Helgafell - 01.12.1953, Side 17

Helgafell - 01.12.1953, Side 17
ISLANDSFERÐ 15 kannað' og enginn leki fundizt. Stakk þá einhver upp á því — ekki skip- stjórinn þó — að kasta köðlum til fiskimannanna umhverfis og myndu þeir þá geta dregið skipið á flot með því að róa lífróður, ekki sízt þar sem sjávarfallið var hagstætt. Þetta tókst þeim líka, eða flóðinu með þeirra hjálp. Við bárum nú saman ráð okkar, hvort við skyldum ekki segja skilið' við þetta skip, þótt það héldi ferðinni áfram, en þá komu boð um, að það skyldi snúa aftur til Þórshafnar, svo að á því yrði gerð rækileg athugun. Lrðum við því að bíða eftir næsta farkosti að' norðan. Þegar hann svo kom, var svo áskipað, að erfitt reyndist að hola okkur strandmönnunum niður, en einhvernveginn tókst það samt. Okkur var fund- nin staður beint yfir skrúfunni, en þar sem ekki voru eftir nema tvær nætur i hafi og veðrið eins og bezt varð á kosið, þurftum við í rauninni ekki að kvarta. Á leiðinni til Forth-fjarðar sigldum við milli Orlcneyja og Fair-eyjar, sem við sáum í fjarska. Og til Granton komumst við án frekari ævintýra. Báðir vorum við hinir ánægðustu með þessa stuttu Tslandsferð og hugðum því, eins og títt er um ferðalanga, á annan leiðangur næsta sumar. Þá skyldi haldið lengra, til Jan Mayen og Svalbarða, en þær eyjar eru báðar góðan spöl fyrir norð'an heimskautsbaug. Okkar ágæti skozki kunn- íngi og samferðamaður lagði drög fyrir hvalveiðaskip og reyndan skipstjóra °o stóð hvort tveggja til boða, en okkur tókst ekki að fá nógu marga til þess að slást í hópinn og bera með okkur kostnað slíkrar langf'erðar. Svo fór um sjóferð þá, og með' tíð og tíma varð ljóst, að okkur myndi aldrei auðnast að komast norður í ríki miðnætursólarinnar. Hvað starf mitt áhrærði, varð Islandsferðin meiri ávinningur en ég gat búizt við, því að ég fékk í aðra hönd þrefalt á við kostnaðinn. Ég gerð'i engin drög í litum, því til þess hefði ég þurft meiri farangur en æskilegt Víir, en rissaði því fleira og nákvæmar með blýanti. Síðar vann ég úr all- nuklu af því með vatnslitum, meðan allt var enn í fersku minni. Ég teikn- aði þá oft myndir fyrir tímarit, m. a. margar frá íslandi og Færeyjum fyrir ÁL H. Spielmann, sem gaf út Magazine of Art, og fæ ég seint fullþakkað áhuga hans á þessari grein starfa minna. Eg býst naumast við, að' almenningur í Bretlandi leggi mikið upp úr niyndum frá þessum norðlægu löndum. Einhver vitringur liefur sagt, að Maðurinn sé göfugasta rannsóknarefni mannkynsins. Þess vegaia hljótum Við að gefa heldur lítinn gaum landi, þar sem fátt vitnar um forna frægð öiannsins og ekkert blasir við, sem beri vott um hagleik hans eða snilli á síð'ari tímum. Maðurinn hefur engin spor látið eftir sig á íslandi, ekki einu sinni vegi eða hafnir. Náttúran er þar einráð, reisir og rífur niður eftir geðþótta. En maðurinn fer að eins og æðurin og örninn; hann hreiðrar um sig við ströndina og fer óðum fækkandi, því að unga kynslóðin flytur til Gósen- landsins, sem forfeður hennar uppgötvuðu fyrstir manna — Vínlands. ÞÓRARINN GUÐNASON íslenzkaði.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.