Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 13
ÍSLANDSFERÐ ,,Nei“, mælti hún, „við höfum slíkt aldrei um hönd“, og gekk út. Að' vörmu spori kom hún aftur og sagði okkur frá því, að árið áður hefði Skoti nokkur heimsótt þau, og hún minntist þess nú, að hann hafði skilið tvær flöskur eft.ir, en hvað í þeim væri, vissi hún ekki. Á hinn bóginn mættum við ráð- stafa þeim eftir geðþótta. Við álitum vandalaust að' gizka á, hvað reyndur og hygginn Skoti liefði í mal sínum, og hækkaði nú heldur á okkur brúnin, en að sá hinn sami Skoti skildi nestið sitt eftir í næturstað, því trúðum við trauðla, og lækkaði brúnin því aftur. En til þess að fá úr málinu skorið, tókum við tappann úr annarri flöskunni og sjá, í henni var gott og gamalt skozkt viský! Morguninn eftir risum við' árla úr rekkju. Eg skoðaði kirkjuna, og í þetta sinn fylgdist félagi minn með mér, en á síðari árum hefur hann gert sitt ýtrasta til þess að venja mig af að skoða kirkjur. Hann segir, að það hafi kostað marga töf og langa, þegar við höfum verið á ferðalagi í bílnum hans. — Þetta var ákaflega einfalt guðshús, aflangur salur með öllu skraut- laus. Þrír gluggar voru á hvorri hlið og steinhlerar fyrir þeim að utan, eins °g á fornri kirkju einni í Torcello nálægt Feneyjum. I vesturendanum var klefi, þar sem blautar eða fenntar yfirhafnir kirkjugestanna voru geymdar um messuna. En hvaoan fólk kæmi hér til kirkju, gátum við ekki gert okkur í hugarlund. Einskis varð ég vísari, sem gæfi nokkra hugmynd um aldur kirkjunnar; ef til vill hefði nokkuð mátt ráða af þeim fáu legsteinum, sem í kirkjugarðinum voru, en áletranirnar voru flestar máðar, og svo kunnum við ekkert í íslenzku. Þótt Þingvallavatn sé mesta stöðuvatn landsins, getur þao ekki talizt stórt. Ur miðju vatninu rís keilulaga eyja, og líkist vatnið' því mest, að það iægi á botni mikils eldgígs. Út frá því liggja djúpar og víðar sprungur í basaltklettana, en gjárbotnarnir eru huldir fagurbláu vatni. Á klettunum, sem eru eins og vígi milli gjáa, var háð Alþingi hið forna. Víðsvegar kring um vatnið standa reykjarstrókar upp í loftið, andgufa sjóð- heitra vatnshvera. Næsti áfangi var til Haukadals, en leiðin þangað lá um víðáttumikið birkikjarr, álnarhátt! í hér um bil 15 mílna fjarlægð frá bænum, handan við smáhækkandi landsvæði, var Hekla, hvergi nærri stærsta eldfjallið á Is- landi, en langþekktast þeirra allra vegna þess, hve oft liún hefur gosið. béð frá Haukadal var hún hvorki ýkjafögur né há í loftinu. í einu setustofunni á þessum litla bóndabæ voru fá en þokkaleg hús- gógn og hún minnti ofurlítið á stofu í sumarbústað á enskri strönd. Dúk- Pjatla var á borðinu, blóm í postulínsskál í gluggakistunni, og á arinhillunni stóð klukka, sem hætt var að ganga fyrir mörgum árum. Eélagi minn svaf í harmoníkurúmi í stofunni, en ég í svefnherbergi, sem var svo lítið, að ég varð að fleygja mér í rúmið úr ganginum. Hvað um það, húsmóðirin gerði eins vel til okkar og henni var unnt og setti svo lítið upp, að við blygðuð- umst okkar fyrir að rétta henni slíkt lítilræði, en ekki hefðum við síðúr hlygðazt okkar fyrir að borga henni meira og særa með því tilfinningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.