Helgafell - 01.12.1953, Síða 47

Helgafell - 01.12.1953, Síða 47
BÓKMENNTIR 45 við sögu í síÖara bindi. Síðan er siglt til írlands, og kemur þá í Ijós, að Clemet er bróðir konungs þar á suður- ströndinni, Edmons O’Crúnu í Hamar- borg. Dvelur Isarr þar við hirðina í sex ár, gerist hirðskáld konungs, er hann hefur náð nægilegu valdi á írsk- unni, og heldur jafnframt áfram námi sínu hjá Clemet. Auk þess kynnist hann þar ýmsum fróðum mönnum, svo sem Tefrit hinum egypzka og Erc mac Bual, bóndanum spakvitra á Álftateigi. Le:ðir hann lesandann hér með sér inn 1 sannkallaðan töfraheim, þar sem hann og Ava, dóttir Erics, tala v:ð álfa eins og væru þeirmennskir menn Verð- ur dvöl hans á írlandi honum til hins mesta frama og þroska, og að lokum leiðir Clemet hann í hin helgu vé, þar sem hann fær að kynnast launhelgun- um og tekur vígslu. Eftir það telur Clomet námi hans á Irlandi lokið, enda fýsir nú Isarr og félaga hans að hverfa uftur heim til íslands, en þeir Erpur, Vilrrundur og Darri höfðu verið í hern- aði með Fergusi Skotakonungi og hlot- ið fé og frama að launum. Ekki geng- ur lesandinn þess þó dulinn, að hér eigi eftir að gerast nokkur tíðindi, því að Donn O’Crúnu, konungsson og vildarvinur Isarrs, hefur fellt hug til Múrnu á Álfateigi og hyggst nú afsala ser ríkiserfðum eftir dag föður sfns og Serast bóndi. Auk þess hafa systur bans, Etne og Blanad, gerzt helzt til Lrifnar af hinum vösku Islendingum, ísarri og Erpi. Isarr kveður þó Etne ems og bróðir, en um hug Erps og fyr- lrætlanir er ekki vitað í bili. A heimleiðinni er komið við í Niðar- °S1 til þess að kaupa húsavið, auk þess sem Darri Austmaður þykist hafa þar uokkrum erindum að gegna. Reynist Lann vera dauðasekur maður í Noregi og í ónáð Magnúsar konungs Ólafs- sonar, þótt raunar hafi hann saklaus verið rægður af fjandmanni sínum. Hyggur hann nú á hefndir og kemur þeim fram, en þeir félagar sigla síðan til íslands í óleyfi konungs og komast nauðulega undan mönnum hans. Þegar heim til átthaganna kemur, fagna foreldrar þeirra félaga þeim vel, og Kaðlín völva gerir góða veizlu á Vallanesi. En annars virðast héraðs- menn óttast, að ekkert gott muni hljót- ast af komu þeirra. Líður og ekki á löngu þar til í odda skerst milli ferða- langanna annars vegar og hinna göimlu fóstbræðra þeirra, Finnboga og Stark- aðar, hins vegar. ísarr leysir Ulfrúnu úr festum og lætur Vilmundi hana eft- ir. En Þórhildur á Mánafelli, sem er svarkur mikill, vill hvorki sjá Vilrmmd né Erp fyrir tengdason, þótt þeir séu nú báðir auðugir að fé og hirðmenn tveggja konunga. Taka þeir þá að hitta ásbmeyjar sínar á laun, Vilmund- ur Olfrúnu og Erpur Lofnheiði, en hún er nú föstnuð Finnboga Loftssyni, fóst- bróður þeirra. Þá kemur og Gríma Loftsdóttir aftur til sögunnar, en hún er nú gjafvaxta mær og forkunnar fög- ur. Er hún festarmey Starkaðar, en hefur jafnan dreymt um Isarr síðan í bernsku. Koma nú fræði ísarrs og andlegur þroski að litlu haldi, er jarð- neskar tilfinningar fá yfirhöndina, þótt honum sé fullljóst, að hann er að drýgja hið versta óþokkabragð gagn- vart Starkaði, vini sínum og fóstbróð- ur. Ekki fer hjá því, að upp komist um þessi stefnumót öll, og fara þá Finnbogi og Starkaður á fund þeirra Erps og Isarrs. Finnbogi ,,talar sverð Erps fast í slíðrin og tekur af honum konuna berhentur”, en Starkaður skor- ar Isarr á hólm. ísarr hefur þó í fullu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.