Helgafell - 01.09.1942, Síða 19

Helgafell - 01.09.1942, Síða 19
VARNIR RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA 247 með her, hvort sem væri á láði eða í lofti. Á dögum borgarastyrjaldarinnai hafði Lenín verið kominn á fremsta hlunn með að flytja aðsetur stjórnar- innar austur fyrir Uralfjöll. Nú tók Stalín það til bragðs að stofna nýtt framleiðslukerfi í Síberíu, ef svo skyldi til takast, að ekki yrði komið vörnum við í hinu gamla Rússlandi. Árið 1930 boðaði Stalín á 16. þingi bolsévíkaflokksins, að skapa yrði samsteypu kola- og járniðnaðar í Sí- beríu. Síðan eru liðin tólf ár, og nú eru þar risin upp tröllaukin iðjuver, sem framleiða vopnin, er Rauði her- inn notar í vörn sinni vestan Volgu. Iðnaðarkerfi þetta markast af tveim- ur skautum: Magnítógorsk í Uralfjöll- um og Kústnetsk í Vestur-Síberíu, í norðvestur frá upptökum Jenisseifljóts Vegalengdin milli þessara skauta er 2000 km. Hjá Magnítógorsk er mikill járnmálmur í jörðu, en lítil kol. En í Kúsnetsk eru mestu kolalög í heimi, — um 400 milljarðar tonna, að því er tal- ið er. í Magnítógorsk eru mestu stál- og járnverksmiðjur Evrópu, og eru kol- in flutt þangað frá Kúsnetsk. í Kús- netsk eru einnig miklar járn- og stál- verksmiðjur, og er járnmálmurinn fluttur þangað frá Magnítógorsk. { sambandi við báðar þessar hráefna- lindir eru traktoraverksmiðjurnar í Tsjeljabínsk, járnbrautarvagnaverk- smiðjur í Tagíl og verkfæra- og véla- verksmiðjur í Sverdlovsk, svo að- eins fáar séu nefndar. Fyrir sunnan þessi iðnaðarhéruð er Kazakstan-lýðveldið, sem geymir í jörðu kynstur af kolum, kopar, sínki og blýi. Hjá Karakanda eru miklar kolanámur, og á strönd Balkassvatns- ins hafa mestu koparverksmiðjur álf- unnar risið upp. Iðnaður Kazakstans er nú orðinn einn liður í framleiðslu- kerfi Síberíu. En þar við bætist, að í Kazakstan og öðrum Asíulöndum Ráðstjórnarríkjanna er eitt mesta kjöt- forðabúr landsins, og þar er baðmull ræktuð í svo stórum stíl, að fullnægir þörfum allra landsmanna. Að vestan tengir miðbik Volgu hin nýju iðnaðarhéruð Síberíu við Rúss- land sjálft. Á eystri bakka hinnar miklu lífæðar Rússlands stendur borg- in Kúybísév, sem nú er orðin stjórn- araðsetur. Það var engin tilviljun, að þessi borg var valin til að vera bráðabirgðahöfuðborg Ráðstjórnarríkj- anna, þegar við sjálft lá, að Moskva yrði nazistahernum að bráð. Kúybí- sév liggur í þjóðbraut hinna miklu vöru- og hergagnaflutninga frá Síberíu og vestur á bóginn. Um Kúybísév fer allt korn Volguhéraðanna til Moskvu og Mið-Rússlands og til iðnaðarborg- anna við Volgu. Ef svo skyldi fara, að varnir Rússa brystu vestan Volgu, mundi Hitler verða að hertaka Kúybí- sév í næstu atrennu. Því að Kúybí- sév er höfuðborg í nýju ríki, nýju Rússlandi, sem risið hefur upp 4 nokkrum árum austur í víðáttum Síberíu og Asíulanda. Hlutverk Rússlands hins nýja Iðnaðarkerfi þessu er ætlað tvíþætt hlutverk. í fyrsta lagi að verða grund- völlur að áframhaldandi landvörnum. ef herinn getur ekki reist rönd við sókn fjandmannanna og öll helztu iðjuver og varnarstöðvar hins evrópska Rúss- lands verða hernumin. Ef svo yrði, mundi Rauði herinn hörfa austur á bóginn til Uralfjalla og verja hið nýja Rússland austan Volgu.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.