Helgafell - 01.12.1953, Page 10

Helgafell - 01.12.1953, Page 10
8 HELGAFELL leyfi til þess að ganga á stjórnpall, og hafði skipstjórinn þá ekkert við það að athuga. Allir rýndu út í rokið og reyndu að' koma auga á vitann. Ég sá hann fyrst og benti hinum á. Eftir á fannst okkur hreinasta ævintýri að hafa verið þaraa í villu og svíma, en í raun og veru var þetta hvergi nærri hættulaust ferðalag. Þegar fyrir nesið var komið, var sjórinn kyrr og eftir klukkustund eða þar um bil vörpuðum við aldcerum úti fyrir Reykjavík. Hún er höfuðborg landsins og liggur við lygnt liorn á stórum flóa, sem heitir Faxaflói. Við kvöddum „Craigforth“ með litlum söknuði og strengdum þess heit að fara ekki heim með því. Skip þetta var óhreint mjög og illa á sig komið, en einu verð ég þó að hrósa, sem það hafði til síns ágætis: sveskjugrautn- um. Sá kolckur mun elcki finnast á þurru landi, hvorld karl né kona, sem býr til sveskjugraut á borð við þann, sem étinn er til sjós. Reykjavík leit út fyrir að vera lítið sjávarþoip. Á ströndinni stóðu tjargaðir kofar og skúrar, og nokkrir bátar höfðu verið dregnir upp í fjöru eða bundnir í lendingunni. Höfn var engin, og bryggjur sáust hvergi. Fáein kaupskip lágu fyrir alckerum skammt undan landi og franskt herskip var þar líka, en hlutverk þess var að vernda og veita aðstoð hinum mikla flota franskra fiskiskipa, sem stundar veiðar þarna norður í höfum. Bústaðir Reykvíkinga voru næsta sundurleitir, og virðist hendingin ein hafa ráðið staðsetningu þeirra, því að tillit var hvergi tekið tii vega eða stræta. Þegar fjær dró sjónum, urðu húsin reglulegri og stærri, sum tveggja hæða og með helluþaki, og þar var öllu meiri skipan á byggðinni. Húsin stóðu umhverfis autt svæði, sem var gróðurlausara en svo, að hægt væri að nefna það tún, hvað þá garð. Þarna bjuggu hinir efnaðri borgarar, kaupmenn og embættismenn rílds og bæjar. Eini staðurinn, sem líktist torgi, var fyrir framan safnið, háskólann og dómkirkjuna, sem var lítil og í engu frábrugðin venjulegri kirkju. Þar stendur stytta Tliorvaldsens, mynd- liöggvarans fræga, en hann var Islendingur. Þá held ég, að í fám orðum sé nolckurn veginn lýst minnstu og kyrr- látustu höfuðborg í öllum hinum siðaða heimi, hjólalausri borg í vegalausu landi. Þeir fáu íslendingar, sem við hittum, voru hinir þægilegustu og ævin- lega boðnir og búnir að veita okkur aðstoð' sína. Margir þeirra töluðu ágæta enslcu; þeir voru hæglátir og hlédrægir, en mér fannst þeir dálítið drjúgir á svipinn; sennilega hafa þeir búið yfir mörgum smá-hugðarefnum, sem fleyttu þeim yfir langan og dimman vetur. Allir ferðamenn, háir sem lágir, eru á einu máli um, að íbúar þessa strjálbyggða lands séu með afbrigðum vand- aðir. Iveagh lávarður, sem virðist hafa haft náin kynni af íslendingum, lætur þá skoðun í ljós, að „öll veraldarinnar siðspeki, allt frá Konfúsíusi til Addisons, gæti í engu bætt um þetta fólk“. Ida Pfeiffer, hin víðförla, verður að teljast undantekningin, sem sannar ætluðum með — það hét „Camoens“ — og fara átti frá Granton á ákveðti- Ut/i . |

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.