Helgafell - 01.12.1953, Side 24

Helgafell - 01.12.1953, Side 24
22 HELGAFELL stórveldi eins og ÞjóÖverjar á 19. öld geta því ekki haldið til jafns við forn- ar cnenningarþjóðir Suðurlanda, en til þess að berja í brestina hafa Þjóðverj- ar gerzt srörgum djarfari að semja rómantískar furðusögur um horfna ger- manska gullöld. Um 1928 kom út bók O. S. Reuters: Germaniche Himmels- kunde und die Nautik der Wikinger. Rit þetta fjallar mjög um Stjörnu-Odda og íslenzka rímfræði og sannar m. a., að Genmanar einkum Norður-German- ar, skópu sjálfstæðar stjörnu- og rím- fræði, sem var fullkomnari en slík vís- indi hjá Rómverjum, þótt þau stæðu nokkuð að baki stjarnfræði Grikkja og Babyloníumanna. Slíkar fullyrðingar þýzkra ,,vísindannanna“ eiga að sanna, að til hafi verið forngermönsk gullöld, sem sé að ýmsu sambærileg gullöld suðrænna þjóða. Af einhverjum dular- fulluim orsökum urðu íslendingar einir til þess að varðveita margs konai ann ars horfin menningarfyrirbæri þessa frumgermanska tímabils, og þe v \ oru auðvitað einungis varðveitendur, en ekki höfundar menningarafrekanna að dómi hinna þýzku fræðimanna. Sam- kvæmt þýzka skólanum í norrænum fræðum höfðu íslenzku sögurnar myndazt í munnlegri geymd, en verið skráðar síðar af einhvers konar óper- sónulegum1 sagnasöfnurum með ná- kvæmni hljóðritarans. Flestar skýring- ar þessara vísindamanna miðuðu að því að sanna, að íslenzk fornmenning væri germanskur arfur og sýndi snilld hins forna genmanska anda. íslenzkir fræðimenn voru býsna átta- viltir í þessu kenningamoldviðri og sveifluðust þar milli rómantíkur og raunsæis. Þeim þótti lofið gott sem Is- landsvinir hlóðu á Islendinga þjóðveld- isins sjálfum sér til frægingar. Að vísu var Island nútlmans þeim mörgum þyrnir í augum. Þeir vildu, að Island væri forngripasafn andlegrar ger- manskrar snilli, en fátæk og lítilsvirt þjóð skyggði á helgidóminn og skap- aði efasemdir um skýringar og sann- anir. Islendingum var það flestum metnaðarmál, að sögurnar væru sann- ar og eftir Islendinga, en bollalögðu þó um myndun þeirra í munnlegri geymd. Þeim fannst gott t'l þess að hugsa að vera komnir af einhverju úr- vali norsku þjóðarinnar, en þar sem göfugt ætterni var ekki einhlítt til skýr- ingar á uppruna bókmenntanna var blandað hæfilega miklu af keltnesku blóði í æðar lslendingum til þess að gera þá að skapandi bókir.enntaþjóð og skýra mismuninn á þeim og Norð- mönnum. Og þróun sagnaritunarinnar var ekki gerð ómerkari en upphafið, því að beztu sögurnar voru taldar elzt- ar, en síðan var talið, að sagnaritun- inni hefði farið hrörnandi eins og þjóð- inni, sem skóp þær, þótt líf hennar væri ýmsum erlendum Islandsvini til lítils fagnaðar. Nýtt tíi&horf Framangreind atriði verða menn að hafa í huga, ef þeir ætla að meta að verðleikum starf Sigurðar Nordals sem skýranda íslenzkra bókmennta. Um hann má segja með miklum rétti, að hann hafi bjargað íslenzkum forn- bókimenntum úr hálfgerðum trölla- höndum. Ungur háskólaborgari og vis- indamaður sat hann við nægtabrunn evrópskrar hámenningar á fyrstu ara- tugum þessarar aldar, en listamanns- lund hans bjargaði honum frá þeirn hættu að lenda í hópi þýzk-norrænna fræðimanna í norrænum vísindum- Hann hrífst af skynsemisstefnunm 1

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.