Helgafell - 01.12.1953, Síða 50

Helgafell - 01.12.1953, Síða 50
48 HELGAFELL Samt sem áðtir eru það allverulegar breytingar, sem verða á íslenzkum bókmenntum áratuginn 1910—20. I Ijóðagerðinni eru þessi skil slík, að maður, sem þekkt hefði íslenzkan Ijóð- skáldskap fram til 1910, en síðan ekki haft nein kynni af honum fyrr en eítir 1920, hann myndi í fyrstu vart kann- ast við sig aftur á því sviði. — Þau ijóðskáld, sem hefja skáldferil sinn eftir 1918, eru flest stórlega frábrugð- in fyrirrennurum sínum, bæði um efn- isval og meðferð'. Þó eru noklair, sem halda fram sömu braut og fyrirrenn- ararnir og láta lítt hrekjast af leið á hverju sem gengur. Þessi skáld skera sig því að nokkru úr umhverfi sínu og samtíð. — Eitt þessara skálda er Jakob Thorarensen. Sem ljóðskáld er hann allsérstæður í samtíð sinni, þó ekki sé hann alveg einstæður. Hann er þó ekki svo bundinn við undanfara sína, að liann gæti agnúalaust fallið inn í þeirra samtíð. Hann myndi einn- ig þar verða sérstæður. Jakob Thorarensen er fæddur 1880 að' Fossi í Hrútafirði. Um tvítugt leit- ar hann til Reykjavíkur, til iðnnáms, og fer þaðan ekki aftur. Þótt hann hafi senn búið búið í hálfa öld hér í Reykjavík, er hann þó að ýmsu leyti dalabarn í Ijóðum sínum. Hann hefir aldrei að fullu sætzt við hraða og um- rót samtíðarinnar, heldur nýtur hann sín bezt í kyrrð og friðsæld utan við þeyting og skarkala umheimsins. Hann hefir því að vissu leyti alltaf staðið í andófi gegn samtíð sinni. Þó er síður en svo að hann hafi orðið ut- anveltu. Til þess hafði hann of mikið fram að færa. Fyrsta bók hans, Snæljós, kom út 1914. Þar eru mörg ágæt kvæði, skemmtileg og hressileg og þar kemur þegar fram glettni hans, kímni og kaldhæðni, sem jafnan síðan hafa ver- ið mikill þáttur í skáldskap hans, ekki hvað sízt í sögum hasn. I þessari fyrstu bók bregður fyrir nokkurri svartsýni, t. d. í Beint í sortann og Fyrr og nú: Stóð ég þar fyrr, sem gullið glóði, gull minna vona’ á æskuströnd; hló þá mín sál í söng og ljóði, sólin skein á mín óskalönd. — Nú er mér kalt og ekkert ettir, æska, þess ljóss, er gafst mér þu: Les ég með öfund andlátsfréttir, athvarfslítill að von og trú. En þetta er ekki neitt aðaleinkenni Jakobs Thorarensens. INfiklu fremur koma helztu einkenni hans fram 1 kvæðum eins og t. d. í hákarlalegum: í skaparans nafni ýtt var út opnu skipi, er leyst var festi. Nú er mér kalt og ekkert ettir, en annars harðfisk og blöndukut; en munaðaraukinn eini og bezti ögn af sykri í vasaklút.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.