Helgafell - 01.12.1953, Síða 34

Helgafell - 01.12.1953, Síða 34
32 HELGAFELL orðið snortinn af hinni ungu prestsfrú og snýr ekki aftur til föðurhúsanna í bráð, heldur ílendist á Eyri og gerist ráðsmaður prests. Jón Jónsson bíldskeri og Halldóra koma heim, gift og með tvö börn, dvelja suœarlangt að Bjargi, en flytja síðan til Reykjavíkur. f heiðinni ber það til um veturinn að eina kýrin hjá Birni mínutn á Leiti lætur kálfi. Brandur gerir honum orð um að hann muni lána honum mjólk- andi belju strax og veður og færð leyfa flutning inn eftir. En með því að Björn hefur tvö ungbörn brýzt hann daglega að Skuggadölum til að fá þar mjólkur- dreitil. t þeim ferðum verður hann úti, áður en kýrin kemst inn eftir. Fjórða heiðarbýlið fer í eyði, en heimilisfólk- ið flytst að Bjargi. — Fám árum síðar gefst Runi gamli á Rangárlóni upp og laumast úr landi. Ekki löngu síðar gefst einnig Kári í Skuggadölum upp og fær inni að Bjargi. Oddur og Bergþóra höfðu eignazt 4 börn, en að vori í leysingum farast tvö börnin niður um ís. Þetta áfall verður Bergþóru þungt, en brýtur hana eigi. Una móðir hennar fellur aftur á móti við þetta högg. Einar Brandsson gerir sig ekki líklegan til að ko>ma heim og taka við föðurleifð sinni, svo að Oddur og Bergþóra taka við búi á Bjargi, enda unir hún ekki á Gili eftir hið sviplega slys þar. Um haustið andast Geir á Valavatni og þótt ekkjan reyni að halda við bú- inu þá er þó fyrirsjáanlegt að það er ekki til langframa. 1 Núpadal er Þor- leifur fallinn frá, sonurinn farinn til Ameríku, en dæturnar búa þar þó enn með ráðsmönnum. Má segja að þunn- skipað sé orðið í Þrídalaheiði. Sálumessa ,,Þegar Brandur á Bjargi var látinn, saddur lífdaga og grafinn við Eindala- kirkju, stóð yfir moldum hans annar Brandur, piltur á fenmingaraldri og beít á vör. Raunar voru viðstödd jarðarför- ina þrjú ungmenni, samheitin, hitt voru dætrasynir gamla mannsins, annar þeirra ekki nema nýfarinn að ganga einn. Samnefnarana uppnefndu gár- ungarnir við það tækifæri Brandana þrjá, og hnýttu við auknefnið þeirri at- hugasemd, að það ætti ekki úr að aka fyrir karlbjálfanum, liðnum sem lif- andi. Var það ekki dæmalaust, að við ekki merkilegri athöfn en moldun eins kotbónda skyldi mega vinsa úr lík- fylgdinni óvita, fávita og ofvita ? Setn þar á ofan áttu sér það sameiginlegt, að vera allir þrír ætlaðir til viðhalds nafni líksins og verðleikum.“ Hann var grafinn að Eindalakirkju, enda þótt kominn væri heimagrafreit- ur að Bjargi. Að uppástungu Bergþoru dóttur sinnar hefur hann á sínum sið- ustu árum bú'ð út grafreit í túninu a Bjargi. Þegar að lokum dregur kvs hann sér þó leg hjá konu sinni og ast- vinum að Eindalakirkju. Svo er nú komið í heiðinni, að það- an kemur enginn til jarðarfarar Brands bónda og hefði einhverntíma þótt ohk- legt. Enda er svo breytt orðið, að að- eins tvö býli eru eftir, sem teljast eiga byggð. Síra Björgvin á Eyri kemur og flytur húskveðju. Með honum kemur Einar Brandsson, sem dvalizt hefur a Eyri, síðan Björgvin fluttist þangað. Þegar prestshjónin halda heim a^r að aflokinni jarðarförinni, kemur i h'°® að Einar ætlar ekki með þeim að Ey1 aftur, en er annars óráðmn í hvað gera skuli. Hann á allmargt fé á Eyri. setn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.