Helgafell - 01.12.1953, Síða 11

Helgafell - 01.12.1953, Síða 11
ISLANDSFERÐ 9 urn degi, hafði rennt sér hægt og rólega upp á Orkneyjaklappirnar þoku- dag einn þá fyrir skömmu. í Edinborg urðum við því að bíða, unz annað skip kæmi í stað þess, sem strandað hafði. Oklcur hafði verið sagt, að „Camoens“ væri allra bezta og þægilegasta skip, en staðgengill þess, sem hét „Craigforth“, hafði fátt til síns ágætis. Það var eingöngu ætlað til vöruflutninga, og þar sem vörurnar frá íslandi voru aðallega hestar, var skipið stafna milli gegnsýrt af hrossaþef. Vetur- inn eftir (1884) strandaði „Craigforth“ í Murreyfirði, og vesalings hest- arnir drukknuðu allir, en skipshöfnin komst af. Við' hrepptum hið yndislegasta ferðaveður og komum ekki undir þiljnr nema til þess að borða og sofa. Atlantshafið var lygnt eins og stöðuvatn svo að hvergi kvikaði bára. Eg minnist aðeins tveggja farþega auk okkar. Annar var Skoti, sem var gagnkunnugur íslandi, en hitt var íslendingur, allur hnýttur af gigt. Hann var á heimleið frá Kaupmannahöfn, en þangað liafði hann farið til þess að leita sér lækninga, þótt ekki yrði sú ferð til fjár. Þegar við' sigldum eftir Pentlandsfirðinum, sáum við, hvar „Camoens" liúkti á klettunum og virtist ekki á marga fiska. Samt trúi ég, að það hafi komzt á flot aftur. Að morgni annars dags stöðvaðist vél skipsins allt í einu. Um leið og velin þagnaði, sló þögn á okkur. Við litum hver á annan og varð ekki um sel, því að ekkert skip var nálægt til aðstoðar og í þann tíð voru engin loftskeyti, sem hægt væri að senda með' beiðni um hjálp. Athugun leiddi í Ijós, að bilunin var ekki alvarleg, og innan stundar nutum við þess að heyra aftur skvampið frá skrúfunni og finna skipið hreyfast. Kvöldið áður en við komum til Islands, sáum við grilla í Vatnajökul 1 140 mílna fjarlægð, en hann er þar hæstur fjalla, 6150 fet. Ur þessum fjarska séð náði snjórinn niður að sjóndeildarhring. Loftið norður þar var ákaflega hreint og litir undrafagrir. Jökullinn sást svo ógreinilega, að fljótt a Htið líktist hann hálfgagnsæjum skýhnoðra, en þeir, sem betur gáðu að °S góða höfðu sjón, gátu auðveldlega séð' fjallslögun, og skuggarnir á mjall- breiðunni skáru sig greinilega úr. Morguninn sem við komum til Reykjavíkur varð breyting á veðrinu; ef til vill hefðum við getað spáð því af heiðríkjunni kvöldið áður. Við vöknuðum snemma við það að skipið valt og skoppaði á öldunum, en sjór- mn gekk yfir þilfarið og framkvæmdi þar hreingerningu, sem engin van- þörf var á. Annað veifið sást ekki út úr augunum vegna særoks, en þess á m*fli mótaði fyrir þverhníptum björgum, sem við sigldum hjá. Skipstjórinn virtist engan veginn viss um, hvar Reykjanestáin væri, en fyrir hana átti að sigla. Hann tók því það ráð að stýra ýmist að eða frá fandi, svo að hann komst jafnvel í tæplega 200 faðma fjarlægð frá klett- unum, en þessi gæsagangur var mögulegur sökum þess, að þarna var mjög aðdjúpt og engin blindsker. Segl voru undin upp — til þess að gera skipið stöðugra, býst ég við — en þau reyndust svo ónýt, að eftir skamma stund voru þau öll í tætlum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.