Helgafell - 01.12.1953, Síða 23

Helgafell - 01.12.1953, Síða 23
SAGA FORNBÖKMENNTANNA 21 burði á Norðurlönduim. Arngrímur lærði varð fyrstur til þess að kynna útlendingum íslenzkar fornbókmennt- ir sem sagnfræðilegar heimildir. Á 12. og 13. öld voru íslendingar taldir lang- minnugir og óljúgfróðir við hirðir Norðurlandakonunga og því heimildar- menn norrænna sagnaritara, en nú urðu forn íslenzk rit fróðleiksnámur, sem erlendir fornfræðingar og sagna- meistarar jusu úr. íslenzkar heimildir voru taldar óyggjandi á þessu tímabili, og Bósa saga og Herrauðs var meira að segja gefin út í Svíþjóð á 17. öld sem heimild um forsögu landsins. Is- lenzkar fornbókmenntir lentu nú um skeið í höndum óraunsærra fornfræð- lnga, sem leituðu þar fróðleiks um rómantíska fornöld þjóða sinna, en þjóðinni, sem hafði samið fróðleiksrit- in var lítið sinnt. Menn veltu lítt vöng- um yfir því, hvernig íslenzkar bók- ?nenntir hefðu orðið til eða hvert væri raunverulegt gildi þeirra. Þær voru eins og hverjir aðrir forngripir eða steingervingar, því betri og áreiðan- ^gri sem þær voru eldri. Auðvitað voru sumir menn heilskyggnir á það, að íslenzk fornrit ættu sér sjálf sögu engu ómerkari þeim fróðleik, sem þau befðu að geyma. Árni Magnússon var ^uerkastur þessara manna, og Jón Grunnvíkingur, sem hefur orðið fyrir úbrifum frá Árna, telur Islendingasög- urnar nnargar ýktar mjög og ósannar °g segir m. a., að ,,Egils saga mættti sönnu þrykkjast, en ei transtaletr- ast sökum þursaskapar og ágirndar Egils“. Á 17. öld höfðu stórveldissinnar í unmörku og Svíþjóð kryddað rit sín nrn þessi herveldi norðursins með ís- enzbum frásögnum, en á 19. öld komu nyir uðilar fram, sem vildu gjarnan bergja af nægtabrunni íslenzkra forn- sagna. Þegar þjóðfrelsishreyfingar bár- ust um Norðurálfu í byrjun aldarinn- ar, rumskuðu Norðmenn og tóku að tína fram allt það, sem þeir höfðu til að tjalda sjálfum sér til ágætis. Oft hafði verið þörf en nú var nauðsyn að leita til íslenzkra fornsagna að heim- ildum um ágæti fávísrar þjóðar. Norð- menn háðu sjálfstæðisbaráttu með Heimskringlu Snorra Sturlusonar í höndunum og koimust að þeirri niður- stöðu, að fombókmenntirnar væru al- norskar enda ritaðar á ,,gammel norsk“. Norski sagnfræðingurinn Rudolf Keyser (d. 1864) reyndi að sanna, að Eddu kvæðin væru ort í fjallalandi, auðvitað Noregi, en sög- urnar byggðust á norskum munnmæl- um og ætti Þorgeir afráðskollur senni- lega meiri þátt í Heimskringlu en Snorri sjálfur. Norðmönnum var farið líkt og Islendingum um þær mundir. Þjóðin hafði búið lengi og bjó við er- lenda stjóm og þurfti að mikla fortíð sína til þess að telja í sig kjark, og með styrk íslenzkra bókmennta var skapað fornt norskt gullaldartímabil. Norðmenn töldu sig ekki vera að troða neinar illsakir við íslendinga með kenningum sínum um fornbókmennt- irnar, heldur töldu þeir Islendingum hinn mesta heiður að því að vera ná- skyldir norsku afreksþjóðinni, og land- nemar Islands voru titlaðir sem kjarn- inn úr kjarna norsku þjóðarinnar. Þessi óraunsæju tilþrif þjóðernissinn- aðra fræðimanna komu öllum rann- sóknum sígildra íslenzkra bókmennta á býsna vafasaman grundvöll, og hann varð litlu traustari, þótt Þjóðverjar bættust í hópinn. Germönskum þjóð- um er það sameiginlegt að tileinka sér seint siðmenninguna. Ung germönsk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.