Helgafell - 01.12.1953, Page 19

Helgafell - 01.12.1953, Page 19
HELGISÖGNIN Maðurinn nánar rnálið rœða vildi og mœlti: ,,Hvaða vitrun boðar slíkt?” Þá anzar sveinninn hátt svo heyrast skyldi: ,,að hörku steinsins sigri vatnsins mýkt, hann kennir eða eitthvað pví um líkt'. Sveinninn í uxann sló, og áfram héldu þeir siðan, pví að dagur óðum rann, og nokkru síðar kræktu þeir hjá keldu, þá kom nú heldur líf i okkar mann. „Nú skal staðar numið” mœlti hann. ,,Hvort var þetta með vatnið, gamli þulur ei vitrun stór ” Hann leit á óldunginn. ,,Ég er aðeins tollþjónn trúr og dulur, en töfrar lifsins eiga huga minn, þvi langar mig að lœra vísdóm þinn. 1 letur skaltu færa fróðleik þenna, slíkt flytur enginn héðan brott með sér. En heima á ég blað og blek og genna og búinn verð og náttstað handa þér, því ég á heima hér”. Um öxl sá gamli leit og lyfti brúnum; á lörfum klæddan manninn sjónum brá: andlitið fölt og ennið markað rúnum, engan var sigurstrangleik þar að sjá. Hann mælti lágt: „Nú þannig ertu þá.” Auðmjúkri bón er ekki hollt að neita, og öldruðum manni finnst það naumast ráð. Hann mælti fast: ,,Þeim fræðslu ber að veita er fróðleik sannan hafa lengi þráð. En sveinninn mælti óðar: „Hér skal áð.”

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.