar og eins og við var að búast klufu þær sendingar forsetans þjóðina í fylkingar. Og hefði þá ekki mátt ætla að all- ir væru glaðir? Eða var það ekki nákvæmlega það sem að var stefnt? Öllum mátti ljóst vera – sama hvaða skoðanir þeir höfðu á þessum einstöku málum – að aldrei yrði sátt um verk forsetans. Því eru það ólíkindalæti af versta tagi – og í raun nokkuð meira í ætt við hráa hræsni – að halda því fram að Ólaf- ur Ragnar Grímsson hafi gert for- setaembættið pólitískt. Nema jú á þann hátt að hann gerði það sem þjóðin – svo sem ekki allir í einu hljóði en andskoti magnaður nafna- haugur í hvert eitt sinn – bað um að hann gerði. Og þá er rétt að ítreka það sem að ofan var sagt: Hann er vandset- inn skítabekkurinn. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON, rithöfundur á Eyrarbakka. Hann er vandsetinn skítabekkurinn Frá Guðmundi S. Brynjólfssyni Guðmundur S Brynjólfsson Bréf til blaðsins ESB notar hvert tækifæri til að sýna okkur Íslendingum hversu miklir vinir okkar það er. Tökum Icesave fyrst: Stendur ESB með okkur íslensku þjóðinni eða ræningjunum Bretum og Hol- lendingum? ESB hefur upplýst að það muni styrkja ræningjana af alefli gegn íslenska hryðjuverka- pakkinu – þvinga íslensku þjóðina til að greiða hundruð milljarða – lán sem við tókum í raun aldrei þjóðin. Hvernig er þá staðan varð- andi tilteknar auðlindir, s.s. hvala- stofninn og makrílstofninn? Jú, það er þannig að ef við lofum ekki að hætta að veiða úr þessum stofnum í okkar eigin landhelgi, þá hóta vinir okkar í Brussel að setja á okkur viðskiptabann. Þar sem við erum enn ekki orðin leppríki ESB sýnist mér að við ráðum því bara sjálf hvað og hversu mikið við veiðum úr okkar eigin fiskveiðilögsögu. Það er kannski kominn tími til að við finnum okkur aðrar við- skiptaþjóðir – og þá helst þjóðir sem eiga ekki þá hugsjón að leggja okkur undir vald sitt með góðu eða illu. Ennþá er margt að varast í samskiptum okk- ar við valdaræningjana ESB. Ís- lensku ESB-fulltrúunum skyldum við hreinlega vara okkur á. Þeir hafa örugglega ekki hreint mjöl í pokahorninu og eru tilbúnir að beita ýmsum brögðum til að ná sínu fram, þar á meðal að fjarlægja óþægilegar hindranir á leið sinni til Brussel. Að vísu er ég rólegri á meðan örugglega er rétti húsbónd- inn á Bessastöðum, hr. Ólafur Ragnar. Allavega er það fáranlegt að íslenska þjóðin er í stórillindum Vinir okkar í Brussel, forsetakosn- ingar framundan Frá Karli Jónatanssyni Karl Jónatansson Höfum pláss fyrir eina eign á skrá í viðbót – Er það þín eign? REDKEN ONLY SALONÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR Komdu inn í sumarið Viltu breyta til með aðstoð fagmanna? Nýju vor- og sumarlínurnar frá Haute Coiffure Frances, Intercoiffure Mondial og Pivot Point komnar HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRALITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI S. 568 7305 • SALONVEH.IS SALONVEH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.