Helgafell - 01.12.1953, Side 38

Helgafell - 01.12.1953, Side 38
36 HELGAFELL þinnar ? sagði hún og hjúfraði sig nið- ur að honum. Oddi varð orðfátt — og skildi loks, hvað hún var að fara: Elskan mín, sagði hann lágt og klappaði henni feicnnislega, en hún tók hönd hans og lagði við kinn sér, bað hann fyrirgefa sér og reyndi að brosa.“ ,,Það varð daufur vetur að Bjargi í þetta sinn, fátt um skecnmtanir, úti- vist barnanna meira af skyldu en til dægradvalar. Þeim hafði skilizt, aum- ingja krökkunum, að þau yrðu að láta eins og ekkert væri. Viðræður flestar fóru fram í hálfum hljóðum, einnig þar, sem engan mundi hafa truflað, þótt talað væri fullum rómi. Það var yfir dögunum einhver sérstakur hátíð- leiki: Er alltaf sunnudagur, mamma mín ? . . . Þurfum við alltaf að vera þæg ? var haft eftir Yngsta-Brandi, — óvitanum.“ „Bjargbóndinn, annar á eignarjörð, skrölti sumarið af og veturinn til vors. — — — Ekkjan stóð við gröfina á vordegi með barnahópinn sinn í kring um sig. Það var Melflugan, sem studdi húsmóður sína til annarrar handar. Við hina hlið Bjarghúsfreyjunnar stóð Isafold dóttir hennar með Unu Geirs og Yngsta-Brand sitt við hvora hönd. Hin börnin urðu að anna sér sjálf, og héldust þau í hendur, Oddný litla og Þóroddur, en frændi þeirra, Stökkull- inn, stóð að baki þeim, en einn síns liðs.“ — Svo sem sjá má af þessum stutta útdrætti eru sögur þessar ofnar úr fjöl- mörgum þáttum og eru ekki allir raktir hér. Eins og fyrr er sagt, er slíkur út- dráttur sem þessi að mestu aðeins rakning nokkurra ytri atburða og hljóta því einstaklign ar sögunnar að missa mikið af svip sínum og persónublæ. Hinir stærri atburðir, sem mynda beinagrind sögunnar móta að vísu ein- staklingana, en það eru ekki síður hin- ir smærri og hversdagslegri viðburðir, sem móta sögupersónurnar og hjálpa okkur jafnframt bezt til þess að skilja skapgerð þeirra og persónuleika. Við kynnumst því ekki sögupersónunum að neinu ráði, sjáum aðeins nöfn þeirra og e. t. v. viðbrögð þeirra til einstakra stærri atburða, en sjaldnast nóg til að öðlast skíra mynd af skap- höfn þeirra eða persónueinkennum. Til þess verða menn að lesa sögurnar sjálf- ar og helzt að lesa þær oft. Þannig er því einnig farið í þessum sögum Gunn- ars Gunnarssonar. I þeim eru margar persónur, sem gaman og gagnlegt er að kynnast, en eng'nn skyldi ætla sér að lesa þær allar ofan í kjölinn við fyrsta yfirlestur. Sögurnar eru fullar af fólki, sem hefur það sameiginlegt, að vera fullt af lífi, sums staðar ýkt, ann- ars staðar dregið úr, en hvergi ótrúlegt. Ein er þó sú persóna, sem stendur öðr- um framar í sögum þessum. Það er Bergþóra Brandsdóttir, eða Bjargföst, eins og hún er kölluð, en það nafn lýsir henni máske bezt — og þó ekki nema að nokkru leyti. Sveitin, sem Gunnar sýnir okkur, er ramíslenzk sveit, eins og þær gerðust áður en fólk var tekið að flykkjast það- an í sjávarþorpin og áður en tækm- byltingin hófst í þeim. Við könnumst vel við andrúmsloft þessarar sveitar, með sínum stórbúum, kotum og heiðar- býlum. Við þekkjum líka einstaklinga hennar, prestinn, lækninn, stórbond- ann og kotbændurna og þá ekki síður kaupmennina í verzlunarstaðnum, Pét* ur Pál hjá Jónsabrúni, Jósafat í Buð- inni og kaupfélagsstjórann Rustíkus.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.