Helgafell - 01.12.1953, Page 30
28
HELGAFELL
en málið var satnt hindrun á þeim
vegi, að bækur hans yrSu slík alenn-
ingseign secn skyldi. ÞaS var því ekki
vonucn fyrr, aS hafizt var handa um
þýSingar og útgáfu á heildarsafni áriS
1941, en af þeirri útgáfu eru nú kocnin
13 bindi. Mér er þó ekki alveg grun-
laust, aS þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir
aS allir viSurkenna Gunnar Gunnars-
son sem höfuSskáld, þá sé langt frá því
aS almenningur sé svo kunnugur verk-
um hans, sem vera ætti.
Gunnar Gunnarsson hefur alltaf val-
iS sér íslenzk yrkisefni. Saga þjóSar-
innar og saga hans hjálfs, saga ís-
lenzkarar sveita- og bændamenningar
eru aSalyrkisefni hans. Hann hefur
meS sögum sínum opnaS sjónum okk-
ar ýmsa þætti úr sögu þjóSar okkar og
menningu og gert okkur færari en áS-
ur aS skynja og skilja ýmsa þætti í eðli
okkar.
Gunnar er upprunninn úr íslenzkri
sveitamenningu og er hann flytst
aftur til Islands eftir langa útivist,
sezt hann fyrst aS í sveit og gerist
bóndi. Sögur hans eru líka, aS öSr-
um þræSi, fyrst og fremst sveitasögur.