Helgafell - 01.12.1953, Side 43

Helgafell - 01.12.1953, Side 43
BOK.MENNTIR 41 þessi orð yfir moldum crianns á Snae- fellsnesi, er vafasaor.t var um, hvort væri líkræðubær: ,,Mig langar til að tala nokkur orð yfir þessu líki. En ég skil nú ekkert í, hvað hægt er að segja eftir svona mann. Hann var aldrei í neinni ,,stöðu“ og gat því engum auð- sýnt neina risnu, engum boðið inn og engan hýst. Hann var alla ævi smali. En hann gat samt ekki sýnt neinar kjarðir, sem hann ætti sjálfur, breiðast Uim hlíðar og grundir. Það er því ekki naikið um þennan mann hægt að segja. Svo sýnist mörgum. Einn þekki ég þó, sem hér er á öðru rnáli, og það er persóna, sem ýmsum tnundi virðast, að við yrðum að taka dl greina. Sjálfur Frelsarinn jafnaði starfi sínu við stöðu þessa framliðna tuanns. . . .“ Manni dettur í hug við lestur þessara orða, hvort Snæfelling- ar hafi ekki verið öfundsverðastir allra safnaðarbarna íslenzku þjóðkirkjunn- ar. Hin upprunalegu tengsl, er bundu sera Árna Þórarinsson alþýðunni, styrktust án efa af trúarskoðunum kans, bókstafstrú hans og Biblíufestu. Hann tók hinn alþýðlega boðskap Suðspjallanna bókstaflega og útúrsnún- lngalaust. Hann var óhræddur við að ttunna ríka húsbændur í prestakalli sinu á viðtökurnar, sem sumum væru kúnar hinum cr.egin. Einu sinni tal- a^i séra Árni yfir dyggu hjúi, sem unnið hafði trúlega mörgum húsbænd- U:n Vlð litlu kaupi: ,,Þeir eru nú komn- n nokkrir á undan honum, húsbændur ans, og það er minn uggur, að margur Usuondinn megi þar mæta niðurlútur pjóninucn trúa. En aðrir eiga þetta eft- lr a^ mæta honum“. Séra Árni Þórarinsson var þjónandi Prestur á þeim árum, er íslenzkt þjóðlíf var markað einum svartasta bletti sögu sinnar: hreppaflutningunum og ó- magauppboðum framfærslulaganna. Mannúðarstarf hans í þeim efnum mun seint fullþakkað, þótt ekki færi í há- mæli, en þó á margur maðurinn gæfu sína að þakka aðgerðum hins djarf- mælta prests Snæfellinga. Honum svall jafnan reiði í brjósti þegar hann minntist þeirar meðferðar, er munaðar- leysingjar á Islandi áttu við að búa. Hann talar með hlýju og virðingu um prestana frá æskuárum hans í Árnes- sýslu, en getur samt ekki stillt sig um að gefa þeim þessa ráðningu: „Þessir prestar voru einmitt dulir og fornem. . . . Ekki varð fundið að orðum þeirra utan kirkju, því að þau voru fá. Og ekki varð sett út á verk þeirra utan embættis, því að þau voru engin. Og framkoimunni höfðu þeir tekið við af erfðum. Þeir létu sig engu skipta hagi fátækra ekkna og munaðarleysingja. . . Það snerti ekkert tign þeira, þó að börn og gamalmenni væri boðin upp á hreppaþingi til undirboðs’*. Séra Árni Þórarinsson hefur sýnilega ekki verið ,,dulur og fornem”. Forvitinn og hnýs- inn var hann um alla mannlega hagi, kvikur og sístarfandi sálusorgari, er gerði aldrei embætti sitt að kodda eða værðarvoð, heldur gegndi því sem félagslegri \öllun. Hann er ágætt dæmi um það, hvers kristindóm.urinn er megnugur, þegar sá sem hann boð- ar en brennandi í andanum, óhræddur við ríkjandi máttarvöld og án virðingar fyrir hleypidómum smáborgaraskapar- ins, sem þrífst ekki síður í sveit en við sjó. Það fær engum dulizt, sem les ævi- sögurit séra Árna Þórarinssonar að hann hefur verið óvenjulegur mann- þekkjari. Mannlýsingar hans eru marg-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.