Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 19

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 19
VARNIR RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA 247 með her, hvort sem væri á láði eða í lofti. Á dögum borgarastyrjaldarinnai hafði Lenín verið kominn á fremsta hlunn með að flytja aðsetur stjórnar- innar austur fyrir Uralfjöll. Nú tók Stalín það til bragðs að stofna nýtt framleiðslukerfi í Síberíu, ef svo skyldi til takast, að ekki yrði komið vörnum við í hinu gamla Rússlandi. Árið 1930 boðaði Stalín á 16. þingi bolsévíkaflokksins, að skapa yrði samsteypu kola- og járniðnaðar í Sí- beríu. Síðan eru liðin tólf ár, og nú eru þar risin upp tröllaukin iðjuver, sem framleiða vopnin, er Rauði her- inn notar í vörn sinni vestan Volgu. Iðnaðarkerfi þetta markast af tveim- ur skautum: Magnítógorsk í Uralfjöll- um og Kústnetsk í Vestur-Síberíu, í norðvestur frá upptökum Jenisseifljóts Vegalengdin milli þessara skauta er 2000 km. Hjá Magnítógorsk er mikill járnmálmur í jörðu, en lítil kol. En í Kúsnetsk eru mestu kolalög í heimi, — um 400 milljarðar tonna, að því er tal- ið er. í Magnítógorsk eru mestu stál- og járnverksmiðjur Evrópu, og eru kol- in flutt þangað frá Kúsnetsk. í Kús- netsk eru einnig miklar járn- og stál- verksmiðjur, og er járnmálmurinn fluttur þangað frá Magnítógorsk. { sambandi við báðar þessar hráefna- lindir eru traktoraverksmiðjurnar í Tsjeljabínsk, járnbrautarvagnaverk- smiðjur í Tagíl og verkfæra- og véla- verksmiðjur í Sverdlovsk, svo að- eins fáar séu nefndar. Fyrir sunnan þessi iðnaðarhéruð er Kazakstan-lýðveldið, sem geymir í jörðu kynstur af kolum, kopar, sínki og blýi. Hjá Karakanda eru miklar kolanámur, og á strönd Balkassvatns- ins hafa mestu koparverksmiðjur álf- unnar risið upp. Iðnaður Kazakstans er nú orðinn einn liður í framleiðslu- kerfi Síberíu. En þar við bætist, að í Kazakstan og öðrum Asíulöndum Ráðstjórnarríkjanna er eitt mesta kjöt- forðabúr landsins, og þar er baðmull ræktuð í svo stórum stíl, að fullnægir þörfum allra landsmanna. Að vestan tengir miðbik Volgu hin nýju iðnaðarhéruð Síberíu við Rúss- land sjálft. Á eystri bakka hinnar miklu lífæðar Rússlands stendur borg- in Kúybísév, sem nú er orðin stjórn- araðsetur. Það var engin tilviljun, að þessi borg var valin til að vera bráðabirgðahöfuðborg Ráðstjórnarríkj- anna, þegar við sjálft lá, að Moskva yrði nazistahernum að bráð. Kúybí- sév liggur í þjóðbraut hinna miklu vöru- og hergagnaflutninga frá Síberíu og vestur á bóginn. Um Kúybísév fer allt korn Volguhéraðanna til Moskvu og Mið-Rússlands og til iðnaðarborg- anna við Volgu. Ef svo skyldi fara, að varnir Rússa brystu vestan Volgu, mundi Hitler verða að hertaka Kúybí- sév í næstu atrennu. Því að Kúybí- sév er höfuðborg í nýju ríki, nýju Rússlandi, sem risið hefur upp 4 nokkrum árum austur í víðáttum Síberíu og Asíulanda. Hlutverk Rússlands hins nýja Iðnaðarkerfi þessu er ætlað tvíþætt hlutverk. í fyrsta lagi að verða grund- völlur að áframhaldandi landvörnum. ef herinn getur ekki reist rönd við sókn fjandmannanna og öll helztu iðjuver og varnarstöðvar hins evrópska Rúss- lands verða hernumin. Ef svo yrði, mundi Rauði herinn hörfa austur á bóginn til Uralfjalla og verja hið nýja Rússland austan Volgu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.