Helgafell - 01.12.1953, Síða 26

Helgafell - 01.12.1953, Síða 26
24 HELGAFELL leyndardómanna og láta sannfærast. VIII. bindið af Nordisk Kultur er stað- festing þess, að íslenzkt sjónarmið hef- ur sigrað í þessari málaflækju, ís- lenzkar fornbókmenntir verða ekki framar taldar neinn gamalnorskur sam- setningur, heldur skýrðar á þeim grundvelli, sem Nordal hefur lagt. Til þess var ætlazt af ritstjórn Helgafells, að ég skrifaði ritdóm um Sagalitteraturen eftir Nordal og Norg- es og Islands digtning eftir Jón Helga- son, en mig hefur borið af troðinni braut. Eg hélt því fram við ritstjórn- ina, að um Sagalitteraturen nægði að geta þess eins, að bókin fjallaði um íslenzkar bókmenntir þjóðveldisins og væri samin af Sigurðu Nordal. Hvað þarf meira að segja ? Efni bókarinnar ætla ég ekki að rekja, því að aðrir en ég verða að skrifa ágrip af íslenzkum bókmenntum á íslenzka tungu. Ein- hvern mun e. t. v. fýsa af óræðum or- sökum að skúta höfundinn fyrir að láta ekki þessa bók á þrykk út ganga á íslenzku, áður en hún birtist á dönsku, en ég hef enga löngun til að ávíta hann fyrir þetta athæfi sitt eða geðjast nöldurseggjum. Mér finnst sjálfum hálft í hvoru skemmtilegt, að bókmenntir okkar standi að magni og gæðum í sem röngustu hlutfalli við bókmenntasögurnar. Það sem Saga- littaraturen fjallar um, hefur að mestu leyti komið fram í ritum Nordals og greinum á íslenzku og formálum Forn- ritaútgáfunnar. Hér er því ekki um að ræða nýjan fróðleik fyrir þá, sem fylgzt hafa sæmilega með því, sem rit- að hefur verið um íslenzka bókmennta- sögu hér á landi, heldur eru aðalatriði þess gerð aðgengileg öðrum Norður- landaþjóðum. Norges og Islands digtning Ritgerð Jóns Helgasonar Norges og Islands ditning fjallar um miðaldabók- menntir í bundnu máli á tslandi og í Noregi og er eftir þann, sem nú er allra manna lærðastur um þessa hluti og þar að auki þjóðskáld. Þegar slík- ur maður talar um fræði sín, hlýtur lýðurinn að hlusta og nema. Við get- um reynt að meta hann með saman- burði við fortíðina, hvað og hvernig skrifað hefur verið um norska og ís- lenzka skáldskapinn forna. Slíkur samanburður leiðir þegar í ljós, að höfuðeinkenni ritgerðar Jóns Helga- sonar eru þau, að hann dregur skýrt fram, hvað vitað er örugglega urn þessa bókmenntagrein og hvað eru vafasamar getgátur. Jón hefur einkum fengizt við útgáfur fornra rita og þar með að rýna forn handrit. Hann er talinn allra manna glöggskyggnastur handritalesari, og hefur með alls kon-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.